Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 V estur-Þýskaland: Veita Sovétmönnum aðgang að leyniákvæð- um griðasáttmálans Bonn, Reuter. VESTUR-þýsk sljómvöld gáfu í gær sovéskum sagníræðingum leyfí til þess að rannsaka afrit af leyniákvæðum griðasáttmála nazistaríkis Hitlers og Sovétrílqanna frá 1939. Var leyfíð veitt að beiðni Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna. Gorbatsjov fór fram á það við Helmut Kohl, kanzlara Vestur- Þýskalands, í fyrra, að Vestur- Þjóðveijar leyfðu Sovétmönnum að rannsaka frumrit slqals þessa. Hans Klein, talsmaður vestur- þýsku sijómarinnar, sagði að yfir- völd hefðu aðeins örfilmu af upp- runalega skjalinu í fórum sínum þar sem mörg ríkisskjöi Þriðja ríkisins hefðu verið eyðilögð skömmu fyrir fall Berlínar árið 1945. Gorbatsjov tilkynnti hinu nýja Sovétþingi á fimmtudag um skip- un nefndar, sem rannsaka skyldi hvort Eystrasaltsríkin — Eistland, Lettland og Lithaugaland — hefðu verið innlimuð með valdi árið 1945. isríkjanna tveggja. Með leyfi sínu hefur vestur- þýska stjómin því mtt þessa hindr- un úr vegi. 37 böm gengu til altaris við messu páfa í íþróttahúsi Tækniháskólans í Þrándheimi í gær og var mynd- in tekin við það tækifæri. Jóhannes Páll II páfí í Niðaróssdómkirkju; Frelsið endar í ógnríki ef ekki er hugað að siðferðinu Lætur í ljós skilning á atferli norskra biskupa sem neita þátttöku í samkirkjulegum athöfiium Þrándheimi. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKRIR norskir biskupar vildu ekki taka þátt í sameiginlegri Þrátt fyrir að margir fögnuðu þessu framtaki vora ekki allir þeirrar skoðunar og neyddist Gorbatsjov til þess að réttlæta nefndarskipunina í löngu máli, en sagði í hinu orðinu — þvert ofan í fullyrðingar kommúnistaleiðtoga Litháen — að engar skjalfestar sannanir hefðu enn verið dregnar fram í dagsljósið um að í griðasátt- málanum hefðu verið leynileg ákvæði um skiptingu Mið-Evrópu og Eystrasaltsríkjanna milli alræð- bænastund með Jóhannesi Páli páfa II í Niðarósdómskirkju í gær þar sem þeir telja hann standa í vegi hinnar samkirkjulegu hreyf- ingar. Á fimmtudag fullyrti starfs- maður Vatikanútvarpsins að Ólaf- ur Noregskonungur hefði stigið út á hallarsvalirnar með páfa til að bæta fyrir „dónaskap" biskup- anna. í samtali Morgunblaðsins við páfa í flugvélinni á leið til Óslóar frá Róm kom fram að hann lítur ekki alvarlegum augum yfir- lýsingar norsku biskupanna. „Þeir hafa rétt til að gera það sem þeim þykir rétt. Biskupar í heim- inum eru ekki allir á einu máli um samkirkjulegt starf og hvern- ig að því skuli staðið. Það hefur þróast á mismunandi hátt í hinum ýmsu þjóðlöndum en ég fylgi því sem annað Vatíkanþingið sam- þykkti og starfa í anda þess,“ sagði páfí. Síðan bætti hann við: „Vinur minn í Noregi hefur sagt að ég myndi stuðla best að sam- kirkjulegri hreyfíngu í Noregi með því að fara á skíði með Nor- egskonungi!" Páfi var á yngri árum áhugasamur íþróttamaður og er sagður við einstaklega góða heilsu miðað við aldur en hann er 69 ára gamall. Fjöldi fólks stóð meðfram götum sem Jóhannes Páll páfi II ók eftir á leið sinni til samkirkjulegrar guð- þjónustu í Niðaróssdómkirkju í