Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
LÖGREGLUKÓRAR
Finnski kórinn í heimsókn
Imaímánuði var staddur hér á landi finnski lögreglu-
kórinn og hélt hann tónleika í Langholtskirkju fyr-
ir nærri fullu húsi. Venja er að lögreglukórar Norður-
landanna haldi mót á fjögurra ára fresti og var slíkt
mót haldið á íslandi síðastliðið haust. Finnski kórinn
fékk ekki leyfí til þess að koma þar eð forseti Banda-
rikjanna var þá í heimsókn í Finnlandi. Á meðfylgj-
andi mynd má sjá hluta af finnska lögreglukórnum.
BÚDDI BACHMANN
Hættur sölu hlutabréfa í
Bandaríkjunum eftir 31 ár
Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Guðjón (Búddi) Bachmann,
sem starfað hefur að sölu
hlutabréfa á Bandaríkjamarkaði í
31 ár, ákvað nýlega að nýta sér
rétt sinn til eftirlauna og hefur
hætt störfum sem framkvæmda-
stjóri hjá fjárfestingarfélaginu Qu-
ick & Reilly Inc. í Orlando. Áður
hafði hann verið deildar- og fram-
kvæmdastjóri hjá fjárfestingarfé-
lögunum Goodbody og Meryl
Lynch, ýmist í Miami, Orlando eða
San Diego.
Guðjón hefur nú opnað eigin
skrifstofu í miðbæ Orlando og selur
tryggingar, með höfuðálierslu á
sölu skuldabréfa tryggingafélaga,
sem gefa eigendum þeirra háa
vexti án áhættu og þykja því hag-
kvæmasta og besta ijárfestingar-
leiðin, sem Bandaríkjamenn eiga
nú völ á til að tryggja afkomu sína
á elliárunum. Vextir af þessum
bréfum eru nú 9,8% á ári og lækka
ekki a.m.k. næstu þijú árin, að
sögn Guðjóns.
Eins og fram kom í viðtali við
Búdda Bachmann í Morgunblaðinu
2. apríl hefur hann að undanfömu
haft miklar efasemdir um banda-
ríska hlutabréfamarkaðinn. Hann
kvaðst þá vera hættur að ráðleggja
fólki að fjárfesta í hlutabréfum og
lýsti markaðinum sem sjónarspili,
sem ekkert væri á bak við. Af þeim
sökum kvaðst hann óttast annað
álíka hrun á hlutabréfamarkaðin-
um og átti sér stað 19. október
1987 - eða jafnvel ennþá verra.
í áðumefndu viðtali sagði Guð-
jón að sú ávöxtunarleið, sem
bandarísk tryggingafélög byðu nú
Reuter
Guðjón (Búddi) Bachmann
með sérstökum kjörum, væri eini
kosturinn, sem Bandaríkjamenn
ættu nú til að varðveita sparifé
sitt án áhættu.
Ákvörðun Búdda hefur vakið
talsverða athygli í fjármálaheimin-
um. Frægur dálkahöfundur stærsta
blaðsins hér, Orlando Sentine, gerði
hana að umræðuefni á dögunum
og lagði áherslu á að margir sér-
fræðingar væru sömu skoðunar og
Búddi varðandi veikleika verð-
bréfamarkaðarins. Var einnig
dyggilega tekið undir skoðanir
hans á sérstökum verðbréfum
tryggingafélaganna.
VESTMANNAEYJAR
Vorverkavika í
grunnskólunum
Ný lokið er vorverkaviku hjá
nemendum gmnnskólanna í
Vestmannaeyjum. Aðal viðfangs-
efni nemendanna þessa viku tengd-
ust afmæli Vestmannaeyjabæjar
sem er 70 ára á þessu ári.
í vorverkavikunni var nemendum
skólanna skipt niður í hópa sem
unnu hver að ákveðnum þáttum í
sögu bæjarins. í lok vikunnar var
síðan haldinn skóladagur þar sem
almenningi var boðið að koma í
skólana og skoða afrakstur vinnu-
vikunnar.
Á skóladaginn var fullorðna fólk-
inu boðið upp á kaffi í skólunum
en grillveislu var slegið upp fyrir
börnin á skólalóðunum.
Grímur
VAXMYND
Stevie Wonder
í saftii Tussauds
Stevie Wonder, blökku-
söngvarinn blindi, var yfir
sig ánægður með eftirmynd
sína sem nýlega var komið fyr-
ir á vaxmyndasafni Tussauds í
London. „Hún virðist altént í
góðu lagi,“ sagði söngvarinn
um tvífara sinn.
.
:• • > •>
Á skóladaginn var grillveislu slegið upp fyrir börnin á skólalóðunum,
HÚSAVÍK
Fyrsti stúdentinn útskrifaður
Framhaldsskólanum á Húsavík
var sagt upp laugardaginn 27.
maí við hátíðlega athöfn í Húsavíkur-
kirkju.
Skólinn er aðeins tveggja ára og
hefur nemendum fjölgað úr rúmlega
30 fyrsta árið í 85 nemendur liðinn
vetur. Auk þessara dagskólanem-
enda sóttu 120 fullorðnir námskeið
í kvöldskóla, meðal annars var þar
kennd tölvufræði.
Nokkrir nemendur voru útskrifað-
ir af iðnbraut og viðskiptabraut og
nú var f fyrsta skipti útskrifaður
stúdent frá Framhaldsskólanum á
Húsavík. Stúdentinn heitir Svava
Viggósdóttir og hafði hún áður lokið
meirihlutaáfanga til stúdentsprófs á
hagfræðibraut frá Menntaskólanum
í Kópavogi og Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti.
Segja má að Framhaldsskólinn á
Húsavík hafi þegar fest sig í sessi.
Góð heimavist er við skólann og má
gera ráð fyrir mikilli fjölgun nem-
enda á næsta hausti.
Félagsstarf var með miklum blóma
við skólann í vetur og við skólaslitin
færði Kiwanisklúbburinn Skjálfandi
nýstofnuðum leikklúbb skólans 80
þús. krónur að gjöf til kaupa á ljó-
saútbúnaði.
Skólameistari er Guðmundur Birk-
ir Þorkelsson frá Laugavatni og yfir-
kennari Ingimundur Jónsson.
- Fréttaritari
Morgunblaðið/Silli
Fyrsti stúdentinn Irá Framhaldsskóla Húsavíkur, Svava Viggós-
dóttir og skólameistarinn Guðmundur Birkir Þorkelsson.