Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 21
MORGÚNBIÍAÐIÐ LÁUGARDÁGÚR''3. ÍÚNÍ' 1989 21 Sjómanna- dagsblaðið 1989 komið út Sjómannadagsblaðið 1989 er komið út en útgefandi blaðsins er Sjómannadagsráð. í Sjómannadagsblaðinu 1989 eru meðal annars greinar um Sjó- mannadaginn 1988, sjóslys og drukknanir sjómanna í starfi, veiðar útlendinga á íslandsmiðum, þróun íslenskrar skútuútgerðar, skonnort- una Fortuna, forseta íslands, Jó- hannes Pál páfa II, líkanasmiðinn Hermann Guðmundsson og listmál- arann Jón E. Gunnarsson. SJÓMANNADAGS BLAÐID1989 Forsíða Sjómannadagsblaðsins Ritstjórar blaðsins eru Garðar Þorsteinsson og Ásgeir Jakobsson. Dagskrá Sjómanna- dags í Hafiiarfirði DAGSKRÁ Sjómannadagsins í Haftiarfirði á morgun, sunnudag, er sem hér segir: Fánar verða dregnir að húni klukkan 8 og Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur fyrir utan Hrafnistu í Hafnarfirði frá klukkan 10.30. Sjómannamessa í Hafnarfjarðar- kirkju hefst klukkan 11. Farið verður í skemmtisiglingu með bömin klukkan 13 en hátíðar- dagskrá við höfnina hefst klukkan 14. Ávörp flytja Engilráð Óskars- dóttir í síysavamadeildinni Hraun- prýði, Jón Friðjónsson forstjóri Hvaleyrar fyrir hönd Útvegs- mannafélags Hafnaríjarðar og Helgi Laxdal formaður Vélstjórafé- lags íslands. Aldraðir sjómenn verða heiðraðir, þyrla Landhelgis- gæslunnar sýnir björgun úr sjó, farið verður í kappróður og Jón Rafnar syngur og spilar fyrir böm- in. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur á hátíðarsvæðinu og kaffísala verð- ur í Hrafnistu í Hafnarfirði frá klukkan 15 til 17.30. Hóf fyrir sjómenn hefst á Hótel íslandi klukkan 20. Þar verða flutt lög eftir Ása í Bæ og Jón Rafnar syngur og spilar á gítar. Dagskrá Sjómanna- dagsins í Reykjavík Styrktartónleikar Krabbameinsfélagsins: Allir listamennirnir gefa vinnuíramlag sitt Morgunblaðið/Bjami Kristján Jóhannsson tenór og rússneska sópransöngkonan Natal- ia Rom syngja á styrktartónleikum Krabbameinsfélagins í Há- skólabíói í dag. Þessi ljósmynd var tekin af þeim á æfingu í gær- morgun. KRISTJÁN Jóhannsson og rússneska sópransöngkonan Natalia Rom munu syngja aríur og dúetta eftir Verdi og Puc- cini við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar Islands á styrktar- tónleikum Krabbameinsfélags íslands í Háskólabíói í dag kl. 13.30. Stjórnandi verður Ces- are Alfieri, stjórnandi við Scala-óperuna í Mílanó. Allir gefa Iistamennirnir vinnu sína í þágu málefiiisins. Hvatamaður að þessu tónleika- haldi er Kristján Jóhannsson og eru hinir erlendu gestir hingað komnir fyrir hans fmmkvæði. Hann hefur áður starfað með þeim báðum; sungið með Natalia Rom í tveimur óperuuppfærslum í Bandaríkjunum og fyrir tveimur árum vann hann undir stjóm Alfi- eris, þegar hann þreytti frumraun sína á Qölum La Scala. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Natalia væri frábær sópran og tónleikamir í dag ættu að vera meiriháttar uppákoma fyrir íslendinga þar sem hún væri með allra bestu söngkonum í heiminum í dag. Natalia Rom er fædd í Sov- étríkjunum en fluttist með fjöl- skyldu sinni til Bandríkjanna fyrir 14 ámm. Hún útskrifaðist úr tón- listarháskólanum í Leníngrad sem hljómsveitarstjóri en sneri sér ekki að söngnum fyrr en fyrir átta árum. