Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAIÐIÐ LAUGARDAGUR S: JÚNÍ 1989 39 Vátrygging- arfélag Is- lands hf. fær starfsleyfi Vátryggingarfélag íslands hf. hefur fengið starfsleyfi, en trygg- ingarráðherra gaf það út 1. júnl að fengnum meðmælum Trygg- ingareftirlitsins. Þar með er haf- inn lokaspretturinn í undirbúningi sameiningar Samvinnutrygginga og Brunabótafélags íslands, sem standa að Vátryggingarfélaginu, sepr í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Félögin munu flytja starfsemi sína undir eitt þak að Ármúla 3 í byijun júlí, en fram að þeim tíma munu þau starfa í núverandi höfuðstöðvum sínum. Unnið er að breytingum á húsinu við Ármúla 3 vegna samein- ingarinnar, auk samræmingar eyðu- blaða, bréfsefnis, og skilmála nýja félagsins. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur: „í stofnsamningi félagsins eru ákvæði þess efnis, að stjórn þess geti ákveðið ágóðahlutdeild og út- hlutað tekjuafgangi til viðskiptavin- anna á sama hátt og eftir sömu regl- um og giltu hjá Brunabótafélagi Is- lands og Samvinnutryggingum. Með þvi er tryggt að viðskiptavinir Vá- tryggingafélags íslands hf. njóti þessara sömu réttinda og kjara og áður var vegna viðskipta þeirra við stofnfélögin." Brids Arnór Ragnarsson Alslemma 1989 GÓÐAN DAGINN HREINSUM BÆ.INN! Skráning í Alslemmu-mótið á Kirkjubæjarklaustri er hafin hjá For- skoti sf., í s. 91-623326 (Jakob). Alslemma 1989 er röð opinna helg- armóta í brids, um land allt, á vegum bridsaðila í Reykjavík, Ferðaskrifstofu Islands og Forskots sf., sem annast undirbúning og framkvæmd. 1. mótið fór fram í Reykjavík um síðustu helgi og tóku 60 manns þátt í því. Næsta mót verður í Kirkjubæjar- klaustri, eins og fram hefur komið, helgina 10.-11. júní. Boðið verður upp á rútuferð. Næstu mót eru: 3. mót: Hrafnagil v/Akureyri 24.-25. júní. 4. mót: Reykholt í Borgarfirði 8.-9. júlí. 5. mót: Ísaíjörður 22.-23. júlí. 6. mót: Húnavallaskóli v/Blönduós 12.-13. ágúst. 7. mót: Hallormsstaður 26.-27. ágúst. 8. mót: Félagsheimilið í Kópavogi 16.-17. september. Spilað er um fjölda silfurstiga í hveiju móti. Verðlaun nema 100 þús. kr., í hveiju móti, auk glæsilegra aukaverðlauna, ef næg þátttaka reyn- ist í mótunum, er upp verður staðið. Sérstök aukaverðlaun verða veitt fyrir efstu einstaka skor í einhverri umferð, í einhveiju mótanna. I boði er utan- landsferð fyrir tvo á næsta ári (1990). Að endingu er stefnt á stórmót í haust, þar sem 10—12 pörin úr Al- slemmu-mótunum ávinna sér sjálf- krafa rétt til þátttöku, án endurgjalds. Aðstandendur mótanna vona að bridsáhugafólk á Suðurlandi, auk þeirra sem búa á nærliggjandi stöðum, fjölmenni til þátttöku í Alslemmu að Klaustri. Margir af bestu spilurum landisins munu taka þátt í mótinu, spilarar sem sjaldan hafa gripið í spil utan Reykjavíkur. Er ekki kominn tími til breytinga í þeim efnum? Allar nánari uppl. eru veittar á skrifstofu Forskots, auk þess sem Ólafur Lárusson í s. 91-673006 