Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JUNI 1989 4 Fyrirlesturí boði lagadeildar DR. JUR. Hans-Heinrich Jesch- eck, fyrrum prófessor við Háskól- ann í Freiburg í Þýskalandi, og forstöðumaður Max-Planck- stofhunarínnar í alþjóðlegum refsirétti í Freiburg, heldur fyrir- lestur í boði lagadeildar Háskóla íslands, þriðjudaginn 6. júní klukkan 17.15 í stofu 308 í Lög- bergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber yfirskriftina „Criminal Politics in a Comparative View". Dr. Jescheck er þekktur fræðimað- ur og fyrirlesari víða um heim á sviði refsiréttar og samanburðar- lögfræði og er því mikill fengur að því að fá hann hingað til lands. Hann hefur ritað margar fræðibæk- ur á sínu sviði og haft mikil áhrif á mótun refsilöggjafar í Vestur- Þýskalandi síðustu áratugina. (Fréttatílkynning) 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lögg. fasteignas. i sölu er að koma auk annarra eigna: Við Rofabæ með góðum lánum 3ja herb. íb. á 3. hæð 86,4 fm nettó. Nýl. eldhúsinnr. Góð sameign. Laus í sept. nk. Sanngjarnt verð. Úrvalseign við Fljótsel Endaraöhús allt eins og nýtt. 6 herb.íb. á tveimur hæöum. Á jarðhæð má gera litla séríb. Sérbyggður góður bílsk. Eignaskipti mögul. 3ja herb. - lausar strax V/Vesturberg í suðurenda á 1. hæð 92 fm. Vel með farin. Sérþvottaað- staða. Skuldlaus. Gott verð. V/Sólvallagötu mjög góö kjíb. öll á móti suðri. Trjágarður. Gott lán. Skammt frá Háskólanum járklætt timburhús hæð og ris á steyptum kj. 151,4 fm nettó. Mikið endurn. Bílskréttur. Góð lóð. Laus 1. sept. nk. Skammt frá Heilsuverndarstöðinni 4ra herb. á 3. hæð tæpir 100 fm. Nýtt gler og póstar. Sólsvalir. Nýl. eldhinnr. Bílsk. m/hita, rafm. og snyrtingu. Góð lán. Með nýrri eldhúsinnr. og nýju gleri 4ra herb. mjög góð íb. við Hraunbæ tæpir 100 fm nettó. Ágæt sam- eign. Sólsvalir. Hentar þeim sem hafa lánsloforð. Þurfum að útvega: Litla ibúð í Kópavogi 1-2ja herbergja. 4ra herb. íb. í lyftuhúsi m/útsýni og bílsk. Skipti mögul. á glæsil. einb- húsi m/aukaíb. á jaröh. ' Sérhæð miðsvæöis í borginni. Einbýlishús á einni hæð íÁrbæjarhverfi. Lftið einbýlishús í Mosfellsbæ. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Opiðídagkl. 10-16. Til sölu glæsilegar 3ja og 4ra herb. íb. íbyggingu. AtMENNA FASTEIGNASAtAH Umsjónarmaður Gísli Jónsson Appolon var einna mestur fyrir sér grískra guða, sonur Seifs. Hann fæddist á eynni Delos. Hún hafði fram að því verið á reiki, en festist nú. App- ollon hafði auknefnið Delius eft- ir uppruna sínum. Tvíburasystir hans var Artemis veiðigyðja og hafði auknefnið Delia (= frá Delos). Artemis nefndist og Cynþia eftir fjalli einu á Delos, og enn Diana og Phoebe. Hjarðmær í kvæðum róm- verska skáldsins Virgils heitir Delia, en það nafn barst út um heim og var gert að eiginnafni kvenna, sem og önnur Artemis- heiti. Þegar fram í sótti, gat Delia breyst í Dilia. Víkur nú sögunni til íslands. Svo hafa sannorðir menn sagt, að hér væri umboðsmaður á Arnarstapa 1595-601 útlending- ur að nafni Castian Bock, talinn enskur. Þjóðernið er þó ekki ör- uggt, enda ætla sumir að nafnið Castian sé ummyndun úr Christian. Látum það vera, en dóttur átti umboðsmaðurinn sem Dilia hét. Því breyttu íslending- ar með tíð og tíma í Diljá, og er fræg sú DUjá sem Halldór frá Laxnesi skóp í Vefaranum mikla frá Kasmir. Nú verða hér ekki taldar allar Diljár á íslandi, en nafnið var fyrst haft á íslenskum konum vestanlands og síðan helst í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Það hélst stopult, og er t.d. engin Diljá í manntalinu 1703. í manntalinu 1845 eru greindar Diljá Þorsteinsdóttir, 82 ára í Engey á Kollafirði, og Diljá Þórðardóttir í Lykkju á Kjalar- nesi, 31 árs. Árið 1910 eru DUj- ár 6; skírðar þessu nafni árin 1921-50 einnig sex. í Þjóðskrá 1982 heita Dijjá einu eða fyrra nafni tíu konur. Skírðar 1982 fimm og 1985 þrjár. Nafnið er því í greinilegri sókn. • Árið 1703 hétu engir fslend- ingar nema einu nafni, ef frá eru skilin systkinin Axel Friðrik Jónsson, bóndi á Hömrum í Grímsnesi, og SesseJlja Kristin, „umboðsstúlka" í Saurbæ á Kjalarnesi. Þau áttu danska móður og hafa að líkindum fæðst í Danmörku, segir próf. Ólafur Lárusson. Tvínefnasiðurinn barst hingað frá Danmörku. Þangað til á 17. öld var hann þó