Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 14
14 MORGÚNBLÁÐIÐ LAÚGARDÁGUR 3. JÚNÍ 1989 Geitabjalla - pulsatilla vulgaris — Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 125 Fáar vorblómstrandi jurtir veit ég eins vinsælar og eftirsóttar og Geitabjöllu, enda er hún alveg yndisleg. Stórar, oftast uppréttar fjólublárar blómklukkur með sterkgulum frævlum vekja jafnan óskipta eftirtekt og aðdáun. Blöð- in eru ljósgræn, ijaðurskipt og mjög fínleg. Þegar jurtin kemur upp úr moldinni snemma vors (apríl-maí ef gott er í ári) eru stönglarnir og löng fínskipt reifa- blöð, sem lykja um blómhnappinn, alþakin ofursmágerðu, þéttu og silkimjúku hári og er þá líkast því sem hún sé klædd hlýjum loðfeldi til þess að veijast vomæðingnum. Geitabjalla er ekki há í loftinu, aðeins 15-20 sm. Þó er vaxtarlag nokkuð breytilegt og sama er að segja um lit blómanna sem ýmist getur verið ljóslilla, allt að því bleikleitur, dimmijólublár eða allt þar á milli. Geitabjalla er kjörin stein- hæðaplanta en varast skal eftir föngum að hafa hana áveðurs og vænt þykir henni um létt vetrar- skýli. Flutning, skiptingu og hverskyns hnjask þolir hún illa og best kann hún við sig í djúp- um, léttum og fijóum myldnum jarðvegi. Að blómgun lokinni rétt- ir hún vel úr stönglunum og setur upp sérkennilegar silfurhærðar biðukollur sem vindurinn feykir burtu fljótlega eftir að fræið verð- ur fullþroska og losna tekur um það. Á þessu stigi er jurtin gædd slíkum þokka að sumum finnst hún vera að blómstra í annað sinn þó ekki sé þá litskrúðinu fýrir að fara. Þá dagana ættu þeir sem fræí safna að vera vel á verði og láta það ekki fjúka út í buskann. Þegar fræ er tekið er best að sá því sem allra fýrst í létta sand- eða vikurblandna mold. Aðeins eitt dæmi veit ég um að hún hafi sáð sér sjálf og komið upp efnileg- um einstaklingum en það er í garði í nágrenni við mig hér í Kópavogi, sunnan til að vísu. Geitabjalla vex villt víða um Mið- og Norður-Evrópu. Hér á landi hefur hún verið ræktuð um alllangt skeið, en getur þó vart talist með harðgerðustu plöntum a.m.k. ekki sunnanlands og sjald- an verður hún langlíf þótt undan- tekningar kunni að vera þar á. Rautt afbrigði pulsatilla vulgaris „rubra“, glæsilegt mjög og eftir- sótt, hefur eitthvað verið ræktað hér en með ærið misjöfnum ár- angri. Enn sjaldgæfari er hvíta afbrigðið „alba“. Geitabjalla er náskyld skógarsóleyjum og geng- ur líka undir nafninu anemona pulsatilla. Ýmsar tegundir af ættkvíslinni hafa verið reyndar hér á landi og vil ég í því sam- bandi benda á ágæta mynd- skreytta grein eftir Hólmfríði Sig- urðardóttur, garðyrkjufræðing, sem birt var í Garðyrkuritinu árið 1984. ÁB Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafé- laga. Erlend samkeppni og vátryggingar fyrir nútímakonuna. Þægilegasta og hreinlegasta aðferðin við að fjarlægja óvelkomin hór. Slmi 651099 Utsölustaðir: Helstu snyrtivöruverslanir og apótek um land allt. ettirSigmar Armannsson í Reykjavíkurbréfi, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. maí sl., var að venju víða komið við. Þar var m.a. ijallað um 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins, sauð- fjárbúskap og loks um aukna sam- keppni í þjónustu. Þar sem fjallað var um þjónustuþáttinn var nokkr- um orðum vikið að vátryggingar- starfsemi hér á landi og nauðsyn þess að íslensk vátryggingarfélög fengju „aðhald með aukinni er- lendri samkeppni". Hins vegar væri ýmislegt því til fyrirstöðu, þar sem bannað væri í lögum að kaupa vá- tryggingar hjá erlendum vátrygg- ingarfélögum nema með leyfi tryggingamálaráðherra. Að mati ritara Reykjavíkurbréfs væru slíkar hömlur í viðskiptum af hinu illa, enda í ljós leitt, að frelsi og sam- keppni væri öllum fyrir bestu. Að þvi leyti sem mál þessi hafa verið til umfjöllunar innan Sambands íslenskra tryggingafélaga, sem eru hagsmunasamtök vátryggingarfé- laga hér á landi, verður ekki betur séð heldur