Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 31 Fiskvinnslufólkið pússar og málar Dökkt útlit framundan FISKVINNSLUFÓLK á Þórshöfn hefur síðustu daga unnið við hrein- gerningar á Hraðfrystistöð Þórshafnar og hjá loðnuverksmiðjunni, en lítill Sskur hefur borist í húsið að undanförnu. í næstu viku legg- ur fólkið hreingerningaklútunum og tekur upp málningarpenslana, en þá er fyrirhugað að mála húsið utan og innan. Gísli Óskarsson skrifstofustjóri hjá Hraðfrystistöðinni sagði að sár- lega vantaði togara á staðinn, en sem kunnugt er var Súlnafellið selt í marsmánuði, en frá þeim tíma hefur Geir, sem er um 80 tonna bátur, haldið húsinu gangandi. Geir er nú í slipp á Húsavík. Þorskkvóti Gísli sagði ekki búið að taka ákvörðun um framhaldið, eða hvort húsinu yrði lokað hluta úr sumri. Menn þyrftu að setjast niður og ræða það mál mjög fljótlega. Hraðfrystistöð Þórshafnar tapaði 12 milljónum króna á síðasta ári, en 18 á árinu þar á undan. Gísli sagði það vera nokkuð viðunandi miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Leiðrétting Á Akureyrarsíðu í gær var rangt föðumafn Guðbjargar Jakobsdótt- ur, íslandsmeistara í rokkdönsum. Er hún beðin velvirðingar á þessum mistökum. Árrisulir veiðimenn Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir eru árrisulir ungu veiðimennirnir þessa dagana og eru mættir niður á bryggju strax klukkan átta á morgnana. Veiðimenn við Leir- ur hafa verið að fá talsvert af ljómandi silungi þar um slóðir sem líkar vel kominn í pott eða á pönnu. Þeir félagar Rúnar, Stefán, Adolf, Skírnir og Gestur voru niðursokknir í veiði- skapinn þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði, en gáfu sér þó tíma fyrir mynda- töku. Adolf hafði veitt Qögurra til Smm punda silung og var alldrjúgur, er hann upplýsti að hann notaði maðk sem beitu. Hraðfrystistöð Þórshafiiar: Samvinnubankinn óskar eftir til- boðum í eignimar á Svalbarðseyri SAMVINNUBANKI íslands ætlar að selja eignir sínar á Svalbarðs- eyri, en þær keypti bankinn á uppboði í ágúst árið 1987. Alls verða fimm eignir boðnar til sölu nú, frystihús, með áföstu sláturhúsi, versl- unarhús, kartöflugeymsla, mötuneytishús og iðnaðarhúsnæði. Á upp- boði á eignum Kaupfélags Svalbarðseyrar sumarið 1987 bauð Sam- vinnubankinn hæst í allar fasteignir sem boðnar voru upp, utan tvær. Eignirnar allar fóru á 68 milljónir króna. Þær eignir sem Samvinnubank- inn ætlar nú að selja á Svalbarðs- eyri eru frystihús og vélasalur sam- tals um 713 fermetrar, en áfast frystihúsinu er sláturhús og er hús- ið þá samtals um 1.050 fermetrar að stærð. Á uppboðinu 1987 voru boðnar 15 milljónir í frystihúsið. Verslunarhúsið er á tveimur hæð- um, samtals rúmir 650 fermetrar. Þá ætlar Samvinnubankinn að selja 580 fermetra óeinangrað iðnaðar- húsnæði og mötuneytishús svokall- að sem er 190 fermetrar að stærð. Að lokum er ætlunin að selja kart- öflugeymslu sem er rúmir 180 fer- metrar að stærð. Sumar af þessum eignum eru nú í notkun, þannig hefur Kaupfélag Eyfirðinga geymslurými í frystihús- inu og iðnaðarhúsið er í leigu, þá er kartöfluverksmiðjan Kjörland einnig með hluta af sláturhúsinu f notkun. Pétur Jósepsson sölustjóri Fast- eigna- og skipasölu Norðurlands