Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBOK 123. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fulltrúaþing Sovétríkjaiina: Þingmenn gera hróp að Andrej Sakharov Moskvu. Reuter. HRÓP voru gerð að sovéska mannréttindafrömuðinum Andrej Sak- harov á fulltrúaþingi Sovétríkjanna í gær þegar hann reyndi að árétta ásakanir sínar um að sovéski herinn hefði gerst sekur um ýmis grimmd- arverk í stríðinu í Afganistan. Fyrrum hermaður í Afganistan, sem missti báða fætuma í stríðinu, sakaði Sakharov um ábyrgðarleysi og sagði að ásakanir hans væru ögr- un við sovéska hermenn. Þingfulltrú- ar risu á fætur, klöppuðu og hróp- uðu, og tók öll forsætisnefnd Æðsta ráðsins þátt í fagnaðarlátunum. Þingmenn gerðu síðan hróp að Sakharov er hann reis úr sæti til að Verður fíll- ínn aldauða? svara fyrir sig. „Ég ber fulla virðingu fyrir sovésku hermönnunum," sagði nóbelsverðlaunahafinn. Sakharov hefur meðal annars sak- að sovéska herinn um að hafa látið skjóta á sovéska hermenn úr þyrlum til að koma veg fyrir að Afganar næðu þeim. Hann gekk að lokum af fundi og sagði síðar að hann sæi aðeins eftir því að hafa ekki minnst á alla glæpi sovéska hersins í Afgan- istan, svo sem sprengjuárásir á skóla og sjúkrahús. Sjá „Lígatsjov hafður að háði og spotti" á bls. 22. Páfí íÞrándheimi Reuter Jóhannes Páll páfi II kom til Þrándheims í Noregi í I stunda ferðalag til að sjá páfa sem í gærkvöldi bað gær. Þaðan hélt hann til Tromsö, sem er um 670 I kvöldbæn undir berum himni. Á myndinni er hann km norðan við heimskautsbaug. Tuttugu kaþólikkar I umkringdur lúðrasveit á flugvellinum við Þrándheim. frá nyrsta bæ í heimi, Hammerfest, lögðu á sig sex | Heimsókn páfa til íslands hefst kl. eitt e.h. í dag. 10.000 manna kínversku her- liði snúið fi*á miðborg Peking Peking. Reuter, Daily Telegraph. AÐ MINNSTA kosti 10.000 kínverskir hermenn, sem voru vopnaðir kylfum og hnífum, nálguðust í gær Torg hins himneska friðar úr ýmsum áttum en þar hafast enn við nokkrar þúsundir námsmanna, sem krefjast frelsis og lýðræðis í Kína. Þúsundir óbreyttra borgara heftu för hermannanna um 200 metrum frá torginu og sneru margir hermannanna við eftir að átök höfðu brotist út. Aðrir settust hjá and- ófsmönnunum og ræddu við þá. Daily Telegraph. AFRISKA filnum fækkar svo ört, að hann verður ef tíl vill útdauður eftir 15 ár. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá náttúruvemdar- samtökum, sem beita sér sérstak- lega í þágu þessa stærsta landdýrs á jörðinni. í skýrslunni segir, að afríski fíla- stofninn hafi talið 750.000 dýr fyrir tveimur árum en nú sé hann kominn niður í 625.000 einstaklinga. Það eru veiðiþjófar, sem eiga sök á slátrun- inni, en aðeins á einum áratug hafa þeir fækkað fílnum um helming. 45% fílanna, sem eftir eru, lifa í regnskóg- um Mið-Afríku, 31% í suðurhluta álfunnar, 21% í Austur-Afríku og aðeins 3% í Vestur-Afríku. Veiðiþjóf- amir sækjast eftir fílabeininu, skög- ultönnum tarfanna, og hafa gengið svo hart fram sums staðar, að aðeins einn tarfur er eftir fyrir hveijar 99 kýr. í gærkvöld, á laugardagsmorgni í Peking, gekk 1.000 manna her- flokkur fylktu liði að torginu og kom þá til stimpinga með þeim og óbreyttum borgurum, sem gerðu hróp að hermönnunum og báðu þá að snúa við. Þá bárust einnig fréttir um, að herflokkar hefðu nálgast úr öðrum áttum og sjúkrabílar með vælandi sírenur steftit að miðborg- inni. Námsmennimir á torginu, sem