Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 15 Af daglega brauðinu dýra eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Nú hafa nýlega verið gerðir kjarasamningar við nokkur fjöl- mennustu launþegasamtök lands- ins. Ein meginástæða fyrir auknum kaupkröfum er þverrandi kaup- máttur launa á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir loforð stjómvalda um að hafa hemil á verðhækkunum meðan af- nám samningsréttar og launafryst- ing ríktu gengu þær þó úr böndun- um, en hátt og síhækkandi verðlag á daglegum nauðsynjum rýra stöð- ugt raungildi launa. Verst er þó þegar launahækkanir nýgerðra samninga gufa upp áður en þær rata í launaumslögin eins og nú er að gerast vegna gengis- fellingar og verðhækkana. Er nema von að þeim sem töldu sig gera hófsama samninga fyrir nokkrum vikum blöskri nú og telji sig illa svikna. Það munar um matarskattinn A undanfömum áram hafa öðra hvora birst kannanir um verð á matvælum hérlendis og erlendis. Niðurstaða þessara kannana og reynsla þeirra sem ferðast til út- landa eða hafa búið erlendis um einhvem tíma hefur verið sú að verð á matvælum sé mun hærra hér á landi en víða í nágrannalönd- unum. Þótt nokkur munur sé á milli landa er kostnaðarhlutdeild matvæla í framfærslu ijölskyldunn- ar lægri þar en hér. Matvæli era nauðsynjavörar sem ekki er hægt að vera án þótt ýmis- legt megi spara og það er erfitt að skilja hvers vegna þau þurfi að vera dýrari hér á landi en í ná- grannalöndum okkar sem era um margt svipað okkur. Ráðstafanir og ákvarðanir stjórnvalda ráða þar auðvitað miklu um. Er skemmst að minnast hækk- unar söluskatts á matvæli um ára- mótin 1987—1988 sem var lögleidd þrátt fyrir áköf mótmæli Kvenna- listaþingkvenna og annarra stjóm- arandstöðuþingmanna. Þáverandi ríkisstjórn og einkum flármálaráð- herra var ítrekað bent á þau lönd í Evrópu sem annaðhvort hefðu engan söluskatt eða virðisaukaskatt á matvælum eins og Bretland eða þau lönd þar sem söluskattur væri lægri á matvælum en á öðram vam- ingi. En því miður, allt kom fyrir ekki og matarskatturinn varð fljótt íþyngjandi fyrir pyngjur heimil- anna. Fyrirspurn Kvennalista, svör ráðherra Þann 15. mars, þegar kjarasamn- ingar vora lausir, lagði ég fram eftirfarandi fyrirspum til viðskipta- ráðherra um verð á matvælum: „1. Er rétt að verð á matvælum sé mun hærra hér á landi en í helstu nágrannalöndum okkar? 2. Ef svo er, hve mikill er sá munur og hveijar era helstu ástæð- ur fyrir slíkum verðmismun á lífsnauðsynjum? Hyggst viðskipta- ráðherra grípa til ráðstafana til að eyða eða draga úr honum?“ Þessi fyrirspum fékkst þó ekki rædd fyrr en um miðjan apríl en þá höfðu þegar verið gerðir samn- ingar við hluta launþega. í svari viðskiptaráðherra kom fram, að hann taldi það vera rétt að verð á matvælum sé hærra hérlendis en í nágrannalöndum okkar. Hann lét jafnframt dreifa töflu til þingmanna sem Verðlagsstofnun hafði gert og sýndi dæmi um mismun á matvæla- verði í Reykjavík annars vegar og í Osló og Glasgow hins vegar. Skýringar þess verðmismunar sem þar kom fram og áður var vit- að um taldi hann vera margvísleg- ar. Viðskiptaráðherra nefndi flutn- ingskostnað, ólík skattakerfí, þ.e. hærri óbeina skatta hérlendis og lægri beina skatta en t.d. á Norður- löndunum. Ennfremur smæð íslenska markaðarins og dýra inn- Fundið handrit bernskunnar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Óskar Árni Óskarsson: EINNAR STJÖRNU NÓTT. Norðan/Niður 1989. Óskar Ámi Óskarsson er borgar- skáld, yrkir um Reykjavík