Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 29 Skoðun og bifreið- ar, skrípaleikur eftirKarlG. * Asgrímsson Nú þegar rúmir fjórir mánuðir eru liðnir síðan Bifreiðaeftirlit ríkisins yar lagt niður og Bifreiðaskoðun íslands hf. hóf starfsemi sína, er ekki úr vegi að íhuga hvað þessi breyting hefur haft í för með sér og hvaða tilgangi hún þjónar, hveij- ir græða á þessari breytingu og hverjir græða ekki. Áður en lengra er haldið er rétt að leiða hugann að því, hvert var hið upphaflega hlutverk Bifreiðaeft- irlits ríkisins og til hvers það var stofnað. Það var fyrst og fremst stofnað til að koma í veg fyrir að hættuleg og vanbúin ökutæki væru í umferð og til að reyna að tryggja hinn almenna borgara í umferðinni. Var það framkvæmt þannig að bif- reiðar voru boðaðar í skoðun á ákveðnum tíma og var fylgst með því að allir kæmu og þess á milli voru bifreiðaeftirlitsmenn við eftirlit í umferðinni. Þannig var þetta lengi vel, en hin síðari ár var lögð meginá- hersla á vinnu við ökutækjaskrána, þó svo að umferðalög segðu að lög- reglustjórar ættu að vinna þau störf, en það var ekki fyrr en með um- ferðalögum frá 1. mars 1988 að Bifreiðaeftirlitinu var falið að annast skráningu ökutækja. Þessi vinna við ökutækjaskrána og tölvuvæðing hennar hefur á und- anfömum ámm kostað allmikið fé og kom þa bæðið niður á skoðun ökutælqa og eftirliti með þeim og var ökutækjaskoðunin nánast einn skrípaleikur hin síðari ár þar sem ekkert var gert til að tryggja að menn kæmu með ökutæki sín til skoðunar á réttum tíma og eftirlit í umferðinni var lítið sem ekkert. Hvaða breytingar hafa svo orðið við tilkomu hins nýja skoðunarfé- lags? Fljótt á litið eru þær ekki mikl- ar nema að gjaldskrá þessa nýja fýrirtækis er margfalt hærri en var hjá Bifreiðaeftirlitinu og er hækkun- in svo mikið að Bifreiðaskoðun ís- lands hf. getur ekki orðið annað en stórgróðafyrirtæki og fæ ég ekki séð að þessi breyting sé til hagsbóta fyrir bifreiðaeigendur eða aðra veg- farendur. Þá mætti ætta að skoðun og eftir- lit með ökutækjum hafi batnað með tilkomu þessa nýja fyrirtækis, en fljótt á litið er ekki hægt að sjá mikla breytingu. Skoðunarmenn standa úti með gömlu fjakkana eins og áður og nú hefur sú breyting verið gerð að allir íbúar Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfells- bæjar og Seltjamamess verða að fara með ökutæki sín í skoðun til Reykjavíkur og er vandséð að það sé til hagsbóta fyrir íbúa og bifreiða- eigendur í þessum sveitarfélögum. Eftirlit í umferðinni er ekkert af hálfu þessa nýja félags, því starfs- menn þess hafa ekki lögregluvald, eins og bifreiðaeftirlitsmenn höfðu og getur minna eftirlit í umferðinni ekki verið til að auka öryggi vegfar- enda eða stuðlað að betri ökutækj- um. En hvers vegna var verið að gera þessar breytingar, sem ekki er hægt að sjá að séu til neins gagns eða hagsbóta fyrir bifreiðaeigendur eða aðra vegfarendur? Þegar ég átti við- töl við þá ráðamenn, sem unnu að þessu máli á síðastliðnu ári vom aðalrök þeirra að þessu þyrfti að breyta því Bifreiðaeftirlitið væri svo óvinsælt og að svona væri þetta í Svíþjóð, þar væri skoðunin fram- kvæmd af félagi sem ríkið ætti hlut í. En ég fæ nú ekki séð að vitleysan sé nokkuð betri þó hún sé sænsk. Það vissu það allir sem vildu vita að bifreiðaskoðunin á vegum Bif- reiðaeftirlitsins var löngu úrelt at- höfn, og fyrir löngu kominn tími til að breyta þar um, en er það ekki furðulegt að loks þegar stjómvöld ákveða að gera breytingar, að þá er breytingin í