gær- morgun. Fólkið veifaði til páfa í fal- legu en köldu veðri og auðséð var að komu hans til borgarinnar var fagnað. Um 250 manns tóku á móti honum á flugvellinum, þar á meðal hópur syngjandi Pólveija með gítar. Dómkirkjan, sem er byggð á graf- reit Ólafs helga, var þéttsetin og úti á markaðstorginu stóðu nokkrar þúsundir og fylgdust með guðsþjón- ustunni á slqám. Kristen Kyrre Bre- mer, biskup í Þrándheimi, bauð páfa velkominn í dómkirkjuna og minntist þess að fyrir 452 áram sigldi Ólafur Englebrektsson erkibiskup út fjörð- inn og skildi kirkjuna eftir klofna í tvennt; kaþólska og mótmælendur. „Á þessari mikilsmetnu stundu era hinar aðskildu kirkjur aftur komnar hér saman,“ sagði hann. „En ekki era öll sár gróin. Við söknum nokk- urra einstaklinga hér í dag.“ Hann átti við lútersku biskupana sjö sem sáu sér ekki fært að sækja sam- kirkjulega guðsþjónustu með páfa.„Það er enn um langan veg að fara þangað til við söfnumst aftur saman í kringum borð Guðs. Verkef- nið er ljóst: Við verðum að taka höndum saman á ný,“ sagði biskup- inn. Páfi talaði um vanda trúarinnar og siðfræðinnar í nútíma þjóðfélagi í ávarpi sínu. Hann sagði hjónaskiln- aði, sundraðar fjölskyldur og vanga- veltur um verkefni og markmið karla og kvenna spilla fyrir kærleika þótt allir þörfnuðust ástar og sæktust' eftir henni. Hann sagði hefðbundin samfélög, fjölskyldur, heimili og störf vera í hættu af því að fullt til- lit væri ekki lengur tekið til sið- fræðilegrar hliðar mannlegrar breytni. „Við viljum vera fijáls en frelsið endar í ógnríki eigingiminnar ef enginn sameiginlegur skilningur er á því sem við eigum að gera held- ur aðeins á því sem við getum gert.“ Hann sagði það skyldu trúfélaganna að bregðast við breyttum tímum og efna til nýs kafla í sögu kristninnar. Um 1.200 manns sóttu messu páfa í íþróttahöll Tækniháskólans í Þrándheimi áður en hann hélt ferð sinni áfram til Tromsö að hitta nyrsta kaþólska söfnuð í heimi. Er páfi söng messu við Aker- huskastala í Ósló á fimmtudag var ljóst af yfirbragði margra bamanna í skrúðgöngu páfa að þau voru ætt- uð frá Suðurlöndum. Það tíðkast í kaþólsku kirkjunni í Noregi að telpur fái að þjóna sem „messudrengir" en í þetta skipti var ekki svo. Fulltrúar Vatíkansins bönnuðu það og olli það mörgum, ungum sem öldnum, von- brigðum. Þegar lúterskir biskupar skiptust á skoðunum við páfa kom skýrt fram að kaþólskir mættu ekki neyta brauðs og víns með mótmæ- lendum þar sem trúfélögin legðu ólíkan skilning í sakramentið. Sovétríkin: Lígatsjov hafður að háði og spotti á þinginu Vald KGB ákafit gagnrýnt Moskvu, Daily Telegraph. HELSTI harðlínumaður í Kreml, Jegor Lígatsjov, var á fimmtu- dag sagður „afdankaður hugmyndafræðingur" í þingræðu á hinu nýja Sovétþingi. Hlutverk og völd Kommúnistaflokksins hafa mikið verið til umræðu á almannavettvangi í Sovétríkjunum að undanförnu og sagði Lev Zaikov, flokksleiðtogi í Moskvu, að hann gæti ekki útilokað að einhverntíman í framtíðinni kæmist á Qöl- flokkakerfi í Sovétríkjunum. Hins vegar varpaði hann „alfarið“ þeirri hugmynd frá sér að slíkt væri fyrirsjáanlegt á næstunni. Mikla athygli vakti að einn af fylgismönnum Borís Jeltsýn, Júríj