Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989
Minning:
Andrés Markús
Þorleifsson
40
Aldarminning:
*
Astbjörg Jónsdóttir og
Guðbjartur Olafsson
hafnsögumaður
Ástbjörg
Fædd 25. ágúst 1888
Dáin 1. nóvember 1963
Guðbjartur
Fæddur 21. mars 1889
Dáinn 15. maí 1961
Laugardaginn 8. apríl síðastliðinn
komum við niðjar þeirra saman til
að minnast aldarafmæla þeirra hjóna.
Ástbjörg var fædd í Hákoti á Ákra-
nesi, dóttir hjónanna Halldóru Sig-
urðardóttur og Jóns Ásmundssonar
og var hún þriðja í röðinni af fimm
systkinum. Guðbjartur var fæddur í
Keflavík í Rauðasandshreppi. For-
eldrar hans voru hjónin Guðrún
Haflína Jónsdóttir og Ólafur Tómas
Guðbjartsson. Hann var einnig þriðji
í röð systkina sinna.
Ástbjörg og Guðbjartur gengu í
hjónaband 9. nóvember 1912. Þeim
varð fimm bama auðið. Þau eru í
aldursröð: Jón fæddur 23. október
1913, dáinn 16. apríl 1979; Dóra
fædd 4. ágúst 1915; Ólafur fæddur
23. mars 1917; Jóhanna fædd 26.
september 1918, dáinn 11. febrúar
1982; Benedikt fæddur 1. janúar
1924.
Ástbjörg ólst upp hjá foreldrum,
sínum á Akranesi en fluttist ung til
Reykjavíkur þar sem hún starfaði
m.a. hjá matsölukonu uns hún gift-
ist. Þegar Guðbjartur var nokkra
vikna var honum komið til Kollsvíkur
til föðurömmu sinnar sem þar bjó
ekkja. Guðbjartur ólst síðan þar upp
í umsjón föðursystur.sinnar Halldóru
sem alla tíð síðan reyndist honum
frábærlega vel. Meðal annars seldi
hún árið 1908, partinn sem hún átti
í Kollsvík til að kosta hann til náms.
Halldóra var síðan á heimili þeirra
Ástu og Guðbjarts og andaðist þar
árið 1935.
Guðbjartur fór ungur í sjóróðra og
á þilskip frá Patreksfirði. Til
Reykjavíkur kom hann 1908, fór í
Flensborgarskólann 1908—09, svo í
Stýrimannaskólann og lauk bæði far-
manna- og fiskimannaprófi 1911 og
eimvélaprófi 1914. Árið 1912.sótti
hann um undanþágu til þess að mega
hafa á hendi skipstjóm, en hafði þá
ekki til þess lögaldur. Leyfið var veitt
7. janúar 1913. Hann var skipstjóri
á ýmsum skipum til ársins 1928.
Hann var sérstaklega happasæll skip-
stjóri. í formannstíð sinni hlekktist
honum aldrei á og missti aldrei mann.
Þann 24. mars 1916 er hann var
skipstóri á kútter „Esther“ frá
Reykjavík, bjargaði hann 4 skips-
höfnum, samtals 38 mönnum, af
Grindavíkurbátum úr bráðum
lífsháska í norðan áhlaupaveðri, er
gerði þennan dag. Þótti þetta og
þykir enn einstakt afrek og varð
Guðbjartur landskunnur af. Síðar eða
árið 1921 þegar Guðbjartur hafði
tekið við skipstjórn á togara, tókst
honum að bjarga enskum togara með
áhöfn, er var að því komin að reka
upp í Þrídranga í Vestmannaeyjum.
Um Guðbjart hefur verið sagt: Guð-
bjartur mun vera sá íslendingur sem
flestum mönnum hefur bjargað úr sjó
hér við land. Guðbjartur var hafn-
sögumaður við Reykjavíkurhöfn frá
1929—1955. Hann var virkur í fé-
lagsmálum sjómanna, var m.a. form-
aður skipstjóra- og stýrimannafélags-
ins Öldunnar í 18 ár. Þekktastur var
Guðbjartur fyrir störf sín í þágu
Slysavarnafélags íslands og unnu
þau hjón mjög mikið og óeigingjarnt
starf í þess þágu. Guðbjartur var einn
af stofnendum Slysavarnafélagsins
1928, hann var kosinn í aðalstjórn
árið 1938, forseti félagsins verður
hann 1940 og síðan óslitið til 1960
að hann baðst undan endurkjöri. Á
þessum árum óx og dafnaði félagið
undir styrkri stjórn Guðbjarts. Að
Guðbjarti látnum minntist Gunnar
Friðriksson þáverandi forseti Slysa-
vamafélagsins hans með þessum orð-
um. „Á þeim tveim áratugum er
Guðbjartur veitti Slysavamafélagi
íslands forstöðu, urðu miklar breyt-
ingar á félaginu og starfsemi þess.
