Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JUNI 1989 öllum óhollt. Lausnin, svo góð sem hún var, reyndist vera opinberar framkvæmdir, að mestu greiddar af lánsfé, ekki sköttum. En launaþróun kreppuáranna á lítið skylt við launaþróun verðbólg- unnar, þar sem launaþróunin knýr verðbólguhjólið. Flestir ættu að muna sólstöðusamningana, 38%. En launaþróun kreppuáranna ætti að minn á þá staðreynd, að lækkun launa veldur hjöðnun, öfugt við lækkun vaxta, sem veldur þenslu. Meinloka Ég ætla að ljúka þessu greinar- komi með því að víkja aftur að mein- loku dr. Gunnars. Ályktun: Þegar vextir eru lækk- aðir hefír sú ráðstöfun þensluáhrif. Ráðstöfunin hvetur til framkvæmda og fjárfestingar fyrir ódýra peninga, í_ rauninni til þenslu á öllum sviðum. Á verðbólgutímum er lækkunin því hreint lokaráð. Vextirnir segja til um það, hvað rétt og heilbrigt sé að gera, þótt þeir séu langt frá því að vera eini vegvísirinn. Fjárfestingará- kvarðanir eiga ekki að stjóma hæð vaxtanna, heldur öfugt: Vextimir eiga að vera þýðingarmikill þáttur í ákvörðunum um framkvæmdir, eink- um þegar festa á fé til langs tíma. Dr. Gunnar snýr þessu alveg við. Samkvæmt hans boðskap á eftir- spumin að ráða vöxtunum, án tillits til framboðsins. Hann virðist líta svo á að menn spari fyrirhafnarlaust. Hinsvegar þegar kaupgjald er lækkað, einkum þegar um er að ræða almenna lækkun, hefir sú lækk- un hjöðnunaráhrif, sökum áhrifa á kaupmátt launþeganna og eftirspum þeirra. Á verðbólgutímum hefir þetta snúist við. Hið mikla vald launþega- samtakanna er þá notað til þess að keyra upp kaupgjaldið óháð öllum staðreyndum atvinnulífsins, með vondum afleiðingum. Hin óeðlilega hækkun kaupgjaldsins veldur óeðli- legri þenslu á öllum sviðum. Þetta sem dr. Gunnar gerir, að leggja að jöfnu lækkun vaxta og lækkun kaupgjalds, að því er varðar áhrif á atvinnulífíð, er því alrangt. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum ganga áhrifin í gagnstæðar áttir. Meinloka dr. Gunnars væri skiljanlegri hjá rekstrarhagfræðingi, en hjá manni með menntun í þjóð- hagfræði. Höfundur er fyrrverandi banka- sljóri og fyrrverandi ráðunautur ríkisstjómar í efhahagsm&lum. Forlagið* Nýjar bækur Bókaútgáfan Forlagið hefiir sent frá sér þijár nýjar bækur um köttinn Gretti eftir teiknarann Jim Davis. Bækurnar heita í blíðu og stríðu, Oddi er besta skinn og Elskhuginn mikli. Bjami Fr. Karlsson þýddi. í fréttatilkynningu Forlagsins seg- ir m.a.: „Grettir er feitur, latur, und- irförull, hrekkjóttur, eigingjam, morgunsvæfur og matgráðugur." „Hvers vegna föllum við fýrir ketti sem veltir sér upp úr veikleikum okkar og nýtur þess? Hvaða duldu hvatir vekur hann í okkur? Hegðar hann sér kannski eins og við vildum sjálf ef við þyrðum — að minnsta kosti stundum? Svo mikið er víst að kattahatarar elska hann líka ef hann nær að læsa í þá klónum." Bækurnar um Gretti era prentaðar í Englandi. Heiðmörk: BORN EIGA BETRA SKILIÐ! Plantað í Danalundi AÐ VENJU munu Danir Qöl- menna í Heiðmörk á „Grundlovs- dagen“, 5. júní, til að planta tijám og hlú að gróðri. Þegar því er lokið verður haldin pylsuveisla í „Hytten“-skála í Skandinavisk Boldklub. (Fréttatilkynning) Fulloröna fólkið mótar umhverfi borgarbarna engu síður en sjálf náttúran. Með því að láta glerbrot, úðabrúsa, einnota kveikjara og sígarettustubba liggja á almannafæri egnum við slysagildrur fyrir litla fólkið. Lítum í kringum okkur - forðum börnum okkar frá óhöppum! IATTU EKKl ÞITT EFTIR UGGIAi ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.