Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Vinnuskóli Reykjavíkur: Rúmlega 1.700 ungmenni ráðin UM 1.720 ung-menni fcedd 1974 og 1975 sóttu um vinnu l\já Vinnu- skóla Reylgavíkur í sumar og hafa þau öll verið ráðin. Vinnutími ----» ♦ «-- Bruninn í Hótel Vík: Tveirjáta íkveikju TV'EIR strákar á fermingaraldri hafa játað að hafa kveikt í Hótel Vík. Eldinn kveiktu þeir á efri hæðum hússins og komu sér síðan út úr húsinu. Málið er að fullu upplýst. Eldurinn kom upp í Hótel Vík um kl. 20 á miðvikudagskvöldið. Allt tiltækt slökkvlið borgarinnar var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ris hússins skemmdist töluvert í brunanum. þeirra, sem fædd eru 1974 er 8 stundir á dag og fá þau greitt kr. 156,47 fyrir hverja klukkustund og þau sem fædd eru 1975 vinna í 4 stundir á dag og fá greitt kr. 138,07 fyrir hverja klukkustund. Að sögn Sigurðar Lyngdal yfir- kennara Vinnuskólans, miðast launin við 90% af unglingataxta Dagsbrúnar. Vinnuskólinn tók til starfa 1. júní og mun hann starfa í tvo mánuði eða fram til 1. ágúst. Meðal verkefna er gróðursetning í Heiðmörk en þar hefur Vinnuskólinn séð um gróður- setningu undanfarin ár. Nokkrir hóp- ar taka að sér að sjá um garða hjá ellilífeyrisþegum, aðrir smíða vinnus- kúra eða hreinsa til á skólalóðum og á opnum svæðum í borginni. Þá verða hópar sem munu aðstoða á íþrótta- völlum borgarinnar, unnið á gæslu- völlum og í skólagörðum auk þess sem reistar verða vinnubúðir á Nesja- völlum en þar er fyrirhugað að Vinnuskólinn taki að sér að sérstakt landgræðsluátak í sumar. Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenni í sjötugsafmæli biskups MIKILL Qöldi fólks kom á heimili biskups ís- gesta var forveri hans í embætti, herra Sigur- lands, herra Péturs Sigurgeirssonar, í gær til björn Einarsson biskup og Magnea Þorkelsdóttir að samgleðjast honum á sjötugsafmælinu. Meðal eiginkona hans. VEÐURHORFUR IDAG, 3. JÚNÍ YFIRLIT í GÆR: Skammt vestur af Snæfellsnesi er 1.010 mb smá- lægð, sem þokast austur, en 1.021 mb hæð nálægt Jan Mayen hreyfist lítið. Víðáttumikil 1.032ja mb hæð um 1.300 km suðvestur í hafi. Hiti breytist lítið. SPÁ: Hæg norðlæg átt og smá skúrir um vestanvert landið en hæg suðaustlæg átt og dálítil rigning um austanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hægviðri og skýjað að mestu. Sums staðar súldarvottur við vesturströndina. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðausturlandi. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyrí 12 skýjað Reykjavík 9 alskýjafi Bergen 12 hálfskýjað Helsinki 16 léttskýjað Kaupmannah. 16 hálfskýjað Narssarssuaq 6 alskýjað Nuuk 1 alskýjað Osló 14 úrkoma Stokkhólmur 16 hálfskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve vantar Amsterdam 12 hálfskýjað Barcelona 20 skýjað Berlín 19 skýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 17 rigning Frankfurt 17 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 14 skýjað Las Palmas vantar London 9 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 16 skýjað Madrid 19 alskýjað Malaga 25 hálfskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 18 alskýjað New York 24 heiðskfrt Orlando 23 léttskýjað Parfs 10 rigning Róm vantar Vín 15 skúr Washington 24 þokumóða Winnipeg vantar Mikil leit að tríUu MIKIL leit var gerð að trillunni Sigurbjörgu Helgadóttur út af VestQörðum í