Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 25 Skoðanakönnun á Irlandi: Fylgistap Haugheys Dyflinni. Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem birt var í gær fer fylgi Char- les Haugheys, forsætisráðherra írlands, dvínandi. Haughey tefldi djarft í síðustu viku þegar hann boðaði til þingkosninga 15. júni. Tilefnið var að í sjötta skipti á tveimur árum beið minnihluta- stjóm hans lægri hlut í þinginu. í skoðanakönnun Irish Times fékk flokkur Haugheys, Fianna Fáil, 50% fylgi, sem er fjórum pró- sentum minna en í febrúar þegar skoðanakönnun var síðast gerð á vegum blaðsins. Næstur kom Fine Gael með 28% og Framfarasinnaðir demókratar 5%. Þessir tveir miðju- flokkar hafa gert með sér kosninga- bandalag. Miklos Nemeth, forsætisráðherra Ungveijalands. Ungveijaland: Réttarbæt- ur í þágu þjóðarsáttar Búdapest. Reuter. MIKLOS Nemeth forsætisráð- herra Ungverjalands boðaði á fimmtudag lagasetningu þar sem lýst yrði yfir sakleysi Imres Nagys forsætisráðherra, sem tekinn var af lífi í uppreisninni blóðugu árið 1956, og allra ann- arra fómarlamba sýndarréttar- halda. Daginn áður hafði komm- únistaflokkurinn vottað Nagy virðingu fyrir að hafa barist fyrir ættjörðina við óeðlilegar kringumstæður. Hins vegar hefði rangt pólitiskt mat Nagys leitt til persónulegrar ógæfu. Frumvarp Nemeths verður brátt lagt fyrir þingið og er eindregið stefnt að því að það verði sam- þykkt fyrir 16. júní þegar jarðne- skar leifar Nagys verða jarðsettar með viðhöfn. Ríkisstjómin vill gera þann dag að stund þjóðarsáttar. Meirihluti Ungveija lítur á upp- reisnina 1956 sem misheppnaða byltingu i þágu lýðræðis og sjálf- stæðis. Mikill minnihluti er þeirrar skoðunar að um gagnbyltingu gegn kommúnismanum hafi verið að ræða sem Sovétríkin hafi bælt niður með réttu. Hluti af réttarbót- unum í tengslum við uppreisn æm Nagys varð að veruleika í gær þegar löggjafarsamkundan sam- þykkti að afnema dauðarefsingar við glæpum gegn ríkinu. MtéiMfP Suzuki VITARA 4x£ Sportbfll á malbikinu Jeppi í óbyggðum Kraftmikill, sterkur og fallegur jafnt að utan sem innan. Suzuki Vitaru í - '— V ~ sameinar alla kosti lipurs fólksbíls og alvöru ferðabíls. Aksturseigin- leikar hans eru einstakir, jafnt innanbœjar sem á regin- fjöllum. Hann kemur sífellt á óvart ,• . fyrir sparneytni, hagkvœmni og hug- myndaauðgi í búnaði. Suzuki Vitara hœfir þeini sem hugsa um gœði og stíl. Suzuki Vitara - tveir bílar sem þú trevstir - í einum! Verð Jrá kr. 1.088.000,- Útborgun 25%, eftirstöðvur á allt að 36 mánuðum. $ SUZUKI Þú svalar lestrarþörf dagsins á jsjðnm Moggans!_x SVEINN EGILSSON HÚSI FRAMTÍÐAR FAXAFENI 10 ■ SÍMI 689622 OG 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.