Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 19 Kristskirkja iFerðir strætisvagna með messugesti PjóSarbókhlaSa Háskóli íslands Páfí á Þingvöllum 'Þingvallabær Landakotsspítaii; ,120 börn sem ganga til altaris wmm npa Kristkirkja í Landakoti Landakotstún Hámessa í Landakotf Sunnudag 4. júní kt. 8:30-1 PAFA II Saga Noregskonunga gefín páfa: Heimsókn páfans: Beinar útsendingar ljós vakamiðlanna RíkisQölmiðlamir, sjónvarp og útvarp, verða með beinar út- sendingar af heimsókn páfans bæði frá Þingvöllum og Landa- kotstúni. Stöð 2 mun ekki senda út beint en verður með sérstaka þætti um heimsóknina að lokn- um 19:19 báða dagana sem páf- inn dvelur hér. Bein útsending RUV, bæði sjón- varps og útvarps frá athöfninni á Þingvöllum hefst kl. 17.20 síðdeg- is í dag og stendur til kl. 18.45. Sjónvarpið verður svo aftur með beina útsendingu frá hámessu páfa á Landakotstúni í fyrramálið og hefst hún kl. 8.25 en lýkur kl. 11.20. Á sama tíma verður mess- unni útvarpað beint á Rás 2. Páfí hittir Davíð ÁKVEÐIÐ hefúr verið að borg- arstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, hitti Jóhannes Pál páfa II að lokinni útimessu við Landa- kot á morgun. Páfi hittir að jafnaði borgar- stjóra þeirra borga sem hann heim- sækir, en vegna ferðalaga Davíðs Oddssonar var talsverðir erfiðleik- um bundið að koma þessum fundi á. í gær var loks ákveðið að páfi myndi ræða stuttlega við borgar- stjóra á Landakotstúni að lokinni messu í fyrramálið. Að svo búnu heldur Jóhannes Páll páfi II rak- leiðis til Keflavíkurflugvallar, en þaðan liggur leiðin til Finnlands. Aldrei ugglaus um gróðurríkið - segir sr. Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður á Þingvöllum SR. Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að undirbúningi fyrir komu páfa væri að mestu lokið, og eiginlega ekki annað eftir en að framkvæma athöfnina, þegar páfi messar á völlunum. Sr. Heimir sagði að jörð væri sæmilega þurr og ekki væri ástæða til að hafa miklar áhyggjur af vætu. „Ég er aldrei ugglaus um gróðurríki Þingvalla, sérstaklega svona snemma vors,“ sagði sr. Heimir. „Ég vona það bezta og vona að menn séu fyrst og fremst að koma vegna þessa atburðar. Ef menn halda sig við brautir og stæði vona ég að allt fari vel. Hér er búið að merkja bílastæði, og frá þeim ganga menn ýmist niður í gegn um Almannagjá eftir mal- arstíg ellegar aka með strætis- vögnum og fólksflutningabílum sem hér verða í förum innan af Leirum og jafnvel innan úr Skógar- hólum, ef svo margt verður, út á hátíðasvæðið. Ég bið menn að halda sig á þessum stígum og koma fyrst og fremst til Þingvalla til að sækja þessa hátíð, en ganga ekki mikið út fyrir þessi fyrirskrif- uðu svæði.“ Fornsögnrnar voru heimild- ir rits um Noregskonunga Ljósmyndasafii Reykjavíkurborgar: Sýning á ljósmyndum af Jóhannesi Páli II GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, feerði Jó- hannesi Páli II páfa rit Þormóðs Torfasonar um sögu Noregskon- unga, „Historia rerum Nor- vegicarum,“ að gjöf á fimmtudag. Þormóður var Islendingur og sagnaritari Danakonungs þótt hann byggi í Noregi, hann hafði því ágætan aðgang að handritum í Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn. Rit Þormóðs kom út árið 1711. Stefán Karlsson handritafræðingur tjáði Morgunblaðinu að Þormóður hefði samið mörg sagnfræðirit. Við ritun Noregskonungasögu hefði hann meðal annars stuðst við Flat- eyjarbók; afar lítið hefði verið um prentaðar heimildir á þessum tímum og því hefði Þormóður notað handritin sem aðalheimildir og þýtt beint úr þeim en ritið er allt á latínu. Árni Magnússon var Þormóði mjög hjálplegur við samninguna. SÝNING á ljósmyndum af Jóhannesi Páli II páfa stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1. Myndirnar hefúr pólski ljósmyndarinn Adam Bujak tekið. Hann hefúr myn- dað feril Karol Wojtyla í hartnær 26 ár, eða síðan hann var vígður biskup I Kraká, síðar erkibiskup í sömu borg og loks páfi í Róm árið 1978. í ávarpi í sýningarskrá segir pólski kvikmyndaleikstjórinn Andrzej Wajda meðal annars: „Sú imynd sannleikans sem við virðum fyrir okkur í þessum myndum hlýt- ur að mótast af tveimur máttugum öflum: Vitund um hver ég er. Skýrri vissu um á hvaða leið ég er. Sjálfstraust, snilli eða ytri áhrif geta ekki framkallað slíkan svip sem endurnýjar sig sífellt í hvert sinn sem hann kemst í samband við aðra manneskju. Þetta er skýr- ingin á því hvers vegna andlitssvip- ur Jóhannesar Páls II er svo lif- andi og um leið svo friðsæll." Sýningin er opin til 18. júní, frá klukkan 11.00-19.00. Á henni eru 73 ljósmyndir. Morgunblaðið/Ami Sæberg Æft fyrir altarisgöngu Sextíu kaþólsk böm á aldrinum átta til ellefú ára æfðu fyrstu altaris- göngu sína við Landakotskirkju síðdegis í gær. Börain taka við altar- issakramentinu hjá páfa við messu hans á Landakotstúni í fyrramál- ið. Þau hafa búið sig undir fyrstu altarisgönguna og skriftirnar í tvö ár, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Auk barnanna sést systir Jolanda á myndinni og séra Hjalti Rögnvaldsson í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Þorkell Titilsíða Noregskonungasögu Þormóðs Torfasonar er nefndi sig Thormod Torfeeeus upp á latínu að hætti fræðimanna á þeim tímum. Það einkennir mjög Noregskon- ungasögu og önnur verk Þormóðs að hann er ekki jafna tortrygginn á heimildagildi fomsagnanna og Ámi Magnússon, að ekki sé minnst á fræðimenn nú á tímum. Páf! í Landakoti WÉb Bakkastæði Hámessa í Landakotl / Sunnudag 4. júni.kl. 8:30 til 11:00 ; : 9a'a □ Q Kolaport & i ís5f Ot Morgunblaðt&' GÓ! 500m 4 Við Skógarhóla : Til Heykjavíkur um Mosfalls- heiði J Ferðir strætisvagna með messugesti Bílastæði boðsgesta Samkirkjuleg guðsþjónusta Laugardag 3. júni kl. 17:45 til 18:30 lOOOrn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.