Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Neðri deild Alþingis: Húsbréfin samþykkt með helming atkvæða Húsbréfefrumvarpið var sam- þykkt í neðri deild Alþingis í gær með helmingi atkvæða. Helming- ur þingmanna greiddi atkvæði gegn frumvarpinu eða sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Frum- varpið hefúr nú verið sent til efri deildar en ríkisstjórnin legg- ur áherslu á að það verði sam- þykkt fyrir þinglausnir í vor. Marks og Spencer: Iliuga kaup á góðgætis- pakkanum BREZKA stórmarkaðskeðjan Marks og Spencer hefúr sýnt áhuga á kaupum á fiski héð- an, sem pakkað er í neytenda- umbúðir. Um er að ræða „góð- gætispakkann" frá Hafnar- bergi hf í Þorlákshöfti, sem er ný fiskréttaverksmiðja. Karl Sigmar Karlsson segir nær öruggt að samningar um sölu til Marks og Spencer ná- ist, en enn eigi eftir að reka endahnútinn á þá. Frakkar og Sovétmenn hafe lýst áhuga á kaupum á nýrri sjávarrétta- böku frá fyrirtækinu. Frost- mar hf. stendur í samninga- viðræðum við Finna um sölu á tilbúnum fiskréttum og Humall hf á sömuleiðis í samn- ingaviðræðum við erlenda kaupendur um sölu á fiskrétt- um i miklnni mæli. Fulltrúar Marks og Spencer hafa verið hér í tengslum við matvælasýninguna Icefood ’89. Þeir hafa meðal annars skoðað fiskréttaverksmiðju Hafnar- bergs og sagt hana standast all- ar kröfur þeirra um hreinlæti og gæði og lýst miklum áhuga á kaupum á fiski pökkuðum í henni. Karl Sigmar segir að áhugi Bretanna sé mikil viður- kenning fyrir fyrirtækið svo og það, sem önnur íslenzk fyrirtæki séu að gera á þessu sviðL „Það er ekki enn Ijóst hvað þeir vilja að við vinnum fyrir þá. Kannski eru þeir líka að biðja um meira en við getum framleitt," sagði Karl Sigmar. Jón Ragn- arsson kaup- ir Hótel Örk I gær tókust samningar milli Framkvæmdasjóðs íslands og Jóns Ó. Ragnarssonar, veit- ingamanns, um kaup hins síðarneftida á Hótel Örk í Hveragerði. Kaupverðið nem- ur 265 miiyónum króna, og að sögn Jóns greiðir hann það með húseign sinni að Hverfis- götu 54, en þar rekur hann kvikmyndahúsið Regnbogann. Jón Ó. Ragnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann tæki við rekstri Hótels Arkar um næstu mánaðamót, en þegar yrði hafist handa við ýmsar lagfæringar á húsnæðinu, og meðal annars yrði gistirýmið aukið um helming. Jón rekur einnig Hótel Valhöll á Þingvöll-, um, og sagði hann að sameigin- legur rekstur hótelanna í fram- tíðinni myndi stuðla að aukinni hagræðingu og hagkvæmni í rekstri þeirra beggja. Hann sagði að viðræður, sem hann hefði á sínum tíma átt við ríkið um kaup þess á Hótel Valhöll, hefðu fljótlega farið út um þúfur. Við þriðju umræðu um málið í neðri. deild lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Kom fram í máli Þorsteins Pálssonar og Geirs H. Haarde, að þeir teldu frumvarpið hafa breyst mjög til hins verra frá því milliþinganefnd skilaði því frá sér á síðasta hausti og sagði Þor- steinn að eiginlegt húsbréfakerfi kæmist ekki á með þessum hætti. Þessi frávísunartillaga var felld með atkvæðum stjómarþingmanna og Kvennalista en þingmenn Sjálf- stæðisflokks, Borgaraflokks og Frjálslyndra hægrimanna greiddu atkvæði með henni ásamt þeim Stefáni Valgeirssyni (SJF/Ne), Ólafi Þ. Þórðarsyni (F/Vf) og Alex- ander Stefánssyni (F/Nv). Frumvarpið var síðan borið undir atkvæði deildarinnar og var það samþykkt með 21 atkvæði. Helm- ingur þingmanna greiddi atkvæði gegn því eða sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Efri