Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Minning: Krisijana Magnús- dóttirfrá Deplum Fædd26. september 1899 Dáin27. maí 1989 Þegar langri starfsævi er lokið og lífslöngun tekin að þverra er það fagnaðarefni að fá að hverfa til upphafs síns og skila við sjúkan og hrömandi líkama. Kristjana Magnúsdóttir, fullu nafni Hólmfríður Kristjana, átti aðeins eftir nokkra mánuði til þess að ná 90 ára aldri. Hún fæddist 26. september 1899 á Skuggabjörg- um, Deildardal í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð og víðar í Skagafirði, en lengst af bóndi í Koti í Svarfað- ardal, f. 28. maí 1871 á Óslandi í Skagafirði, d. 1953 á Dalvík, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, Halldórssonar bónda í Klaufa- brekknakoti, (þekktur fyrir lækn- ingar bæði manna og dýra) f. 6. júní 1875 á Brúarlandi í Deildard- al, d. 1959 í Koti. Systur Kristjönu voru Jóhanna Ingibjörg, gift Tryggva Halldórs- syni frá Melum, bjuggu á Þorsteins- stöðum í Svarfaðardal, Jónína Gunnlaug, gift Antoni Pálssyni frá Brúarlandi, (skildu) bústýra hjá Gunnlaugi Jónssyni frá Melbreið í Fljótum, bjuggu á Atlastöðum í Svarfaðardal, og yngsta systirin Guðrún, gift Jónasi Þorleifssyni frá Klængshóli í Skíðadal, bjuggu í Koti í Svarfaðardal. Af þessu fólki er nú Jónína Gunnlaug á Atlastöð- um ein eftir á lífi. Kristjana giftist 20. september 1924, Þorvaldi Guðmundssyni frá Þrasastöðum í Stíflu, Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum, Jónssonar bónda á sama stað og kona hans Guðný Jóhannsdóttir, bónda á Stíflu, Magnússonar. Þorvaldur og Kristjana hófu bú- skap á Deplum, næsta bæ við Þrasastaði og bjuggu þar í nítján ár. Þar fæddust böm þeirra, Guð- mundur bóndi á Lækjarbökkum í Ölfusi, Magnús rafvirki búsettur í Osló, Guðný húsfreyja í Reykjavík, Anna Snjólaug sjúkraliði, d. 1967, og Hörður bifvélavirkjameistari í Reykjavík. Fyrstu minningar mínar um Kristjönu, konu Þorvaldar föður- bróður míns, em tengdar bemsku- ámm mínum á Þrasastöðum. Við Ástrún systir mín, þá smá- stelpur, voram sendar í einhveijum erindagerðum niður að Deplum, en það var í fyrsta skipti sem við fóram einar af bæ, svo að spennan og eftirvæntingin var mikil. Þar vora líka frændur okkar, Mummi og Maggi, sem vora á líku reki og við og með þeim rákum við kýmar frá báðum bæjunum í úthaga á sumrin þegar mjöltum var lokið. Kristjana tók vel á móti okkur Ástrúnu, glöð yfir gestakomunni og hló smitandi hlátri þegar hún sá hvað við voram hátíðlegar á svip- inn. Á Deplum var torfbær með löng- um göngum og út frá þeim lágu margar forvitnilegar vistarverar, búr fyrir slátur og önnur matvæli, geymslur fyrir reiðtygi og forláta söðul sem Kristjana átti og margt annað. Þegar göngunum sleppti var komið inn í rúmgott eldhús, en til hliðar vora svefnhús og gestastofa með hvítskúraðu trégólfi. Kristjana átti alltaf eitthvað með kaffinu er gesti bar að garði. Hún raðaði smákökum og öðra góðgæti í okkur Ástrúnu og spurði tíðinda, svo að feimnin hvarf brátt af okk- ur. Ávallt síðar hlakkaði ég mikið til þess að koma að Deplum. Kristjana var nokkuð sérstök. Hún var stolt, skapgóð og glaðlynd. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana atyrða böm sín eða tala hast- arlega til þeirra. Hún var þrekin og hraustleg út- lits fram á efri ár, dugnaðarforkur og fædd búkona. Henni þótti vænt um skepnur og var nærfærin við þær, eins og hún átti kyn til. Þor- valdi og Kristjönu búnaðist vel á Deplum þótt búið væri ekki stórt. Þau vora nægjusöm og ánægð ef þau höfðu nægan heyforða handa skepnum sínum og mat fyrir heimil- ið. Árið 1945 fluttu þau til Siglu- fjarðar og keyptu lítið hús við Tún- götuna. Þau vora heppin með ná- granna sína og þeim leið vel í þessu húsi. Þrifnaður, hirðusemi og nýtni settu svip sinn á heimili