Morgunblaðið - 12.05.1989, Side 17

Morgunblaðið - 12.05.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖ.STUDAGUB 12.,tyAÍ 1989 17 Veröld er komin til að vera I tilefiii ummæla fi*amkvæmdastjóra Utsýnar eftirAndra Má Ingólfsson Að verða fyrir því að lesa eigin minningargrein er sérstæð lífsreynsla og er það allnokkuð að geta skipað heilu fyrirtæki í fé- lagsskap ekki óþekktari manna en t.d. Hemingway sem mun hafa upplifað slíkt hið sama. Tilefnið eru ummæli Önnu Guðnýjar Aradóttur, nýs fram- kvæmdastjóra Ferðaskrifstofunn- ar Útsýnar, þar sem hún gefur til kynna að vegna versnandi árferðis í ferðamannaiðnaði þá muni íslenskar ferðaskrifstofur unn- vörpum leggja upp laupana, að undanskildum Útsýn, Samvinnu- ferðum og Úrvali. Undirrituðum þykir rétt að árétta þessi ummæli fyrir hönd Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar í ljósi staðreynda sem íslenskir ferðalangar eiga rétt á að vita. Nokkrar staðreyndir umÚtsýn Það er hálf hjákátlegt að þessi fullyrðing skuli koma frá Útsýn, skömmu eftir að ferðaskrifstofan hefur fellt niður ferðir sínar til Ítalíu eftir að hafa haldið uppi leiguflugi þangað síðustu 15 árin. Það er alkunna að fyrirtæki verða að afla meira en þau eyða til að geta haldið lífi. Fyrst svo hart var kveðið að hjá fram- kvæmdastjóra verður það að upp- lýsast hér að markaðshlutdeild Útsýnar hefur minnkað stöðugt Andri Már Ingólfsson „ Viðskiptavinir ferða- skrifstofanna eiga rétt á að vita hið sanna í málinu um hvaða fyrir- tæki eru traust og hver ekki.“ síðustu árin og gerir enn sbr. nið- urfellingu ferða til Ítalíu. Reynsluleysi framkvæmdastjóra? Kannski eru ummæli nýja fram- kvæmdastjórans tilkomin vegna vanþekkingar þar sem hún hefur engin afskipti af ijármálum Út- sýnar og veit því sjálfsagt ekki hvemig staðan er, né þekkir þró- unina síðustu árin. Hvað fær hana til að fella dóma um aðrar ferðaskrifstofur og á hvaða forsendum hún viíl halda Útsýn í hópi þeirra þriggja ferða- skrifstofa sem „lifa eiga af“, eins og hún gaf til kynna í umræddu sjónvarpsviðtali. Eða er Útsýn kannski að hylma yfír slæma stöðu sína á þennan hátt. Ferðamiðstöðin Veröld Það vita þeir sem til þekkja að ferðaþjónusta byggir fyrst og fremst á þekkingu þeirra sem að henni standa. Þegar Ferðamið- stöðin hf. hóf rekstur undir nýju nafni, Ferðamiðstöðin Veröld, í janúar síðastliðnum, vom margir forvitnir um hver árangurinn yrði. Það er því sjálfsagt að skýra frá því opinberlega að rekstrartekjur Veraldar hafa u.þ.b. tvöfaldast á árinu miðað við árið 1988. Undir- tektir hafa verið frábærar og það er ljóst að rekstrarforsendur okkar árið 1989 eru traustar enda byggðar á sölu sem hefur nú þeg- ar átt sér stað fyrir árið 1989. Ferðamiðstöðin hefur á að skipa mörgu færasta starfsfólki í ferða- iðnaði á íslandi og er það sá grunn- ur sem við byggjum á. Hrun á ferðamarkaðinum? Það hefur verið tíðrætt um sam- drátt í ferðum íslendinga og ljóst er að sviptingar eru á ferðamark- aðinum. Því er rétt að taka eftir- farandi fram: Veröld er eina íslenska ferða- skrifstofan sem hefur aukið framboð sitt á Ieiguflugssætum þegar aðrir hafa dregið saman. Það hefur enginn eins góðan aðgang að upplýsingum um sölu ferðaskrifstofanna eins og Flug- leiðir og Arnarflug. Það er vitað um söluaukningu Veraldar á árinu og jafnframt um samdrátt hjá öðrum ferðaskrifstofum og það er mér ljúft fyrir hönd Veraldar að falast eftir því að flugfélögin