Morgunblaðið - 12.05.1989, Side 31

Morgunblaðið - 12.05.1989, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 31 Tíminn og NT: Er uppgjöf skatt- skuldanna lögleg? Á fundi sameinaðs _ Alþingis í gær beindi Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) fyrirspurn til Ólafs Ragnars Grimssonar Qármálaráðherra um niðurfellingu opinberra gjalda Tímans og Nútímans hf. Spurði þingmað- urinn meðal annars, hversu há fjárhæð hefði verið gefin eftir og hvaða heimild ráðherra teldi sig hafa fyrir þessari ákvörðun. Fjármálaráðherra sagði í svari hann ekki talið sig hafa heimild sínu, að það hefði tíðkast um langt árabil, að samið væri um niðurfell- ingu hluta skattskulda við fyrir- tæki sem væru komin í þrot. Inn- heimtumenn ríkisins stæðu þá frammi fyrir vali milli þess, að tapa öllu eða fá einhvern hluta hinna opinberu gjalda greiddan. Hann sagði að í desember á síðasta ári hefði verið samið við Tímann og Nútímann hf. um nið- urfellingu dráttarvaxta að fjárhæð 6.406.000 kr. af launaskattsskuld- um fyrirtækjanna á árabilinu 1982 til 1986 gegn því að fyrirtækin greiddu höfuðstól skuldanna að fjárhæð 2.635.000 kr. Einnig hefði verið samþykkt að fella niður dráttarvexti að fjárhæð 2.146.000 kr. vegna skulda fyrirtækisins á opinberum gjöldum á árabilinu 1985 til 1987 gegn því að höfuð- stóll skuldarinnar, 2.040.000 kr., yrði greiddur. Alls hefðu verið felldir niður dráttarvextir og inn- heimtukostnaður að upphæð 8.565.000 kr. gegn greiðslu höfuð- stóls að upphæð 4.675.000 kr. Ráðherra sagði að frá 1980 hefðu um 170 mál af þessu tagi verið afgreidd í fjármálaráðuneyt- inu og væri eðli þeirra allra hið sama. Ráðuneytinu væri skylt að innheimta opinber gjöld en þegar stefndi í gjaldþrot væri eðlilegt að gera ráðstafanir til að fá eitthvað borgað. Matthías A. Mathiesen sagði að af ræðu ráðherra mættj sjá, að fjármálaráðuneytið hefði enga lagaheimild til að semja á þennan hátt. Þannig hefði ekki verið stað- ið að málum í fjármálaráðherratíð sinni 1974 til 1978, enda hefði Efling löggæzlu Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) mælti í gær fyrir til- lögu tÚ þingsályktunar, sem felur dómsmálaráðherra, ef samþykkt verður, „að gripa nú þegar til ráðstafana er feli í sér eflingu löggæzlu í landinu". Flutningsmenn til- lögunnar eru 9 þingmenn Sjálfstæðisflokks úr öllum kjördæmum landsins. Guðmundur sagði að heilbrigð og öflug löggæzla væri einn af homsteinum lýðræðislegra stjómarhátta. Þörfin fyrir aukna vemd borgaranna fari vaxandi af ýmsum ástæðum, m.a. vegna útbreiðslu og neyzlu fíkniefna. Hann vitnaði til skýrslu lög- gæzlunnar í Reykjavík um mannafla, vinnuaðstöðu og ýmiss konar vanda, sem lýsir brýnni þörf á að fylgja fram efni tillögunnar. Þessu máli verða gerð nánari skil síðar hér á þingsíðu. til þess. Taldi þingmaðurinn að hér hefði framkvæmdavaldið farið út fyrir þann ramma sem löggjaf- arvaldið setti því. J» Friðrik Sophusson Ólafiir Ragnar Grímsson Pálmi Jónsson Friðrik Sophusson á Alþingi í gær: Fjármálaráðherra gaf NT 8,5 milliónir króna Sigló dæmigert fyrir einkavæðingu Sjálf- stæðisflokksins, sagði fjármálaráðherra Friðrik Sophusson sagði í umræðu um Sigló-málið á þingi í gær að sjávarútvegsfyrirtæki sættu annars konar meðferð hjá fjármálaráð- herra en NT, sem hlotið hafi 8,5 m.kr. eftirgjöf á skuld við ríkissjóð. Reykbomba ráðherrans Friðrik Sophusson (S/Rvk) hélt því fram í umræðunni að sviðsetning Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra á málefnum Sigló-Sigluness í Siglufirði norður væri eins konar „reykbomba" til að dreifa athygli fólks og fjölmiðla frá óleystum vandamálum í þjóðfélaginu, sem ráð- herrann og ríkisstjórnin stæðu ráða- laus frammi fyrir: atvinnuvegum á vonarvöl, allnokkru atvinnuleysi, verkfalli háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, sem bitnar þyngst á skólafólki og sjúklingum, sem og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella gengið um 3,5%, þvert á loforð gefin BSRB-fólki í nýgerðum samn- ingum. Friðrik