Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Gengið á sjóðinn eftir Eggert Asgeirsson Þegar menn hrópa á framfarir og heimta eitthvað af landstjórn- inni, þá bergmála aftur kr'ófur til borgaranna. Páll Briem, 1889 Þegar litið er yfir samfélag okkar daga má furðulegt heita að fátækra- flutningar skuli hafa tíðkast meðal okkar allt fram á 4. áratug þessarar aldar og að almennar alþýðutrygg- ingar skuli fyrst hafa komist á fyrir 53 árum. Fróðleg er greinargerð með frum- varpi að þessum fyrstu almanna- tryggingalögum: „Alþýðutryggingar eru í því fólgn- ar að hver tryggi sig og þjóðfélagið gegn því að þurfa að leita á náðir þess af orsökum sem hann getur tryggt sig fyrir gegn árlegu gjaldi, sem hveijum heilbrigðum manni á að vera viðráðanlegt. Tryggingar eru því báðum til hagsbóta, einstakling- um og þjóðfélaginu." í upphafi var gert ráð fyrir að iðgjöld stæðu undir% hlutum sjúkra- tryggingakostnaðar og sveitarfélög og ríki greiddu %. Smám saman varð hér, eins og á ýmsum fleiri sviðum, óljósara samband milli iðgjalds og kostnaðar, þar til það hvarf að fullu og öllu. Þar kom, eins og enn er, að hlutdeild hins tryggða varð ekki leng- ur bein. Eftir það er flestöllum hulið, hvaðan fjármunir koma og hvert þeir fara, hvað veislan kostar. Um leið er engum gert ljóst til hverra fé er sótt í sjóðinn. Kannski vill enginn af því vita. Bótaþegi ger- ir sér ekki grein fyrir að hann sæki fé í vasa náunga síns. Starfsmenn sjúkratryggingakerfisins, m.a. yfir- stjórnin, úthlutar fé sem þeirra eigið væri, stundum í pólitísku ábata- skyni. Tryggingartakinn (skattgreið- andi/borgari) er orðinn skjólstæðing- ur. Starfsmenn, m.a. heilbrigðisstétt- ir, ganga í sjóð sem virðist ótæm- andi, a.m.k. fer hann ekki á hausinn, hvað sem á gengur. Endalok kerfisins nálgast óhjá- kvæmilega. Óvíst er hvað við tekur. Þó er farið að dusta rykið af hinni gömlu aðferð og sagt skynsamlegt að taka iðgjöld upp á nýjan leik. Sú leið, þótt fornleg sé, er illskárri en sú sem nú er viðhöfð að því tilskildu að stefna sé fastmótuð og stjóm traust. Lífsreynslan segir samt að sennilega verður ný stefna enn meiri málamiðlun og óljósari í einstökum atriðum fyrir þá sem ætlað er að þjóna. Eftir að alþýðutryggingalög voru sett árið 1936 var lengi vakandi áhugi fyrir frekari tryggingu gegn örbirgð. Merkur brautryðjandi var William Beveridge lávarður höfundur velferðaráætlunar árið 1941 sem við hann var kennd og mótaði þróun velferðarmála á Bretlandseyjum og víðar nokkur hin næstu ár. Greina- safn hans, Traustir homsteinar, kom út árið 1943 í þýðingu Benedikts Tómassonar skólastjóra og síðar skólayfirlæknis. Bókin er enn fróðleg öllum og góður leiðarvísir þeim er hafa áhrif á þróun almannatrygg- inga. Kenningar Beveridge vom í senn raunsæjar og innblásnar. Að sjálfsögðu hafa ýmsar kenningar hans úrelst, ekki síður en kerfið sem þær áttu þátt í að mynda. Þeim sem í háum sölum fjalla um velferðarmál hættir til að gleyma homsteinum. Formála ritaði Jóhann Sæmunds- son, síðast prófessor, þáverandi fé- lagsmálaráðherra. Gerði hann glögga grein fyrir meginþáttum í kenningum höfundarins. Hér er vitn- að í orð hans: „Baráttan fyrir félagslegu