voru í gær um 4.000 talsins, reyndu að loka aðliggjandi götum með bílum, en hermennimir létu það ekki aftra sér í fyrstu. Loft var mjög lævi blandið í Pek- ing eftir þessi tíðindi og einnig vegna annars atburðar í gær þegar lög- reglubíl, sem fór á miklum hraða eftir einu helsta breiðstræti borgar- innar, var ekið á fjóra vegfarendur. Létust tveir þeirra en hinir slösuðust alvarlega. Skömmu síðar söfnuðust 5.000 manns saman á slysstaðnum til að krefjast þess, að lögreglu- mönnunum yrði hegnt. Talið er, að hermennimir, sem beðið hafa átekta í úthverfum Pek- ingborgar, séu allt að 150.000 tals- ins. Atlaga hermannanna gegn and- ófsmönnum á torginu bendir sterk- lega til þess, að stjómvöld hafi ákveðið að bijóta mótmælin á bak aftur með valdi, en sumir Peking- búar efuðust þó um að þau áræddu slíkt. Jóhannes Páll II páfí í samtali við Morgunblaðið: Kem ekki sem þjóðar- b leiðtomi heldur auð- mjúkur þjómi kirkjunnar í fylgdarliði páfa, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins JÓHANNES PÁLL II páfi situr einn nýlega las ég þykka og mikla bók í pólski fremst í flugvélinni. Fylgdarlið hans, kardínálar, monsignorar og aðrir starfsmenn páfahirðarinnar, situr aftan við skilrúm og enn aftar sitja fimmtíu fréttamenn. Við erum þrettán norrænir blaðamenn sem fylgjum páfa á sögu- legri ferð hans til Norðurlandanna og er ísland annað landið sem hann heim- sækir. Frónfarí lendir með hann á Keflavikurflugvelli klukkan 13 í dag. í samtali við Morgunblaðið segist páfi ekki oft hafa leitt hugann að íslandi_ fram að þessu. „Ég lærði ekki mikið um ísland á skólaárunum í Póllandi,“ sagði hann. „En utgáfu með kveðskap úr íslenskri goða- fræði,“ sagði hann og átti vafalaust við Eddu. „Mér hefur einnig verið sagt frá klaustri Karmelítasystra frá Kraká á ís- landi.“ Það lifnaði yfir hinum blíðlega, pólska páfa þegar hann minntist þess. Hann fer til Þingvalla og tekur þátt í samkirkjulegri guðsþjónustu.„Þar tóku ís- lendingar kristna trú og Alþingi, hom- steinn íslenska ríkisins, var lagður þar.“ Síðan spurði hann eins og til öryggis: „Er það ekki rétt hjá mér?“ Og hélt áfram: „Þar eru rætur trúarinnar og þjóðfélags- ins, þaðan hefur trúin breiðst út og orðið sterkt afl. Hún er svo máttug, afl almættis- ins svo takmarkalaust. Jesús Kristur veitir okkur ótrúlegan styrk. Allar þjóðir geta leitað hjálpar hjá Guði. Ég fer til upp- sprettunnar af því að án hennar er ekkert tU, hvorki í hinum yfirnáttúrulega né hinum mannlega heimi. Mér skilst að kristnitaka hafi verið undanfari þess að norræn þjóðar- sérkenni tóku að dafna, ísland og Noregur tóku trúna um svipað leyti og föðurland mitt, fyrir tæpum eitt þúsund árum.“ Jó- hannes Páll II sagði að sú staðreynd að enginn annar páfi hefði nokkru sinni heim- sótt Norðurlönd gæfí ferð hans gildi. „Ég býst við að það verði munað eftir ferðinni vegna þess að þetta er í fyrsta skipti í sögu kirkjunnar að Rómarbiskup, arftaki Péturs postula, heimsækir löndin nyrst í Evrópu. En það er of snemmt að segja hvemig munað verður eftir henni." Páfi talar hægt og lygnir aftur augun- um. Hendur hans em stórar, einstaklega mjúkar og handtakið hlýtt. Þegar hann kvaddi kvaðst hann muna eftir heimsókn forseta íslands í Vatíkanið. „En ég kem ekki til íslands sem þjóðarleiðtogi heldur auðmjúkur þjónn kirkjunnar.“ Sjá forystugrein á miðopnu og fréttir á bls. 18,19 og 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.