Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 ISLANDSHEIMSOKN JOHANNESAR PALS + Afhenda páfa blóm á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðið/RAX Þær Iris Jónsdóttir og Dagný Einarsdóttir Amalds hlakka til að afhenda páfa blóm við komu hans til landsins, en segjast ekki alveg lausar við kvíðatilfínningu. VIÐ komu páfa til Keflavíkur- flugvallar munu 35 kaþólsk börn úr Reykjavík bjóða hann velkom- inn, ásamt hópi fyrirmanna, sem greint hefur verið frá í blaðinu. Bömin em nemendur séra Ge- orgs, prests í Landakoti, og hafa sum gengið lengi í kvertíma til hans. Tvær stúlkur úr hópnum, tólf og þrettán ára gamlar, af- henda páfa blóm við komu hans til landsins. Þær ræddu stuttlega við blaðamann. Stúlkumar heita íris Jónsdóttir og Dagný Einarsdóttir Arnalds. ír- is, sem sótt hefur kvertíma hjá séra Georg í sex ár, kveðst hafa hlotið kaþólska skírn sem komabam. „Bæði mamma og systir mín em kaþólskar og mér hefur alltaf þótt þetta sjálfsagt," segir íris. „Afi minn og amma í móðurætt em líka kaþólikkar - og pólsk eins og páf- inn.“ Dagný hefur sótt kvertíma með írisi á hverjum laugardegi síðan í haust. Hún kveðst hafa ákveðið í framhaldi af því að gerast kaþólsk og verið skírð nú um páskana. „Mamma mín er kaþólsk og við ræðum oft trúmál. Svo byijaði ég í kvertímum í september, af því að mig langaði að kynnast kaþólskunni betur. I tímunum hjá séra Georg tölum við um kaþólska trú og fömm í messu á eftir.“ Stöllumar segja aðspurðar að trúmál beri lítið á góma í vinahóp þeirra, og íris bætir við: „Ég tala ósköp lítið um trúmál við vini mína. Mest leik ég mér við krakka hér í húsinu og það er allt í lagi að þau séu ekki kaþólsk. Við hugsum ein- hvemveginn ekkert um það.“ Fornir gripir af Þjóðmmja- safiii notaðir við páfamessu ÞJÓÐMINJASAFNIÐ lánar nokkra muni, er varðveist hafa úr kaþólskum sið, til messu páfa á Landakotstúni árdegis á morg- un. Þetta eru að sögn Þórs Magnússonar, þjóðminjavarðar, kaleikur og patína frá Grund í Eyjafirði, svokallaður „Limoges kross“ frá Tungufelli í Hreppum og vatnsdýr úr Holtastöðum sem páfi laugar hendur sínar með við messuna. Einnig mun Þjóðminja- safiiið lána klukku frá tólftu öld úr Sjávarborgum í Skagafirði og kristslíkneski úr Svarfaðardal. Verður mununum komið fyrir á altarinu við Landakot skömmu fyrir messuna. Munnmæli virðast hafa verið um að páfi hafi gefið Grundarkirkju kaleikinn á sinni tíð, en stórlega er efast um sannleiksgildi þeirra. Hins vegar þarf ekki að efast um aldur Grundarkaleiks því á hann er grafið ártalið 1489. Þetta er gotneskur smíðisgripur úr silfri, 21 sm. á hæð, og fagurlega skreyttur. Engar líkur munu taldar á að kal- eikurinn sé smíðaður hér á landi. Krossinum frá Tungufellskirkju var breytt í altaristöflu snemma á 19. öld, með því að festa hann á spjald og fjarlægja skrautplötur úr eir. Eirplötumar vom aftur settar á krossinn þegar Þjóðminjasafnið keypti hann árið 1915. Krossinn var gerður snemma á 13. öld, að líkindum í bænum Limoges í Frakklandi. Vatnsdýrið úr Holtastaðakirkju er koparljón, sem haft var undir skímarvatn eftir siðaskipti, en í kaþólskri trú er sá siður að prestar helli vatni yfir hendur sínar nokkr- um sinnum meðan á messu stend- ur. Könnur til þessara nota vom oft smíðaðar úr koparblendingi og hafðar í dýrslíki. Vatnsdýrið frá Holtastöðum og önnur því lík em talin smíðuð um 1300. Klukkan frá Sjávarborgakirkju í Þessi kross, sem talinn er gerður í Limoges í Frakklandi um 1300, verður á altarinu í messunni á Landakotstúni. Skagafirði er talin vera frá fyrri hluta miðalda. Þetta er lítil klukka sem hanga mun á grind í páfamess- unni, en henni verður hringt þrisv- ar meðan á messu stendur. Kristslíkneskið frá Upsum í Svarfaðardal kom á Þjóðminjasafn- ið eftir að kirkjan á Upsum brotn- aði í ofviðri aldamótaárið. Þetta er fomt krossmark úr tré með kristi krossfestum. Upsakrossinn mun hanga yfir altarinu í messu páfa í fyrramálið. hanga yfir altarinu í messu páfa. Hér sjást Grundarkaleikur og vatnsdýr úr kaþólskum sið, en gripina mun páfi nota við messu- gjörð á morgun. Bílstjóri utanríkis- ráðuneytis ekur páfa BÍLSTJÓRI utanríkisráðuneytis- ins, Kristján Jóhannsson, mun aka páfa í sérbúinni Volvo-bif- reið, sem flutt hefur verið til landsins. Kristján sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa ekið gestabíl utanríkisráðuneytisins frá árinu 1983. Hann hefur verið bílstjóri ýmissa mektarmanna, nú síðast Ingvars Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Ég hef keyrt í öllum opinbemm heimsóknum síðan IflOO (I nnn.Ai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.