Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLABŒ) ÍÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989
51
ÞRIÞRAUT
Ágúsl
keppir
íParís
Agúst Þorsteinsson, ftjálsí-
þróttamaður, mun keppa á
alþjóðlegu móti í þríþraut í París
um helgina. Þríþraut er saman-
stendur af 10 km hlaupi, 1.500 m
sundi og 40 km hjólreiðakeppni.
Ágúst var boðið að taka þátt í
mótinu þar sem hann sigraði á eina
mótinu í þríþraut sem farið hefur
fram á íslandi.
Mótið í París er mjög sterkt og
200 bestu þríþrautarkappar Frakka
mæta þar til leiks, auk 50 útlend-
inga sem boðið var sérstaklega.
Þríþraut á vaxandi fylgi að fagna
og hefur m.a. komið til tals að
keppa í þessari grein á Ólympíuleik-
unum í Barcelona 1992. Fyrsta
mótið hér á landi var haldið í fyrra
á Akureyri og ákveðið hefur verið
að halda annað mót á Akureyri 16.
júh nk.
íþróttir
helgarinnar
Knattspyma
Laugardagun
1. deild lA—Víkingur...........14
1. deild Þ6r—KA................14
1. d. kv Stjaman—Þór...........14
2. deild Selfoss—ÍBV...........14
2. deild Völsungur—Stjaman.....14
2. deild Tindastóll—Einheiji...14
2. deild ÍR—Breiðablik.........14
2. deild Leiftur—Vtðir.........17
3. d. B. Huginn—Magni........14
3. d. B. Valur Rf.—Dalvík....14
4. d. A. Skotf. Rvk.—Ægir....17
4. d. A. Njarðvík—Stokkseyri.14
4. d. A. Augnablik—Ögri......14
4. d. B. Emir—Geislinn.......17
4. d. B. Fjölnir—Snæfell.....14
4. d. D. TBA-HSÞb............14
4. d. D. Efling—SM...........14
4. d. D. Hvðt-UMSEb..........14
4. d. E. Leiknir F.—Sindri...14
Sunnudagun
1. deild FH-Valur..............20
1. deild Fram—ÍBK..............20
1. d. kv ÍA-KA................14
3. d. B. Austri E.—Þróttur N.20
4. d. C. Léttir—Víkingur Ól..14
4. d. C. Árvakur—Armann.......17
Mánudagur:
1. deild KR—Fylkir..........20
3. d. A. ÍK-Bl................20
3. d. A. Grindavík—Leiknir R..20
3. d. A. Hveragerði—Víkveiji..20
3. d. A. Þróttur R.—Grótta....20
3. d. A. Aftureld.—Reynir S...20
Golf
Stigamót verður hjá Golfklúbbi
Reykjavtkur í dag og morgun. Keppt
verður t meistaraflokki karla og kvenna
og unglingaflokki (forgjöf 12 og lægra).
Leiknar verða 36 holur. Keppni hefst í
dag kl. 8 og á morgun kl. 10.
Golfklúbbur Selfoss verður með opið
punktamót t dag.
Golfklúbbur Suðumesja verður með
opið unglingamót t Leirunni á morgun.
Keppni hefst kl. 10.
Læknamótið í golfi verður haldið á
Hvaleyrarvelli á mánudaginn kl. 15.
Landsamtök eldri kylfína efiia til
móts 1 dag á Hólmsvelli 1 Leim. Keppni
hefst kl. 9.
Frjðlsar íþróttir
Fyrsti hluti meistaramóts íslands fer
fram á Valbjamarvelli í dag og á morg-
un. Keppnin hefst báða dagan kl. 10.00
og veður m.a. keppt i tugþraut karla
og sjöþraut kvenna.
Kappamót öldunga verður haldið t
dag á Valbjamarvelli. Keppt er t öllum
flokkum, karlar 35 ára og eldri og kon-
ur 30 ára og eldri. Keppni hefst kl. 10
og hægt er að skrá sig á staðnum.
íþróttir fatlaðra
Norðuriandamót fatlaðra t sundi hófst
( Vestmannaeyjum t gær. Alls taka 80
sundmenn þátt í mótinu, þar af 20 frá
íslandi. Mótið heldur áfram i dag frá
kl. 10-12 og 15-18. Á morgun hefst
keppni kl. 10 ogstendurtil kl. 14. Keppt
er I sundlauginni ! Vestmannaeyjum.
Fimleikar
Vorsýning Gerplu verður haldin á
morgun t iþróttahúsinu í Digranesi kl.
14.
