Morgunblaðið - 12.05.1989, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989
fclk í
fréttum
Þátttakendur í Norðurlandsriðli reiðhjólakeppninnar.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
SAUÐÁRKRÓKUR:
Urslit í umferðarkeppni
12 ára nemenda
Sauðárkróki. .
Keppt var til úrslita í Norður-
landsriðli reiðhjólakeppni 12
ára barna, á Sauðárkróki föstu-
daginn 5. maí en keppnin fór
íiram á vegum Umferðarráðs og
lögreglunnar.
Norðurlandsriðill nær allt frá Vest-
ur-Húnavatnssýslu austur til Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, en af hinum átta
sem til úrslita kepptu voru fjórir frá
Akureyri, tveir frá Sauðárkróki og
tveir úr Húnavatnssýslum. Úrslita-
keppnin í ár fór fram undir stjórn
lögreglunnar á Sauðárkróki og með
aðstoð félaga í Kiwanisklúbbnum
Drangey sem aðstoðuðu við eftirlit
í góðakstri.
í íþróttahúsinu á Sauðárkróki var
keppt í hjólaþrautum ýmis konar
og var ‘strangt eftirlit með því að
keppendur færu nákvæmlega eftir
fyrirfram lagðri braut með alls kon-
ar hindrunum. Hlutu þeir mismörg
refsistig fyrir að koma við eða fella
hindranir eða fara út úr brautinni.
Sá keppandinn sem fæst refsistigin
fékk fyrir þennan þátt komst næst-
um óhindrað í gegn og hlaut aðeins
2 refsistig.
Síðari hluti.keppninnar var utan-
dyra og þar áttu keppendur að hjóla
um það bil tveggja kflómetra leið
eftir götum Sauðárkróks og voru
eftirlitsmenn víða á leiðinni til þess
að fylgjast með því að eftir öllum
regjum væri farið.
Úrslit þessarar keppni urðu þau
að í fyrsta sæti varð Ingólfur Ámi
Bjömsson úr Glerárskóla á Akur-
eyri og hlaut hann 14 refsistig, í
öðm sæti varð Davíð Harðarson úr
Gmnnskóla Sauðárkróks og hlaut
hann 22 refsistig og í þriðja sæti
varð Jóhannes Smárason úr Glerár-
skóla með 24 refsistig.
Fyrstu verðlaun í keppninni vom
vandað reiðhjól frá Fálkanum, sem
Ingólfur Ámi Bjömsson hlaut, en
önnur og þriðju verðlaun vom
hjálmar og annar búnaður á hjól
keppenda. Allir þátttakendur hlutu
skrautritað viðurkenningarslqal
sem staðfesti þátttöku þeirra.
Keppnisstjóri var Bjöm Mikaelsson
yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.
- BB
TT
VÍETNAMSKIR FLÓTTAMENN
Dýrt að lifa á íslandi
Fagnaðarfiindir urðu í flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir skömmu
þegar tvítugur „íslendingur" fi-á Víetnam, Adda Huynh, fékk til
sín foreldra sína og systkini. Hún hafði ekki séð fjölskyldu sína í fimm
ár eða firá því að hún kom til íslands sem flóttamaður fyrir tilstilli
Rauða krossins í marsmánuði árið 1984.
Adda er elst átta systkina, fædd
árið 1968. Systkini hennar sjö em á
aldrinum átta til átján ára og hefur
Adda sótt um útivinnu fyrir þau elstu
í sumar. í haust sest síðan allur hóp-
urinn á skólabekk. Fjölskyldan býr
í þriggja herbergja íbúð, sem Adda
hefur leigt um skeið, en þann 1. sept-
ember nk. verður fjölskyldan hús-
næðislaus og þarf þá mun stærri
íbúð þó Víetnamar séu vanir að búa
þröngt.
Ríkið hefur boðið fólkinu mála-
kennslu og mun Rauði krossinn að-
stoða Ijölskylduna félagslega. Sjálf
þarf hún að standa straum af ferða-
kostnaði, sem nemur yfir sex hundr-
uð þúsundum króna. Rauði krossinn
hefur hlaupið undir bagga með lán-
um fyrir hluta af kostnaðinum og
hefur kvennadeild Rauða krossins
gefið fjölskyldunni nauðsynjar svo
sem sængur, kodda, rúmföt og ýmis-
legt annað til heimilishalds. Þá hafa
nokkrir einstaklingar gefið húsgögn
og fé til að auðvelda fjölskyldunni
fyrstu skrefin í nýju landi, að sögn
Hólmfríðar Gísladóttur, fulltrúa hjá
Rauða krossinum.
Adda ólst upp hjá ömmu sinni í
Víetnam þangað til hún fluttist til
íslands, fimmtán ára gömul. Hún
talar íslensku og hefur verið við nám
í Fjölbrautarskólanum við Ármúla
auk þess sem hún nú stundar kvöld-
nám í Námsflokkum Reykjavíkur. Á
daginn vinnur hún við bókhald á
vegum Reykjavíkurborgar.
„Ég þarf að leita að vinnu handa
mömmu og pabba vegna þess að
mín laun duga ekki handa okkur öll-
um. Það er dýrt að lifa á íslandi.
Bömin eru að vaxa úr grasi og þurfa
sífellt meira til sín. Frændi og frænka
eru líka að hjálpa til, en frændi vinn-
ur hjá Sambandinu og frænka hjá
Álafossi. Mamma var bara húsmóðir
í Vétnam af því að bömin vom svo
mörg og pabbi hefur unnið við ýmis-
legt svo sem við hrísgijónarækt og
vélaviðgerðir,“ sagði Adda. Hún fær
um það bil 35.000 krónur útborgaðar
mánaðarlega, þar af fara 32.000
krónur í húsaleigu.
Fimm a'ttliðir
Aþessari mynd má sjá fimm
ættliði í kvenlegg. Þær em í
fremri röð frá vinstri talið Karólína
Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum,
fædd 9. október 1899, Júlíana
Bryndís Sigþórsdóttir, Reykjavík,
fædd 19. júní 1985 og Geirlaug
Jónsdóttir, ísafirði, fædd 20. júní,
1923. í aftari röð em Karólína
Snorradóttir, Reykjavík, fædd 12.
nóvember 1944 og Margrét Magn-
úsdóttir, Reykjavík, fædd 25 maí
1965.
TÓNLEIKAR
SVITABALL
Pessir kátu krakkar efndu ný-
iega til hlutaveltu á Breiðvang-
inum í Hafnarfirði og þarf ekki að
taka það fram, að vinningur fylgdi
hveijum miða og engin núll. Af-
raksturinn gáfu þeir síðan Rauða
krossi íslands. Ystur til vinstri er
Oddbergur Sveinsson, þá Haraldur
Friðriksson, Elfa Ingvadóttir og
Óskar Óskarsson, öll dálítið ábúðar-
full enda ekki á hveijum degi, sem
setið er fyrir hjá ljósmyndara.
ttaðið/Svemr
lAorgun
Isíðustu viku var haldið svitaball í Efstal-
andi skammt frá Selfossi. Þar léku fyrir
gesti sem flestir fluttir voru á rútum úr
Reylqavík, hljómsveitirnar Sykurmolarnir
og Jupiters. Að sögn aðstandenda skemmt-
unarinnar tóks allt hið besta og fyrirsjáan-
legt að fi-amhald verði á. Á meðfylgjandi
myndum gefur að líta tvo Sykurmola, með-
limi Jupiters og gestkomandi, sem virðast
skemmta sér hið besta.
HAFNARFJÖRÐUR
Safiiað fyrir
Rauða krossinn
t