Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 1

Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 1
48 SIÐUR B Hörmulegt slys í Bergvatnskvísl austan Hofsjökuls: Kona og þrjár telpur fórust er bifreið hvolfdi A A slysstað Á myndinni sést Jeepster bif- reiðin á hvolfi í Berg- vatnskvísl. Annar mannanna sat í bifreiðinni úti í miðri straumharðri ánni í tólf klukkustundir, uns komið var til hans kaðli þannig að hann gat fikrað sig yfir á bakkann. HÖRMULEGT slys varð í Berg- vatnskvísl, austur af Hofsjökli, á sunnudagskvöld. 26 ára gömul kona, 5 ára gömul dóttir hennar og tvær aðrar telpur, 6 og 8 ára gamlar, fórust þegar jeppabifreið, sem þær voru í, livolfdi í kvíslinni. Eiginmaður konunnar, 28 ára gamall, komst lífs af og hjón, 41 árs gamall maður og 33 ára göm- ul kona, foreldrar tveggja telpn- anna sem létust. Konan sem lést var systurdóttir mannsins. Um 36 klukkustundir liðu frá því slysið varð þar til hjálp barst á þriðju- dagsmorgun. Að ósk ættingja verða nöfn þeirra látnu ekki birt að svo stöddu. Fólkið fór á tveimur jeppabifreið- um frá Akureyri á laugardagsmorg- un suður Eyjaijarðardal. Var erindi þeirra að flytja landvörð í skála Ferðafélags Akureyrar við Lauga- fell, norð-austur af Hofsjökli. Fólkið fór frá skálanum um miðjan dag á sunnudag og kom að vaði á Bergvatnskvísl á sunnudagskvöld. Mikið vatnsveður hafði verið á há- Iendinu og leysingar og því var kvíslin vatnsmikil. Yngri hjónin, ásamt telpunum þremur, fóru á öðr- um bílnum áleiðis yfir vaðið en í miðri ánni valt bíllinn og endaði á hvolfi. Konan komst yfir á hinn bakka árinnar þar sem hún fannst síðar látin. Eldri maðurinn óð út í ána og tókst, þrátt fyrir mikinn straum- þunga, að koma annarri dóttur sinni yfir á hinn bakkann. Yngsta telpan komst aldrei úr bílnum. Yngri maðurinn komst upp á bílinn í ánni með eina teipuna, sem lést nokkru síðar. Þar sat hann í 12 klukkustundir, en hann komst hvergi vegna straumþungans. Eldri konunni tókst þá að koma til hans kaðli og komst hann þá í land. Eftir að hafa farið í þurr föt, fór maðurinn yfir ána á kaðli með svefnpoka. Þá voru kona hans og elsta telpan látnar. Hann bjó um eldri manninn í pokan- um og gróf inn í skafl, þar sem hann fannst á lífi. Yngri maðurinn fór til baka yfir ána og bjó um sig og eldri konuna í bílnum. Fólkið sást úr lofti snemma aðfaranótt þriðjudags. Björgunar- menn komu á slysstaðinn klukkan 8 á þriðjudagsmorgun. Voru hjónin sem lifðu stráx flutt til Akureyrar með þyrlu Landhelgisgæslunnar og yngri maðurinn nokkru síðar. Sjá nánari frásögn og myndir á miðopnu. Bush Bandaríkjaforseti í Gdansk: Haldið tryggð við drauminn um lýðræði og velmegun Forsetanum fagnað af tugþúsundum við upphaf Ungverjalandsheimsóknar (idansk í Póllandi. Keuter. GÍFURLEGT Qölmenni tók á móti þeim George Bush Bandaríkjafor- seta og Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, þegar þeir komu til hafiiar- borgarinnar Gdansk (Danzig) i gær, en þar var Samstaða, hin óháðu verkalýðssamtök Póllands, stofhuð. Bush liélt ræðu þar sem hann hvatti Pólverja til þess að halda tryggð við draum sinn um lýðræði og velmegun. „Bandaríkin standa með ykkur,“ sagði hann við fjöld- ann, en honum var svarað þúsundradda á móti: „Verið með okkur, verið með okkur!