öryggi er barátta gegn skorti og því sem líklegt er að hafi skort í för með sér. Skortur er það, er einhver getur ekki veitt sér brýnustu lífsnauð- synjar. Hver einstaklingur á rétt á að njóta einfaldra lífsgæða. Hann má ekki skorta lífsnauðsynjar. Til þess að geta veitt sér þær, þarf hann að hafa ákveðnar lágmarks- tekjur. En þá þarf hann líka að vinna. Ekki má bægja manni frá vinnu t.d. að loka fyrir honum starfs- greinum þar sem hans er þörf, en sjálfur verður hann að taka þeirri vinnu er býðst.“ Beveridge lávarður og samstarfs- menn hans áttu hugmyndir sem nú safna ryki. Hann var nátengdur Churchill forsætisráðherra sem kom ýmsum kenningum vinar síns um velferðarríkið í Atlantshafssáttmála þeirra Roosevelts Bandaríkjaforseta í ágúst árið 1942. Okkur ætti að vera sáttmálinn minnisstæður þar sem Churchill notaði ferðina og kom í heimsókn. Bárust hugmyndirnar síðar inn í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna og þaðan áfram víða vegu. Velferðarþjónusta landsmanna varð í tímans rás smám saman flók- in, illskiljanleg og dulin almenningi. Þegar kostnaður nálgaðist 20% af vergum þjóðartekjum mátti vera lýð- um Ijóst að miklir fjár- og stéttahags- munir njörvuðu kerfið niður og ekki heiglum hent að ráða við það þótt menn vildu. Upphaflega þótti ekki sómi að því að taka við björg úr sameiginlegum sjóði. Lengi töldu menn að trygging- amar ættu að vera öryggi fyrir hjálp- arþurfi, vörn gegn neyð og annað ekki. Stolt gat valdið að einstakling- ar og fjölskyldur þeirra færu illa í baráttunni við örbirgðina og vildu ekki þiggja hjálp. Smám saman hef- ur dregið úr hiki við að þiggja hjálp, enda hún nú nefrjd öðrum og girni- legri nöfnum. Enn bera sumir höfuðið hátt gagn- vart opinberum hjálparboðum: Aldr- aðir leitast við að bjarga sér og sækja ekki um elliheimilisvist fyrr en í harð- bakka slær. Umsóknir um atvinnu- leysisbætur eru varla í neinu hlut- falli við atvinnuleysið þótt verkalýðs- félög reyni að breyta því. Ekki er að sjá að sambærileg sjálfsbjargar- hvöt og persónuleg reisn sé mikils metin eða að hún dragi upp allan þjóðfélagsstigann. Almenningur nýtur ýmislegs af tryggingakerfinu. Annað væri með ólíkindum. Að vísu er ekki kunnugt um athugun a hvort það svari kostn- aði að fullu, í heild eða einstökum þáttum. Ekkert bendir til annars. Sá munur er á afstöðu manna fyrr og nú að litið er á kerfið sem sjálfsagt og að það sé ekki okkar þegnanna að hafa áhrif á það. Þar njótum við sívökullar pólitískrar umhyggju. Fyrir kemur að við hrökkvum upp við neikvæðar fréttir um a.lþýðu- tryggingar hjá grönnum okkar. Margir þekkja dæmi þess að landar okkar fari utan og geri út á sósíal- inn. Það nefnum við stundum í lítils- virðingar- eða háðsskyni opinbera velferðarþjónustu í öðrum löndum. Að hve miklu leyti það gerist að gengið sé á okkar sjóð er ekki vitað. Fyrir kemur að fréttir heyrast af misferli. Við vonum og treystum að það sé fátítt og embættismennirnir okkar góðu séu vakandi á verði. Kannski veitum við einu og öðru athygli sem ekki er alveg eins og við kjósum. Meginvandi velferðarmála er sennilega að einhvern tímann í sögu þeirra var horfið frá því upphafs- ma.rkmiði að leitast