Leikmönnum fagnað við heimkomuna
Islenska landsliðið í knattspymu, sem gerði jafntefli 1:1 við Sovétríkin, kom heim frá Moskvu í gær. Ellert
B. Schram, formaður KSI og Gylfi Þórðarson, formaður landsliðsnefndar KSÍ, tóku á móti leikmönnum
í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ellert hélt þar stutta ræðu og þakkaði leikmönnum fyrir góða frammistöðu
í Moskvu. Hann færði fyrirliðanum, Atla Eðvaldssyni, síðan tvo blómvendi, annan frá KSÍ og hinn frá
Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra.
BADMINTON / HM
Frost og Aiping úr leik
Broddi og Þórdís töpuðu í 3. umferð
DANiNN Morten Frost tapaði
fyrir Ardy Wiranata frá Indo-
nesíu i'4. umferð íeinliðaleik
karla á heimsmeistaramótinu í
badminton sem nú stendur yfir
í Jakarta ílndónsfu. Heims-
meistarinn í kvennaflokki, Han
Aiping frá Kína, féll einnig út í
sömu umferð.
órdís Edwald og Broddi Kristj-
ánsson komust í þriðju umferð
í tvenndarleik. Þar töpuðu þau fyr-
ir kínversku pari, 5:15 og 4:15 og
höfnuðu í 17. til 32. sæti af 123
liðum.
Morten Frost, sem fjórum sinn-
um hefur unnið opna breska meist-
aramótið, náði sér ekki á strik gegn
hinum unga og efnilega Ardy Wir-
anata frá Indoneslíu sem varð
heimsmeitari unglinga 1987. Wir-
anata vann Frost, 15:11 og 15:2
og er kominn í undanúrslit ásamt
löndum sínum Icuk Sjgiarto, Eddy
Kumiawan og Hermawan Susanto.
„Ég var ny'ög slök í þessum leik
og er nú að hugsa alvarlega um
að hætta að keppa," sagði Han
Aiping frá Kína eftir að hún tapaði
fyrir Eline Coene frá Hollandi, 11:2,
1:11 og 11:8. Aiping, sem er 27
ára, hefur tvívegis orðið heims-
meistari í einliða leik kvenna, 1985
og 1987.
KNATTSPYRNA
Hafþór
lagði upp
sexmörk
- ogskoraðiþaö
sjöunda sjálfur
Hafþór Kolbeinsson átti þátt
í öllum sjö mörkum KS-
inga gegn Kormáki ( B-riðli 3.
deildar á Siglufirði í gærkvöldi.
Staðan í leikhléi var 4:0 og yfir-
burðir heimanna miklir eins og
tölumar gefa til kynna. „Þetta
hefði alveg eins getað endað
með tveggja stafa tölu. Leikur-
inn fór allur fram á vallarhelm-
ingi þeirra,“ sagði Mark Duffi-
eld sem skoraði þrennu fyrir
KS. Óli Agnarsson settu tvö og
Hlynur Eiríksson og Hafþór
Kolbeinsson eitt mark hvor.
Tveir leikir fóru fram í 4.
deild í gærkvöldi. í C-riðli sigr-
aði Skallagrímur Hafnir, 2:3, í
Keflavík og Æskan sigraði
Neista, 0:3, í D-riðli á Hofsósi.
SNOKER / HM UNGLINGA
Atli Már
stal senunni
- vann einn efnilegasta snókerspilara Englands
Mm
FOLK
■ CORA Barker, landsliðskona
í körfuknattleik úr KR, er á leið til
Bandaríkjanna þar sem hún
hyggst setjast að. Cora hefur einn-
ig leikið knattspymu með Val með
rum árangri.
GUÐNI Bergsson, sem leikur
með Tottenham, kom með íslenska
landsliðinu til landsins í gær. Hann
ætlar að æfa með gömlu félögum
sínum í Val fram að landsleiknum
við Austurriki 14. júní.
■ TÉKKAR hafa sótt í sig veð- *
rið á sviði borðtennisíþróttarinnar.
Karlalandslið þeirra sló heimsmeist-
arana frá Svíþjóð út af laginu í
undanúrslitum heimsmeistara-
keppninnar sem fram fór í Japan.
Síðan gerði liðið sér lítið fyrir í gær
og sigraði lið Japana 3:1. Tomas
Janci sigraði Kiyoshi Saito 15:21,
21:18 og 21:16. í undanúrslitunum
höfðu Japanir sigrað Kínveija 3:0.
Kínveijar urðu hins vegar heims-
meistarar í kvennaflokki eftir 3:0
sigur á Suður-Kóreu.