en sjónarmið ritara Reykjavíkurbréfs og Sambands íslenskra tryggingafélaga fari að öllu leyti saman. Samband íslenskra tryggingafélaga lagðist nefnilega eindregið gegn því á sínum tíma, að leitt yrði í lög tilvitnað ákvæði um bann við kaupum á erlendum vátryggingum nema með leyfí ráð- herra. Á árinu 1973 voru fýrst sam- þykkt lög hér á landi um vátrygg- ingarstarfsemi. í lögum þessum var m.a. fjallað um eftirlit með vátrygg- ingarfélögunum með hagsmuni hinna vátryggðu, og raunar neyt- enda almennt, að leiðarljósi. Sam- band íslenskra tryggingafélaga hafði frumkvæði að lagasetningu þessari, en sambærileg löggjöf var þá gamalgróin í öllum löndum Vest- ur-Evrópu. Ákvæði, sem fortaks- laust bannaði fyrirtækjum og al- menningi viðskipti við erlend vá- tryggingarfélag nema með heimild ráðherra, var ekki að finna í þess- ari fyrstu löggjöf. Veturinn 1977 til 1978 var lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um vátrygg- ingarstarfsemi. Var þar heldur ekki gert ráð fyrir banni og undanþágu- heimildum ráðherra. Hins vegar gerðist það, að einn þingmanna kom fram með breytingartillögu þess efnis á Alþingi. Samband íslenskra tryggingafélaga lýsti sig eindregið mótfallið þeirri takmörkun á við- skiptum, sem fólst í breytingartil- lögunni. Hins vegar lagði Samband íslenskra tryggingafélaga til, að ef vátryggt yrði erlendis, þá skyldi um innheimtu söluskatts, stimpilgjalds og fleiri gjalda fara eins og vá- tryggt hefði verið hjá íslensku vá- tryggingarfélagi. Til rökstuðnings tillögu sinni vísaði Samband íslenskra tryggingafélaga m.a. til þess, að alkunna væri, að stórir vátryggingartakar hefðu flutt vá- tryggingarviðskipti sín til erlendra aðila, í sumum tilvikum eingöngu vegna sparnaðar á söluskatti. Sam- band íslenskra tryggingafélaga væri mótfallið öllum óeðlilegum hömlum á vátryggingarsviðinu, sem væri einhver alþjóðlegasta atvinnugrein sem þekktist. Á hinn bóginn mættu þær reglur, sem stjórnvöld settu, ekki vera á þann veg, að innlend vátryggingarfélög yrðu undir í samkeppninni við er- lenda aðila. í löndum helstu trygg- ingamarkaða heims væri yfírleitt ekki innheimtur söluskattur eða annar samsvarandi skattur af vá- tryggingargjöldum. Réttast væri að fella söluskatt niður hér á landi af vátryggingariðgjöldum. Meðan svo væri ekki gert, væri sjálfsagt að allir, sem vátryggingu kaupi, greiði sama skatt. Því sé eðlilegt að ákvæði þess efnis sé að fínna í lög- um um vátryggingarstarfsemi. Á Alþingi lyktaði máli þessu hins veg- ar þannig, að ekki voru tillögur Sambands íslenskra tryggingafé- laga teknar til greina, heldur valin leið hafta í stað leiðar sem byggist á viðskiptalegu jafnræði. En hugs- anlega er hér þó verið að deila um keisarans skegg þar sem vitað er, að yfirleitt hefur það verið auðsótt mál fyrir þá tiltölulega fáu aðila, sem þess hafa óskað, að fá leyfi til að vátryggja erlendis. íslenskum vátryggingarfélögum er hins vegar áfram ætlað að eiga í samkeppni við erlenda keppinauta með það veganesti sem Alþingi hefur skammtað af rausn, þ.e.a.s. skerta samkeppnisstöðu vegna óeðlilegra skattareglna. Að endingu er rétt að vekja at- hygli á því að í sumum löndum Evrópu hefur lögum verið með lög- gjöf reynt að takmarka að erlend vátryggingarfélög stofnuðu þar til vátryggingarrekstrar. Samkvæmt íslenskum lögum er hins vegar til- tölulega auðvelt fyrir erlend vá- tryggingarfélög að setja á fót vá- tryggingarfélög hér á landi. En þrátt fyrir þetta virðist raunveru- legur áhugi erlendra vátryggingar- félaga til að seilast til áhrifa á íslenskum vátryggingarmarkaði afar lítill ef nokkur. Lýsir það sjálf- sagt betur en nokkur orð, hversu fýsilegan starfsvettvang erlendir vátryggjendur telja ísland vera. ONeiOUCH8 FRÁ Heitt vax, rúllað á húðina Kalt vax Háreyðingarkrem, með rúllu nú einnig fyrir bikinilínuna. Aflitunarefni fyrir líkamshárin. ÍSKLASS hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.