Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 40
40 MORÓDNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Systraminning: Auður og Guðrún Jónsdætur Guðrún: Fædd 29. október 1962 Dáin 20. apríl 1989 Auður: Fædd27. nóvember 1965 Dáin 19. apríl 1989 Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (Bjöm Halldórsson) Að morgni 15. apríl þegar ég frétti að frænkur mínar og vinkon- ur Auður og Guðrún hefðu lent í bflslysi og væru alvarlega slasaðar, bað ég og trúði að þær myndu lifa og verða heilbrigðar á ný, en þetta fór á annan veg, þær létust þann 19. og 20. aprfl, en lítið getum við gert við því þegar Guð kallar á þá útvöldu til sín, en ég held í mína trú og veit að ekkert annað en gott bíður þeirra því svo indælar voru þær. Við ólumst upp saman frá bams- aldri og ekki voru margir dagamir sem ég kom ekki við í Jónshúsi heima hjá þeim. Þegar við fórum að eldast náðum við Auður betur saman og Guðrún eignaðist sínar vinkonur enda var hún eldri. Auður var mín besta vinkona og margt gerðum við saman, glað- værðin var ætíð í hámarki hjá henni og þótti öllum gaman að vera í hópi þar sem hún var. Leiðir okkar skildu svo eftir skóla hér heima á Raufarhöfn, en alltaf hélst sterkt samband á milli okkar, og hittumst við eins oft og við gát- um. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN BJÖRNSSON, Herjólfsgötu 28, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 1. júní. Ingunn Sfmonardóttir, Guðný Jóhannsdóttir, Berent Sveinbjörnsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Viiborg Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Anders Gullin og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Samtúni 32, lóst í Öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 24. maí. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Anna M. Sigurðardóttlr, Elías F. Elíasson, Jónbjörn Sigurðsson, Magnea Magnúsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Kristinn M. Sigurðsson, og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma VIGDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlfð, Akureyri, lóst í Fjórðungssjúkrahúsinu 2. júní. Guðrún Óskarsdóttir, Ársæll Magnússon, Kristfn Aðalheiður Óskarsdóttir, Kristinn Óskarsson, Þórdís Krlstinsdóttlr, Ósk Óskarsdóttir, Ingimar Þorkelsson, Grétar Óskarsson, Guðrún Jónasdóttir, Jón Óskarsson, Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Stefán Óskarsson, Alda Pálsdóttir, Sigurrós R. Óskarsdóttir, Bjartur Stefánsson, Svandfs Gunnarsdóttir, Einar Árnason og barnabörn. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR bókari, Bjarnarstfg 6, Reykjavfk, andaðist þann 22. mai síöastliðinn. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristfn Guðbjartsd. Magnús, Sigrfður Guðmundsdóttir, Halldór Snorrason, Guðfinna Guðmundsdóttlr, Magnús S. Halldórsson, Jón Guðmundsson. t Hjartkær maðurinn minn, CARLOJENSEN tannlæknir, Raadhusgade 8, Brönderslev, lést 20. maí sl. Jaröarförin hefur farið fram. Ásta Jensen og fjölskylda. Vil ég með þessum fáum orðum þakka fyrir árin sem við áttum sam- an en þau voru því miður allt of fá, minningin um þær er styrkur minn í þessari miklu sorg og skarðið sem þær skildu eftir verður aldrei fyllt. Ég vil votta foreldrum þeirra, systkinum og öðrum aðstandend- um, einnig unnusta Guðrúnar, mínar innilegustu samúð. Megi Guð vera þeim styrkur í þeirra miklu sorg. Ása G., Raufiarhöfo Frá þeim tíma sém ég frétti af hinu hörmulega slysi sem þær