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagðist hún einkum syngja í óperum eftir Verdi, Puc- cini og rússnesk tónskáld, enda hæfði sú tónlist best rödd hennar. Hún sagðist hingað komin fyrir tilstilli Kristjáns Jóhannssonar, sem væri eftirlætis tenórsöngvari hennar. „Ég tel Kristján besta tenórinn í heiminum í dag,“ bætti hún við. Þetta er í fyrsta skipti sem Natalia Rom kemur til ís- lands og lét hún vel af dvöl sinni hér. Hún sagði að sér líkaði lofts- lagið vel og hún vildi helst taka hið hreina loft og tæra vatn heim til New York. Hún sagðist hlakka til tónleikanna í dag enda væri Sinfóníuhljómsveitin mjög góð og tónlistarmennimir sérstaklega músíkalskir. DAGSKRÁ Sjómannadagsins í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 4. júní, er íjölbreytt að vanda. I Reylqavíkurhöfn verða fánar dregnir að húni á skipum klukkan 8. Minningarguðsþjónusta hefst í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 11. Séra Hjalti Guðmundsson, dóm- kirkjuprestur, minnist drukknaðra sjómanna og þjónar fyrir altari. Dómkirkjukórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Þeir, sem hafa keypt merki Sjó- mannadagsins, geta farið í skemmtisiglingu með hvalbátum um sundin við Reykjavík klukkan 13 til 16. Útihátíðahöld við Reykjavíkur- höfn heíjast klukkan 13.30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjómannalög en samkoman verður sett klukkan 14. Kynnir verður Hannes Þ. Hafstein forstjóri Slysa- vamafélags íslands. Ávörp flytja Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, Ágúst Einarsson útgerð- armaður í Reylqavík, Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, sem heiðrar aldr- aða sjómenn með heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Kappróður hefst í Reykjavíkur- höfn klukkan 14.45. Félagar í björgunarsveitinni Ingólfi í Reykjavík sýna hinn nýja björgun- arbát félagsins, Henry Hálfdanar- son, og koddaslagur fer fram á elqubrú Akraborgar. Sjómannahóf verður að kvöldi Sjómannadagsins á Hótel íslandi. Á Hrafnistu í Reylqavík verður handavinna til sýnis og sölu frá klukkan 13.30 til 17 í föndursal á 4. hæð í c-álmu og kaffisala verður í borð- og skemmtisal frá klukkan 14.30 til 17. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilismanna. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir utan Hrafnistu frá klukkan 14.30. Sjómannadagurinn í Bolungarvík 50 ára Bolungarvík. í ÁR eru 50 ár liðin frá því sjó- mannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hér í Bolungarvík. Af því tileftii verður hátíðardag- skráin heldur glæsilegri en veiya er til. Dagskráin hefst klukkan 15 í dag, laugardag, en í u.þ.b. klukk- utíma mun sexæringurinn Ölver verða á siglingu fram á víkinni. Ölver þessi var smíðaður af Jóhanni Bjamasyni árið 1941, fyrir Byggða- safn Vestfjarða. Jóhann gerði það skilyrði fyrir smíði bátsins að hann Athugasemd vegna fréttar ATHUGASEMD vegna fréttar um kröfu á hendur Suðurnesjalækn- um í Morgunblaðinu 30. maí 1989: í gjaldskrársamningi sem gerður var 1987 milli Tryggingarstofnunar ríkisins (TR) og Læknafélags íslands (LÍ) fyrir heilsugæslulækna var sett á stofn samráðsnefnd með tveimur fulltrúum frá hvorum aðila til að fylgjast reglubundið með beitingu gjaldskrár og framkvæmd samn- ings. Tejji TR að læknir bijóti skyld- ur sínar samkvæmt samningi skal lækninum tilkynnt það bréflega og umsagnar hans óskað. Teljist málið þá ekki til lykta leitt skal það lagt fyrir sáttafund samninganefnda að- ila. Náist ekki samkomulag skal málið lagt fyrir gerðardóm. Sam- ráðsnefndin hefur unnið sitt verk í tvö ár og tekið á ýmsu sem betur mátti fara. Um svipað leyti fer Ríkisendur- skoðun af stað með athuganir á reikningum lækna vítt og breitt um landið. Leið þeirra lá suður með sjó og voru reikningar Iækna á Suður- nesjum skoðaðir auk þess sem sjúkraskrár voru kannaðar með að- stoð sérstaks trúnaðarlæknis Ríkis- endurskoðunar. Leiddi sú athugun í ljós færslur og túlkanir sem Ríkisendurskoðun taldi rangar og þótti sem menn hefðu ofreiknað. Var TR sent málið til inn- heimtu hið fyrsta. Deildarstjóri sjúkratryggingadeildar var með mál læknanna til athugunar hjá lögfræð- ingi úti í bæ og þaðan fréttu menn af erindunu! Aldrei