Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3, JUNÍ 1989 Hlaupið fyrir friðinn eftir Halldóru Aradóttur Hver kannast ekki við þæginda- tilfinninguna sem fylgir því að fara út að hlaupa, skokka eða ganga, afturábak eða áfram? Hvað jafnast á við það að teyga að sér hreina loftið (sem því miður er skammtað hér á höfuðborgar- svæðinu), fínna hjartað slá örar, púlsinn hækka, svitann spretta fram og endorfínið flæða um heil- ann? Ef einhver kannast ekkert við þessa lýsingu er kominn tími til að hann dusti rykið af gömlu íþróttaskónum eða kaupi sér sína fyrstu! Heimsmetfyrír heimsfriðinn Lengsta boðhlaup sögunnar hófst í New York í Bandaríkjunum þann 21. apríl síðastliðinn og end- ar 7. ágúst. Ætlunin er að hlaupa u.þ.b. 50.000 kílómetra leið sem er lengri en ummál jarðarkringl- unnar. Búist er við þátttöku yfír hundrað þúsund íbúa 73ja þjóð- landa. Þátttakendur eru frá öllum heimsálfum — að undanskilinni álfu mörgæsanna — þ.e. frá Norð- ur- og Suður-Ameríku, Evrópu, Afríku, Asíu og Ástralíu. Hlaupið verður yfír fjöll og fírnindi, um borgir og bæi, eyðimerkur, frum- skóga og — fyrst ísland er með — yfír snævi þaktar hejðar. Hlaup þetta ber yfirskriftina Heimsfrið- arhlaup '89. Ætlunin er að svona friðarboðhlaup verði annað hvert ár og var hið fyrsta haldið árið '87. Þá tóku 55 þjóðir þátt og bætast því 18 þjóðir í hópinn þetta árið. Þar sem hlaupið fór um var því vel fagnað og margir slógust í hópinn þegar farið var um borg- ir og bæi. Margir frægir íþrótta- menn hlupu með friðarkyndilinn, t.a.m. Carl Lewis og Grete Waits. Víða voru skipulagðar uppákomur þar sem tónlistarmenn og dansar- ar sýndu listir sínar og embættis- menn og málsvarar friðar héldu tölur og réttu friðarkyndilinn á milli sín. Hér er smá sýnishorn af því sem sagt var um hlaupið: Javier Pérez de Cuéllar, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna: „Mark- mið ykkar er að efla einingu og friðsamlegt samstarf þjóða með auknum samskiptum. Boðskapur ykkar er í grandvallaratriðum sá, að mannkynið hefur, þrátt fyrir ólík sjónarmið, margt sameigin- legt sem bindur okkur traustum böndum. Því óska ég, sem aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, ykkur velfarnaðar í þessu átaki. Hvert og eitt ykkar er sendiherra friðar." Desmond Tutu, erkibiskup, handhafí friðarverðlauna Nóbels: „Það er mér sönn ánægja að styðja Friðarhlaup ykkar fyrir réttlæti, friði og sáttum. Heimurinn verður að vita að Guð vill að við lifum í sátt og samlyndi eins og systkin, meðlimir sömu fjölskyldunnar, fjölskyldu alls mannkynsins, fjöl- skyldu Guðs." Carl Lewis, gullverðlaunahafí á Ólympíuleikunum: „Friðarhlaupið inun opna hjörtu þeirra sem styðja, taka þátt f, sjá eða heyra um hlaupið og vekja þá til umhugsun- ar." íþróttir til sjálfsþroska Að framkvæmd hlaupsins stendur Sri Chinmoy Maraþonlið- ið, alþjóðleg hlaupasamtök, sem líta á íþróttir sem leið til sjálfs- þroska og heimsfriðar. Á hverju ári stendur Maraþonliðið fyrir fjölda íþróttaviðburða, þar á meðal nokkrum alþjóðlegum últramara- þonhlaupum. Stofnandi þess og stjórnandi er friðarsinninn