deild hefur frum- varpið nú til meðferðar og leggur ríkisstjórnin áherslu á að það verði afgreitt fyrir þinglausnir í vor. Morgunblaðið/Bj.Bl. Bfilinn, sem valt út af Reylganesbraut við Grindavíkurafleggjara með þeim afleiðingum að ökumað- ur lést, er gjörónýtur eins og sést á myndinni sem tekin var á geymslusvæði í Keflavík í gær. Lést í umferðarslysi MAÐURINN, sem lést í umferðarslysi á Reyjanes- braut við Grindavíkurafleggjara um hádegisbil á miðvikudag, hét Eggert Jónsson, til heimilis að Álfa- skeiði 96 í Hafnarfirði. Eggert var 27 ára gamall, fæddur 27. október 1961. Hann var ókvæntur og bamlaus. Áverkar mannsins, sem var farþegi í bílnum sem Eggert heitinn ók, reyndust ekki jafnmiklir og ótt- ast var í fyrstu og er hann ekki í lífshættu, að sögn rannsóknarlögreglu í Keflavík. Háskólaráð fi*estar ákvörðun um innritun: Hátt í þrjú þúsund nemar eru enn í óvissu um útskrift Á FUNDI háskólaráðs í gær var ákveðið að fresta afgreiðslu tillögu rektors um innritun stúdentsefiia. Voru háskólaráðsmenn sammála um að bíða og sjá hvort verkfall BHMR leystist. Næsti fúndur ráðs- ins verður fimmtudaginn 25. maí, og þá á að afgreiða málið. Venju- lega hefst skráning nýstúdenta í Háskólann 1. júní. Tillaga rektors gerir ráð fyrir að þeir verði innritaðir, sem hafi áunn- ið sér rétt til að þreyta stúdents- próf í vor en hafi vegna verkfalla ekki náð að þreyta próf fyrir 16. júní næstkomandi. Nemandi yrði þá við skrásetningu að framvísa staðfestingu um námsframvindu frá viðkomandi skóla. Hjá Karli Kristjánssyni, deildar- sérfræðingi í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins, var mik- ið um fyrirspumir framhaldsskóla- nema hjá upplýsingaskrifstofunni, Framfærsluvísitalan mælir 27% verðbólgu VÍSITALA framfærslukostnaðar samkvæmt útreikningi í byijun þessa mánaðar var 122,3 stig, 2% hærri en í byijun apríl. Samsvar- ar þessi hækkun tæplega 27% verðbólgu á tólf mánaða tímabili en hækkun vísitölunnar síðustu þijá mánuði mælir 31,5% verð- bólgu. Hækkunin síðustu 6 og 12 mánuði samsvarar rúmlega 22% verðbólgu. Af 2% hækkun vísitölunnar í maíbyijun stafa um 0,6% af hækk- un tryggingaiðgjalda bifreiða og 0,1% af hækkun bensínverðs. 0,3% ísagörður: Athuga kaup á útíbúi Út- vegsbankans NEFND sem bæjarstjórn ísa- fjarðar kaus til að athuga stofn- un sparisjóðs á ísafirði sam- þykkti nýlega að athuga með kaup á útibúi Útvegsbankans á Isafirði. Á bæjarstjórnarfúndi í gærkvöldi kom það fram að fiill- trúar nefndarinnar ætla að óska efltir viðræðum við Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra um málið. stafa af hækkun matvöru, 0,2% af hækkun húsnæðisliðs og 0,8% af verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða. sem ráðuneytið opnaði í gær. Karl sagði að það væri erfitt að telja nákvæmlega saman á hversu mörgum framhaldsskólanemum verkfallið bitnaði, í iðnskólum fengju til dæmis sumir fulla kennslu en aðrir enga, vegna þess að kenn- arar væru í mismunandi stéttarfé- lögum. Karl sagði að stúdentsefni í mennta- og Qölbrautaskólum væru um 1.400. Búast mætti við að út- skriftamemar úr iðnskólum og sér- skólum væru álíka margir. í gærmorgun var haldinn fundur í nefndinni, sem menntamálaráð- herra skipaði til þess að ræða lausn- ir á vanda framhaldsskólanema, sem ekki hafa getað tekið próf vegna verkfalls HIK. Fundinn sátu fulltrúar nemenda, skólameistara og menntamálaráðuneytis. Þátt- töku kennara var einnig óskað, en þeir sendu engan