bernsk- unnar og Reykjavík fullorðinsár- anna. Ljóð hans era ljóðræn, raunsæ, lifandi svipmyndir, stund- um glettin, takmark þeirra að fanga andartakið, spegla fjölbreytni lífsins í haglega gerðum myndum. Eitt ljóðanna í Einnar stjörnu nótt heitir Boulevard of broken dreams: Ég veit ekki hvenær ég veit ekki hvar en við munum hittast aftur einn sólríkan dag og þú munt koma til mín og setjast á bekkinn eins og forðum og segja: „Langt síðan við höfum sést“ og ísinn mun leka milli langra fíngra í Vonarstræti og við Laugaveginn og við munum flissa og verða dálítið feimin og sólin sólin mun skína en það er aldrei neitt aftur draumamir eru bara gamalt dagblað sem fýkur - hémamegin niður Laufásveginn Bergstaðastrætið — úr glötuðu handriti bernskunnar 1950-1956 nefnist flokkur prósaljóða. Úr þess- um flokki hafa birst Ijóð í tímaritum og jafnan vakið athygli. Óskar Árni er í Bergstaðastrætisljóðunum á slóðum raunsæisskálda og dregur upp myndir úr hversdagslífí, en allt- VERÐ A NOKKRUM TEGUNDUM MATVÆLA (íslenskar krónur) REYKJAVÍK ÓSLÓ GLASGOW Mjólk 11 59,50 49,29 43,78 Jógúrt án ávaxta 180 g 36,00 32,88 24,83 Jógúrt m. ávöxt. 180 g 38,00 35,65 24,83 Smjör 1 kg .. 418,00 273,42 223,08=356,21 Ostur, mikið seldur, 1 kg... .. 577,60 439,01 257,80=337,32 Egg 1 kg .. 328,00 265,66 Lambakótilettur 1 kg .. 608,00 446,16 Svínakótilettur 1 kg .. 931,83 768,66=862,62 354,96 Svínalundir 1 kg .. 1.342,50 1.421,02,=1.459,53 Nautahakk 1 kg .. 490,42 692,41=812,56 Nautalundir 1 kg .. 1.601,08 1.385,59=1.432,57 Kjúklingar 1 kg 559,91 453,96 174,51 Ýsuflök 1 kg .. 300,00 302,{)0=402,00 360,00 Rauðsprettuflök 1 kg .. 315,00 560,00 Tómatar 1 kg ... 249,59 284,20=306,54 188,00 Gúrkur 1 kg .. 440,89 154,04=282,41 215,88 Paprikal kg 316,92 269,57 Laukur 1 kg 65,92 127,08 Bananar 1 kg .. 139,72 103,98 103,44 Epli 1 kg 120,98 122,46 63,41=97,15 Appelsínur 1 kg 90,86 76,25 41,65 Appelsínusafi 11 118,25 92,42=115,53 Franskbrauð (sn.) 1 kg 169,01 181,76 105,69 Heilhv.br. (sn.) 1 kg ... 180,33 206,42 89,95 4ra korna brauð 1 kg ... 191,94 248,00 Com Flakes Kell. 500 g .... 154,73 175,99 Gengi á NOK 7.702 Gengi á GBP 89,952 . flutningsverslun, umboðslaun er- tíma látið hafa sig út í að sam- lendis og síðan það sem hann taldi að skipti kannski mestu máli, háan framleiðslukostnað á íslenskum bú- vöram og þá staðreynd að við flytj- um slíkar vörur ekki inn. Matarskattinn taldi hann þó litlu skipta. Ráðherra taldi síðan sjálfsagt að kanna alla þætti sem verða mættu til að eyða eða draga úr mismun á verði lífsnauðsynja. Buðust þeir ekki til að lækka hann? Skömmu eftir áramótin, áður en kjarasamningar voru lausir, var jafnvel rætt um lækkun matar- skatts sem lið í viðleitni sljómvalda til að koma til móts við launafólk. Síðan heyrðist ekkert frekar af því máli enda Iqarasamningar flestir gerðir til skamms tíma. Þegar viðskiptaráðherra var spurður beint að því hvort ríkis- stjómin hygðist lækka matarskatt- inn sagði hann það stefnu stjómar- innar að halda aftur af verði á matvælum með öllum tiltækum ráð- um sem skynsamleg væra og þar væri skattakerfið ekki undanskilið. Hins vegar varaði hann þingmenn við því að leggja of mikið upp úr þætti söluskatts til að skýra hátt matvælaverð á íslandi. Óvenju margir þingmenn, auk tveggja ráðherra, tóku þátt í um- ræðu um þessa fyrirspum sem varð bæði fróðleg og löng. Þessi mikla þátttaka í umræðum sýnir m.a. að margir þingmanna hafa áhyggjur af háu matvælaverði hérlendis og það jafnvel þó að þeir hafí á sínum