birti þær tölur ef Útsýn er tilbúið til þess. Viðskiptavinir ferðaskrif- stofanna eiga rétt á að vita hið sanna í málinu um hvaða fyrir- tæki eru traust og hver ekki. Endurgreiösla uppsaftiaðs birgða- kostnaðar sláturleyfishafa: Fyrst o g fremst greiðslutilfærsla - segir flármálaráðherra „ÞAÐ ER nú fyrst og fremst greiðslutilfærsla frá einu tíma- bili yfír á annað,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson íjármálaráð- herra, aðspurður um hve mikil útgjöld fylgdu því, fyrir ríkis- sjóð, að útvega fé til að greiða sláturleyfishöfum uppsafinaðan geymslu- ■ og vaxtakostnað vegna búvara. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til vinnuveit- enda, vegna samninga við ASÍ, var því heitið að fé yrði útvegað til þessara nota. útfært. Við höfum ekki alveg sett það á blað. Það fer auðvitað eftir birgðastöðunni einnig og það er verið að útfæra það nánar." Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar. HOTELJORÐ Skólavörðustíg 13a, s. 621739 Notaleg gisting 1 hjarta borgarinnar. Kostnaðurinn sem um ræðir er til kominn vegna geymslu sauð- íjárafurða frá slátrun til söludags, að sögn Guðmundar Sigþórssonar í landbúnaðarráðuneyti. Siátur- leyfíshafar þurfa að staðgreiða bændum innlegg þeirra eftir laga- breytingu 1985, áðurfengu bænd- ur ekki uppgert fyrr en síðar, jafn- vel ekki fyrr en komið var ,að sölu- degi, sem gat verið eftir all langan tíma, eitt til tvö ár. Við lagabreyt- inguna jókst verulega birgða- kostnaður sláturleyfíshafa, eink- GIGTARFÉLAG ÍSLANDS ÁRMÚLI 5 — 108 REYKJAVÍK Slmi: 91-30760 efnir til solarlandaferðar um vaxtakostnaður. „Þetta er fyrst og fremst ákveð- in tilfærsla á greiðslum og hefur áhrif á greiðslustöðuna frá einu tímabili til annars,“ sagði Ólafur Ragnar. „En ef litið er til lengri tíma hefur það ekki áhrif.“ Hann var spurður hvort þetta þýddi þá aukin útgjöld á þessu ári, sem svo skiluðu sér aftur síðar. „Það fer nú dálítið eftir því hvemig þetta verður nákvæmlega 6. október 1989 með ferðaskrifstofunni ATLANTIK. Vinsamlegast hafið samband við ferðaskrifstofuna í símum 28388 og 28580. Gigtarfélag íslands Faco kynnir JVC VHS 625 í dag, 12. maí að Laugavegi 89, frá 9-19. Við útlistum hið byltingarkennda Supér VHS myndbandskerfi og sýnum myndir í S-VHS myndbandstækjum og S-VHS VideoMovie vélum í nýju súper sjónvörpunum frá JVC sem hafa 600 línu upplausn og Y/C (Super VHS) inngang. Við bjóðum nýja íslenska bæklinga og fréttabréf um Super VHS. Kaffi og kökur. Komið og sjáið byltinguna með eigin augum. FACQ ^Super VHS - Aldahvörf í myndgædum. IGRÆÐSLA ÞETTARA HAR Þessi byltingarkennda að- ferð tryggir þér heilbrigt og eðlilegt hár sem vex svo lengi sem þú lifir. HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? Hér er um að ræða sárs- aukalausa aðferð þar sem hárrætur, sem ekki eru móttækilegar fyrir hártapi eru græddar í þau svæði sem eru gisin eða hárlaus. Þér finnst þú yngjast upp um allan helming. Hringdu í síma 657076 Biðjið um bækling eða ókeypis ráðgjöf hjá þér eða okkur. Við veitum skriflega lífstíðar ábyrgð á meðferðinni. 3*4— SKANHAR Aps Ráðgefandi stofnun gegn hártapi, Holtsbúð 3,210 Garðabæ. Nafn: Heimilisf.: Sími:------ Við rýmum til fyrir nýjum vörum og bjóðum góðan afslátt af góðu verði. Ath: Stendur aðeins til 13. maí. Veriðvelkomin. zn Viá erum í M „Nútíð“ J Faxafeni 14, \ IHÚSGÖGN sími 680755. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.