syst- ur lentu í þann 15. apríl, lifði ég í þeirri von að kraftaverk myndi ger- ast sem gerði þeim kleift að halda áfram að lifa með okkur, en vegir Guðs eru órannsakanlegir, en við vitum að hann gerir ekkert í til- gangsleysi þó að við eigum erfitt með að sætta okkur við að þær séu teknar frá okkur svo ungar. Auði og Guðrúnu þekkti ég frá bamsaldri, Auður varð mín besta vinkona og margt brölluðum við saman í gegnum árin. Auður var mjög jákvæð og glaðvær og aldrei var nein lognmolla þar sem hún var. Guðrúnu kynntist ég meira á unglingsaldri, þegar við áttum orðið betur samleið, sama glaðværð ein- kenndi hana og systur hennar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með þeim systrum. Styrkurinn sem mér finnst ég finna frá þeim hjálpar mér í gegnum þessa miklu sorg, þó að þetta stóra skarð verði aldrei fyllt, en ég vona að með tímanum læri ég að lifa með minningunum sem þær gáfu mér. Ég votta foreldrum þeirra og öðrum aðstandendum, einnig Jóni unnusta Guðrúnar, mína innileg- ustu samúð. Gréta, Raufárhöfn Drottinn gaf og drottinn tók. enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, stendur einhvers staðar og það er víst áræðanlega sannleikur. Ekki veit ég með vissu hvar ég ætti að byija, því minning- amar eru margar og kannski þær fyrstu stundir sem við áttum saman voru jólin sem við vorum á Raufar- höfn, en það voru svo sem engar gleðistundir allt í gegn. En umfram allt mín eftirminni- Minning: * Arni Markússon Fæddur 25. desember 1917 Dáinn 14. apríl 1989 Mig setti hljóða þegar dóttir mín kom til mín þar sem ég dvaldi á heilsuhælinu í Hveragerði og flutti mér andlátsfregn míns góða kunn- ingja Áma Markússonar. Fráfall hans kom mér á óvart. Aðeins tíu dögum áður kvaddi ég hann glaðan og reifan. Mér varð hugsað til Systu, minnar kæm vinkonu, sem nú stóð allt í einu uppi ein, án ástkærs lífsfömnauts. Ámi fæddist á Vesturgötu 55, sonur hjónanna Markúsar Amason- ar, sjómanns frá Landeyjum og Sig- þrúðar Markúsdóttur, ættaðri úr Grímsnesi. Þeim hjónum varð fjög- urra bama auðið. En þau voru Amdís, Ámi, Reynir og Ásta Margrét, tvö þau síðamefndu dóu í æsku. Faðir Áma lést fyrir aldur fram út berklum. Ekkjan stóð þá uppi með tvö ung bom, gekk með það fjórða, en þriðja bamið hafði látist tveimur ámm áður. Það má nærri geta að erfitt hef- ur verið að framfleyta fjölskyldunni á þessum ámm að föðumum látn- um. Þau systkinin Ámi og Arndís fóm því snemma að vinna við að breiða fisk á reitum eftir því sem kraftar þeirra og aldur leyfðu. Móð- ur þeirra entist ekki líf og heilsa lengi. Þau systkinin vom um tvítugt þegar hún dó. Alla tíð var gott samband á milli þeirra systkina og bar Ámi mikla virðingu fyrir systur sinni. Hún minnist þess er hún dvaldi í Dan- mörku hversu ólöt þau vom að skrifa hvort öðm. Segja má að allt frá bamæsku hafí Ami unnið vð fisk. Hann var aðeins 16 ára þegar hann fór á sjó- inn á togaranum Hannesi Hafstein, sem móðurbróður hans Guðmundur Markússon var skipstjóri á. Mun hann hafa verið um 20 ár sam- fleytt á sjónum. Eftir að hann hætti á sjó vann hann í Fiskiðjuverinu og síðan í Hraðfrystistöðinni. En síðustu 15 ári vann hann í Fiskbúð við Álfheima. Árið 1956 urðu þáttaskil í lífi Áma, er hann kynntist Sigríði Benjamínsdóttur, sem í daglegu tali er kölluð Systa. Það var stór dagur í lífi þeirra beggja þegar þau settu upp trúlof- unarhringa á afmælisdegi Systu. Þá hófu þau sambúð sem ég tel að hafi verið gæfuspor fyrir þau bæði og líf