raun engin breyting, aðeins er skipt um rekstraraðila, vitleysunni og skrípaleiknum haldið áfram, en nú skal það vera fínt, því vitleysan er að sænskri fyrirmynd. Hver græðir svo á þessari breyt- ingu? Það em ekki bifreiðaeigendur eða hinn almenni vegfarandi. Hvers vegna lá svona mikið á að leggja Bifreiðaeftirlitið niður að það jaðrar við lögbrot, löngu áður en Bifreiðaskoðun íslands hf. hafði getu eða heimild til að taka við störfum þess? í 65. gr. umferðalaga segir meðal annars: „Fela má hlutafélagi, sem ríkissjóður á hlut í, að annast skráningu ökutækja, skoðun þeirra og eftirlit sbr. 1. m. gr., enda verði settar upp skoðunarstöðvar í öllum kjördæmum landsins. Tekur hlutafé- lagið þá við hlutverki Bifreiðaeftir- lits o.s.frv. „Þama segir að hlutafé- lagið á að vera búið að koma upp skoðunarstöðvum í öllum kjördæm- um landsins og þá má það taka við Karl G. Ásgrímsson „Hvers veg-na lá svona mikið á að leggja Bif- reiðaeflirlitið niður og segja starfsmönnum þess upp, án þess að gefa þeim kost á þátt- töku í nýja félaginu, eins og venja hefiir ver- ið ef ríkið selur fyrir- tæki sín eða stofhanir?“ hlutverki Bifreiðaeftirlitsins en fyrr ekki. í 67. gr. umferðarlaga segir með- al annars að Bifreiðaeftirlit ríkisins ákveði hvar og hvenær almenn skoð- un ökutækja fari fram. Það segir hvergi í lögunum að heimilt sé að fela Bifreiðaskoðun íslands hf. þetta vald. Það er aðeins heimilt að fela Bifreiðaskoðun fslands hf. þau störf, sem getið er um í 1. mgr. 65. gr. laganna og virðist því sem enginn aðili sé til sem hefur vald til að ákveða og auglýsa aðalskoðun öku- tælqa eftir að Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður. Er þama verið að innleiða enn eina sænska vitleysu? Hvers vegna lá svona mikið á að leggja Bifreiðaeftirlitið niður og segja starfsmönnum þess upp, án þess að gefa þeim kost á þátttöku í nýja félaginu, eins og venja hefur verið ef ríkið selur fyrirtæki sín eða stofnanir? Hvers vegna var öku- tækjaskoðun og eftirlit afhent einok- unarfyrirtæki í stað þess að gefa þetta frjálst, og leyfa þeim sem hafa getu, þekkingu og vilja til að fram- kvæma þeta í fijálsri samkeppni. Ég hélt að íslendingar hefðu ver- ið búnir að fá nóg af einokun hér áður fyrr og það heyrði til liðinni tíð að einkafyrirtæki fengi einokunar- leyfí til verslunar og þjónustu hér á landi. Em forystumenn Alþýðuflokks- ins, sem frá upphafí hefur haft að kjörorði; frelsi, jafnrétti, bræðralag, ekki stoltir af því að hafa fótumtroð- ið frelsið og komið á fót fyrstu einok- unarstofnuninni í einkaeign hér á landi eftir að lýðveldið var stofnað? Em forystumenn Alþýðuflokksins ekki stoltir af því að hafa fótumtroð- ið jafnréttið og komið á því mikla misrétti milli fyrrverandi starfs- manna Bifreiðaeftirlitsins, sem felst í því að nokkrir vom gerðir atvinnu- lausir og vom það yfírleitt elstu starfsmennimir, en aðrir vom ráðnir til nýja félagsins á um það bil helm- ingi hærri launum en þeir höfðu hjá Bifreiðaeftirlitinu. Era forystumenn Alþýðuflokksins ekki stoltir af því, að í stað þess að stuðla að bræðralagi, hafa þeir í þessu máli aukið á óánægju milli manna og aukið vitleysuna, en ef marka má blaðaskrif, er mikið meiri óánægja með ökutækjaskoðunina nú en nokkm sinni áður. Að lokum: Alþýðuflokkurinn hafði að kjörorði; frelsi, jafnrétti, bræðra- lag, en í þessu máli virðast forystu- menn hans hafa haft að kjörorði; 'einokun, misrétti, vitleysa. Höfimdur er fyrrverandi bifreiða■ eftirlitsmaður. Þegar ráðherrann færði