Árið 1942 var því breytt í landssam-
tök. Starfsemi þess varð með hvetju
árinu sem leið umfangsmeiri. Byggð
björgunarskip, skipbrotsmannaskýl-
um og björgunarstöðvum fjölgað,
aukin starfsemi til varnar slysum á
landi og lagt fram fé til sjúkraflug-
véla. Að öllum þessum verkefnum
vann Guðbjartur af fádæma áhuga
og elju, og þótt margir hafí lagt hér
hönd að verki má fullyrða að enginn
hefur átt eins ríkan þátt í fram-
kvæmdum þessum og hann. Guð-
bjartur naut alla tíð óskoraðs trausts
félagsmanna, og þeir sem kynntust
honum og unnu með honum vissu
best að hann var þess trausts verður."
Guðbjartur tók virkan þátt í stjórn-
málum um fjölda ára. Hann sat í
bæjarstjóm sem varamaður Sjálf-
stæðisflokksins í mörg ár, svo og
átti hann sæti í hafnarstjórn um ára-
bil. Einnig var hann í ýmsum nefnd-
um og gegndi mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir flokk sinn.
Guðbjartur var heiðraður fyrir
störf sín að slysavarnamálum. Hann
var sæmdur Fálkaorðunni 1948 og
1959 var hann sæmdur Stórriddara-
krossi.
Með þessari upprifjun á lífí og
starfí þeirra viljum við bamabömin
heiðra minningu þessara sæmdar-
hjóna.
Barnaböm.
Fæddur 14. apríl 1966
Dáinn4.maí 1989
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja
er ekkert betra
en eiga vini,
sem aldrei svíkja. (Davíð S.)
Nú kveð ég vin minn.
Elsku besti Krúsi er horfinn,
burt í heim ljóssins. Hvernig gat
slíkt skeð. Drengurinn minn sem
var svo uppfullur af lífsgleði og
krafti. Á örskots stund fölnaði til-
veran upp og grár skuggi vonleysis-
ins læddist yfir allt. Andartak loka
ég augunum og móða af draumum
og ótal minningar líða hjá. Kynleg
saknaðarkennd, allt að því óraun-
vemleg tilfinning, en samt sem
áður helber raunveruleikinn læsti
sér í augnablikin. Hvernig gat slíkt
djúp verið á milli eins drengs og
allra annarra.
Við Markús kynntumst á D.C.-
námskeiði, þegar við vomm 15 ára,
þar var hann með pabba sínum.
Þessi drengur hafði svo mikið gott
við sig og gaf svo mikla gleði frá
sér. Hann var ákaflega opinn og
frakkur. Það var alltaf eitthvað
skemmtilegt að gerast í kringum
hann. En það sem mér fannst ein-
kenna Markús mest og sem virðist
vera eitthvað svo sjaldgæft í fólki,
það var hvað hann var hreinlega
heiðarlegur og virkilega traustur.
Markús hafði áhuga á mörgu og
var búinn að vinna margvísleg störf
og ferðast um heiminn. En loksins
eftir leit, fann hann sig í því sem
átti hug hans allan, það var flugið.
I Straumsvík vann hann með flug-
náminu því hann var duglegur og
ólatur. Svo fyrir fáum dögum út-
skrifaðist hann sem einkafiugmað-
ur, með góðar einkunnir.
Margar minningar lifa eins og
skuggar af fallegum blómum. At-
burðir og augnablik bæði slæm en
aðallega góð renna í gegnum hug-
ann eins og röð óslitinna mynda.
Því ýmislegt gerðist á þessum 8
árum.
Mömmu hans, Gunnhildi, pabba
hans, Þorleifi, systrum hans og þá
sem tengdust þessu hræðilega slysi
bið ég Guð að styrkja. Guð geymir
Markús. Blessuð sé minning hans.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snðggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar slqott. (Hallgrímur P.)
Anna Lára Þórisdóttir
Dauðinn gerir ekki alltaf boð á
undan sér. Ég vissi það svo sem
fyrir að sjaldan hefur hann höggvið
eins nærri mér og óvænt og nú.
Þegar hringt var í mig heiman frá
íslandi og mér sagt að Markús
frændi minn væri dáinn átti ég erf-
itt með að trúa því. Hann sem var
ekki nema 23 ára og hafði frá því
ég man eftir mér verið manna
hressastur. En svona er lífið, við
ráðum því ekki hvenær það endar.
