Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 9 ULTRA GLOSS Ekkert venjuiegt bílabón, heldur lakk- brynja sem endist langt umfram hefö- bundnar bóntegundir. Utsölustaðir: ESSO stöövarnar. Viö hjá Eldhús og bað hf. bjóöum þér ekki bara ráðgjöf um vel útfært eldhús og baðherbergi. Við aðstoðum líka við uppsetningu og frágang - frá upphafi til enda. Við útvegum iðnaðarmenn, s.s. smiði, rafvirkja, pípara og málara, sjáum um verkstjórn og útvegum allt sem til þarf. Við útfærum þínar hugmyndir, gerum tillögur og kostnaðaráætlun. Þægileg þjónusta, frá upphafi til enda - hittumstl Faxafeni 5, sími 685680 (Skeifunni) Kvennalistakonur á góðri stund. Grundvallarregla á gjörgæzlu! Landsfundur Samtaka um kvennalista negldi niður þá grundvallarreglu að „skipta út“ kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og á þingi. Þetta gekk eftir í borgarstjórn. Hinsvegar stóð hnífurinn í kúnni þegar kom að þingflokknum. Þess vegna verður grundvallarreglan tekin til sérstakr- ar meðferðar á helgarfundi samtakanna. Af þessu tilefni glugga Stak- steinar í fréttaviðtal Stöðvar 2 við talsmann Samtaka um kvennalista. 0 Ut eða inn um gluggann? Talsmaður þingflokks Samtaka um kvennalista mætti í fi-éttaviðtal hjá Stöð 2 á dögunum. Til- efhið var orðrómur um að Samtökin væru að gefast upp á þeirri grundvallarreglu, að „skipta út“ kjömum full- trúum í sveitarstjómum og á þingi. Þar kemur í samtalinu að fréttamaður Stöðvar 2 spyr: Þið ætlið þá að ræða þetta lika á þeim grund- velli að það komi einnig tU mála að skipta ekki út? Talsmaður samtak- anna svurar: Það munu væntanlega koma upp slíkar raddir. Ég get ekki sagt fyrir um það, en þetta verður sem sagt til umræðu ... Ég hef heyrt þær raddir að það eigi ekki að skipta út þingkonum. Það hafa líka komið til umræðu aðrir tímapunktar. Svo má lika benda á það að af pólitískum ástæðum getur þetta verið tvísýnt Það má benda á aðstæð- ur kvennanna, sem um er að ræða, þ.e. þing- kvenna og þeirra sem myndu koma inn í stað- inn. Þar skipta máli per- sónulegir hagir. Það er margt sem spilar inn í og við ætlum að ræða þetta í heild. Hver eru vítin? Síðar í viðtalinu spyr fréttamaður Stöðvar 2: Telur Kvennalistinn sig hafa slæma reynslu af þeirri vinnureglu sem viðhöfð var í borgar- stjórn, þ.e. að skipta út fulltrúa? Talsmaður þingflokks- ins svarar: Ekki kannski slæma reynslu, en hún er þó til umhugsunar. Fréttamaður spyr: Hvaða reynsla er það af útskiptunum í borgar- sfjóm sem konur em óánægðar með? Talsmaðurinn svarar: Nú vil ég ekki tala fyr- ir hönd Elínar, sem fór inn fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu. Maður getur bara ímyndað sér hvemig það er að koma inn í hóp, sem hefúr unnið saman í ákveðinn tírna, það em ýmis sambönd sem myndast og vinnulag, og það er kannski erfitt að koma þar inn á miðjum tíma, sem getur valdið erfiðleikum. Ég ætla ekki að gera út um það hér. Fréttamaður: Það er sem sagt uppi það sjónarmið að kon- umar eigi að sitja út allt kjörtimabilið? Talsmaður flokks: Það hafe heyrzt radd- ir, bæði og, þannig að við verðum að ræða þetta nánar. Upplýsinga- skylda Sú grundvallarregla, sem landsfundur Kvennalistans setti sér, er meira en umdeild. Það em kjósendur sem kveða á um það í kosningum, lögum samkvæmt, hveij- ir eigi að sitja í sveitar- sfjóraum og á Alþingi. Fulltrúakjör af þessu tagi er persónubundið. Stjómmálasamtök eiga ekki að geta „skipt út“ réttkjömum fulltrúum — á bak kjósenda. Annað mál er að lands- fimdir em að jafhaði æðsta vald í sfjómmála- flokkum hér á landi. Grundvallarreglu, sem landsfundur samþykkir, verður trauðla breytt nema á landsfúndi. Máski gilda aðrar reglur þjá Kvennalista? Ef til vill geta fear ákvarðað fyrir margar þar á bæ? Það er hins vegar morgunþ’óst að jjósvaka- yfirlýsing talsmanns Samtakanna um reynsl- una af útskiptum í borg- arsfjóra kallar á nánari skýringu Kvennalistans. Það sýnist skylda hans, bæði við shjandi borgar- fúlltrúa og kjósendur list- ans. Jafnvel Kvennalist- inn hlýtur að hafe lág- marks upplýsingaskyldu gagnvart sauðsvörtum almúganum. Veruleikinn segir upp áskrift! Lokaorð forystugrein- ar Þjóðviljans sl. fimmtu- dag em þessi: „Hitt verða menn að gera svo vel að koma auga á: þeir tímar em liðnir — hafi þeir nokk- um tíma átt sér stað — að dagblað geti haldið trúnaði við lesendur sína og jafiiframt verið einber hátalari fyrir flokksfor- ystu, hvort sem hún er ein eða tvíein, samvirk eða margföld ... Þjóðvi^inn er um þess- ar mundir í rekstrarlegri kreppu, bæði af almenn- um og sértækum ástæð- um, og em nú uppi splunkunýjar ráðagerðir um viðreisn. Og vonandi tekst að bjarga honum frá strandi þennan gang- inn. Eigi að vera hægt að beita að gagni upp í vind- inn verða menn hinsveg- ar að ganga í það lika að breyta pólitískum að- stæðum við útgáfuna, og leysa upp það kompaní sjálfkjörinna rétthafa sem aftur og aftur gleym- ir botninum upp í Borg- arfirði, — með þeim af- leiðingum að veruleikinn hótar nú að segja endan- lega upp áskrift að blað- mu.“ RAFORKAN þarf ekki aðvera staóbundín EG1900X Rafstöðin frá HONDA er hentug fyrir vertaka, við byggingar sumarbústaða og við almennar húsbygg- ingar. Hún gefur frá sér 220V straum. VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., 5ÍMI 689900 Sýning í dog kl. 10-16 Coteman felliliýsi Vegna mikilla vinsælda tókum við nokkur Coleman Columbia fellihýsi með í síðustu sendingu og eru þau til sýnis og sölu í Armúla 16. Armúla 16, símar 686204 & 686337

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.