og mannvinurinn Sri Chinmoy. Hann er sjálfur mikill íþróttamaður. Hefur hann m.a. stundað hlaup, tennis og lyftingar og keppt í frjálsum íþróttum. Hann stjórnar vikulegum hugleiðslufundum fyrir starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í New York. Sri Chinmoy hefur haldið friðartónleika og víða flutt fyrirlestra um frið. Hann hefur m.a. sagt: „Það er ekki friður þó engin séu stríð. Ef þjóðir, sem ekki heyja stríð, ala á árásargjörn- um og neikvæðum hugsunum jafn- gildir það stríði. Friður þýðir ein- ing, kærleiki, hamingja og sam- kennd." Snævi þaktar heiðar Hér á landi verður hlaupið frá 3.-25. júní. Lætur nærri að farið sé stærsta hring í kring um landið og er leiðin rúmlega 3.000 km löng. Til viðmiðunar má geta þess að svokallaður hringvegur er um Með kyndilinn á lofti. „Sumum fínnst þetta e.t.v. vera draumórar en draumur okkar um frið verður að rætast. Hvert skref sem þátt- takandí í Friðarhlaup- inu tekur færir okkur örlítið nær heimsfriði." 1.400 km. Hlaupið hefst á Þing- völlum þar sem friðarkyndillinn verður tendraður. Þaðan verður haldið til Reykjavíkur þar sem sérstakur friðarhringur verður hlaupinn í kringum Tjörnina. Þar verður hlaupið rólega og geta allir verið með, skokkandi, gangandi — með barnavagn ef vill, í hjólastól eða hvernig sem hverjum og einum hentar. Þaðan liggur leiðin síðan út á land. Farið verður á Suðurnes- in, um Suðurland, Austfírði, Norð- urland, Vestfírði, út fyrir jökul á Snæfeílsnesi og Vesturlandið. Hlaupið endar í Reykjavík 25. júní þar sem lokaathöfnin fer fram. Her er hlaupið skipulagt í sam- vinnu við Ungmennafélög og íþróttabandalög um land allt. Þau sjá um skipulagningu og fram- kvæmd hlaupsins hvert á sínu svæði. í kringum þéttbýliskjarna landsins er búist við almennri þátt- töku. Þar er hraðanum mjög stillt í hóf þannig að allir geta verið með. Geta þáttakendur hlaupið fáeina metra eða marga kílómetra allt eftir því hvað þeir treysta sér til. Rúta fylgir hlaupinu eftir og er öllum hlaupurunum heimil afnot af henni. Þeir sem vilja geta hlaup- ið spöl og spöl með hléum. Hægt er að stökkva upp í rútuna hvenær sem er og hvfla sig á milli lota. E.t.v. eru einhverjir yfírlýstir „antisportistar" sem geta ómögu- lega látið sjá sig í trimminu. En þeir sem ekki hafa látist sannfær- ast, í byrjun greinarinnar, um að fá sér íþróttaskó geta engu að síður lagt sitt af mörkum. Allir eru hvattir til að mæta niður í bæ þegar hlaupararnir fara um þeirra kauptún eða kaupstað hvort sem þeir treysta sér til að hlaupa með eður ei. Á þann hátt sýna þeir sjálfír friðarviljann í verki og sam- stöðu með þeim sem hlaupa fyrir friði. Friðar hvað ...? Nú kynni einhver að spyrja sem svo: „Af hverju friðarhlaup en ekki friðartónleikar eða friðar- Minning; Sigríður Einarsdótt ir,Neskaupstað Látin er í sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað Sigríður Einarsdóttir, sem af Norðfírðingum var yfirieitt kölluð „Sigga Eika". Þannig var það í það minnsta alltaf sagt á „Ströndinni" á meðan ég man eft- ir. Það var í sjálfu sér ekkert skrítið að hún var kennd við