veitir einnig uppl. Þátttakendur eru minntir á að annast sjálfir pantanir á herbergj- um á spilastöðum Eddu-hótelanna. Síminn hjá Hóteli Eddu á Kirkjubæjar- klaustri er: 98—74799. Sumarbrids ’89 Sumarbrids er a'dagskrá í Sigtúni 9 (húsi Bridssambandsins) alla þriðju- daga og fimmtudaga i sumar. Húsið opnar upp úr kl. 17 báða dagana og hefst spilamennska í hveijum riðli um leið og þeir fyllast. Allt spilaáhugafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Um- sjónarmenn eru: Ólafur Lárusson, ísak Örn Sigurðsson og Hermann Lárus- son. í DAG BYRJAR SÉRSTÖK HREIN SUNARVIKA í ÁRBÆ, SELÁSI OG GRAFARVOGI LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA! Nú stendur yfir allsherjar hreinsunarátak í Reykjavík. Til að auðvelda starfið hefur borginni verið skipt í fjóra hluta. Megin þungi hreinsunarþjónustu á vegum borgarinnar verður í dag og næstu viku í Árbæ, Selási og Grafarvogi. ÖFLUGT SAMSTARF ÍBÚA OG BORGAR Gripið verður til margvíslegra ráða til að ná settu marki m.a. í samvinnu við einstaklinga, íbúasamtök og félög sem hafa forystu um hreinsunarstarf í sínu hverfi. STUTTI NÆSTA RUSLAGÁM. Fólk getur gengið að ruslagámum vísum á 17 stöðum í borginni næstu vikur. Á fjórum þessara staða verða einnig gámar fyrir rafgeyma og rafhlöður eins og sést á kortinu. RUSL HIRT DAGLEGA AF GANGSTÉTTUM Ruslapoka er hægt að fá í hverfabækistöðum gatnamála- stjóra. Þeir verða hirtir daglega í þeim hluta borgarinnar þar sem hreinsunarvika stendur yfir. HVERFABÆKISTÖÐVAR ÞJÓNA BORGARBÚUM Hafið samband við hverfabækistöðvarnar ef ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð vegna hreinsunarátaksins. Til þeirra er einnig hægt að koma ábendingum er varða um- hverfið í borginni: Skemmdir á yfirborði gatna og gang- stétta, ónýt umferðarmerki eða vöntun á götumerking- um, holræsastíflur, brottflutning bílgarma og hreinsun gatna og lóða. STAÐSETNING OG SÍMANÚMER HVERFABÆKI- STÖÐVA Vesturbær: Njarðargata, Skerjafirði, sími 29921. Miðbær: Miklatún við Flókagötu, sfmi 20572. Austurbær: Á horni Sigtúns og Nóatúns, sími 623742. Breiðholt: Við Jafnasel, sími 74482 & 73578. Árbær, Selás og Grafarvogur: Við Stórhöfða, sími 685049 Hamrahlíð Njarðargata, Skerjafirði' Vikan 13.-19. maí Sigtún Austurbæjarskóli Meistaravellir Vikan 20. - 26. ma( j Sundlaugavegur Vatnagarðar Bústaðavegur Sléttuvegur' við tjaldsvæði við Holtaveg við Fák Vikan 3. júnf - 9. júnf Fjallkonuvegur við Foldaskóla Stórhöfði' Rofabær .við Ársel Selásbraut ^við Suðurás Vikan 27. maf - 2. júní Austurberg viö Hólabrekkuskóla Arnarbakki við Breiðholtsskóla Öldusel við skólann -Jafnasel * Kortið sýnir borgarhlutana, dagsetningar sérstakra hreinsunarvikna og staðsetningu rusla- gáma meðan á hreinsunarvikunum stendur. Laugardagur er upphafsdagur og aðal hreins- unardagur sérstakrar hreinsunarviku í hverjum borgarhluta. * Gámar fyrir rafgeyma og rafhlööur HREIN BORG. BETRI BORG! ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.