Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Viðtal í ungversku dagblaði: Til Moskvu með sömu flugvél og Wallenberg Budapest. Reuter. KONA, sem starfaði áður sem túlkur, segir í viðtali við ungverskt dagblað, að hún hafí verið flutt til Sovétríkjanna með sömu flugvél og sænski sendimaðurinn Raoul Wallenberg, sem hvarf í Budapest snemma árs 1945. Wallenberg bjargaði lífi þúsunda gyðinga með því að útvega þeim sænskt vegabréf eflir að Þjóðveijar höfðu tekið öll völd í Ungveijalandi 1944. Reuter Námuverkamenn við Diwata-Qall leita að verðmætum í rústum húsa sem urðu undir skriðu á þriðjudag. Filippseyjar: Óttast um líf nokkur hundruð gullgrafara Maniiu, Reuter. ÞRETTÁN manns hafa fundist látnir í námagöngum í Diwata-Qalli á Mindanao-eyju, einni Filippseyja, eftir skriðuföll á þriðjudag. Ótt- ast er að enn séu nokkur hundruð manna lokuð inni i námunum. Mikið úrfelli og jarðhræringar hafa torveldað björgunarstörf. Raddir um, að Wallenberg sé enn á lffí, hafa aldrei þagnað en með vissu sást síðast til hans í Budapest 17. janúar 1945 í fylgd foringja í sovéska hemum. í viðtali, sem birtist Wallenberg í gær í dagblaðinu Magyar Nem- zet, segir kona og fyrrverandi túlk- ur, Istvan K., að Sovétmenn hafí handtekið hana og sakað um njósn- ir og flutt til Sovétríkjanna í mars 1945. „Með mér í flugvélinni vom tveir rússneskir foringjar og Raoul Wall- enberg,“ segir Istvan, sem var í rússneskum fangelsum í átta ár. „Við töluðum saman og hann sagði mér, að hann væri sænskur sendi- ráðsmaður, sem hjálpað hefði mörg- um gyðingum.“ Þegar Istvan var spurð hvort Wallenberg hefði vitað hvað biði hans sagði hún: „Hann var augljóslega viðbúinn því versta og þegar flugvélin fór á loft sagði hann við mig: „Líttu út því þú munt aldrei sjá Ungverjaland aft- Istvan segir, að ferðin til Moskvu hafí tekið fímm daga með viðkomu víða en þegar þangað kom „biðu fangavagnamir eftir okkur. Við vomm flutt í Lúbjanka-fangelsið og þar sá ég hann síðast“. Sovétmenn halda því fram, að Wallenberg hafí fengið hjartaáfall og látist í fangelsi árið 1947, þá 34 ára að aldri, en Svíar og samtök gyðinga hafa aldrei fallist á þá skýr- ingu. Sovéskí sendimaðurinn Júrrj Kashlev sagði í fyrradag á mann- réttindaráðstefnunni, sem nú er haldin í París, að örlög Wallenbergs væm „svartur blettur á sovéskri sögu. Við hörmum dauða þessa mannvinar og viljum minnast hans með virðingu". Kashlev virtist raun- ar gefa í skyn, að Wallenberg hefði verið drepinn því að hann sagði, að „þeir, sem tortímdu mönnum eins og Wallenberg, tortímdu einnig öllum slqölum varðandi hann“. í gær sagði hins vegar í yfírlýs- ingu frá Wallenberg-nefndinni í Jerúsalem, að sagan um dauða Wallenbergs væri ósönn því að hann hefði verið á geðlæknisdeild há- skólasjúkrahússins í Moskvu um mitt ár 1987. Námumar, sem lokuðust á þriðjudag, em í hlíðum Diwata- ijalls, sem er 400 metra hátt. Mik- ið gullæði hefur gripið um sig á Filippseyjum eftir að gull fannst í fjallinu og samkvæmt mati yfír- valda hafa 350.000 manns sest að við rætur fjallsins undanfarið í von um atvinnu og auð. Lítið opinbert eftirlit hefur verið með námagreftr- inum og fýllsta öryggis hefur ekki verið gætt. Undanfarin ár hafa hundmð manna farist við gullleit. Slys hafa þó oft farið leynt af ótta námamanna við aðgerðir yfirvalda. Vegna þess hve eftirlit með námagreftrinum