Sagt er að þeir sem guðirnir elski
deyi ungir. Vel má vera að það sé
rétt, en sorglegt finnst mér að fá
aldrei í þessu lífi að sjá frænda
minn Markús aftur.
Við vorum systkinasynir og á
svipuðum aldri. Það ásamt
skemmtilegum persónuleika Mark-
úsar hefur verið vináttuhlekkur
okkar í gegnum öll árin. Síðustu
ár hafa tækifærin til að rifja upp
kynnin því miður verið allt of fá.
Það hefur þó ekki komið í veg fyr-
ir góða endurfundi, þó ég verði að
segja að líklega hafi ég oftar notið
góðs af þeim en hann. Markús var
nefnilega fljótur að verða við hjálp-
arbeiðnum mínum þegar bíltíkin
mín bilaði og ekki stóð á lausn
mála. En nú er þessi hlekkur brost-
inn og eftir stendur minning um
góðan vin.
Elsku Gunnhildur, Þorleifur og
systkini, við Eydís vottum ykkur
innilegustu samúð okkar. Guð blessi
minningu Markúsar.
Karlsruhe, Vestur-Þýskalandi,
Ágúst Þorbjörnsson
í dag kveðjum við góðan vin sem
lést af slysförum þann 4. maí síðast-
liðinn. Markúsi kynntumst við fyrst
á skólaárum hans í barnaskóla og
í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann
var mikill áhugamaður um fé-
lagslíf, var meðal annars formaður
nemendafélagsins þar um tíma. Og
einnig í nemendafélagi Flugskólans
Flugtaks þar sem hann var núna
að ljúka einkaflugmannsprófi og
hlakkaði mikið til. Flugið var það
sem lífíð snerist um hjá honum, svo
að segja strax eftir fyrsta tímann.
Markús var félagslyndur, glaðlegur
og ávallt áhugasamur um það sem
hann tók sér fyrir hendur.
Það er erfitt að tjá sig með fá-
tæklegum orðum. Það er svo margt
sem kemur fram í hugann. Markús
var sannur vinur í raun þegar á
reyndi. Við munum ávallt minnast
hans, þegar hann brosti og yljaði
okkur um hjartarætur. Sem ungs
manns sem átti lífíð framundan og
átti svo mörg áform um framtíðina.
Um leið og við kveðjum Markús
viljum við þakka fyrir þær góðu
stundir sem við áttum með honum.
Foreldrum hans og systrum og fjöl-
skyldu sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur
Árni, Lilja,
Bjössi og Tommi.
Okkar ástkæri bróðir og mágur
er látinn. Fréttin um hið hörmulega
slys risti dýpra en nokkurt sár. Við
sitjum máttvana og hnípin og reyn-
um að skilja hvers vegna Markús
var svo snögglega burtu frá okkur
tekinn. Lífið brosti við honum og
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR,
Hátúni 10 B.
lést á Landspítalanum 11. þ.m.
Ámundi R. Gislason, Inga L. Guðmundsdóttir,
Ingigerður K. Gísladóttir, Haligrímur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNARBÖÐVARSSON
prófessor,
lést á heimili sínu í Corvallis, Oreg jn-fylki, Bandaríkjunum, þriðju-
daginn 9. maí.
Tove Böðvarsson
og börn.
t
Eiginmaður minn og faðir,
JÚLÍUS KARLSSON,
Mýrarbraut 23,
Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 13. maí kl.
13.00.
Ragna Kristjánsdóttir,
Hjörleifur Júliusson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
HELGU FINNSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Finnur Sigurjónsson,
Henný D. Sigurjónsson,
Ólöf í Sigurjónsdóttir, Helgi Eiriksson,
Pálína Þ. Sigurjónsdóttir, Sigmundur R. Helgason,
Jóhanna K.S. Ellerup, Frode Ellerup.
t
Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi,
ANDRÉS MARKÚS ÞORLEIFSSON,
Efstalundi 2,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, föstudaginn 12. maí,
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Flugbjörgunarsveitina.
Þorleifur Markússon, Gunnhildur Eiríksdóttir,
systur, mágar og systursynir.
Útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR,
Króki, Ásahreppi,
Kaplaskjólsvegi 37,
Reykjavík,
fer fram frá Kálfholtskirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Bílferð
verður frá BSÍ sama dag kl. 12.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við fráfall og jarðarför mannsins mins og föður okkar,
JÓNS HJÁLMARSSONAR
skósmiðs,
H verf isgötu 15,
Siglufirði.
Guð blessi ykkur öll.
Sigriður Albertsdóttir,
Hjálmar Jónsson,
Magnús Jónsson.