beri við að tryggja borgurunum öryggi gegn örbirgð og annarri neyð. Þá gerðist það að farið var með pennastrikum (kallast nú handafl) að nota al- mannatryggingar og aðra þætti vel- ferðarþjónustunnar til að jafna lífskjör. Nokkru síðar koma félags- málapakkamir fagurskreyttu til sög- unnar. Þá rennur það upp fyrir hóp- um að bæta megi kjör með margvís- legum öðrum hætti en að auka tekj- ur og framleiðni þjóðfélagsins og bæta kaupið. Hráskinnaleikur með lífskjör manna gengur nærri félags- málaþjónustu landsins. Einkenni misnotkunar eru mörg. Hin helstu eru að hópar hafi meira úr sjóðinum en þeir hafa lagt í hann. Þetta getur gerst í kjarasamningum. Það gerist þegar landsfeður hika við að semja um launabreytingar og láta velferðar- eða félagsmálaþjónustuna bera kostnaðinn. Um þessi mál hefur ekki mjög verið rætt, útan yfirvof- andi greiðsluvanda lífeyrissjóða, mikla samsöfnun hlunninda til hópa sem hafa tök á að ákveða kjör sín á annarra kostnað. Stefnir í skerðingu lífeyrissjóðsréttinda sumra þjóðfé- lagshópa og óhófleg réttindi annarra. Eggert Ásgeirsson Ekki skulu höfð fleiri orð um þessa hlið málsins. Bendir sumt til að upp- haflega samhjálparhugsjónin sé brengluð eða týnd. Þótt okkur sé gjarnt að líta yfir túngarðinn eru að sjálfsögðu dæmi okkar á meðai um misnotkun félags- legrar hjálpar. Á ferð í fjarlægu landi kom ég þar sem slys hafði borið að höndum á fjallvegi. Þar var ekki með góðu móti hægt að fá læknishjálp. Meðan beðið var eftir henni safnaðist smám saman að fólk sem átti leið hjá. í þeim hópi voru læknar. Ekki fengust þeir til að staldra við og veita hinum slasaða hjálp að því er sagt var vegna hræðslu við málssókn ef illa færi. Sjúklingar í landi því eru sagðir svo málssóknarglaðir að læknar eru hræddir við að skipta sér af sjúkling- um sem þeim ber ekki sérstök skylda til að annast. Ekki síst þar sem að- stæður til hjálpar eru erfiðar þótt það sé einmitt þar sem umönnunar af hálfu nærstaddra getur verið hvað mest þörf. M.a. var þar í landi rætt hvernig hægt væri að setja reglur um réttindi hjálparliða og vernd gegn málsókn. í sama landi var mér tjáð að málssókn gegn heilbrigðisstéttum væri svo algeng að tryggingarkostn- aður væri farinn að nema tilfinnan- legum upphæðum í heilbrigðisþjón- ustunni. Áð sjálfsögðu varpaði ég öndinni létt og þakkaði mínum sæla fyrir að slíkt ætti sér ekki stað á Fróni. En það kann að breytast — einnig hér. Miskunnsami Samveijinn verður að hugsa sig tvisvar um. Ekki kann ég skil á læknisfræði. Þó þykist ég vita að meinsemdir manna verða alvarlegir sjúkdómar ef líkaminn fær ekki ráðið við þær. Einnig að læknisaðgerðir eru hættu- legar ef vamir mannslíkamans bregðast. Þegar heilsa snýr til verri vegar eftir læknisaðgerð eða að- gerðaleysi er álitamál hvort það hafi verið varnakerfí sjúklingsins eða læknishjálpin sem brást. Heilbrigðis- starfsmönnum getur mistekist það sem þeir vildu best gert hafa, og þeir hafa hæfileika og menntun til að framkvæma. Þeir eru menn, rétt eins og við hin. Og ekki við þá að sakast. Nú heyrist að menn velti því fyrir sér að tekin skuli upp viðuriög ef læknum verða á mistök og skuli sjúklingurinn fá ijárbætur ef