Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 50
5« i!<■(] n:i f si 'MORGUNBLAÐIÐ' iÞRórrm öilTráftdjii ;mi kjtmzíoj. LAUGAitDAGUR S. JUNI 1989 KÖRFUKNATTLEIKUR /NBA-DEILDIN „Örbylgjuof ninn“ í gang Detroit vann Chicago, 94:85, í fimmta leik liðanna í úrslita- keppni NBA-deildarinar í Detroit á miðvikudagskvöld. Detroit hefur því náð 3:2 forystu. Það Gunnar var fyrst og fremst Valgeinsson stórleikur Vinnie Jo- skrifar hnson í fjórða leik- hluta sem skóp sigur Detroit, en hann skoraði þá 16 stig fyrir heimamenn. Leikur liðanna var mjög jafn lengst af. Chicago lék vel í fyrri hálfleik og hafði yfir 45:41 í leik- hléi. Detroit byijaði seinni hálfleik mjög vel, náði átta stiga forystu, en Chicago jafnaði og staðan var 66:65 fyrir heimaliðið eftir þijá leik- hluta. Þá tók Vinnie „Örbylgjuofn" Johnson heldur betur við sér og skoraði hveija körfuna á fætur ann- arri. Detroit náði aftur átta stiga forystu og vann síðan örugglega eins og fyrr greinir, 94:85. Jordan beitti sér lítið í sókninni í fyrri hálfleik, tók aðeins §ögur skot og skoraði sjö stig. Hann skor- aði aðeins 18 stig í leiknum. Vinnie Johnson var stigahæstur heima- manna með 22 stig og Mark Agu- irre skoraði 19. Sacramento í lukkupottinn Nýlega var dregið um í hvaða röð lið NBA-deildarinnar fá að velja leikmenn í háskólavalinu í sumar. Liðin 16 sem komust í úrslitakeppn- ina velja leikmenn eftir árangri fyr- ir úrslitakeppnina, en dregið var um í hvaða röð hin níu liðin myndu velja. Röð liðanna er eftirfarandi: Sacramento, Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Miami Heat, Charlotte Hor- nets, Chicago (frá New Jersey), Indiana Pacers, Dallas Maverics, Washington Bul- lets s Bestu leikmennirnir í háskólaval- inu nú eru taldir þeir Glen Rice frá Michigan, J.R. Reed og Danny Ferry frá North Carolina, Sean Elli- ott frá Arizona, og Pervis Ellison frá Louisville. HLKYNNING TIL EIGENDA GENGISBRÉFA Forsvarsmenn Hagskipta hf. hafa óskað eftir því að Fjárfestingarfélag íslands hf. taki við rekstri Verðbréfasjóðs Hagskipta hf. Heildarverðmæti sjóðsins er nú samtals 28.7 milljónir króna. Að höfðu samráði við bankaeftirlit Seðlabanka íslands hefur Fjárfestingarfélag íslandshf. ákveðið að verða við þessari beiðni. Gengi útgefinna Gengisbréfa við yfirtöku er óbreytt frá 2. júní 1989, eða 1,736 stig. Gengið byggist m.a. á mati löggilts endurskoðanda og lögmanna sjóðsins á eignum sjóðsins ásamt tryggingum sem fyrir lágu við yfirtöku. Gengið mun breytast í samræmi við ávöxtun eigna sjóðsins. Innlausn Gengisbréfa fer framvegis fram á verðbréfamörkuðum Fjárfestingarfélagsins að Hafnarstræti 7 og Kringlunni, Reykjavík svo og á Ráðhústorgi 3, Akureyri. Innlausnargjald er 2%. Nafni sjóðsins hefur verið breytt og heitir hann nú Gengisbréfasjóðurinn hf. Breyting þessi raskar á engan hátt stöðu eigenda Gengisbréfa gagnvart sjóðnumJafnframt hefur verið kjörin ný stjóm fyrir sjóðinn. Hanaskipa nú: Sigurður R. Helgason, formaður Þórður Magnússon KristjánJóhannsson Brynja Halldórsdóttir GunnarS.Bjömsson Löggiltur endurskoðandi sjóðsins frá og með 2. júní 1989 er Endurskoðun hf. Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi. Gengisbréfasjóðurinn verður rekinn með sjálfstæðan Ijárhag og reikningshald. Reykjavík, 2. júní 1989 1 FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSIANDS HF. Frá Hagskiptum hf. og Verðbréfasjóði Hagskipta hf. TIL EIGENDA GENGISBRÉFA Vinnie Johnson „Örbylgjuofninn" skoraði 16 stig fyrir Detroit í fjórða leik- hluta. íslandsmótið 2. deild ÍR-völlur ÍR-UBK ídagkl. 14.00 ó ÍR-velli. Með hliðsjón af kröfum nýrra laga nr. 20/1989 um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði er Ijóst að Hagskipti hf. mun ekki uppfylla kröfur laga s.s. um lágmarksstærð skv. 11. og 12. gr. o.fl. til að reka verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði. Af þessum sökum hafa Hagskipti hf. farið þess á leit við Fjárfestingarfélag íslands hf. að það yfirtaki Verðbréfasjóð Hagskipta hf. Fjárfestingarfélagið hefur orðið við þeirri beiðni og hefur því yfirtekið reksturinn frá og með 2. júní 1989. Eigendur Gengisbréfa eru beðnir um að snúa sér til Fjárfestingarfélagsins varðandi upplýsingar um sjóðinn s.s. varðandi gengi, innlausn o.fl. T T A i - dnFtffri/ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.