Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 37
IM0R<SUNBLAÐIÐ> LMJGARDAGUR 31 -3050)1989 187 Stórir sem smáir tóku þátt í hlaupinu ’87. eitthvað-annað ...? Sérhvert framtak í þágu friðar færir okkur nær heimsfriði. Á undanfömum árum hefur líkamsræktaráhugi fólks aukist jafnt og þétt. Maður fer varla út að ganga án þess að sjá trimmara og fólk á (fjalla)hjól- um. Sundstaðir borgarinnar eru vel sóttir (a.m.k. í sólskini) og líkamsræktarstöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Er það því vel við hæfi að virkja þennan íþróttaáhuga fólks á jafn jákvæð- an hátt og gert er með Friðar- hlaupi. Hundrað þúsund manna friðar- boðhlaup vekur athygli. Við lifum á fjölmiðlaöld þar sem það selst best sem auglýst er í bak og fyr- ir. Fjölmiðlar eru mjög öflugir og hægt er að nota þá bæði á góðan hátt og slæman. Milljónir manna um heim allan sáu friðarkyndilinn í sjónvarpi eða blöðum árið ’87. Má segja að með þessu sé verið að auglýsa friðinn. Munurinn á þessari auglýsingu og öðrum er sá að hér kostar „varan“ ekki neitt. Eina gjaldið sem krafist er er þátttaka. Sérstaða hlaupsins liggur í því að allir eru þátttakendur. Hver og einn leggur sitt af mörkum. Hann verður virkur í friðarbaráttunni en ekki aðeins hlutlaus áhorfandi. í friðarhlaupi breiðist friðarsýnin út frá einstaklingnum og með hveijum einstaklingi vex hún og dafnar uns hún nær til allrar þjóð- arinnar og síðan alls heimsins. Sumum finnst þetta e.t.v. vera draumórar, en draumur okkar um frið verður að rætast. Hvert skref sem þátttakandi í Friðarhlaupinu tekur færir okkur örlítið nær heimsfriði. Að trúa því ekki sam- svarar uppgjöf. Og það má enginn gefast upp. Það verða allir að vinna saman að friði. Höfímdur er tónlistamemi. Sigríður Péturs- dóttir — Minning Fædd 22. júlí 1902 Dáin 26. maí 1989 Okkur langar að minnast föður- systur okkar Sigríðar Pétursdóttur er lést á Vífilsstöðum 26. maí síðastliðinn. Ekki er ætlunin að rekja hér æviskeið hennar, heldur aðeins að minnast skemmtilegra stunda frá æskuárum okkar. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um Siggu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Gott var að koma að Melstað til Siggu og Sverris og minnisstæðar eru gönguferðirnar þangað innan úr Kleppsholti. Mel- staður var að okkar mati langt uppi í sveit og voru þetta hreinar ævintýraferðir, á leiðinni voru nokkur sveitabýli sem stoppað var við og var þar margt að skoða enda vorum við oft nokkuð lengi á leiðinni, en það mátti leggja mikið á sig fyrir hlýjar móttökur og hinar ógleymanlegu Siggukök- ur sem voru sérstakar smákökur sem enginn bakaði eins og Sigga frænka. Oft var margt um manninn á Melstað. Fjölskyldan kom þar saman á góðum stundum og var þá glatt á hjalla, bömin mörg og ekki alltaf hljóðlát. Ekki munum við eftir neinni veislu heima hjá okkur án þess að Sigga væri þar til aðstoðar, alltaf var hún tilbúin að hjálpa til og ófá handtökin átti Sigga í eld- húsinu okkar. Ekki var það aðeins í veislum sem við nutum aðstoðar hennar. Við minnumst þess þegar mamma var flutt á sjúkrahús fyr- ir mörgum árum og við börnin sátum heima ákaflega áhyggjufull og kvíðin. Þá hughreysti pabbi okkur með því að Sigga frænka kæmi fljótlega. Þetta þótti okkur skrítið þar sem enginn sími var á Melstað. Stuttu síðar stóð Sigga við dyrnar og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Ekki leið á löngu þar til öllum leið betur. Þannig var Sigga, alltaf til staðar og tilbúin að hjálpa, kát og hress og leysti allan vanda. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðar minn- ingar og kveðjum ástkæra frænku með hlýhug. Óskum við henni guðsblessunar á nýjum leiðum. Við vottum Sverri, bömum hennar, Heiðu og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Til jarðar hníga hlýtur, það henni er komið af, vor ævi flugsnör flýtur sem fljótið út í haf. Og dauðahafið dökkva vér daprir störum á, og harmatárin hrökkva svo heit af vina brá. (Úr Sálmabókinni) Systkinin Efstasundi 64. VERKSMIÐJUUTSALAN SLÆR i GEGN Max, Henson og Gefjun Opið í dag, laugardag, kl. 10-16 Virka daga kl. 12-18 ATHYGLIFÉLAGSMANINIA VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR ERVAKINÁ GILDANDIÁKVÆÐI KJARASAMNINGS UM AFGREIÐSLUTÍMA VERSLANA Afgreiðslutími Heimilt er að afgreiðslutími smásöluverslanna og annara sölustaða sé sem hér segir: Virka daga skal heimilt að hafa verslanir opnar á mánudögum til fimmtudaga til kl. 18.30, á föstudög- um til kl. 21.00 og á laugardögum til kl. 16.00. Þó skulu verslanir vera lokadar á laugardögum mánuðina júní, júlí og ágúst, en á sama tímabili er heimilt að hafa opið til kl. 20.00 á fimmtudögum Óski verslun að hafa opið umfram dagvinnutíma skal hafa fullt samráð um vinnutíma við trúnaðar- mann V.R. og starfsfólk í viðkomandi verslun. Hver starfsmaður hefur rétt á að hafna yfirvinnu og óski starfsmaður ekki eftir að vinna yfirvinnu, skal hann ekki látinn gjalda þess á neinn hátt. Óski starfsmaður að fá yfirvinnu, sem hann vinnur greidda með fríum, skal svo gert í samráði við vinnu- veitanda. Við útreikning á gildi yfirvinnutíma skal fara eftir ákvæðum í gildandi kjarasamningi V.R. við vinnuveitendur, sbr. grein 2.1.4. Þessi ákvæði um lokunartíma gilda á félagssvæði V.R. Ákvæði þessi um lokunartíma breyta ekki eldri regl- um ,um annan lokunartíma sérverslana, svo sem minjagripaverslana, söluturna og blómaverslanna. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.