hefur verið haft samband við þá aðila sem valdir voru til að vera umsagna- raðilar um samningana og túlkun þeirra, þ.e. áðurnefiida samráðs- neftid, né nokkurn aðila á vegum læknafélaganna sem málið varð- ar. Orð deildarstjóra TR um túlkun á vitjun eru mjög villandi og hefur hann sjálfur margoft samþykkt aðra túlkun en fram kemur í viðtalinu við Morgunblaðið. Viðtal við sjúkling á heilsugæslustöð hefur verið sam- þykkt sem vitjun þurfi læknir að gera sér sérstaka ferð þangað, utan dagvinnutíma. Ummælin um að umræddir læknar hefðu gefið reikn- ing fyrir vitjun vegna allra heim- sókna sjúklinga eftir klukkan fimm síðdegis er alröng. Hversu stór hluti sé eðlilegur er hins vegar ágreinings- efni og ætti að leysast í áðumefndri samráðsnefnd. Ríkisendurskoðun getur vel sagst te(ja að túlkun Ríkisendurskoðunar á samningum lækna sé sú sama og túlkun TR og samningsnefndar lækna þegar aldrei hefur verið haft samband við þessa aðila og þeir spurðir álits! F.h. samninganefiidar LÍ um gjaldskrá heilsugæslu- lækna, Björn Guðmundsson formaður. hefði þetta svokallaða Bolungarvík- urlag, en það var sérstakt bátslag sem algengt var á sexæringum sem Bolvíkingar sóttu sjó á, á öndverðri þessari öld. Ölver sem að jafnaði er varðveitt- ur í Byggðasafninu á ísafirði verður á þessum tímamótum sjómanna- dagsins sérstakur heiðursgestur, en við formennsku um borð í Ölver verður enginn annar en okkar ást- kæri aldni aflaskipstjóri Sigurgeir Sigurðsson og mun hann hafa stjóm á sér mun yngri skipveijum og sigla Ölver hér fram og til baka undir fullum seglum í um klukkutíma. Klukkan 16 laugardag verður svo farin sjóferð og eru foreldrar sér- staklega hvattir til að fara með bömum sínum. Dagskráin á morg- un, sunnudag, hefst klukkan 10.15 með því að gengið verður frá Brim- bijót til kirkju og síðan hefst guðs- þjónusta í Hólskirkju þar sem sr. Jón Ragnarsson messar. Jafnframt verða aldraðir sjómenn heiðraðir. Klukkan 13.30 hefst svo dagskrá niður við höfn þar sem fer fram kappróður og koddaslagur. Klukk- an 16 verður síðan skemmtun í íþróttahúsinu með ýmiss konar keppni, jafnframt því sem hinir góðkunnu Halli og Laddi koma fram. Um kvöldið verður síðan mikil veisla í veitingahúsinu Skálavík með íjölbreyttum skemmtiatriðum, þar sem stórhljómsveit Magnúsar Kjartanssonar ásamt Björgvini Halldórssyni, Halla og Ladda og skærum stjömum heimamanna. Að lokum verður svo stiginn dans fram eftir nóttu. Kvennadeild Slysavamafélagsins verður með kaffisölu í kaffisal ís- hússfélagsins á sunnudeginum frá klukkan 14.30-16.30. - Gunnar Siimargrín á skólavöllum ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð og Vinnuskóli Reykjavíkur hafa útbúið nokkur leiktæki, einskonar „mínitívolí", sem börn geta leikið sér í endurgjaldslaust. Verksljóri og unglingar úr Vinnuskólanum skipu- leggja og stjóma þessu starfi. Leiktækin verða staðsett á skólavöllum borgarinnar samkvæmt eftírfarandi dagsetningum, ef veður leyfir. Vakin er athygli á því að Sumargrínið byijar við Artúnsskóla, þriðjudag- inn 6. júní klukkan 10.30. 6.-8. júní Ártúnsskóli klukkan 10.30-15. 8.-9. júní Laugamesskóli klukkan 10.30.-15. 12.-13. júní Grandaskóli klukkan 10.30-15. 14.-15. júní Vesturbæjarskóli klukk- an 10.30-15. 17. júní Hljómskála- garður klukkan 14-18. 19.-20. júní Seljaskóli klukkan 10.30-15. 21.-22. júní Fellaskóli klukkan 10.30.-15.23. júní Lækjargata klukkan 10.30-15. 27.-28. júní Hlíðaskóli klukkan 10.30-15. 29.-30. júní Breiðagerðis- skóli klukkan 10.30-15. Tóti trúður (Ketill Larsen) kemur í heimsókn klukkan 13.30 fyrri dag- inn á hveijum stað. Förðunar-verk- stæði verður á staðnum, þeir sem vilja, geta látið mála á sér andlitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.