fulltrúa og hafa sagt að þeir séu ekki til viðræðu um tilhögun útskriftar fyrr en verk- fallið leysist. Fulltrúar mennta- málaráðuneytisins lögðu fram á fundinum drög að lausnum á vand- anum, og gefa þau tilefni til að ætla að óvissunni um útskrift verði létt af nemendum, að sögn Þóris Auðólfssonar, inspectors scholae í Menntaskólanum í Reykjavík og annars fulltrúa nemenda í nefnd- inni. Ríkisstjómin mun í dag fjalla um drögin. í gær hafði ekki verið beðið um nýjan samningafund í deilu BHMR og ríkisins og stendur slíkt enn ekki til af hálfu ríkisins, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns samninganefndar ríkisins. Veiting dómkirkjuprestakalls: Séra Hjálmar Jónsson hefiu- dregið umsókn sína til baka SÉRA Hjálmar Jónsson, sóknar- prestur á Sauðárkróki og prófast- ur Skagfirðinga, hefúr dregið til baka umsókn sína um starf dóm- kirkjuprests. Hann segir í bréfi til biskups að ástæðan sé sú, að hann sé ekki reiðubúinn til að hverfe úr héraði sínu og þeim verkahring sem sé honum kær^ en einnig hafi fjölmargir úr prestakalli hans og prófastsdæmi óskað eindregið eftir því að hann hætti við áform um að hverfe á brott. Þá hafi sóknarneftid Sauð- árkrókskirkju skorað á hann að endurskoða ákvörðun sína um nýjan starfsvettvang. Séra Hjálmar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann mæti mikils þann stuðning og þá viðurkenningu, sem fólgin væri í þeim áskorunum sem hann hefði fengið um að hætta við umsóknina. „Úrslitaatriðið er þó að ég taldi mig ekki reiðubúinn sjálf- an að kveðja hér fólk og hérað, en verkahringurinn hér er mikill og mér ákaflega kær.“ Séra Ólafur Skúlason dómpró- fastur, sem stjóma mun fundi kjör- manna við kjör dómkirkjuprests þann 19. þessa mánaðar, hefur sent kirkjumálaráðuneytinu fyrirspumir um túlkun á nokkrum atriðum ákvæði laga um veitinga presta- kalla. Aðallega þykir óljóst hversu oft megi endurtaka kosningu til að ná fram þeim úrslitum að einn um- sækjandi fái helming atkvæða. Slíks er þörf til að kirkjumálaráð- herra sé bundinn af kosningu kjör- manna við veitingu embættis. Nú em níu umsækjendur um embætti dómkirkjuprests. Kjörmenn eru 14. Þorleifur Pálsson deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirspurnum dómprófasts yrði svarað eftir helgi en hér væri um sérstakt tilfelli að ræða vegna þess hve umsækjendur væru margir. Sáttasemjari: Fundir með banka- og flugmönnum Ríkissáttasemjari hefúr boðað flugmenn, bankamenn og viðsenyendur þeirra á fúndi til sin. Fundurinn með flugmönnunum hefst klukkan 10 fyrir hádegi í dag en fúnd- urinn með bankamönnunum er boðaður á þriðjudagskvöld kl.20.30. I deilu flugmanna strandar allt á kröfu þeirra um 7% hækk- un til allra flugmanna vegna þess að fækkað hefur um einn í áhöfnum á nýju þotunum. Vegna þess stóð Aldís, nýja þota Flugleiða á Keflavíkurflugvelli í gær. I deilu bankamanna strandar á kröfu þeirra um að fæðingaror- lof, sem bankamir greiða, verði aukið úr 3 mánuðum í 6 mánuði eins og gerist með ríkisstarfs- menn almennt. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari segir, hvað banka- mennina varðar, að hann verði að kveða til 2 menn með sér í sáttanefnd. Slíkt fyrirkomulag var í gildi hvað opinbera starfs- menn varðaði þar til lögum var breytt 1976. Það er hinsvegar áfram í lögum hvað bankamenn varðar, eins það að Guðlaugur verður að leggja fram sáttatil- lögu fari bankamenn í verkfall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.