sannast að lækninum sé um að kenna, miska- bætur, sársaukabætur, bættur tekju- missir og guð má vita hvað þver- höfðanum og ráðgjafa hans dettur í hug. Upphaflegur tilgangur velferðar- kerfis landsmanna var að forða mönnum frá neyð. Lög um heilbrigð- isstofnanir og starf heilbrigðisstétta kveða á um að starf þeirra skuli standast ýtrustu kröfur. Ef illa fer og mistök eiga sér stað eru lagaregl- ur sem'kveða á um refsingar, svipt- ingu starfsréttinda. Séu þessi lög ófullkomin ber iöggjafanum að leit- ast við að bæta um. Meginstefnan á að vera að tryggja landsins börnum bærilega afkomu. Ber að gæta þess að borgarinn fái, án manngreinar, hjálp og honum séu búin kjör, sem tryggingakerfið fær risið undir, án þess að stefna réttind- um annarra eða framtíðarbótum í tvísýnu. Jafnan þarf að gera ýtrustu kröfur um starfshæfni heilbrigðisstétta, búa þeim vinnuskilyrði, skipuleggja og stjórna heilbrigðisþjónustu svo að litlar líkur séu á tjóni. Hættu á slíku þarf að veijast með tiltækum ráðum þannig að miður hæft fólk starfi ekki þar sem það getur valdið hættu, hvort sem er í sjúkdómavömum, neyðarþjónustu, við rannsóknir eða greiningu, lækningu, umönnun sjúkra eða við skipulag allra þessara þátta. Hér er varla eðlismunur á öðrum sviðum, t.d. öryggisþjónustu. Gerist það á hinn bóginn að hér hefjist rannsóknarréttur sem verði til þess að læknar hliðri sér hjá að takast á við torskilin eða erfið sjúk- dómstilvik, en af þeim er nóg, hlýtur hagsmunum sjúklinganna, þ.e. alls almennings, að vera ógnað. Góð heilbrigðisþjónusta er dýr. Hvorki verður það til að bæta hana né gera hagkvæmari ef heilbrigðis- stéttir og stofnanir þurfa að kaupa tryggingar til að veija sig gegn skaðabótakröfum borgaranna sem eru tryggðir fyrir. Þá eykst enn misrétti í velferðar- samfélaginu ef það gerist að sá beri meira úr býtum sem verður fyrir heilsutjóni og fær sannað fyrir dóm- stólum að heilbrigðisstarfsmanni megi um kenna en hinn sem getur ekki sannað það eða reyndi það ekki. Fyrir rúmum fimm áratugum gerðu íslendingar það upp við sig að þeir kjósa að fara samhjálparveg- inn. Þótt vera kunni að þá hafí nokk- uð borið af leið síðan þarf sennilega mikið til að sannfæra þá um að önn- ur leið sé eftirsóknarverð. Skipan almannatrygginga þarf umbóta við. Jafnan þarf að vera á varðbergi fyr- ir að heilbrigðis- og tryggingakerfið sé haft að féþúfu. Við skulum gera okkur háar von- ir. En við megum einnig vera þess minnug sem Shaw karlinn kvað að sagan sanni að menn læri ekki neitt af sögu sinni. Ilöfundur er skrifstofusljóri. Athyglisvert neftidarálit eftir Guðmund Magnússon Fréttir frá Alþingi fá ekki það rúm í fjölmiðlum sem þær verðskulda. Fréttir af upphlaupum og stráksleg- um orðahnippingum í þingsölum eru að vísu oft fyrirferðarmiklar, en því miður einatt á kostnað mikilvægari frétta af öðrum málum sem rædd eru eða upplýst í þinginu. Væri við hæfí að forráðamenn íjölmiðla, sem hafa einhvern metnað, veltu því fyr- ir sér hvort ekki þurfi að skipa þing- fréttum veglegri sess en nú er. Ég get nefnt mörg dæmi um van- rækslu fjölmiðlanna í þessu efni. En tilefni þess að ég sting niður penna er merkileg álitsgerð frá einni af