“ Bush hélt í gær til Búdapest, höfúðborgar Ungveija- lands, og var ákafl fagnað af tugþúsundum. Við komu sína til Ungverjalands fagnaði Bush þeim breytingum, sem átt liafa sér stað í landinu á undanf- örnum árum og hvatti Ungverja til að halda áfram á sömu braut. Ræðuna hélt Bush á Kossuth-torgi Nagorno-Karabakh: Herínn í ýtrustu viðbragðsstöðu MovLirn Roufoi’ Moskvu. Iteutor. AÐ MINNSTA kosti tveir hafa fallið og tugir manna særst í nýjum átökum Armena og Azerbajdzhana í sjálfstjórnarhéraðinu Nagorno- Karabakh. í frétt frá TASS sagði að herinn liefði verið boðinn út til héraðsins og væri hann nú í „ýtrustu viðbragðsstöðu". TASS sagði að tveir Azerbajdz- hanar, sem eru í minnihluta í hérað- inu, hefðu verið drepnir af hópi Arm- ena í útjaðri þorpsins Kirkidzhan skammt frá Stephanakert, sem er höfuðborg Nagorno-Karabakh. 19 hermenn særðust í grennd við Stephanakert í gær þegar múgur vopnaður gijóti og byssum réðist á þá, en flestir særðust þegar heima- gerðri sprengju var kastað að þeim. Þetta er í fyrsta skipti á árinu, sem greint er frá dauðsföllum í Nag- orno-Karabakh af völdum þjóðernis- ólgu. I fyrra létust að minnsta kosti 90 manns í þjóðernisátökum, en Armen- ar krefjast þess að héraðið, sem er undir stjórn Azerbajdzhan, verði á ný hluti Armeníu. í miðborg Búdapest, en það var einn heisti vígvöllur byltingarinnar gegn kommúnistum 1956. Hellirigning var þegar Bush kom á torgið og reif hann þá niðurskrif- aða ræðu sína í tvennt, sagðist ekki vilja að áheyrendur rigndi niður og flutti þess í stað stutta ræðu blaða- laust. Forsetinn kom auga á holdvota konu nærri púlti sínu og snaraðist Bush þá niður og lánaði henni frakka sinn. Talið er að í dag muni Bush bjóða Ungveijum samskonar efnahagsað- stoð og hann bauð Pólveijum. Þrátt fyrir beiðni pólskra stjórn- málamanna um mun hærri íjár- hagsaðstoð Vesturlanda en Bush bauð, lét hann ekki undan þeim þrýstingi og ítrekaði þá stefnu að Pólvetjum yrði hjálpað „til að hjálpa sér sjálfir". Sést það vel á því að 100 milljónir Bandaríkjadala eiga að renna í Pólsk-bandaríska framtaks- sjóðinn, sem á að veita lán til at- hafnamanna í einkageiranum. Fyrir útifundinn snæddi Bush heima hjá Walesa og Danutu, konu hans, en við borðið fór verkalýðsleið- toginn fram á 10 milljarða dala fjár- Reutcr Tugþúsundir hylltu þá Lech Walesa, Samstöðuleiðtoga, og George Bush Bandaríkjaforseta í Gdansk í gær. festingu Vesturlanda í Póllandi. „Við viljum ekki lán,“ sagði Walesa við blaðamenn eftir matinn, en Bush mun ekki hafa tekið þessu ilia. Stjórnmálaskýrendur telja Pól- landsför Bush hafa verið samfellda sigurgöngu, en honum hefur verið gífurlega vei tekið. Að sögn Walesa var útifundur Bush í Gdansk hinn fjöhnennasti, sem hann man eftir í þau 20 ár, sem hann hefur búið þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.