■ GEORG Kessler fyrrverandi
þjálfara Antwerpen var boðin
staða þjálfara hjá Fayenoord og
boðinn alveg sérstaklega hagstæð-
ur samningur. Kessler, sem orðinn
er 57 ára gamall sagði hins vegar
„nei takk“. Hann tók við liði Ant-
werpen þegar það vermdi botnsæti
deildarinnar og náði að tryggja því
UEFA-sæti áður en yfir lauk.
■ PETER Shilton, hinn 39 ára
gamli markvörður Englands, spilar
sinn 108. landsleik í dag gegn Pól-
verjum og þar með nær hann að
jafna met Bobby Moore, landsliðs-
fyrirliðans, sem leiddi sína menn til
sigurs í heimsmeistarakeppninni
árið 1966. Shilton lék sinn fyrsta'
landsleik árið 1969 og er allt útlit
fyrir að hann muni taka þátt í sinni
fjórðu heimsmeistarakeppni á ft-
alíu næsta sumar.
GETRAUNIR
Lokað
kl. 13.25
Idag, laugardag, Iokar fyrir sölu
getrauna kl. 13.25. Það er vegna
þess að leikimir í Vestur-Þýska-
landi hefjast kl. 13.30.
Sjö tipparar höfðu 12 leiki rétta
í síðustu viku og fékk hver um sig
34.457 kr. sem þykir ekki mikið í
fyrsta vinning. Ástæðan er sú að
lokunartími á sölu var á föstudags-
kvöld og virðist það ekki henta
íslenskum tippurum.
ATLI Már Bjarnason stóð sig
frábærlega á heimsmeistara-
móti unglinga í snóker í gær,
en mótið fer fram í íþróttahús-
inu í Haf narfirði. Atli sigraði
einn besta ungling Englend-
inga og hefur því unnið tvo
fyrstu leiki sína í keppninni.
Keppt er í fjórum riðlum og era
10 unglingar í hveijum og
leika allir við alla. Fjórir efstu menn
í hveijum riðli komast síðan í 16-
manna úrslit sem fram fara í næstu
viku.
Atli Már hefur stolið senunni, í
fyrrakvöld lagði hann Preilly frá
Astralíu 4:3 og í gærkvöldi gerði
hann enn betur með því að vinna
Lee Grant frá Englandi, 4:2. Grant
er eitt mesta efni Englendinga og
vora bundnar við hann miklar von-
ir. Hann hefur yfir 500 sinnum náð
meira 100 í einu stuði og hæst
hefur hann komist í 147, sem verð-
ur að teljast mjög gott.
Önnur úrslit í gær urðu þessi:
A-riðill:
P. Erdon, Engl.—Gunnar Örn Hreiðarsson ..4:1
J. Bagiey, Engl.—Wim Andries, Belgtu.4:1
S.A. Atta, Egypt.—Kristján Þ. Tómasson ...4:3
S. Lynskey, Engl.—Ragnar Ómarsson 4:0
B-riðill:
Atli Már Bjarnason —Lee Grant, Engl..4:2
D. Kristianson, Belg,—Gunnar A. Ingason ..4:0
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Atll Már Bjarnason
Garry Hill, Engl.—PeterCines, Engl...1:4
Jóhannes Jóhannesson—Gunnar A. Ingason4:l
C-riðffl:
B.S. Karin, Frakkl.—Guðjón H. Gunnarsson4:0
Amar Ríkharðsson—Fjölnir Þorkelsson 4:2
D-riðiIl:
J. Ferguson, Engl.— Van der Linden, Belg. .4:3
J. Reed, Engl.—Charles Brawn, Kanada 4:0
Keppnin heldur áfram í dag og
á morgun kl. 10.00 og stendur langt
fram á kvöld. Spilað er á sjö borðum
samtímis.
.ekkj
Laugardagur kl. 13:25
22. LEIKVIKA- 3. júní 1989 1 X 12!
Leikur 1 Akranes - Víkingur ',c*
Leikur 2 F.H. - Valur1d
Leikur 3 Fram - Keflavík1 d
Leikur 4 Selfoss - Í.B.V.
Leikur 5 Völsunqur - StiarnanZ d
Leikur 6 Tindastóll - EinherjiZd
Leikur 7 Í.R. - BreiðabiikZd
Leikur 8 Leiftur - Víðirzd
Leikur 9 W. Bremen - Frankfurt
Leikur 10 B.Leverkusen - Stuttgart
LeikurH Bayern M. - Uerdingen
Leikur 12 H.S.V. - Kaiserslautern
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og ^-84464.
Ath. breyttan lokunartíma ! GETRAUNIR í ALLT SUMAR !