fastanefndum efri deildar Alþingis, álitsgerð sem ég hef ekki heyrt eða séð nokkum fjölmiðil segja frá eða Qalla um. Um er að ræða álit iðnaðamefndar deildarinnar um stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á lögum frá 1986 „um rétt manna til að kalla sig verk- fræðinga, húsameistara, húsgagna- og innanhússhönnuði, tæknifræð- inga eða byggingafræðinga", svo öll romsan sé þulin upp. Frumvarpið felur í sér að orðið „landslagshönnuð- ur“ verði lögvemdað starfsheiti. Nefndin, sem skipuð er fulltrúum allra þingflokka nema Borgaraflokks og Fijálslyndra hægri manna, segir í áliti sínu að hún geti fallist á að landslagshönnuðir fái lögvemdað starfsheiti, enda hafí verið upplýst að aðrir faghópar, sem starfí á sama grundvelli og landslagshönnuðir, hafi þegar fengið starfsheiti sitt lögfest. Síðan bætir þingnefndin við — og það er tilefni skrifa minna: „Nefndin telur nins vegar komið í óefni hvað varðar lögverndun starfsheita og leggur á það þunga áherslu að við endurskoðun byggingarlaga, sem nú er unnið að, verði gerð róttæk breyt- ing í þessum efnum. Nefndin ersam- rnála um að stefna eigi að því að afnema lögverndun starfsheita (let- urbreyting mín).“ „Niðurstaða neftidar- innar — hin þver- pólitíska yfírlýsing — mætti gjarnan verða Qölmiðlum tilefhi til að hyggja að því mikla og merka álitamáli sem lögverndun starfsheita og starfsréttinda er.“ Undir nefndarálitið skrifa Jón Helgason, Karl Steinar Guðnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Margrét Frímannsdóttir og Stefán Guð- mundsson. Niðurstaða nefndarinnar — hin þverpólitíska yfírlýsing — mætti gjarnan verða fjölmiðlum tilefni til að hyggja að því mikla og merka álitamáli sem lögverndun starfsheita og starfsréttinda er. Um þetta efni urðu nokkrar blaðadeilur fyrir þrem- ur árum, þegar starfsheiti og starfs- réttindi kennslufræðinga hlutu lög-, gildingu. Eg hélt því þá fram að lög- verndun af þessu tagi væri hvorki hagkvæm né réttlát og reyndi að leiða rök að því sjónarmiði. Því mið- ur treysti enginn sér til að ræða hin efnislegu rök, en ekki skorti á hinn bóginn gífuryrði frá þeim sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta. Deilurnar leiddu þó eitt gott af sér: Málið var tekið upp á Alþingi fyrir frumkvæði Friðriks Sophusson- ar og vorið 1986 samþykkti samein- að þing samhljóða eftirfarandi álykt- un: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að kanna áhrif lögbund- inna forréttinda, m.a. einkaréttar til tiltekinna starfa eða atvinnurekstrar. I könnun þessari skal einkum leitast við að varpa ljósi á þýðingu einkarétt- ar eða lögbundinna forréttinda á stöðu þeirra er slíks réttar njóta, áhrif þess á verðlag og hagsmuni neytenda. Könnuninni skal einnig ætlað að leiða í ljós áhrif lögbund- inna takmarka af þessu tagi á tækni- þróun, hagvöxt og atvinnustig. Skýrsla um niðurstöður könnunar- innar skal lögð fyrir Alþingi." Ánægjulegt væri ef hinir ágætu þingmenn í iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis beittu sér nú fyrir því að þetta mál hljóti þá athygli sem þörf er á og er í samræmi við ályktun þingsins frá 1986. Höfíindur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.