Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 16
MORGUrtBIAtilÐ LAÍGAlibAGbk 'S. JUNÍ Í989 Ú Útgerð og fisk- vinnsla í Reykjavík eftir dr. Agúst Einarsson Það orð fer ekki af Reykjavík, að hún sé bær útgerðar og físk- vinnslu. Þegar rætt er um verstöðv- ar, þá koma til að mynda Vest- mannaeyjar, ísafjörður, Grindavík og Neskaupstaður upp í hugum manna. Reykjavík er í áliti fólks, ekki síst Reykvíkinga sjálfra, borg versl- unar, aðalstöðvar stjómkerfís, mið- stöð þjónustu, og vettvangur tóm- stunda. Þessu fer víðs fjarri, þegar stærð Reykjavíkur á sviði sjávarútvegs er skoðuð. Reykjavík hefur sérstöðu í Evr- ópu, sem ekki allir átta sig á. Tæp- lega 40% landsmanna búa í þessu sveitarfélagi. Ekkert land í Evrópu kemst nálægt þessu. í Danmörku búa um 20% landsmanna í Kaup- mannahöfn og í Lúxemborg búa um 25% landsmanna í einni borg. Alls staðar annars staðar býr miklu minni hluti þjóðarinnar á ein- um stað. Þótt hér ættu að vera hvað best • skilyrði fyrir skipulag borgríkis vegna samanþjöppunar fólks, þá hefur slík þróun ekki orð- ið hérlendis. Það er vegna þess, hve önnur byggð í landinu er dreifð yfír ótrúlega stórt svæði. 10 verstöðvar — 50% aflans Þannig föllum við Íslendingar ekki inn í hefðbundinn erlendan ramma, hvað varðar byggðaskipu- lag. Það er ekki fyrsti útlendi ramminn, sem við pössum illa í. Landaður afli 1988 án loðnu og síldar Röð þús. tonn 1. Vestmannaeyjar 58 2. Reykjavík 45 3. Akureyri 41 4. Hafnarfjörður 39 5. Keflavík 32 6. Þorlákshöfn 29 7. ísafjörður 28 8. Akranes 26 9. Sandgerði 22 10. Grindavík 21 Hér er allur fískafli landsmanna í tonnum, skipt milli löndunarhafna. Loðna og síld eru teknar út úr þessu, vegna þess, hve miklu verð- minni þær tegundir eru. Tölumar eru byggðar á gögnum frá Fiskifé- lagi Islands. í fyrsta sæti eru Vestmannaeyjar með 58 þúsund tonn og undrar víst fáa, en næst kemur Reykjavík. Það er staðreynd, sem kemur mörgum á óvart. Fleira er athyglisvert við þennan lista. Þannig eru 7 verstöðv- ar á suðvesturhominu á honum, engin að austan, einungis ísafjörður að vestan og engin af Snæfellsnesi. Þessar 10 verstöðvar taka á móti um 50% af afla landsmanna, en verstöðvar em samtals 59 á landinu. Þannig em 49 verstöðvar, sem taka við sama magni og þessar tíu. Samsvarandi tafla fyrir árið 1987 er ekki síður ánægjuleg fyrir Reykvíkinga. Röð Landaður afli 1987 án loðnu og síldar þús. tonn 1. Reykjavík 44 2. Vestmannaeyjar 35 3. Akureyri 34 4. Þorlákshöfn 28 5. Hafnarljörður 27 6. Akranes 24 7. Grindavík 23 8. Keflavík 22 9. Sandgerði 21 10. Sigluijörður 21 Hér er sömuleiðis aflinn heildar- afli án loðnu og síldar. Árið 1987 var Reykjavík í fyrsta sæti og Vest- mannaeyjar í öðm. Þessu em Vest- manneyingar vinir mínir ekki hrifn- ir af, enda hafa þessar tölur farið lágt. Annars er lítill munur á listunum tveimur, tíu á toppnum fyrir árin 1987 og 1988. Siguljjörður var 1987 á listanum, en ísafjörður kom í stað hans í fyrra en aðrir staðir hafa færst lítillega til. Ástæða þess, hve ofarlega Akur- eyri og Hafnarfjörður Ienda er að í þessum byggðarlögum hefur frystiskipaútgerð eflst vemlega og einnig koma til landanir fiystiskipa af öðmm landsvæðum í þessum bæjum. Styrkleiki Reykjavíkur Styrkleiki sjávarútvegs í Reylq'avík er flölbreytni að þakka. Reylq'avík er langstærsti togaraút- gerðarstaður landsins, mjög öflug loðnuútgerð er héðan, trilluútgerð vaxandi, frystiskipum, sérstaklega á rækju og í sérvinnslu, hefur fjölg- að. Hefðbundnum vertíðarbátum hefur hins vegar stórfækkað á liðn- um ámm. Vinnsla sjávarafurða hefur breyst vemlega í borginni og ná- grenni hennar. Fjöldi fískvinnslustöðva Reykja- Hafnar- Kópa- vík fjörður vogur Samtals 1981 10 14 4 28 1982 14 18 5 37 1983 18 20 5 43 1984 16 19 3 38 1985 18 17 5 40 1986 20 20 7 47 1987 26 26 7 59 1988 27 26 6 59 Ef litið er á breytingu á fjölda vinnslustöðva í Reykjavík og ná- grannabyggðarlögum, sést að mikil fjölgun á sér stað í vinnslustöðvum, sérstaklega á síðustu ámm. Þannig vom 1981 aðeins 28 vinnslustöðvar á þessu svæði, sem er sama físk- svæðið, þótt það nái yfír þijú til fimm sveitarfélög. 