Stokks- nesið vestur fyrir HornaQörð Um mismunun í gámaleyfum, brask og valdbeitingu 1 sjávarútvegi eftir Ama er óþolandi, enda eykst tortryggni Johnsen °g óánægja stöðugt manna á með Það sukk og svínarí sem á sér stað í afgreiðslu gámaleyfa á vegum utanríkisráðuneytisins er óþolandi. Mönnum er þar mismunað, sagt rangt frá og ráðuneytið ber ábyrgð á því að útvaldir menn úr hópi land- krabba fá margfalt fleiri gámaleyfí heldur en sjómenn og útgerðarmenn sjálfír. Þessir tilteknu menn sem sumir hveijir em inni á gafli ut- anríkisráðuneytisins af pólitískum toga sækja um fjölda gámaleyfa með það fyrir augum að fá ein- hvem niðurskurð á sama tíma og sjómenn og útvegsmenn sækja um það sem þeir þurfa, en fá í mörgum tilvikum ekki neitt. Gámabraskar- amir hafa síðan verið að bjóða gámaleyfín til sölu, það er að segja gámana tóma. Þetta ófremdar- ástand hefur nú varað um nær árs skeið og kom til vegna þess að sjáv- arútvegsráðherra gafst upp á að leysa málið á eigin ábyrgð, takast á við vandann. Þegar svo er komið að ákveðnir menn njóta forréttinda umfram aðra við veitingu gáma- leyfa þá er mál að stokka upp spil- in og stöðva svindlið og valdbeiting- una, því það er ekkert annað en valdbeiting og opinber ábyrgð á þjófnaði að standa fyrir slíku kerfi. Samkomulag hafði náðst um ákveðið fyrirkomulag aflamiðlunar í þessu sambandi milli viðskipta- deildar utanríkisráðuneytisins, sjáv- arútvegsráðuneytisins og sjómanna og útvegsmanna, en sjávarútvegs- ráðherra hefur hunsað það frá ára- mótum og nú fá útflytjendur á gámaflski hvorki að vita hveijir hafí fengið leyfi til útflutnings né hve mikið. Þetta pukur og svindl sem dafnar í skjóli valdbeitingar al. Það er hægt að nafngreina suma þá menn sem era nú dekurbörn ráðuneyta á pólitískum forsendum, en sökin er fyrst og fremst þeirra ráðherra sem málið varðar og þá sérstaklega sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra eða skyldu þeir ekki vera í sömu ríkisstjóm? Eitt af því sem deila má á er sú ákvörðun að hleypa gámaleyfunum út um allar trissur, það er að segja til þeirra sem ætluðu aldrei að nota þau. Þess vegna þurfa menn nú að vera að hringja út um allt land og óska eftir gámaleyfí hjá mönnum sem eiga slíkt í vasa sínum og sum- ir hafa þurft að greiða tugi þúsunda fyrir leyfið. Brask og aftur brask. Það er lágmark að menn sitji við sama borð í þessum efnum. Með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði er verið að drepa niður dugnað í mönnum og ákveða í fílabeins- tumi í Reykjavík hvað eigi að afl- ast, hver eigi að fá aflann og hver eigi að fá greitt fyrir aflann. Gera verður kröfu til þess að þessi út- flutningur verði frjáls að mestu leyti. Það er ef til vill aðeins yfír sumartímann að sérstök ástæða er til samráðs, en auðvitað á það að vera í höndum hagsmunaaðila fyrst og fremst, því hvorki sjómenn né útgerðarmenn em að leika sér að því að selja afla undir verði. Slíkt getur komið upp á en heyrir til undantekninga og auðvitað er þeim mönnum best treystandi sem á brennur fyrir eðlilegum farvegi í þessu máli. Núverandi skömmtun- arkerfi og ríkisforsjá með mismun- un og valdbeitingu er ögmn og dónaskapur. Dæmi um það hve mikið er í húfí er einn bátur sem flutti tals- Ámi Johnsen vert út í gámum sl. ár. Hann fékk 21 kr.hærra verð fyrir kílóið af þorski en landsmeðaltalið var hér heima. Heildarverðmæti hans á all- an útfluttan afla var 66,5 millj. kr., að meðaltali 76 kr. kg. Skipta- verðmæti var 55 millj. kr. og þar af var erlendur kostnaður