þeirra, hvort heldur var í sveit eða kaup- stað. Fyrir nokkram áram þegar Þor- valdur var hættur að vinna og far- inn að finna fyrir vanheilsu, fluttu þau í rúmgott herbergi í Ellideild Sjúkrahúss Siglufjarðar; þar sem þau fengu góða umönnun. Kristjana sætti sig brátt við þessi umskipti, tók þátt í föndri og gerði öðram glatt í geði með léttri lund sinni. Þegar ég heimsótti þau á síðast- liðnu sumri, brá mér nokkuð við að sjá hvað Kristjana hafði lagt mikið af. Hún var hress og glöð yfir því að fá heimsókn, fylgdi mér um allt og sýndi mér nýbyggðar íbúðir aldraðra, sem tengdar era aðalbyggingu Sjúkrahússins. Ég furðaði mig á því hvað minni henn- ar var gott. Þorvaldur var þá að miklu leyti orðinn rúmliggjandi og er nú mikið veikur. Þegar ég talaði síðast við Krist- jönu í síma skömmu eftir sl. ára- mót, fann ég að henni var bragðið, en ekki kvartaði hún yfir lasleika sínum. Gyða Jóhannsdóttir í dag verður amma okkar, Krist- jana Magnúsdóttir, lögð til hinstu hvflu, og viljum við minnast hennar með nokkram orðum. Alltaf var gaman að koma til ömmu Kristjönu og afa Þorvaldar á Siglufirði, það var alveg sérstök tilfinning að koma í litla húsið við Túngötuna, þaðan eigum við syst- kinin margar góðar minningar. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur, með hlýju og rausnarskap. Amma var hreinskilin og ákveðin kona en jafnframt hlý og gaf mikið af sjálfri sér og munum við minn- ast hennar sem slíkrar. Ömmu og afa varð fimm barna auðið, þau era: Guðmundur, bóndi I að Laugarbökkum í Ölfusi, kvæntur Gunnhildi Davíðsdóttur, Magnús, rafvirki í Ósló, Guðný, húsmóðir í Reykjavík gift Eiríki Ásgeirssyni. I Hörður, bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur. Einnig áttu þau Onnu Snjólaugu sem lést í blóma lífsins, og var það mikill og sár missir. Síðustu æviárin dvaldi hún ásamt afa í Sjúkrahúsi Sigluijarðar þar sem hún naut góðrar umhyggju starfsfólks sem við viljum þakka fyrir. Einnig færam við Nönnu Frank- linsdóttur sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð og vinarhug gagnvart ömmu okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja afa okkar sem nú sér á eftir lífsföra- naut sínum. Blessuð sé minning ömmu okkar, megi hún hvfla í Guðs friði. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvemig fer. Þótt meí hverfi heimsins gæði, hverfi allt, sem kærst mér en Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fapar mér. (M. Joch.) Kristjana, Kolla, Bára, Gummi, Inga og Donna. Einar E. Einars- son - Minning Fæddur 29. október 1935 Dáinn 26. maí 1989 Með fáeinum orðum langar mig að minnast góðs vinar og ná- granna, Eiríks E. Einarssonar, sem kvaddur verður í dag 2. júní og jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. Það er vel til þess fallið fyrir hann að fá hinstu hvílu þar svo nálægt flugvellinum. Flugið var hans aðaláhugamál alla tíð og hann lét til leiðast að fá flugrétt- indi fyrir nokkram áram, honum til ómældrar ánægju. Margoft hafði hann að orði að fara með mig einn hring yfír Reykjavík, sem að ég afþakkaði sökum flug- hræðslu. Ég minnist liðins sumars, er allt lék í lyndi, utan bæjarmarka borg- arinnar. Unnið var við smíði og lagfæringu á sumarbústað mínum, sannarlega við skilyrði íslenskrar veðráttu, hávaðaroki og ausandi rigningu. En í sálum okkar, sem á staðnum vora, ríkti glaðværð og hlátur, enda spaug og glettni sjald- an langt undan, þegar að Eiríkur og Þórey kona hans hafa verið í nálægð. Eftir að þessu verkefni lauk, hafði hann að orði við vin sinn að hann hefði verið upptekinn við að hjálpa sambýliskonu sinni, sem varð að orðatiltæki milli okkar eftir það. í lok nóvember sl. kemst ég að því að hann er haldinn alvar- legum sjúkdómi. Um leið ar mér Herdís Friðriks- dóttir - Minning Fædd5. apríl 1913 