Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBIíAÐIÐt LAUGARDAGUR '3. JÚNÍ 1989 Morgunblaðið/Bjami Nýstúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík selja upp hvítu kollana. Menntaskólinn í Reykjavík: Meirihluti nýstúd- enta sleppti prófum MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið á fimmtu- daginn i 143. sinn frá flutningi skólans til Reykjavíkur. Skóla- slitaathöfiiin var að ýmsu leyti óvenjuleg vegna þeirrar rösk- unar er varð á skólastarfinu vegna verkfalls kennara í HÍK; ekki var unnt að greina frá niðurstöðum prófa þar sem bekkjarprófum er ekki að fullu lokið, auk þess sem mikill meirihluti nýstúdenta firá skól- anum hafði engin próf tekið í vor. Lítið var um verðlaunaveit- ingar, enda eru flest verðlaun skólans byggð á prófseinkunn- um. Alls útskrifast 166 nýstúdentar frá Menntaskólanum í vor; 10 úr fommáladeild, 40 úr nýmáladeild, 60 úr eðlisfræðideild og 56 úr náttúrufræðideild. Vegna verk- fallsins sleppti allur þorri nýstúd- entanna prófum og vom einkunn- ir þeirra því byggðar á mati á frammistöðu þeirra í vetur. Þeim, sem þess óskuðu, var gefinn kost- ur á því að taka próf; nokkrir ljúka þeim 15. júní en aðrir í haust. Sagði Guðni Guðmundsson rektor í ávarpi sínu við skólaslitin, að vandséð væri, að hægt hefði verið að finna sveigjanlegri lausn á þeim vanda, sem skólinn hefði staðið frammi fyrir eftir eitt Eftir óvissu og erfiðleika sem fylgdu verkfalli kennara í vor fagn- ar nú §öldi ungmenna stúdentsútskrift sinni. Guðni Guðmundsson rektor ávarpar nýstúdenta og gesti við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík í Háskólabíói í gær. lengsta verkfall í samanlagðri kristni á íslandi. Rektor vék að kjaramálum í ræðu sinni og spurði meðal ann- ars, hvort það gæti talist viðun- andi ástand að ríkið stæði ekki við kjarasamninga og bókanir sem þeim fylgdu. Hann gagmýndi enn fremur það sem hann kallaði að ljúga upp á sig fátækt og sagði að ef trúa ætti orðum hinna ýmsu stétta í þjóðfélaginu, hlytu menn að álykta sem svo, að algjör ör- birgð ríkti í þessu velferðarþjóð- félagi. Guðni Guðmundsson fjallaði einnig um gildismat í þjóðfélaginu og gildi menntunar í því sam- bandi. Á hátíðarstundum væri farið hástemmdum orðum um andleg verðmæti en reyndin væri oftast sú, að menntun mætti ekk- ert kosta, hvorki í húsum eða launum. Kom hann því næst að húsnæðismálum skólans, sem hann sagði, að fyrir löngu væru orðin eilífðarmál. Þar væri engin lausn fyrirsjáanleg. í meira en ár hefði sú bráðabirgðalausn, að kaupa stórhýsi í grennd við skólann, verið að velkjast milli manna í kerfinu. Kauptilboð hefði verið gert í fyrrahaust en eftir sljómarskiptin hefði nýr ijármála- ráðherra talið sig óbundinn af gerðum fyrirrennara síns. Þá mánuði sem núverandi ríkisstjóm hefði setið, hefði hann síðan ekki getað fengið viðtal við fjármála- ráðherra um þessi mál. Rektor rakti því næst helstu viðburði skólaársins og afhenti nýstúdentum skírteini þeirra. Fulltrúar afmælisárganga Jón Á. Gissurarson (stúdent 1929) Ólöf Benediktsdóttir (stúdent 1939) og Kristján Guðmundsson (stúdent 1964) færðu skólanum gjafir og greint var frá fyrirhuguðum gjöf- um annarra árganga. Kirkjusókn stofii- uð í Grafarvogi Dómprófrsturinn í Reykjavík séra Olafur Skúlason boðar til fundar á mánudaginn kemur þann 5. júni í Foldaskóla í Grafarvogi og er ætlunin að stofiia nýja sókn í hverfinu. Fram að þessu hafa þessar byggð- ir tilheyrt Arbæjarsöfnuði og notið þjónustu sóknarprestsins þar, séra Guðmundar Þorsteinssonar, en Afmælis- hátíð Sjálfe- bjargar Sunnudaginn 4. júni verður haldin afinælisdagskrá í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, í tilefiii af 30 áira afinæli Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra. Dagskrá dagsins er ijölbreytt. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra mun flytja ávarp. Einnig munu forystumenn í sam- tökum fatlaðra á Norðurlöndun- um flytja ávörp. Opnuð verður málverkasýning, tónlist flutt og afhent verða heiðursmerki. Boðið verður upp á veitingar og veislustjóri verður Sigurður Magnússon. Móttaka verður fyr- ir boðsgesti milli klukkan 14 og 15. Húsið verður síðan opnað klukkan 15 fyrir allan almenning sem áhuga hefur á því að kynna sér starfsemi Landssambands- ins. Undirbúningur að þessum hátíðisdegi hefur verið í höndum afmælisnefndar og í henni eiga sæti Sigurður Magnússon, Jó- hann Pétur Sveinsson og Hildur Jónsdóttir. manníjöldi þessa prestakalls er far- inn að nálgast þrettán þúsund og því löngu tímabært að stofna sér- stakt prestakall í Grafarvogi segir í frettatilkynningu frá dómprófasti í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og eftir formlega stofnun safnaðarins verður kosin sóknamefnd. Síðan verður starfið skipulagt og kirkju- málaráðherra, Halldór Ásgrímsson hyggst heimila prestþjónustu nýs sóknarprests þegar á þessu ári. Verð- ur það því eitt af verkum nýju sókn- amefndarinnar að velja prest fyrir prestakallið. Frá aðalfundi SÍF. Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaður SÍF, setur fundinn. Morgunblaðið/Einar Falur AðaLfiindur SIF varar við útflutn- ingi á flöttum ferskum fiski Stjórnvöld minnt á loforð um jákvæðan rekstrargrundvöll ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski, einkum flöttum til söltunar og sölu í helztu markaðslöndum okkar fyrir saltfisk, markaði verulega aðalfund Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, sem haldinn var á fimmtudaginn. Þar var samþykkt ályktun þess eftais, að flýta bæri ákvörðun um aflamiðlun, sem fylgdist með útflutningi á öllum óunn- um fiski. Jafnframt var samþykkt ályktun þar sem varað var við útflutningi á ferskum fiski og félagsmenn hvattir til samstöðu og að virða langtima hagsmuni íslenzks saltfiskiðnaðar. Dagbjartur Einarsson í Grindavik var endurkjörinn formaður stjórnar SIF. Dagbjartur Einarsson sagði í ar og hefði það þegar haft veruleg ræðu sinni við setningu aðalfundar áhrif á sölu saltfísks á þessa mark- SÍF, að helztu keppinautar okkar á gjöfiilustu saltfiskmörkuðunum svo sem Spáni væru ekki aðrar þjóðir, heldur við sjálfir. Töluvert væri um það, að héðan væri fluttur utan flattur fískur til söltunar og sölu í þessum helztu markaðslöndum okk- aði. í tengslum við þetta voru sam- þykktar tvær ályktanir. í annarri eru stjómvöld hvött til að flýta ákvörðun um tillögu hagsmunasam- taka í sjávarútvegi um aflamiðlun, sem muni fylgjast með útflutningi á öllum óunnum fiski. í hinni tillög- unni er varað við útflutningi á fiski, sem er saltaður erlendis og seldur sem íslenzkur saltfiskur í beinni samkeppni við íslenzkan saltfísk. Stjóm SÍF er hvött til að leita allra leiða til að gera það sem hag- kvæmast fyrir framleiðendur að salta físk á íslandi. Bent er á að hluti af þessu máli tengist mismun- andi tollareglum innan Evrópu- bandalagsins og jafnframt era fé- lagsmenn hvattir til samstöðu og virða þannig langtímahagsmuni íslenzks saltfískiðnaðar. Tvær ályktanir fundarins beinast að stjórnvöldum. Annars vegar er þeim þakkað hið mikla starf, sem unnið hefur verið til þess að treysta samskipti íslendinga við Evrópu- bandalagið. Hins vegar er ríkis- stjómin minnt á fyrirheit sín um jákvæðan rekstrargrundvöll fyrir fiskvinnsluna og skorað á hana að grípa nú þegar til markvissra að- gerða en láta þess í stað af því að búa fiskvinnslunni óraunhæft rekstrarumhverfi með erlendum lántökum og greiðslum úr Verðjöfn- unarsjóði. Tvær breytingar urðu á stjóm SÍF. Magnús Björgvinsson kom inn í stað Ólafs Bjömssonar og Gunnar Þór Magnússon í stað Sigvalda Þorleifssonar. Dagbjartur Einars- son var endurkjörinn formaður stjómarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.