óþekktur þar í landi, en er Kristján konungur fjórði hafði skírt börn sín af öðru hjónabandi, tíu talsins, öll saman tveimur nöfnum, breidd- ist siðurinn ört út í Danmörku og síðan hjálendum hennar. Færeyingar tóku með meiri greiðskap við þessari nýbreytni en íslendingar. Þó var farið að skíra hér tveimur nöfnum eitt og eitt barn, er leið á 18. öld, en um 1830 má segja að það fari að verða títt norðanlands og austan. Á Suðúrlandi og í Skaftafellssýslum voru menn lengur tregir til þessarar til- breytni. Arið 1855 var svo komið, að hlutfallstala tvínefndra í Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýsl- um var enn innan við 1%, og síðan er hér talið nákvæmlega eftir ritgerð Sigurðar Hansens í 1. bindi Skýrslna um landshagi á íslandi: Vestmannaeyjar (3.16), Gullbringu- og Kjósar- sýsla (2.68), Reykjavíkurkaup- staður (8.70), Borgarfjarðar- sýsla (2.25), Mýra- og Hnappa- dalssýsla (2.94), Snæfellsnes- sýsla (4.37), Dalasýsla (3.59), Barðastrandarsýsla (3.17), ísa- fjarðarsýsla (3.38), Stranda- sýsla (3.39), Húnavatnssýsla (8.96), Skagafjarðarsýsla (7.81), Eyjafjarðarsýsla með Akureyri (11.97), Þingeyjar- sýsla (9.81), Norður-Múlasýsla (10.03) og Suður-Múlasýsla (4.04). Var þá meðaltalið í Suð- uramtinu 1.71, Vesturamtinu 3.48 og Norður- og austuramt- inu 8.94. Árið 1910 voru fleirnefni karla á öllu landinu að meðal- tali 22,1% og kvenna 26%. Þetta hlutfall var enn langlægst í Skaftafells- og Rangárvallasýsl- um, en hæst í kaupstöðunum, allt upp í 46,3% meðal kvenna á ísafirði. 489.þáttur Árin 1921-50 voru einnefnd börn örlitlu fleiri en hin, en nú er hlutfall tvínefndra komið nokkuð yfir 60 af hundraði. Þegar svo er komið, verður sú krafa enn ríkari en nokkru sinni fyrr, að fólk beygi skilvís- lega bæði nöfn tvínefndra, ef bæði nöfnin eru á annað borð notuð. Því miður vill stundum fara svo, vegna hirðuleysis eða vankunnáttu, að síðara nafn (oftar en hitt) er haft óbeygt, og er óþolandi. Dæmi: í blaða- grein stóð ekki fyrir löngu: „... voru einkunnarorð Hólm- fríðar Ýr Gunnlaugsdóttur". Þar átti auðvitað að standa Hólm- fríðar Ýrar Gunnlaugsdóttur. Ýr (kvenkyn úruxans) var í fornu máli Ýrr, en hreint pjatt að halda báðum r-unum til skila á okkar dögum. Kvenmannsnaf- nið beygist eins og Þórdís: Ýr, um Ýri, frá Ýri, til Ýrar. • „Vöndun málsins sjálfs verður að vera komin undir alúð og kunnáttu hvers einstaks manns, og ást þeirri sem þeir ala í brjósti sér til móðurmáls síns, fóstur- jarðar og þjóðernis. Það verður að vera undir mönnum sjálfum komið, hvort þeir vilja heldur vera svo ambáttarlega Iyndir, að bíða í þessu átekta með allar lagfæringar, þar til Danir skipa þeim það eða kenna, eða þeir vilja vera svo frjálslundaðir, að taka það upp hjá sjálfum sér." (Jón Guðmundsson í 11. árg. Nýrra félagsrita.) • Nikulás norðan kvað: Heldur en sulla í mig saltblandi þú sötrast í neyð minni skalt, landi. En það verður annað (og þá skal fátt bannað) er við lendum i Leirvík á Hjaltlandi. Auk þess legg ég til að leik- ur, sem nefnist squash á ensku, heiti hjá okkur eitt af þrennu: skvass (beygist eins og hlass), skvoss (beygist eins og hross) eða vegg (eins og egg, hvor- ugk.) SLEGIÐ f GEGM Gerið verðsamanburð. Hitamælir. Gasmælir. Seljast á meðan birgðir endast. KOMA EKKI AFTUR. Opid 10-19 Yorleikur'89 ÁRMÚLA 16 - SÍMI: 686204 & 686337 Blá-kornog Friðrik leika í „Heita pottinum" BLÁ-korn og Friðrik Karlsson leika í „Heita pottinum" á morg- un, sunnudag. Blá-korn skipa; Richard Korn bassaleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og Maarten van der Valk trommuleikari. Þeir félagar hefja tónleikana klukkan 21.30. Friðrik Karlsson gítarleikari verður sérstakur gestur Blá-korns, að þessu sinni við flutning nokkura verka píanóleikarans og tónskálds- ins Chíck Corea. (Fréttatilkyniiing) Ifreinsunar- vikaí Hafinarfirði VIKUNA 4.-10. júní fer fram hin árlega hreinsunarvika i Hafhar- firði. Þá gefst bæjarbúum kostur á að hreinsa til á lóðum sínum og í næsta nágrenni og láta Vinnuskóla Hafn- arfjarðar síðan koma og fjarlægja ruslið. Það verður gert íbú'unum að kostnaðarlausu. Takmarkið er hreinn bær fyrir 17. júní. Bæjarbúar eru hvattir til að taka til hendinni og gera um- hverfið snyrtilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.