Dáin 27. ma! 1989 Okkur systumar langar að skrifa nokkur orð um elskulegu ömmu okkar sem lést að morgni 27. maí. Hún hét Herdís Friðriksdóttir og fæddist 5. aprfl 1913 í Blöndugerði í Hróarstungu. Foreldrar ömmu dóu mjög ungir og vora þá systkinin sett í fóstur, en þau vora ásamt ömmu, Ingvar, Gunnar, Magnús, Karólína, og Þóranna. Ólst amma upp á Litla-Bakka í Hróarstungu. Éina eftirlifandi systkini ömmu er Ingvar, búsettur að Steinholti í Egilsstaðahreppi. Árið 1934 giftist amma afa okkar Stefáni B. Gunnarsssyni frá Foss- völlum. Hófu þau búskap á Grand í Jökuldal og ólu þar upp Qögur börn sín. Þau era: Gestur, búsettur í Reykjavík, Ragnheiður Gunnhild- ur, búsett á Selfossi, Karl, búsettur í Kópavogi og ína Sigurborg, bú- sett á Selfossi. Árið 1952 fluttu þau svo að Kirlqubæ í Hróarstungu og bjuggu þar þangað til þau fluttu til Selfoss árið 1962. Þann tíma sem amma bjó á Sel- fossi leigðu þau fyrst húsnæði í Smáratúninu en keyptu sér svo íbúð á Austurvegi 40. Við systumar minnumst þess enn er við vorum litlar, hvað okkur þótti gaman að koma til ömmu og afa á Austurveg. Alltaf eftir hádegi á föstudögum, þegar mamma var að vinna, fóram við þangað í pössun og amma sat með okkur í fanginu og sagði okkur sögur og ekki má gleyma vöfflubakstrinum sem var fastur liður að hjálpa ömmu við. Og eftir skóla var alltaf gott að koma við hjá ömmu og afa, úr kuld- anum inn í hlýjuna, þar sem amma tók brosandi á móti okkur og gaf okkur kaffi og með því. sagt að það mætti ganga krafta- verki næst, ef að hann lifði áramót- in. Síðan hef ég séð hvemig heilsu hans hefur smátt og smátt hrakað. Minninguna um elsku góðu ömmu okkar munum við alltaf geyma. Og áður en við ljúkum þess- um fátæklegu orðum viljum við, á Stekkholti 11, votta elsku afa okkar og öðram ættingjum okkar dýpstu samúð. Ásdís Erla og Lilja Björg Guðjónsdætur Um leið og ég hef undrast þrek hans og trú á lífið. Hann ætlaði að ná heilsu aftur og komast í létta vinnu. Um leið og næsta sumar kæmi, kæmi hann í sumarbústað- inn. Það var sárt að hlusta á dauð- vona mann skipuleggja og byggja upp nýja framtíð, með fjölskyldu sinni, og vita að þær óskir gætu aldrei ræst. Umræður okkar, þessa síðustu mánuði vora á breiðum grandvelli, meðal annars um trúmál og líf eftir dauðann. Ég ætla ekki að rifja það upp hér, en þessar umræður verða mér ógleymanlegar. Einlæg ósk hans var að þurfa ekki að dvelja á sjúkrahúsi, sem að hann varð þó að gera. Ástríki og skilnings naut hann meðal bama sinna og sérlega eiginkonu, sem vakti jafnt að nóttu sem degi yfir honum þessa mánuði, hvort sem hann dvaldi innan veggja heimilis síns eða á sjúkrahúsi. Nú er lífsþráður hans brostinn og stríðinu lokið. Megi hann hvíla í guðs friði. Ég sendi þér, Þórey mín, böm- um ykkar og öðram aðstandend- um, innilegar samúðarkveðjur og ósk um styrk ykkur til handa á sorgarstund. G.Ó. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR fráVöllum, lést í Landakotsspítala 2. júní. Gíslína Björnsdóttlr, Ingvar Christiansen, Kjartan Björnsson, Sigrfður Sigurðardóttir, Jónas Björnsson, Ásdfs Frímannsdóttir. og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför bróður okkar, mágs og fóstra, GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR, frá Seli f Landeyjum. Þórhildur Margrét Valtýsdóttlr, Þurfður Valtýsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Grímur Pálsson, Karel Valtýsson, Valtýr Sigurðsson, Sverrir Kristjánsson. t Þökkum innlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlót ogútför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ólafsvfk. Guðmundur Alfonsson, Ingveldur Alfonsdóttir, Kristján Alfonsson, Randver Alfonsson, Svava Alfonsdóttlr, Sigrfður Alfonsdóttir, Aldfs Alfonsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.