Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 7 F ossvogsbraut og hags- munir Kópavogsbúa eftirLoftAl. Þorsteinsson Jafnvel rólyndustu íbúum Kópa- vogs er farið að blöskra óbilgjörn afstaða Bæjarstjómar Kópavogs til fyrirhugaðrar Fossvogsbrautar. Einhliða yfirlýsing bæjarstjómar- innar, að samningurinn um Foss- vogsbrautina frá 1973 sé fallinn úr gildi, er þó dropinn sem fyllir mælinn. Sem vænta mátti, hafa viðbrögð Reykvíkinga verið harka- leg og em öll samskipti bæjarfélag- anna í upplausn. Nú þegar hefur Reykjavík neitað framlengingu samnings um afnot af sorphaugum borgarinnar í Gufu- nesi. Aðrir samningar bæjarfélag- anna em í stórhættu til tjóns fyrir báða aðila. íbúar Kópavogs verða nú að taka saman höndum og forða því að hagsmunum bæjarins verði fómað í nafni þess trúarofstækis sem virðist knýja bæjarfulltrúa Kópavogs til óheillaverka. Deilt um Fossvogsbraut Hvað sem segja má um efnisat- riði samnings bæjarfélaganna frá 9. október 1973, er ómótmælanlegt að samningurinn var gerður á lög- legan hátt og af réttum aðilum. Breytingar geta auðvitað átt rétt á sér, en verða að nást fram með samkomulagi og gæta verður fullra mannasiða við að ná fram, breyting- um. Ekki verður liðið að bæjarfull- trúar Kópavogs hagi sér eins og götustrákar í bófahasar. Fyrir liggur að frá umferðarsjón- armiði er mikilvægt að Fossvogs- brautin verði lögð. Aðrir kostir em dýrari og valda jafnframt meiri umhverfisröskun. Það er ekki vit- rænt innlegg í umræðuna, að vísa til þess að umhverfisröskun við stækkun Miklubrautar og Bústaða- vegar verði hinumegin bæjarmarka. Höfuðborgarsvæðið er allt ein um- hverfisheild og auðvitað bera íbúar þess víðtæka ábyrgð á öllu því svæði. Burtséð frá efnisatriðum deilunn- ar um Fossvogsbraut er þó megin- málið, að tvö stærstu bæjarfélög landsins verða að geta átt samstarf eins og góðum grönnum sæmir. Hagsmunir allra landsmanna krefj- ast víðtækrar samvinnu bæjarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Margskonar samstarf er í gangi og það ber að auka, svo sem við verð- ur komið. Sameining Kópavogs og Garðabæjar væri til dæmis þarft framfaraspor. ( Það verður að teljast heldur lítil- mannlegt af Bæjarstjórn Kópavogs að beita fýrir sig íþróttafélagi Kópavogs, en því félagi hefur verið úthlutuð íþróttaaðstaða á hinu um- deilda svæði. Augljóst er að Bæjar- stjórn Kópavogs reynir að styrkja vígstöðu sína með því að felast að baki áhugafélagi um íþróttaiðkun. Það varpar skíru ljósi á frumhlaup Bæjarstjómar Kópavogs, að heim- ildir Skipulagsstjórnar ríkisins skortir til að veita byggingarleyfi á svæðinu. Af hálfu Reykjavíkur virðist ríkja eindreginn vilji til að leysa Foss- vogsdeiluna. Til dæmis mun Reykjavíkurborg hafa boðið að verulegur hluti brautarinnar yrði niðurgrafinn, sem myndi kosta aukalega um 600 milljónir króna. Það hlýtur að vera óskastaða að semja við aðila sem er tilbúinn að taka á sig slíkan fómarkostnað. Hér er um að ræða háar tjárhæðir, sem gætu nýst til margvíslegra umhverfisverkefna í Kópavogi. Útivistarsvæðið í Kópavogsdal Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að gera útivistarsvæðið í Kópa- vogsdal aðgengilegt. Óvíða á höfuð- borgarsvæðinu era hentugri að- stæður til uppbyggingar á alhliða útivistarsvæði. Neðst í dalnum er nú þegar fýrir hendi stór knatt- spymuvöllur (Kópavogsvöllur) og efst í dalnum er athafnasvæði íþróttafélags Reykjavíkur. Á milli Lofhir Al. Þorsteinsson „Sú alvarlega misklíð sem nú er komin upp, er líkleg til að skaða stórlega hagsmuni Kópavogsbúa. Leita verður allra leiða svo að ekki komi til slita á samvinnu bæjarfélag- anna.