Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JLJNÍ 1989 Faxamarkaður; 5,6 millj. króna tap var á rekstr- inum árið 1988 AÐALFUNDUR Faxamarkaðar hf. var haldinn á mánudag. Þar kom meðal annars fram að tap á rekstri Faxamarkaðar árið 1988 var 5,595 milljónir króna, að meðtöldum afskriftum og Qár- magnsgjöldum, að sögn Bjarna Uppsagnir Arnarflugs: Enginn urg- ur í fólki -segir formaður starfsmanna- félagsins VIGDÍS Pálsdóttir formaður starfsmannafélags Arnarflugs segir að enginn urgur sé i starfsfólkinu vegna fyrirhug- aðra uppsagna hjá fýrirtæk- inu. Uppsagnirnar séu einn liðurinn í að draga saman seglin og starfsfólkið hafi sýnt þeim skilning enda verður þeim haldið i lágmarki. Vigdís vill taka fram að þetta segi hún með þeim fyrirvara að ekki hafi verið haldinn fundur um málið í stafsmannafélaginu enn. Hins vegar hafi hún ekki orðið vör við nein leiðindi vegna hinna fyrirhuguðu uppsagna. Thors framkvæmdastjóra mark- aðarins. Afskriftir námu 4,712 milljónum króna en Qármagns- gjöld 2,516 milljónum króna. „Aðalástæðan fyrir þessu tapi er sú að fiskverðið hélst tiltölulega jafiit í fyrra á meðan allur til- kostnaður innanlands hækkaði. Fiskverðið hefúr hins vegar hækkað á þessu ári og miðað við fimm fyrstu mánuðina í ár er reksturinn rétt fyrir neðan núl- lið,“ sagði Bjarni Thors í samtali við Morgunblaðið. Bjarni Thors sagði að tekjur Faxamarkaðar hefðu verið 75% meiri fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. „Frá 1. janúar til 29. maí í ár voru seld á markaðinum 5.820 tonn fyrir 233,3 milljónir króna, eða 24% meira magn en fyrstu fimm mánuðina í fyrra,“ sagði Bjami. Hann sagði að frá stofnun Faxamarkaðar, 23. júní 1987, hefðu verið seld þar um 26.700 tonn fyrir 872 milljónir króna, þar af 13.948 tonn fyrir 440,5 milljónir króna árið 1988. Seljendur voru 440 talsins í fyrra en starfsmenn markaðarins em 8. „Kvótaleysi í haust bitnar fyrst og fremst á fiskmörkuðunum og við emm mjög kvíðnir vegna þess. Eg held að magnið, sem við seljum, minnki smám saman út þetta ár en hef samt trú á að markaðurinn lifi það af,“ sagði Bjami Thors. Sljóm Faxamarkaðar var öll end- urlqorin. Stjómarformaður er Ágúst Einarsson en aðrir í stjóm em Brynjólfur Bjarnason, Gísli Jón Hermannsson, Jón Ásbjömsson og Gunnar B. Guðmundsson. FiskverA ð uppboAsmörkuöum 2. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verft verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,50 39,00 52,87 76,161 4.026.559 Ýsa 88,00 38,00 72,81 5,900 429.632 Karfi 35,50 33,50 34,34 4,736 162.655 Ufsi 23,00 23,00 23,00 1,084 24.932 Samtals 53,58 94,194 5.046.807 Á mánudag verða m.a. seld 50 tonn af þorski úr Víði HF og 30 til 40 tonn af þorski, ýsu, lúðu, skötusel og fl. teg. úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 26,00 42,10 6,210 261.411 Ýsa 96,00 30,00 78,23 1,066 83.395 Karfi 17,00 17,00 17,00 0,349 6.933 Ufsi Samtals 23,00 23,00 23,00 43,29 0,619 9,240 18.837 399.992 Á mánudag verða m.a. seld 130 tonn af grálúðu og 12 tonn af karfa úr Þorláki ÁR og Ottó N. Þorlákssyni RE. Selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,00 30,00 51,01 16,874 860.803 Ýsa 75,00 50,00 61,06 2,076 126.763 Karfi 37,00 25,00 32,55 9,296 302.554 Ufsi 32,50 23,00 31,13 11,054 344.161 Samtals 43,76 48,080 2.104.031 Á mánudag verða m.a. seld 20 tonn af ýsu og óákveðið magn af þorski, karfa, ufsa og fleiri tegundum úr Eini GK. SKIPASÖLUR í Bretlandi 29. maí til 2. júní. Þorskur 68,63 250,425 17.187.518 Ýsa 99,88 22,920 2.289.353 Ufsi 25,47 15,600 397.292 Karfi 50,44 1,100 55.486 Samtals 67,38 304,475 20.516.329 Selt var úr Kambaröst SU 30., Jóa á Nesi SH 31., Sandgerð- ingi GK 31. og Óskari Halldórssyni RE 1. júní. Selt var í Hull. GÁMASÖLUR í Bretlandi 29. maí til 2. júní. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúða Samtals 68,70 358,078 24.598.375 79,62 226,594 18.041.032 34,68 24,223 840.462 49,18 18,953 932.099 55,09 54,523 3.003.632 71,78 35,650 2.558.952 69,01 841,438 58.064.118 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 29. maí til 2. júní. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Samtals 71,44 21,625 1.544.985 71,70 3,708 265.869 65,99 4,441 293.057 96,11 138,882 13.347.454 64,26 133,844 8.601.104 79,67 306,456 24.415.285 Selt var úr Vigra RE ( Bremerhaven 30. maí. Morgunblaðið/Sverrir Páll Guðjónsson bæjarstjóri Mosfellsbæjar með texta Thors Vil- hjálmssonar í höndunum. Jóhannes Reykdal formaður Norræna fé- lagsins í Mosfellsbæ heldur á keflinu. Til hægri er Gylfi Þ. Gíslason formaður Norrænu félagana á Islandi. Ferðá Hafiiarberg HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir á ný til ferðar á Hafiiar- berg á morgun, sunnudaginn 3. júni. Þar má sjá alla algenga bjarg- fugla landsins en einnig verður hugað að gróðri sem þrífst á þessu harðbýla svæði. Einnig verður lagt af stað klukk- an 11 árdegis frá Umferðarmið- stöðinni og áætlað er að koma til baka um klukkan 16. Leiðsögu- menn verða Hrefna Sigurjónsdóttir atferlisfræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur. Góðir sjónaukar verða með en þeir sem eiga, hafi eigin sjónauka, fuglabók og flóru með. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin Strax spilar í Tunglinu í kvöld Strax í Tunglinu í kvöld HLJÓMSVEITIN Strax er ný- komin heim úr tónleikaferð um Bretland en hljómsveitin hefur á sl. misseri farið í þrjár Bret- landsferðir og eina tónleikaför til Bandarikjanna. í þessum mánuði heldur hljóm- sveitin síðan til Grænlands til að leika á þarlendri listahátíð en þetta mun vera fyrsta ferð íslenskrar rokkhljómsveitar til Grænlands. Strax hefur nýverið lokið upp- tökum á nýjum lögum og verður eitt þeirra að finna á væntanlegri safnplötu Skífunnar, „Bjartar næt- ur“. í júlímánuði tekur hljómsveitin sér frí frá störfum meðan þau Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon slást í hóp Stuðmanna og fylgja eftir hinni nýju breiðskífu Stuðmanna „Listin að lifa“. í haust ráðgerir Strax að gera sjónvarpsþátt og gefa út plötu með nýju og gömlu efni. Um næstu helgi kemur hljómsveitin fram í Keflavík og á Akranesi en í kvöld verður leikið í Reykjavik, í síðasta sinn þar til í ágúst, en þessir tón- Ieikar verða í Tunglinu og heíjast klukkan 12.30 eftir miðnætti. í kvöld koma fram auk Ragn- Hildar og Jakobs þeir Baldyin Sig- urðsson bassaleikari, Kristján Ed- elstein gítarleikari og trommuleik- arinn Sigfús Óttarsson. (Fréttatilkynning) 50 ára afinæli vinabæjatengsla ÞESS verður minnst við hátí- ðlega athöfn í dag að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta vinabæja- sambandinu var komið á fót á Norðurlöndunum. Hátíðin verð- ur haldin í Thisted í Danmörku en sá bær og Uddevalla í Svíþjóð urðu fyrstu vinabæjimir á Norð- urlöndunum. í tilefni þessara tímamóta hefiir danskur lista- maður Erland Knudssan Madens smíðað sérstök kefli sem munu ganga millum vinabæja í hverju Norðurlandanna fyrir sig. Með keflinu, sem er úr bronsi, fylgir sérstakur texti á silkiþrykki sem Thor Vilhjálmsson hefur samið. Bronskeflið var í fyrsta sinn af- hent milli bæjarfélaga hérlendis í gærdag í Norræna húsinu. Það var Hjörtur Pálsson