þykkja matarskattinn. Hvar eru nú öll tiltæku ráðin? Gleymum því ekki að háir skattar á nauðsynjavörar eins og matvæli koma verst niður á láglaunafólki, öldruðu fólki og öryrlqum. Mun stærri hluti launa þeirra fer í að kaupa matvöra en hinna sem hafa betri tekjur. Þær bætur sem lág- launafólki era síðan ætlaðar til að vega upp á móti matarskatti verða ævinlega léttvægari og endingar- verri en loforð stóðu til og hækkan- ir á öðrum vamingi og þjónustu eyða þeim fljótt. Sagt er að almenn- ingur á íslandi sé tekjuhærri en almenningur í Glasgow. Ef svo er skulum við ekki gleyma því að hér á landi vinnur fólk mun lengri vinnudag til að afla þessara tekna en í Skotlandi eða öðrum nágranna- löndum okkar. Hvað sem nágrannalöndum líður Guðrún Agnarsdóttir. „Það verður að draga úr alltof háum og íþyngjandi matvæla- kostnaði hér á landi og það er skylda stjórn- vaida að beita sér fyrir því, m.a. með því að lækka eða afinema mat- arskattinn.“ varðar öllu að matvæli séu verðlögð hér þannig að þau vegi ekki of þungt í venjulegum heimilisrekstri. Þetta er í raun mál sem snertir hvert einasta heimili í l'andinu og kemur verst við láglaunafólk. Verð- Iagning matvæla nú er of há fyrir pyngju þeirra sem hér búa. Þetta finna þær (þeir) glöggt sem kaupa í matinn fyrir heimili sín, enda sýn- ir verðkönnun í Alþýðublaðinu 22. apríl sl. að matvöraverð hefur hækkað um 31.3% frá því í mars 1988 þar til í apríl 1989. Það verður að draga úr alltof háum og íþyngjandi matvælakostn- aði hér á landi og það er skylda stjómvalda að beita sér fyrir því, m.a. með því að lækka eða afnema matarskattinn. Þetta er bæði eðlileg og sanngjöm krafa almennings í landinu. Höfúndur er þingkona Kvenna- lista. Framkvæmdastjóri Polaris: Málshöfðun í undirbúningi KARL Sigurhjartarson, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofúnn- ar Polaris, segir að hann muni láta kanna grundvölld fyrir máls- höfðun á hendur Önnu Guðnýju Aradóttur, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofúnnar Útsýnar, vegna orða sem hún lét falla í dagblaðsgrein. „Ég er nýkomin erlendis frá og hef ekki haft tíma til þess að ræða þetta við lögfræðing minn, en ég tel allar líkur á að það verði höfðað mál á hendur Önnu Guðnýju Arad- ótur, framkvæmdastjóra Útsýnar. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál þegar fram koma tilhæfulausar fullyrðingar af þessu tagi um að fyrirtæki hafi lagt niður rekstur að einhveiju eða öllu leyti,“ sagði Karl aðspurður í samtali við Morgun- blaðið. Óskar Árni Óskarsson af með þeirri hnitmiðun og líka hinu hálfkveðna sem einkenna ljóð: Ein _og svo önnur, hundrað, milljón stjöm- ur. Ég gat næstum snert þær. Gluggatjöld- in segl sem ber við himininn, rúmið skip sem vaggar á öldunum með stjömur næturinnar að leiðarljósi. Stöku hljóð berast úr fjarska; bak við lokuð augu legg ég af stað útá dimm- blátt dularfullt haf. í stuttum Ijóðum eins og Blálýst, Meðan þú sefur og Lausn birtast þau höfundareinkenni Óskars Árna Óskarssonar að gæða hversdags- leikann lífi skáldskapar án alls há- tíðleika. Þetta tekst honum yfirleitt (en ekki alltaf). Þegar best lætur skilja þessi ljóð eftir gleði, óvænta innsýn í heim sem við áttum að þekkja, en skáldið opinberar okkur og gerir verðmætari fyrir bragðið. SOUISVNING Á PÖLLUM, STIGUM OG TRÖPPUM. MESTA ÚRVAL. LANDSINS. MJÖG HAGSTÆTT VERÐ laugardag og sunnudag frákl. 10-16 Ókeypis heimsending PALLALEIGAN STOÐ Síðumúla 22 - Sími 32280

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.