“ þessara tveggja íþróttasvæða ætti að vera vettvangur fyrir almenning, með Kópavogslæk sem helsta að- dráttarafl svæðisins. Kópavogslækur getur orðið djásn í dalnum, liðast eins og perlufesti með tjömum, fossum og flúðum. Hingað væri ástæða fyrir bæjarfull- trúa Kópavogs að beina athygli sinni. Kópavogsdalur hefur allar forsendur til að verða hjarta og lunga sameinaðra byggða Kópa- vogs og Garðabæjar. Það er athygli- vert hveija ofuráherslu Bæjarstjóm Kópavogs leggur á hið umdeilda landsvæði í Fossvogsdal, á sama tíma og bæjarstjórnin áformar að eyðileggja möguleika útivistar- svæðisins í Kópavogsdal. Niðurlag Samstarf sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hefur að mörgu leyti verið til fyrirmyndar. Kópavogur hefur notið þessa samstarfs, ekki síður en aðrir. Sú alvarlega misklíð sem nú er komin upp, er líkleg til að skaða stórlega hagsmuni Kópa- vogsbúa. Leita verður allra leiða svo að ekki komi til slita á samvinnu bæjarfélaganna. Nú verða almennir bæjarbúar að taka til sinna ráða. Lagt er til að stofnað verði Borg- arafélag Kópavogs, sem taki upp samninga við Reykjavíkurborg, um hentugasta fyrirkomulag Fossvogs- brautar og þá aðstoð sem Reykjavík er fær um að veita til uppbygging- ar útivistarsvæðanna í Kópavogsdal og Fossvogsdal. Niðurstaða samn- inganna verði síðan lögð fyrir Kópa- vogsbúa til lýðræðislegrar af- greiðslu. Höfundur er verkfræðingur. Listamannalaun: Raðhús - parhús Melar - parhús: Giæsii. 7 herb. parhús tvaer haeðir, kj. og geymsluris. Elgnin er samtals um 240 fm auk 42 fm bíisk. Hus- Ið er i góðu ástandi. Vandaðar ínnr. Suðursv. Sólverönd og fal- legur garður. Verð 12,5 millj. 3yggingalóð í húsa- hverfi: (Grafarvogi III). Til sölu byggingalóð fyrir einbhús á glæsil. stað í suðvesturhlíðiim Keldnaholts. Uppdr. og nánari uppl. á skrifst. 4ra herb. Hlíðarvegur: Vönduð 4ra herb. ib. á jarðh. f þrfbhúsi. Sérinng. og hiti. Verð 5,5 millj. 3ja herb. Fossvogur: 3ja herb. rúmg. íb. á jarðh. Góðar innr. Sérhiti. Stórar suð- ursv. (fyrir allri suðurhliðinni). Verð 5,5 millj. Reynimelur: Góð 3ja herb. íb. á miðhæð í þríb. Sérinng. og hiti. Nýtt gler. EIGNA MIÐIIMN 27711 ► INCHOlTSSTR/tTI 3 Swnir KnstiiHsoii, sólatsljóri - McH* GaðnmwkMM, vtmí. MióHa Halldónsoa. logfr. - (JmHtriiai Brdc, M., t«ii 12320 Vesturberg. 2ja herb. íb. á efstu hæð. Fráb. útsýni. Verð 4,2 millj. Njálsgata. 2ja herb. íb. í góöu ástandi. Nýjar innr. í eldhúsi. Parket. Björt íb. Veðdeildarlán 1440 þús. Verð 3,2 millj. Reynimelur. 3ja herb. kjíb. Talsv. endurnýjuð. Verð aðeins 4,0 millj. Framnesvegur. 3ja herb. nýl. íb. með bílskýli. Verð 6,0 millj. Baldursgata. 3ja herb. nýl. íb. í góðu ástandi á 2. hæð. Suðursvalir. Afh. eftir samkomulagi. Frostafold. Glæsil. ný íb. í lyftuh. 93 fm nettó. Veðdeild 3,6 millj. Verð 6,5 millj. Háaleitishverfi. 5 herb. íb. á 3. hæð í enda. íb. er endurn. (eldh., bað, gler og gólfefni - parket). Eign í sérfl. Stærð 132 fm nettó. Verð 7,5 millj. Kópavogur - Vesturbær. Neðri sérh. í tvíbhúsi. Sérinng. Sérhiti. Sér þvottah. Eign í góðu ástandi. Bílskréttur. Verð 7,5 millj. Vesturberg. Endaraðh. á einni hæð. Mögul. á 4 svefnherb. Eign í góðu ástandi. Bílskréttur. Verð 8,0 millj. Dalsel. Sérl. vandað raðh. á tveim- ur hæðum auk kj. Sérstakl. gott fyrir- komul. Parket á gólfum. Ný innr. í eldh. Kj. er glæsil. innr. m.a. m/gufubaöi. Bílskýli og auka bílastæði. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI Norðurbær - raðhús Vorum að fá til sölu 6 herb. raðhús á einni hæð ásamt innb. bílsk. Góður garður. Frábærlega góð suðurver- önd. Bein sala eða skipti á 3ja-4ra herb. íb. Breiðvangur - 4ra-5 herb. Góð 4ra-5 herb. 117 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjölb- húsi með eða án bílskúrs. Upplýsingar á skrifstofu. VALHÚS 5:651122 (f ■ Valgeir Kristinsson hrl. BSveinn Sigurjónsson sölustj. Sextíu og sjö fa starfslaun SEXTÍU og sjö listamenn hafa hlotíð starfslaun, en tíl þeirra voru á fjárlögum 1988 samtals 18 milljónir króna. Þrír listamenn fengu starfslaun til 12 mánaða, þrír til níu mánaða, 15 til 6 mánaða, 18 til 4 mánaða og 28 til 3ja mánaða. Tólf mánaða starfslaun hlutu: Ása Ólafsdóttir myndlistarmaður, Karólína Eiríksdóttir tónskáld og Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson myndlistarmaður. 9 mánaða starfs- laun hlutu: Ásgeir Smári Einarsson myndlistarmaður, Jón Axel Björns- son myndlistarmaður og Kjartan Ólason myndlistarmaður. Símar 35408 og 83033 HLIÐAR Hamrahlíð Sex mánaða starfslaun hlutu: Andrés Sigurvinsson leikari, Auður Bjamadóttir listdansari, Ámi Ing- ólfsson myndlistarmaður, Bryndís Jónsdóttir myndlistarmaður, Bryndís Jónsdóttir myndlistarmað- ur, Daði Guðbjömsson myndlistar- maður, Guðrún Auðunsdóttir mynd- listarmaður, Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður, Húbert Nói Jó- hannsson myndlistarmaður, Ingi- björg Styrgerður Haraldsdóttir myndlistarmaður, Ingileif Thorla- cius myndlistarmaður, Jónína Guðnadóttir myndlistarmaður, Níels Hafstein Steinþórsson mynd- listarmaður, Stefán Axel Valdi- marsson myndlistarmaður, Val- gerður Bergsdóttir myndlistarmað- ur og Öm Þorsteinsson myndlistar- maður. Fjögurra mánaða starfslaun hlutu: Áskell Másson tónskáld, Edda Erlendsdóttir tónlistarmaður, Helga Egilsdóttir myndlistarmaður, Ingólfur Amarsson myndlistarmað- ur, Jón Reykdal myndlistarmaður, Kristinn G. Harðarson myndlistar- maður, Kristbergur Ó. Pétursson myndlistarmaður, Láras H. Grímsson tónskáld, Matthea Jóns- dóttir myndlistarmaður, Pétur Jón- asson tónlistarmaður, Rut Ingólfs- dóttir tónlistarmaður, Sigurður Ey- þórsson myndlistarmaður, Sigurður Órlygsson myndlistarmaður, Stein- unn Marteinsdóttir myndlistarmað- ur, Steinunn Þórarinsdóttir mynd- listarmaður, Tryggvi M. Baldvins- son tónskáld, Tumi Magnússon myndlistarmaður og Þórður Hall myndlistarmaður. Þriggja mánaða starfslaun hlutu: Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlist- armaður, Áshildur Haraldsdóttir tónlistarmaður, Erla B. Skúladóttir leikari, Erla Þórarinsdóttir mynd- listarmaður, Finnur Torfi Stefáns- son tónskáld, Guðbergur Auðuns- son myndlistarmaður, Guðlaug María Bjarnadóttir leikari, Guð- mundur L. Friðfinnsson rithöfund- ur, Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum rithöfundur, Guðríður S. Sigurðardóttir tónlistarmaður, Guðrún Marinósdóttir myndlistar- maður, Gunnar Bjömsson tónlistar- maður, Hafdís Ólafsdóttir myndlist- armaður, Jón frá Pálmholti rithöf- undur, Margrét Þ. Jóelsdóttir myndlistarmaður, Margrét Jóns- dóttir myndlistarmaður, Ólafur Ormsson rithöfundur, Páll Eyjólfs- son tónlistarmaður, Pétur Magnús- son myndlistarmaður, Ríkharður Öm Pálsson tónskáld, Rúna Gísla- dóttir myndlistarmaður, Sigrún Eldjám myndlistarmaður, Sigurður Bragason söngvari, Sólveig Aðal- steinsdóttir myndlistarmaður, Stef- án S. Stefánsson tónlistarmaður, Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður og Om Ingi myndlistarmaður. í úthlutunamefnd áttu sæti: Arn- ór Benónýsson, Magnús Þórðarson og Ámi Gunnarsson. Jón Axel sýnir í Nýhöfii í Listasalnum Nýhöfh, Hafh- arstrætí 18, stendur nú yfír sýn- ing á teikningum Jóns Axels. Á sýningunni eru tíu stórar við- arkolateikningar unnar á pappír og settar á striga. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 10-18 og um helgar frá klukkan 14-18 ( lokað á hvíta- sunnudag). Henni lýkur 17. maí. Eitt verka Jóns Axels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.