er lítið veit í raun enginn hve margir lokuðust inni við skriðuföllin fyrr í vikunni. Talsmað- ur almannavama á Filippseyjum se'gist óttast að einungis hafí tekist að bjarga 137 af 300-400 manns sem lokast hafí inni. Danmörk: Heræfingar NATO-ríkja Kaupmannahöfn. Reuter. HERÆFINGAR 5.500 hermanna frá níu Atlantshafsbandalagsrí- kjum hefjast í Danmörku í dag og munu þær standa yfir allan júnímánuð, að sögn talsmanns Atlantshafsbandalagsins. Herir frá Belgíu, Kanada, Dan- mörku, Vestur-Þýskalandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, taka þátt í æfíng- unum sem ganga undir nafninu Avenue Express 89. Tilgangurinn með heræfingunum er að kanna hæfni fjölþjóðlegra heija við að veija norðurhémð bandalagsins í Evrópu. ur. Sosuke Uno valinn forsætisráðherra Japans: Hyggst beita sér fyrir gagn- gerum sljórnmálaumbótum Tókíó. Reuter. SOSUKE Uno, fyrrum Qármálaráðherra Japans, sem í gær var tilnefíidur arftaki Noborus Takeshita, fyrrum forsætisráðherra sem neyddist til að segja af sér 25. apríl sl. vegna tengsla við Recruit-hneykslið, hefur heitið því að standa fyrir róttækum breyt- ingum á japönsku stjómmálakerfi. Þingmenn efri og neðri deild- ar japanska þingsins sættust á Uno í embætti forsætísráðherra en skömmu áður hafði hann verið kjörinn flokksformaður á flokks- fundi Frjálslynda demókrataflokksins, LDP, sem fer með völd í landinu. Uno var kjörinn á þing í fyrsta sinn árið 1960, þá 38 ára gam- all. Á áttunda áratugnum gat hann sér orð sem einn helsti efna- hagssérfræðingur LDP. Hann varð fjármálaráðherra f ríkisstjóm Takeshita 1987. Val á honum í embætti forsæt- isráðherra olli nokkrum úlfaþyt innan flokksins og telja sumir flokksfélagar einsýnt að hann hann muni verða handbendi Ta- keshita og Nakasone, fyrrum for- sætisráðherra, sem einnig neydd- ist til að láta af embætti vegna tengsla við Recruit-málið. Uno hefur hins vegar sagt að hann muni segja skilið við valdaklíku Nakasone innan LDP og hefur heitið gagngerum stjómmálaum- bótum í landinu. Uno, sem er 66 ára, gekk í herinn 1943 og var tekinn til fanga af sovéskum hermönnum í norðurhluta Kóreu. Hann segist þakka það bók sinni Domoi Tokyo, (Heim til Tókíó), sem fjallar um japanska stríðsfanga í Síberíu, að hann hóf afskipti af sfjórnmálum. Bókin var gefín út 1948 og þrem- ur árum síðar var gerð kvikmynd sem byggð vqr á henni. „Ég skrif- aði bókina til að benda löndum mínum á nauðsyn þess að flytja japanska stríðsfanga í Síberíu aft- ur til föðurlandsins," sagði Uno. „Það var gerð kvikmynd eftir bókinni sem hafði mikil áhrif á þáverandi valdhafa. Það var sú reynsla að geta haft áhrif á al- menningsálitið sem varð þess valdandi að ég hóf afskipti af stjómmálum," sagði Uno. Reuter Sosuke Uno var hylltur á jap- anska þinginu í gær þegar ljóst var að hann yrði næstí forsætís- ráðherra Japans. Uno er orðlagður listunnandi og eftir hann liggja tvær ljóðabækur og einnig hafa verið gefnar út ritgerðir eftir hann sögulegs efnis. Hann hefur rétt- indi til að kenna kendo, skylming- ar með sverðum úr bambusviði. ■í- 1 •* i jA'ZZ-" °3 ^ \ Kef".arar • 26-30.6. -//- DANSSPUNÍ-„RMPOU; 04rli5le-Hayi.es AUOÓO^T „WOgK&HOP" Garlisie , Oiris+iai.?olos Adrian HítívK'ms- erHœkVfteri ársjns ^yrir dcmsaroi ag áhMga-folK/ L __ . .1.. -V-* I__ -1 KRwmtlASÍMúl /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.