gærdag. Trillan var á leiðinni frá Ólafsvík til Flateyr- ar. Eftir að trillunar var saknað tók Jjöltli báta þátt í leitinni og björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu eða lagðar af stað til leitar er rækjubáturinn Gissur AR-6 fann trilluna út af Sléttanesi um kl. 18. Einn maður var um borð í trillunni og amaði ekkert að honum. Trillan lagði af stað frá Ólafsvík kl. 20 á fimmtudagskvöld. í fyrstu var hún í samfloti við aðra trillu á leið til Patreksfjarðar. Leiðir þeirra skildu um kl. 5 á föstudagsmorg- uninn er þær voru staddar suður af Látrabjargi. Slysavamarfélagi íslands barst tilkynning um að trillunnar væri saknað um kl. 14.30 í gærdag. Haft var samband við allar hafnir á svæðinu og bátar beðnir um að svipast um eftir trillunni. Það var svo ekki fyrr en um kl. 18 að hún fannst. Samkvæmt upplýsingum frá SVFÍ mun vélarbilun hafa komið upp í trillunni og henni því seink- að. Hinsvegar voru fullkomin fjar- skiptatæki um borð og mikill trassaskapur að tilkynna ekki þessa seinkun og koma þannig í veg fyrir allt umstangið. Selfoss: Samstarf í bæjar- sljorn brostið Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks, Kvennalista og Alþýðybandalags í bæjarstjóm Selfoss er brostið. Að sögn Þorvarðar Hjaltasonar oddvita Alþýðubandalagsins vildu fulltrúar vinstri flokkana ekki fallast á skilyrði Sjálfstæðismanna við kjör í æðstu embætti bæjar- ins og rufu þvi samstarfið. Sjálfstæðisflokkur átti 3 fulltrúa og hinir einn hver í bæjarastjórinni. Brynleifur H. Steingrímsson odd- viti Sjálfstæðismanna sagði að flokk- arnir þrír hefðu í raun oft komið fram sem eitt afl á móti Sjálfstæðismönn- um og þeir hefðu ætlast til að Sjálf- stæðismenn sætu ekki við sama borð við framgang mála. Fyrir skömmu varð samkomulag um það hjá meirihlutanum, að frum- kvæði alþýðyubandalagsfulltrúans, að Brynleifur yrði í formannskjöri til Sambands sunnlenskra sveitarfélaga en fulltrúi Alþýðuflokksins greiddi honum ekki atkvæði þegar til kom. Því settu sjálfstæðismenn það skil- yrði við embættiskjör að þeir myndu ekki styðja bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins í bæjarráð. Á þessu slitnaði upp úr samstarfinu. „Þegar okkur eru boðin þessi vinnubrögð getum við ekki lengur staðið að kjöri sömu manna í æðstu trúnaðarstöður innan bæjarstjórnar. Traustið og rétturinn verður að vera gagnkvæmur,“ sagði Brynleifur. Þorvarður Hjaltason sagði aug- ljóst að samstarfið væri sprungið þó engin formleg yfirlýsing hefði komið af hálfu Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennalista. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fara nú fram þreifíngar um myndun nýs meirihluta. Skírnarathöfii um borð í Norrönu Frá Oddnyju Björgvins blaðamanm Morgunblaðsins 1 Færeyjum. FJÖGUR íslensk böm vora skirð um borð í Norrönu í gærkvöldi í fyrstu ferð sumarsins. Hjónin Lára Sigurðardóttir og Ámi Jón Elíasson frá Kirkjubæjar- klaustri höfðu lengi ætlað að láta skíra bömin sín fjögur; Dögg, Sig- urð, Magnús og Birki, 3, 8, 9 og 12 ára. Þau sáu tækifærið blasa við þegar þau sáu prestinn sinn sr. Sighvat Emilsson um borð en hann var með hempuna á leið til Norður-Noregs til að leysa þar af presta. Uppí brú var færeyski fáninn lagður á borð, eitt kertaljós. Lát- laus og einföld skírnarathöfn miðja vegu milli Færeyja og íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.