um 5,5 millj. kr. og flutningskostnaður rúmar 6 millj.kr. Þetta sýnir hvað mikið er í húfí, enda mun láta nærri miðað við 50 tonn af togara- afla að á sjómann getur það munað 1,5 millj.kr. hvort aflinn er seldur heima eða heiman. Sú árátta að innleiða framsókn- arkerfíð í sjávarútveginn er það hættulegasta sem að honum steðj- ar, það er meira að segja verra en smáfískadrápið. Mismununin veður yfír í stóm og smáu og slíkt geng- ur ekki upp, því menn láta ekki bjóða sér það til lengdar nema þá að stjómvöld ætlist til þess að menn fari á skjön við þær reglur sem era á borði. Bátar sem hafa verið lengd- ir halda leyfi innan þriggja mflna marka og kvóta skipa er breytt að geðþótta eftir ákvörðun stjómvalda. Gott dæmi er það þegar togarinn Erlingu'r var keyptur frá Sandgerði til Hafnar í Homafírði og skírður Þórhallur Daníelsson- Hann var keyptur af suðursvæði á suður- svaeði, en línan sem skiptir togara- flotanum á norður og suðursvæði lá sem kunnugt er frá Stokksnesi austan við Höfn og í Vestflarða- kjálkann sunnanverðan. Norðurtog- aramir hafa hundraðum tonna meiri þorskkvóta en suðurtogaram- ir þótt engin rök séu fyrir því leng- ur, og Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gerði sér lítið fyrir og færði línuna, það er að ségja hann lét sig ekki muna um það að færa sjálft Stokksnesið vestur fyrir Hornaljörð og þar með hlaut togar- inn í hans eigin heimabyggð nokkra tugi milljóna í vöggugjöf frá ráð- herranum. Hvers vegna færði ráð- herrann ekki Stokksnesið vestur fyrir Heimaklett, eða vestur fyrir Þorbjöm á Reykjanesi? Hvers vegna eyddi hann ekki norður-suður- línunni sem er úrelt? Þetta era dæmi um mismunun, sem sjómenn og útgerðarmenn landsins búa við, dæmi sem fjallað er um í stuttu máli en skapa ótrúlegan ójöfnuð og ranglæti sem getur ekki gengið UPP-____________________________ Höfiindur er blaðamaður Landsvirkjun: Samþykkt að taka tílboði Stíganda MEIRIHLUTI stjómar Lands- virkjunar hefur samþykkt að ganga að tilboði Stíganda hf. á Blönduósi um byggingu stjóm- húss Blönduvirkjunar. Með þessu gekk meirihlutinn gegn vilja for- stjóra, aðstoðarforstjóra og ráð- gjafa Landsvirkjunar sem höfðu samþykkt samhljóða að taka til- boði S.H. verktaka í Hafnarfírði í þetta verk enda var það lægsta tilboðið í verkið. Vegna þessa máls hefur Verktakasamband ís- lands sent frá sér harðorða álykt- un þar sem þessi málsmeðferð er fordæmd. Munurinn á tilboðum þessara tveggja verktaka var um 3 milljónir króna. Tilboð S.H. verktaka hljóðaði upp á 127 milljónir króna en Stíganda upp á 130 miHjónir. Þeir sem samþykktu Stíganda vom Páll Pétursson, Páll Gíslason (í forföllum Davíðs Oddssonar), Finn- bogi Jónsson, Hafsteinn Kristinsson og Gunnar Ragnars. Þeir sem vildu fara að vilja forstjóra og ráðgjafa Landsvirkjunar vora Jóhannes Nord- al, Ámi Grétar Finnsson, Aðalsteinn Guðjohnsen (í forföllum Birgis ísleifs Gunnarssonar) og Siguijón Péturs- Benedikt Olgeirsson verkfræðing- ur hjá S.H. verktökum segir að ákvörðun meirihluta stjómar Lands- virlqunar hafí komið sem hnefahögg í andlit þeirra. „Við teljum að óeðli- lega hafi verið að málinu staðið. Þama var um hreppapólitíska veit- ingu að ræða og hún á eftir að draga dilk á eftir sér,“ segir Benedikt. „Það er ljóst að siðareglur í útboðum vora þverbrotnar með þessari ákvörðun og slíkt er hættulegt þegar fyrirtæki á borð við Landsvirkjun á í hlut. Því munum við vinna að því að þetta verði endurskoðað," segir Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.