minnti á þá staðreynd að Lagmetisiðjan Siglósíld, sem var ríkisrekin, hafi tapað 110 m.kr. [framreiknað] á 11 árum, með fimm sinnum minni veltu en Sigló hf. síðar. Þetta tap hafi í raun lent á ríkissjóði. Astæður þess, að rekstur Sigló hf., sem keypti lagmetisiðjuna, end- aði í gjaldþroti, hafi verið nokkrar. í fyrsta lagi hafi eignir þær, sem keyptar vóru, bæði hús og vélar, verið í mun lakara standi en haldið var, er kaupin vóru gerð. Húsið ónýtt og vélar úreltar. Af þeim sökum hafi endurbætur á árunum 1984-85 verið mun kostnaðarsamari en ætlað var fyrir, eða milli 60 og 70 m.kr., og lánsfjárkostnaður því meiri en fyrirtækið reis undir. Þar ofan í kaupin hafi sjávarútvegsráðherra ungað út rækjuvinnsluleyfum, langt umfram það sem afli stóð til. Sam- keppni um hráefni hafi leitt til yfir- verðs. í kjölfar þessara breyttu að- stæðna kom síðan verðfall á fram- leiðslunni. Þau almennu rekstrarskil- yrði, sem fiskiðnaði hafi verið búin undanfarið, m.a. af stjórnvöldum, hafi síðan rekið endahnútinn á mál- ið. Fyrirtækin hafa verið og séu að fara á hausinn. 8,5 m.kr. gjöf til NT Friðrik sagði Nýja Tímann, mál- gagn Framsóknarflokksins, hafa no- tið meiri velvildar hjá formanni Al- þýðubandalagsins og fjármálaráð- herra en sjávarútvegsfyrirtækin eða það fólk, sem ráðherrann hafi staðið í kjaradeilum við. Þannig hafi hann gefið NT eftir hvorki meira né minna en 8,5 m.kr. í vöxtum, dráttarvöxtum og skuldakostnaði, sem ríkissjóður hafi átt kröfu til. Friðrik sagði að það væri getgáta sín að ráðherra væri með þessum hætti að búa sér til fordæmi, sem vitna mætti til, ef rekstrarerfíðleikar Þjóðviljans end- uðu á sama veg og hjá NT. Friðrik bað þingheim að veita nokkrum dagsetningum athygli. Þann 12. desember hafi ráðherra ritað undir bréf til Gjaldheimtunnar sem fól í sér 8,5. m.kr. „gjöf“ til NT. Daginn eftir keypti Vífilfell hf. fyrirtækið Farg hf., sem yfirtekið hafði NT. Eitt fyrirtæki getur keypt tap annars og nýtt til skattfrádrátt- ar. Þetta er löglegt. Spuming sé hinsvegar, hvort Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra vissi um eftirleikinn þegar hann gaf NT, á kostnað ríkissjóðs, 8,5. m.kr. Eg held að hann hafi vitað um hann, sagði þingmaðurinn. „Og þessi ráð- herra telur við hæfi að ráðast með svika- og sakarbrigslum á fjarstadda menn hér í þingsölum, sem ekki hafa aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér,“ bætti hann við. Flokksgæðingar Sjálf- stæðisflokksins Ólafúr Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra sagði Friðrik slá undir belti, beita háði, glósum og útúrsnún- ingum í máli sínu. Það breytti ekki þeirri staðreynd, sem lesa mætti út úr skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem fram væri sett með hógværu orða- Iagi embættismanna, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi hyglað flokksgæð- ingum með sölu á Siglósíld, með greiðsluskilmálum og í málsmeðferð fyrri fj ármálaráðherra. Ráðherra sagði að hann hefði ekki haft hugmynd um, þá hann felldi niður hluta af skuld NT við ríkissjóð, að til stæði að Vífilfell keypti fyrir- tækið daginn eftir „til að nýta skatt- skuldir". Sama máli gegndi um kaup þess á gamla Alafossi. Hér hafi ver- ið um það að ræða að tapa allri skuld NT eða semja um hluta hennar. Ráðherra sagði að ferill Sigló hf. væri dæmigerður fyrir það sem hann kallaði einkavæðingu Sjálfstæðis- flokksins. Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði að ræða fjármálaráðherra hafi verið pólitískt orðagjálfur. Staðreynd væri að hin ríkisrekna Lagmetisiðja Si- glósíld hafi um langt árabil verið rekin með umtalsverðum halla, eða að meðaltali sem svaraði öllum launakostnaði fyrirtækisins. í raun hafí eignir þessa fyrirtækis verið seldar á yfirverði [framreiknað 90 m.kr]. Það sjáist m.a. af þeim mikla fjárfestingarkostnaði, sem fylgt hafi, til að koma vinnslunni í viðunandi horf. Síðan rakti Pálmi samþættar^* ástæður þess að fór sem fón §árfrek- ar endurbætur, fjármagnskostnað, kvaðir sem fylgdu