mann sinn, eins náin og þau voru. Nú þegar hún er gengin voru þau búin að vera í hjónabandi í rúm 60 ár og þar hefur ekki borið skugga á. Hún fæddist á Stafa- felli í Lóni 14. október 1901, elst bama foreldra sinna, Þuríðar Sig- urðardóttur og Einars Högnason- ar, sem þá voru í vinnumennsku á Stafafelli. Þuríður og Einar hófu síðar búskap í Bæ í Lóni og þar fæddust þeim 11 börn til yiðbótar. Þuríður var ættuð austan úr Fljótsdal en Einar úr Nesjunum, dugandi fólk. Heimilið varð fljótt þungt en allt hafðist af með dugn- aði og elju. Kjörin voru kröpp en þau voru það bara hjá öllum á þessum árum. Þarna ólst hún upp við venjuleg störf þess tíma og hefur sjálfsagt orðið eins og aðrir að byrja snemma að taka til hendi við þau störf sem hún gat. Oft sagði hún mér ýmislegt af lífinu þama í Lóninu og mundi sjálfsagt ungt fólk ekki trúa í dag hvað þetta var hart líf eins og t.d. þeg- ar kvenfólkið óð upp undir hendur í Lóninu með fyrirdráttamótina til að ná nokkrum silungum í matinn. Hún var ein af stúlkunum sem fóm á vertíð á Hornafjörð og þar kynntist hún ungum manni, Eiríki Guðnasyni frá Norðfirði, og þau kynni leiddu til hjónabands sem var innsiglað hjá sýslumanninum á Eskifírði 4. ágúst 1928 eftir göngu yfír Oddskarð með svara- manni og svo heim til baka sam- dægurs. Þessi brúðkaupsferð er sjálfsagt eftirminnilegri en sumra annarra. Þau byrjuðu búskap í einu her- bergi á loftinu í Strandarhúsinu en eignuðust síðar „Skúrinn", við- byggingu við það sama hús. Þar fæddust þeim dætumar Gréta og Svanbjörg, síðar eignuðust þau tvo syni, Ásmund Guðna sem dó ungur og dreng sem ekki hlaut skím enda dó hann á fyrsta degi. Þá vora þau flutt í húsið sem þau bjuggu lengst í af sínum búskap, í litlu en notalegu húsi sem þau endurbættu á ýmsa lund eftir efn- um og ástæðum. Þetta var nota- legt hreiður en ekki stórt. „Þar sem er hjartarúm er húsrúm", því fékk ég að kynnast þegar ég var tekin í fóstur er móðir mín dó en þá var ég tveggja ára og man því ekki aðra móður en Siggu Eika enda hefur hún dugað mér vel. Pabbana GARÐEIGENDUR - TRJÁRÆKTARFÓLK Ný trjáplöntustöð Yfir 100 tegundir trjáa og runna, ennfremur garðskálaplöntur. Afar hagstætt verð og greiðslukjór. Ennfremur sumarblóm og garðskálaplöntur. Trjáplöntusalan við Hveragerði. Núpum Ölfusi, Opið um helgar frá kl. 10-20, virka daga frá kl. 8-19, símar: 985-20388 og 98-34388. á ég tvo og fínn lítinn mun á. Það hefur aldrei valdið mér neinum erfíðleikum öðram en að útskýra fyrir fólki sem ekki þekkir til hvemig það er til komið. Eiríkur hefur alla tíð verið mér besti faðir og hefði ekki orðið betri þó hann hefði verið minn raunverulegur faðir. Þessari ráðstöfun að taka strák- inn í fóstur réð mamma og hafði af því veg og vanda ærinn því ekki fór skap okkar alla tíð saman en samningar gengu vel, ég hafði oftast sigur. Hún gerði fyrir mig allt sem hún gat og meir en það. í kringum húsið sitt ræktaði hún garðinn sinn af elju en oft langt fram úr sinni líkamlegri getu og þurfti tvisvar að sjá hann fara undir aurflóð, en aftur var hafíst handa og endurbyggt og ræktað svo