Vlasov, krafðist þess að KGB yrði gert ábyrgt fyrir hinu nýja þingi. Árásin á Lígatsjov, fyrrverandi hugmyndafræðing flokksins, kall- aði fram hláturrokur í salnum, en í honum sátu 2.250 þingfulltrúar. Þetta er harðorðasta gagnrýni, sem fram hefur komið, á sitjandi stjórnmálaráðsmann. Stjómmála- ráðið er hin eiginlega ríkisstjóm Sovétríkjanna. Talið er að árásin kunni að vera fyrirboði þess að Lígatsjov verði gerður að tákni hins gamla og staðnaða, sem hafa má að opinbera skotspæni og róttækir umbótamenn geta kennt um öll hugmyndafræðileg mistök. Fram að þessu hefur þrýstingur frá almenningi litlu sem engu skipt í sovéskum stjómmálum, en nú blása aðrir vindar og kann Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, brátt að finna sig knú- inn til þess að reka Lígatsjov úr Stjómmálaráðinu. Fari svo er hins vegar hætt við að flokksmaskínan telji sér og hagsmunum sínum alvarlega ógnað. KGB tekiðfyrir Júríj Vlasov, sem er gamall Ólympíulyftingakappi, gerði völd KGB að umtalsefni. Hann lýsti leyniþjónustunni sem „svo að segja óstjómandi“ stofnun, sem hefði „líf Sovétborgara í hendi sér en væri yfir ríkið hafið í gerðum sínum . . . valdamesta stofnun stjómarinnar.“ Mönnum fannst sem þetta væri nokkuð langt gengið, en Vlasov bætti við betur og sagði þörf á að menn spyrðu sjálfa sig hvort það væri kannski KGB, sem stjórnaði landinu, en ekki öfugt. Nokkur viðkvæm málefni hafa veríði viðrað í umræðu umn stefnuræðu Gorbatsjovs á þinginu og hefur umræðan nú staðið í fimm daga. En þrátt fyrir að hin- ir svonefndu róttæklingar — eða umbótasinnar — haldi áfram á lofti kröfum sínum um beina pólitíska ábyrgð Kremlarbænda á embættisfærslu sinni, hafa Reuter Sovéskur uppgjafahermaður frá Afganistan, Sergíj Tsjer- vonopískíj (lengst t.h.) réðist í gær harkalega á Andrei Sakharov í hinu nýja Sovétþingi, fyrir að hafa sakað Rauða herinn um óhæfuverk gegn eigin hermönnum í Afganistan. Tsjervonopískíj, sem missti báða fætur í Afganistan, var ákaft fagnað af meiri- hluta þingheims, en á myndinni sést hvar Sakharov býst til þess að svara fyrir sig. harðlínumennirnir áreynslulaust staðið í vegi fyrir öllum tillögum í þá vera þegar gengið er til at- kvæða. Júríj Tsjernítsjenko, fúlskeggj- aður róttæklingur með landbún- aðarmál að sérsviði, var ákaft fagnað þegar hann spurði hvers vegna Landbúnaðamefnd flokks- ins væri undir forsæti manns, sem „ekki hefur hundsvit á [land- búnaðarmálum] og afdankaður hugmyndafræðingur í þokkabót". Tsjemítsjenko sagði að landbún- aðarvandinn væri fyrst og fremst pólitísks eðlis. Sagði hann að öllu landi skyldi aftur skilað til bænd- anna og gaf í skyn að samyrkjubú og ríkisbú skyldu lögð niður. Harðlínumenn hafa einnig haft sig í frammi á þinginu og sagði Kíríll Mazúrov, forseti Sambands uppgjafahermanna og -verka- manna, sem er eitt af höfuðvígjum íhaldsmanna, að hann væri sár- reiður yfir þeirri mynd, sem nú væri upp dregin í fjölmiðlum: „að 70 ára saga ríkisins sé ein röð mistaka og klúðurs." Þá gagn- rýndi Vasílíj Bjelov, þjóðemissinn- aður rússneskur rithöfundur, harðlega útbreiðslu kláms og rokktónlista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.