formaður félags- deildar Norræna félagsins í Kópa- vogi sem afhenti Páli Guðjónssyni bæjarstjóra í Mosfellssveit keflið. Frá Mosfellssveit fer keflið síðan um land allt. Við athöfnina í Norræna húsinu héldu þeir Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Norrænu félag- ana á íslandi og Gylfí Þ. Gröndal formaður þeirra stutt erindi þar sem greint var frá þessu framtaki. Karlakórinn í Mosfellssveit söng fyrir og eftir athöfnina. Hátíðahöldin í Thisted munu standa í rúma viku og við upphaf þeirra mun margt þekkt fólk verða til staðar, m.a. Margrét Dana- drottning. Er Danadrottning kem- ur til Thistad mun Thor Vilhjálms- son lesa upp fyrir hana textann sem hann hefur samið með keflinu en síðan verða drottningu afhent kefl- in fyrir Danmörku, Færeyjar og Grænland. Búist er við að um 10.000 manns muni sækja hátíða- höldin í Thisstad. Handavinnusýn- ing og sala á Hrafiiistu Á Sjómannadaginn 4. júní verður sala og sýning á handavinnu vist- fólks á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík, frá kl. 13.30 til 17. Einnig verður kaffísala frá kl. 14 til 17, og rennur ágóðinn til velferðarmála vistfólksins. Lúðrasveit fiú Alandseyjum í _ Kópavogi DAGANA 3. til 8. júní dvelur hér á landi unglingalúðrasveit frá Álandseyjum (Mariehamns Ung- domsorkester). Hljómsveitin er hér í heimsókn hjá Hornaflokki Kópavogs og stjómanda hans, Birai Guðjónssyni, sem nýtur til þess stuðnings frá Kópavogsbæ. Mariehamns Ungdomsorkester var stofnuð árið 1968 af tónlistar- manninum Ingvard Liewendahl og var hann aðalstjórnandi hljómsveit- arinnar frá upphafí fram til ársins 1976. Á árunum 1976 til 1978 stjómaði Hákan Kullman sveitinni, en þá tók Liewendahl aftur við henni allt til ársins 1982 þegar Krister Norrgrann tók við og er hann aðalstjómandi sveitarinnar í dag og kemur með hana til Islands. I Mariehamns Ungdomsorkester eru nú 68 hljóðfæraleikarar, aðal- lega ungmenni á aldrinum 13 til 18 ára. Auk þeirra fylgja hljóm- sveitinni oft 12 stúlkur, svokallaðar „drillflickor". Hér á landi heldur hljómsveitin tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í Kópavogskirkju sunnudaginn 4. júní kl. 17.00. Síðari tónleikamir verða haldnir með Hornaflokki Kópavogs í Fé- lagsheimilinu í Kópavogi miðviku- daginn 7. júní kl. 20.30. Leiðrétting ÓLAFUR Egilsson sendiherra er ranglega titlaður fyrrverandi sendi- herra í frétt, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær um styttu, sem Verzl- unarskólanum hefur verið gefin. Beðizt er velvirðingar á mistökun- um. Lj ósmyndasýning tileinkum sjó- mannsstörfinn Grmdavík. KRISTINN Benediktsson, ljós- myndari, sjómaður o.fl. opnar í dag yósmyndasýningu í Hafiir- Birai við Hafhargötu. Sýningin er haldin í tilefiii sjómannadags- ins og myndimar tengjast allar sjávarsíðunni. Kristinn lærði ljósmyndun á ár- unum 1966-1970 og vann með námi á Morgunblaðinu og síðan sem ljósmyndari á Morgunblaðinu. Kristinn vann sem sjálfstæður ljósr myndari um nökkurt skeið og tók mikið af myndum af sjómönnum og störfum tengdum þeim. Sjó- mennskan hefur alltaf togað í Kristin og hann er nú vinnslustjóri á Gnúpi sem er gerður út frá Grindavík. Myndirnar á sýningunni eru teknar undanfarin tvö ár þegar Kristinn var fréttaritari Morgun- blaðsins í Grindavík og hafa sumar birst í blaðinu. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að mynd- irnar mætti skoða sem heimildar- myndir um sjómennsku. Sýningin sem er sölusýning verður opin frá kl. 12 um helgar og frá 18 á virk- um dögum út júnímánuð. jtq

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.