þeirra beggja fékk þá nýja lífsfyllingu, ekki síst Iíf Systu, en hún hafði lamast 10 ára gömul og var því fötluð þegar þau Ámi kynnt- ust. Kannski vom heilladísimar að verki þegar fundum þeirra bar sam- an í fyrsta sinni. Þegar sá þráður sem tengdi þau var spunninn trúi ég að Guð hafi þar haft þar hönd í bagga. Allt frá fyrstu stundu og þar til dauðinn kom svo óvænt og hjó á þráðinn. Vegna fötlunar konu sinnar mæddi ýmislegt meira á Áma en mörgum öðmm húsfeðmm og gefur að skilja að í ýmsu var að snúast utan vinnustaðar þar sem heimilis- störf hvíldu að mestu á honum. Þau Ámi og Systa bjuggu sér indælt heimili þar sem glaðværð sat í fyrirrúmi því þau áttu margt sam- legustu jól sem ég og þær höfðum upplifað fyrir 17 ámm síðan. Þá höfðu Hrefna og Nonni boðið mömmu og okkur fjórum systkinun- um að vera um jólin á Raufarhöfn. Varla er hægt að fullyrða að frið- ur hafi verið lengur en fyrstu 2-3 tímana eftir komu okkar í Jónshús. En þessar tvær vikur sem við vomm þama var fjörið og lætin jafnt að nóttu sem degi. Enda ekki skrítið þegar svona lífsglaðar flölskyldur hittast. Oft sátum við frænkumar, ásamt Jóni og fleirum, rifluðum upp og sögðum frá þessum tíma, svo og þegar þær komu í bæinn í heim- sóknir til okkar. Og hvað ég hló að Auði þegar hún hélt að strætó myndi bara stoppa þar sem hún stóð þá stundina sem hann fór framhjá! En síðan em liðin mörg ár, og það var samt ekki fyrr en nú á seinni ámm eða kannski mánuðum sem við urðum svona miklar vinkon- ur, þó svo að alltaf höfum við vitað af hvor annarri. Báðar vora þær systur hressar og kátar þótt ólíkar væm, Guðrún var alltaf hress og kát og stal sen- unni hvar sem hún var með ákveðn- ar skoðanir á sumum hlutum sem öðmm þótti kannski mega vera öðmvísi. Kímnigáfa Auðar var með ólíkindum skemmtileg og laglausari manneslq'u hafði ég ekki kynnst. En alla íslenska texta var hún með hreinu og söng þá óspart fyrir mig og vinnufélaga okkar. Báðar höfðu þær systur gaman af bömum og oft kom það fyrir að Bima dótt- ir mín sem er 6 ára ætlaði að flytja til þeirra systra, svo mikið gáfu þær af sér. Og þegar Auður gisti hjá okkur eða við hjá þeim, vildi hún alltaf sofa undir sömu sæng og Auður. Auður og Guðrún vom tryggir vinir, og vinir í raun og getur eng- inn fyllt það skarð sem hefur orðið. Verðum við því öll að trúa að þessi atburður hafí einhvem til- gang, sem við höfum ekki skilning á og bið ég góðan guð að veita foreldmm þeirra, Jóni og systkinum þeirra, styrk í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu þeirra. Sandra eiginlegt, m.a. þá eiginleika að þurfa lítið til að gleðjast og þau deildu því mörgum ánægjustundum saman. Ég sem þekkti þau svo vel vissi hversu oft var glatt á hjalla hjá þeim og hlógu dátt saman, og þá átti Ámi til að taka dansspor. Þeg- ar þau eignuðust fyrsta bflinn var iðulega ekið að sjónum til að horfa á sólarlagið og þá sungu þau bæði um sjóinn og ástina. Ámi var að eðlisfari rólyndur maður og hógvær. Aldrei heyrði ég hann lasta nokkra manneskju og hann vildi ávallt gera gott úr öllu. Góðlátleg glettni var honum töm. Ég sem rita þessar línur sakna hans vegna Ijúflyndisins og glað- værðarinnar sem einkenndu hann svo ríkulega. Við hjónin vottum Systu og Arndísi samúð okkar. Við þig, Systa, vil ég segja: Minning um góðan dreng lifir og megi minning- amar góðu sem þú átt um horfinn lífsfömnaut þinn verma huga þinn á saknaðarstundu. Mæja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.