sem hefur eignimar til sölu sagði að óskað yrði eftir tilboðum í þær og þau síðan vegin og metin. Hann sagði að hugmyndin væri að sjá hvemig landið lægi, verið væri að athuga hver viðbrögðin yrðu. „Við eram bjartsýnir að eðlisfari og von- um, ekíri slst Svalbarðseyrar vegna, að hægt verði að koma þessu at- vinnuhúsnæði í gagnið," sagði Pét- ur. Tómur vinnslusalur á Þórshöfii. hans er á þrotum og sagðist Gísli búast við að hann færi að veiða fisk utan kvóta er hann kæmi úr slippnum. „Það er heldur dökkt útlitið þessa stundina og ekki endalaust hægt að láta fólkið mála og pússa, það gefur ekki mikið af sér,“ sagði Gísli. Vegna ótryggs ástands í at- vinnumálum hefur ekki verið hægt að ráða skólafólk til vinnu. Gísli sagði að mikið væri spurst fyrir um atvinnu og hringdu talsvert margir á hveijum degi víðs vegar að af landinu. Kvennakórinn Lissy. Kvennakórinn Lissy með tvenna tónleika Kvennakórinn Lissy, sem er kór kvenfélagasambanda í Suður- Þingejjarsýslu heldur tónleika í Glerárkirkju, í dag klukkan 15 og í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit á mánudagskvöld kl. 21. Kórinn er skipaður 56 konum og hefur hann víða haldið tónleika. Einsöngvarar með kómum á tón- leikunum era þær Hildur Tryggva- dóttir og Hólmfríður S. Benedikts- dóttir, orgelleikari er Bjöm Steinar Sólbergsson og stjómandi Margrét Bóasdóttir. Á efnisskránni eru bæði verald- leg og kirkjuleg verk, m.a. eftir Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson, Moz- art og G.F. Hándel, auk einsöngs- laga og orgelverka. Háskólinn á Akureyri: Rúmlega 40 sækja um skólavist Fyrstu iðnrekstrarfræðingarnir útskrifaðir 16. júní ALLS hafa borist rétt um 40 umsóknir um skólavist í Háskólanum á Akureyri, 23 í heilbrigðisdeild og 18 í rekstrardeild. Umsóknar- frestur rann út 1. júní. Stefán Jónsson forstöðumaður rekstrardeildar sagði að sárafáir nýstúdentar væra í þeim hópi er sækti um rekstrardeildina, flestir væra með ársgamalt stúdentspróf eða eldra. Þá sagði hann að hlut- fall utanbæjamema væri hátt, eða tæpur helmingur umsækjenda, en meirihlutinn hefði þó lokið prófum frá framhaldsskólunum á Akureyri. Um hjúkranarfræðinám sækja 23 og er það nálægt hámarki þess sem skólinn getur tekið á móti, en verkleg kennsla hefur miðast við 20 nemendur. Talsvert stór hluti umsælqenda er utan Akureyrar, eða um 40%, nokkrar umsóknir hafa borist frá Reykjavík og frá Akranesi. Fyrstu iðnrekstrarfræðingamir verða útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri þann 16. júní næstkom- andi, en þeir era 10. Stefán sagði það tæpan helming þess hóps sem hóf nám við deildina haustið 1987. Útskriftin verður í húsnæði Háskól- ans við Þórannarstræti og verður bókasafn skólans formlega opnað við þetta tækifæri. Stefán sagði að skólanum hefðu borist góðar bóka- gjafir og einnig peningagjafir til bókakaupa. Dalvíkurskóli - sjávarútvegsdeild Skipstjórnar- og tiskvinnslunám Umsóknir um nám á '1. og 2. stigi skipstjórnar og 1. og 2. ári í fiskiðn þurfa að berast skólanum fyrir 15. júní. Við skólann er heimavist. Allar upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í símum 96-61380, 96-61491, 96-61162. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.