að ekki sást að neitt hefði komið fyrir. Hún hafði yndi af blómum og umönnun þeirra og safnaði á tímabili tegundum í garð- inn sinn en var líka gjöful á þau til annarra. Neskaupstaður væri í dag fallegri bær ef fleiri hefðu eins og hún tekið til hendinni við að fegra og bæta sitt umhverfi. Hún var ákaflega listfeng kona, ekki bara við handavinnu sem hún stundaði, heldur og líka við teikn- ingar, en hennar aukavinna í mörg ár með heimilinu var að búa til munstur í dúka og sængurfatnað sem hún seldi, mest burt úr bæn- um. Þó hljóta ýmsir Norðfírðingar enn að muna eftir þessu. Hún var fróð kona, mikið lesin og hafsjó kunni hún af kvæðum, ekki bara húsganga heldur og gamlan kveðskap sem hún á efri áram flutti inn á segulbönd og nú eru varðveitt á safni fyrir tilstilli góðra og víðsýnna kvenna sem hafa skilning á að það sem þetta eldra fólk kunni og vissi má ekki glatast því þetta er menningararf- ur. Eitt var það sem hún stundaði þó mest af öllu, það voru bréfa- skriftir. Það var ekki neitt smáveg- is magn sem póstburðarbörn þess tíma sem mest var af þessu gert þurftu að færa henni. Það sagði mér ein af þeim þessum að það hefði alltaf verið gaman að færa henni póstinn því hún tók svo vel á móti krökkunum sínum eins og hún kallaði þau. Víst er að tvær stúlkur sem bára út póst hafa til skamms tíma haft samband við hana, löngu burtfluttar, með jóla- kortum. Pennavinir hennar voru um allt land og úr mörgum þjóð- félagshópum, en því miður era nú bréfín öll glötuð og þar óttast ég að ýmislegt hafí farið forgörðum sem fróðlegt hefði verið fyrir fólk, sem hefur þekkingu, til að rann- saka t.d. málfar. Hún var stílisti góður, skrifaði fallega og læsilega hönd. Hún var líka hagmælt en flíkaði því ekki. Vinir hennar um landið fengu send fyrir jól kort sem hún bjó til sjálf, margt vel þess virði að geyma til að sýna hvað fólk þessa tíma gerði til að koma kvéðjum sínum á persónulegan hátt til vina sinna. Þegar líða tók á seinni hluta níunda áratugarins fór að halla undan fæti fyrir mömmu, minnið að bila og hún að þreytast, hafði aldrei verið heilsuhraust, þá dró hún sig í hlé, hafði sig ekki í frammi ef ókunnugir vora nærri, en reisn sinni hélt hún þó. Þau hjónin fluttu á ellideild sjúkrahússins í Neskaupstað 1987 og seinni partinn í vetur var hún lögð á sjúkradeild og þar dó hún 26. maí, 87 ára gömul. Sem ung stúlka var hún huggu- leg og bauð af sér góðan þokka. Alla tíð gekk hún snyrtileg til fara, var alúðleg við alla, en skoðanir sínar lét hún ekki rífa niður. Hún var skapföst en mild. Á efri áram mjög snyrtileg kona sem hugsaði fyrst og fremst um heimili sitt. Hún var aldrei mikið út á milli fólks en tók þátt i starfsemi Slysa- vamafélagsins og vann því vel en að mestu í kyrrþey. Nú er hún fallin frá og fær von- andi að hitta vini sína sem áður era gengnir. í þeirri trú lifði hún alla tíð. „Það fer enginn fyrr en honum er ætlað," sagði hún svo oft. Nú er hún farin, tími kominn til að kveðja. Megi hún hvila í friði, og hafi hún þökk fyrir allt. Þórður Flosason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.