í sölu, „útungun" sjávarútvegsráðherra á rækju- vinnsluleyfum, verðfall framleiðsl- unnar og þau önnur rekstrarskilyrði, sem fiskvinnslunni væru búin. Hann benti og á önnur dæmi en Sigló um það að neitun á endurgreiðslu fjár- muna, sem fyrirtækin höfðu greitt í rækjudeild verðjöfnunarsjóðs, hafi ráðið úrslitum um gjaldþrot. Pálmi sagði það ekki við hæfi að fjármálaráðherra hælist um og hlakki yfir því, eins og hann hafi hér gert, að ytri aðstæður knýi sjávarút- vegsfyrirtæki í gjaldþrot. Það er ekki við hæfi, sagði þingmaðurinn, a&,. umræða sem þessi hlægi ráðherra.' Sæmra væri honum að taka til hendi við óleyst vandamál á hans verk- sviði, sem valda nú ólýsanlegum vanda og skaða í samfélaginu. Fleiri tóku til máls þótt ekki verði rakið að sinni. „Lífsbjörg í norðurhöfum“: Sj ávarútvegsr áðuneytið styrkti gerð myndarinnar Meirihluti gegn ráðherra Tillaga um að vísa frumvarpi Sólveigar Pétursdóttur (S/Rvk) til ríkis- stjórnarinnar (efiii frumvarps: að fella niður forgang skattkrafiia í þrotabú) var felld með 24:14 atkvæðum i neðri deild í gær. Fjármála- ráðherra hafði mælt með frávísuninni. Sjónarmið hans hafði hinsvegar ekki meirihluta í þingdeildinni. Frávísunartillagan, sem féll, var flutt af Sighvati Björgvinssyni (A/VF). Móti tillögunni greiddu at- kvæði viðstaddir þingmenn Sjálf- stæðisflokks, Samtaka um kvenna- lista, þingflokks Frjálslyndra hægri manna og fimm þingmenn úr stjórn- arliðinu. Tveir þingmenn Borgara- flokks greiddu atkvæði með fráví- suninni, ásamt 12 stjórnarliðum. Frumvarpið gekk síðan til þriðju umræðu. Það á eftir að fara til síðari þingdeildar. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi í gær, að Magnús Guðmundsson hefði fengið tvo ferðastyrki frá sjávarútvegs- ráðuneytinu til þess að afla efiiis fyrir myndina „Lífsbjörg í norður- höfúm“. Styrkirnir voru hvor um sig að upphæð 200.000 kr. Ýmsir þingmenn lýstu sig sammála þessari styrkveitingu, en Guðrún Helga- dóttir (Abl/Rvk) gagnrýndi þessa ákvörðun ráðherra harðlega. Á fundi sameinaðs Alþingis í gær hafnað umsóknum frá höfundi henn- beindi Karvel Pálmason (A/Vf) þeirri fyrirspurn til Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra hvort rikis- stjórnin eða ráðuneyti hans hefði styrkt eða boðist til að styrkja Magn- ús Guðmundsson við gerð myndar hans „Lífsbjörg í norðurhöfum". Sjávarútvegsráðherra svaraði á þá leið, að ráðuneytið hefði veitt Magn- úsi 2 ferðastyrki til þess að afla efn- is fyrir myndina. Styrkirnir hefðu verið að upphæð 200.000 kr,- hvor. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði að menntamálaráðuney- tið hefði ekki styrkt gerð þessarar myndar og Kvikmyndasjóður hefði ar. Fleiri alþingismenn tóku til máls í þessum umræðum. Guðrún Helga- dóttir (Abl/Rvk) sagði þetta mál vera raunasögu. Framleiðandi myndar- innar hefði lýst því yfir að hann hefði enga styrki hlotið við gerð hennar en nú kæmi fram að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði styrkt hann til efni- söflunar. Spurði þingmaðurinn um hvaða efnisöflun væri að ræða, því helmingur efnisins hefði komið frá Hafrannsóknastofnun en hinn helm- ingurinn verið fenginn frá Greenpe- ace-samtökunum á fölskum forsend- um. Lygi, svik og falsanir hefðu ver- ið notaðar til að styrlqa ranglátan málstað. Þetta mál snerist einfald- lega um það, hvort ráðuneyti hefðu leyfi til að ráðstafa fjármunum til verkefna af þessu tagi. Ummæli Guðrúnar vöktu reiði ýmissa þingmanna. Kom sú skoðun fram í máli Stefáns Guðmundssonar (F/Nv), Eiðs Guðnasonar (A/Vl), Níelsar Árna Lund (F/Rn), Karvels Pálmasonar og Kristins Péturssonar (S/Al) að þakka bæri ráðherra fyrir þetta og rétt væri að styrkja gerð fleiri mynda af þessu tagi. Matthías Bjarnason (SA’f) sagðist halda, að meirihluti þjóðarinnar hefði verið ánægður með myndina og væri hann þakklátur ráðherra fyrir ákvörðun hans. Hins vegar gagnrýndi hann Magnús Guðmundsson fyrir að neita því opinberlega að hafa þegið styrki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.