1988 vom þessar stöðvar orðnar Dr. Ágúst Einarsson „í fyrsta sæti eru Vest- mannaeyjar með 58 þúsund tonn og undrar víst fáa, en næst kemur Reykjavík. Það er stað- reynd, sem kemur mörgum á óvart. Fleira er athyglisvert við þennan lista. Þannig eru 7 verstöðvar á suð- vesturhorninu á hon- um, engin að austan, einungis Isafiörður að vestan og engin af Snæ- fellsnesi.“ 59 talsins og hafði fjölgað um 31 frá 1981, þar af um 12 síðustu 2 árin. Fjöldi stöðva segir svo sem ekki allt um styrkleika, en ijölgun vinnslustöðva sýnir, að fólk hefur trú á þessari starfsemi og vill leggja aleigu sína undir. Sjóðir og bankar standa ekki opnir, nema síður sé, fyrir ungt dugmikið fólk, sem vill hefja fisk- vinnslu á Reykjavíkursvæðinu. Breytingar hafa verið hér miklar á liðnum ámm. Grandi varð til sem stórfyrirtæki við sammna ísbjam- arins og Bæjarútgerðinnar. Kirkju- sandur, sem var mjög stórt frysti- hús, hætti alfarið rekstri. Mörg smærri fyrirtæki setja nú svip á fiskvinnsluna. Fjölbreytni — nútímaleg vinnubrögð Öflugar loðnubræðslur hafa verið reknar í Reykjavík á Kletti og í Örfírisey í áratugi og hefur sú starf- semi eflt sjávarútveg í Reykjavík meira en margt annað. Auðvitað er margs konar önnur vinnsla sjávarfangs í Reykjavík. Má þar nefna niðursuðu, réykingu', lýsisframleiðslu, sérvinnslu og alls konar önnur öflug fyrirtæki, sem em á mörkum þess, hvort beri að skilgreina sem sjávarútvegsfyrir- tæki eða iðnaðarrekstur, enda skiptir sú skilgreining ekki höfuð- máli. Það er einnig hlutverk físk- vinns'lu í Reykjavík að sjá öllum borgarbúum fyrir fjölbreyttum neyslufíski. Það fer vemlegt fisk- magn í það og allir vita, hve fjöl- breytni í fískframboði í verslunum hefur stóraukist á síðustu ámm. Fiskmarkaður, Faxamarkaður- inn, hefur verið rekinn í Reykjavík í tæp 2 ár og þar er selt mikið magn af físki. Rekstur fískmarkað- ar hefur hleypt miklu lífí í smærri vinnslustöðvar og minni útgerð. I mínum huga er ekki vafamál að innan nokkurra ára verður allur fiskur á þessu svæði seldur á fisk- mörkuðum. Fiskmarkaðir em tilraun, sem hófst á þessu fisksvæði, tilraun til nútímalegra vinnubragða í verslun með físk. Fiskmarkaðir em aðlögun að markaðskerfi, burtu frá miðstýrðri verðlagningu ríkisvalds. Aflaverðmæti 1988 skipt eftir heimahöfin skipa Milljarðar kr. Reykjavík 3,3 Vestmannaeyjar 2,8 Hafnarfjörður 1,8 Akureyri 1,7 Grindavík 1,4 Keflavík 1,2 Þorlákshöfn 1,1 Akranes 1,1 Samtals 14,4 Landið allt 30,7 Ofangreind tafla sýnir þá 8 staði á landinu, sem skiluðu mestu afla- verðmæti á land í fyrra. Héma emm við að tala um krónur eða öllu held- ur milljarða. Þannig var heildarafla- verðmæti allra skipa íslendinga 30,7 milljarðar. Reykvísk skip Ieggja á land 3,3 milljarða og em í fyrsta sæti. Vest- manneyingar koma næstir með 2,8 milljarða. Þetta em verulega at- hyglisverðar tölur. Þessir tveir stað- ir skara langt fram úr öðmm. Það em 8 staðir á landinu sem skila yfír 1 milljarði og allir staðim- ir nema Vestmannaeyjar og Akur- eyri em innan við klukkutímaakstur fráReykjavík. Útflutningstekjur íslendinga af sjávarafurðum vom í fyrra 44 millj- arðar og skiluðu reykvísk fyrirtæki u.þ.b. 4,5 milljörðum og Vestmann- eyingar um 4,0 milljörðum. Til samanburðar má nefna, að álverið skilaði 6,6 milljörðum í gjaldeyri og jámblendiverksmiðjan um 2,4 milljörðum. Að snúa vörn í sókn Þessar tölur sýna vel, hve mikil- væg reykvísk útgerð og fískvinnsla moHcbocfe huee UM HELGINA MILLI KL. 13 OG 17 Langarþig ekki í góðan sumarbústað? Svona einn alvöru... Hefurðu hugleitt hvað sumarhúsið getur orðið notalegt í vetrarkyrrðinni líka... Sýnum nú fullinnréttað frístundahús í Ártúnsbrekkunni, milli Sendibíla og Steypustöðvarinnar, laugardag og sunnudag kl. 13-17. 7 ára góð reynsla í íslenskri veðráttu. ELDASKALINN Brautarholti 3, 105 R. S 621420 Iwl Sumarferðalag Heimaeyjakvenna Munið okkar óvenjulega ferðalag, laugardaginn 10. júní nk. Upplýsingar gefa: Lalla í síma 671331 og Birna í síma 71681.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.