Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989
25
Akureyrarkirkja:
Þýskir tón-
listarmenn
á tónleikum
VESTUR-þýsk feðgin koma fram
á tónleikum í Akureyrarkirkju
annað kvöld, fímmtudagskvöldið
13. júlí, og hefjastþeir kl. 20.80.
Það eru þau Gabriele og Herwig
Maurer frá Lambrecht í Vestur-
Þýskalandi sem fram koma á tón-
leikunum, en hún leikur á fiðlu og
hann á orgel og leika þau verk eft-
ir Bach og fleiri. Herwig er orgel-
leikari við Klausturkirkjuna í
Lambrecht, sem er í suðurhluta
Þýskalands, en þar er fjölbreytt
tónlistalíf og ber þar hæst orgeltón-
leika sem haldnir eru að staðaldri
yfir sumarmánuðina. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis. Vegna við-
gerða við Akureyrarkirkju verður
gengið inn kapellumegin.
Tónleika-
röð á Norð-
urlandi
Húsavík.
Sumartónleikar, sem áhuga-
fólk í Þingeyjarsýslu og á Akur-
eyri gengst fyrir, verða haldnir
þrjár næstu helgar í kirkjunum
á Akureyri á sunnudag, Húsavík
á mánudag og Reykjahlíðar-
kirkju á þriðjudag.
Þeir fyrstu voru haldnir um
síðustu helgi og léku þar Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari. Tón-
leikarnir á Húsavík voru á mánu-
dagskvöld og var þeim mjög vel
tekið. - Fréttaritari
Þrettán manna stjarna yfír Flúðum.
Um 800 fallhlífarstökk á einni viku á alþjóðlegu móti
Fyrsta alþjóðlega fallhlífarstökksmótið á íslandi 'var haldið á Flúðum
fyrir skömmu. Það var Fallhlífasamband íslands sem stóð fyrir mót-
inu, en framkvæmdastjóri þess var Sigurður Baldursson, kunnur stök-
kvari frá Akureyri.
Um 50 fallhlífarstökkvarar frá 8 löndum tókum þátt í mótinu og
voru stökkin um 800, en mótið stóð í rúma viku. „Þetta mót tókst
mjög vel, það rigndi að vísu á okkur fyrstu tvo dagana en eftir það
birti til og við stukkum í blíðskaparveðri það sem eftir lifði mótsins,"
sagði Sigurður.
Sigurður sagði aðstæður ailar hinar ákjósanlegustu á Flúðum og
gestir hefðu verið hinir ánægðustu.„Menn kvöddu okkur með þeim
orðum að þeir kæmu örugglega aftur á næsta mót.“ Þrír þekktir og
reyndir stökkvarar komu hingað tii lands til að aðstoða við skipulagn-
ingu mótsins. Tvær Twin Otter-vélar voru notaður, frá Flugfélagi
Norðurlands og Flugfélaginu Erni á ísafirði, auk þess sem tvær Cessn-
ur frá fallhlífaklúbbunum voru notaðar.
Á mótinu var gerð tilraun til að mynda 25 manna stjörnu, en hópur-
inn lenti í skýi og því tókst hún ekki. Stærsta stjarna sem fallhlífar-
stökkvarar hafa myndað yfir íslandi var 21 manns stjarna og því var
þarna reynt við íslandsmet.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 11. júií
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 57,50 32,00 50,47 4,277 215.881
Ýsa 71,00 28,00 47,01 1,584 74.475
Karfi 18,00 15,00 17,99 7,934 142.720
Ufsi 15,00 15,00 15,00 1,126 16.899
Steinbítur 47,00 38,00 43,88 1,192 52.318 .
Langa 28,00 28,00 28,00 1,531 42.876
Lúða 300,00 120,00 204,243 0,559 114.243
Koli 35,00 10,00 33,82 3,428 115.940
Keila '10,00 10,00 10,00 0,036 360
Skata 59,00 59,00 59,00 0,060 3.570
Skötuselur 140,00 70,00 130,73 1,349 176.334
Samtals 41,41 23,079 955.616
i dag verður selt úr Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, 15 t karfi, 15
t ufsi, 500 kg kili, 500 kg langa. Einnig bátafiskur.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur
Þorskur 60,00 55,00 59,07 34,402 2.032.265
Ýsa 106,00 20,00 94,66 4,241 401.534
Karfi 45,00 18,00 22,45 16,021 359.653
Ufsi 33,00 25,00 32,24 14,599 470.661
Steinbítur 37,00 15,00 31,90 0,681 21.721
Langa 29,00 25,00 25,74 2,798 72.010
Lúða(stór) 300,00 60,00 148,94 0,609 90.705
Lúða(smá) 180,00 100,00 158,23 0,225 35.680
Grálúða 30,00 30,00 30,00 10,459 313.793
Hlýri 15,00 15,00 15,00 1,312 19.680
Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,430 10.750
Skötuselshalar 280,00 170,00 207,29 0,384 79.600
Samtals 45,36 86,164 3.908.054
Selt var úr Sigurey BA o.fl. í dag verður selt úr Viðey RE, Kross-
nesi SH, Ásbirni RE og fleirum, 1301 karfi, 601 ufsi, 201 ýsa o.fl.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur
Þorskur 60,50 47,00 56,90 3,440 195.751
Ýsa 102,00 35,00 80,88 0,243 19.678
Karfi 24,00 22,00 22,80 2,608 59.463
Ufsi 27,50 15,00 22,20 0,383 8.511
Steinbítur 35,50 35,50 35,49 0,031 1,086
Steinbítur 35,50 32,00 33,28 0,473 15.756
Langa 30,00 30,00 30,00 0,720 21.600
Lúða 200,00 105,00 135,75 0,432 58.745
Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,145 7.250
Blálanga 23,00 23,00 23,00 0,029 667
Skötuselur 300,00 290,00 299,73 0,174 52.392
Samtals 50,79 8,680 440.899
Selt var m.a. úr Þresti KE, Hörpu GK, Bjarna KE og frá Físka-
nesi hf. I dag verður selt m.a. úr Hauki GK, 1201, aðallega karfi.
Bæjarstjórn:
Dagvistar-
gjöld hækk-
uð um 20%
Fjölnismenn vinna hörðum höndum við gerð vegskála að jarðgöngun-
um í gegnum Ólafsfjarðarmúla og nota þeir tækifærið á meðan þeir
starfs.menn sem í göngunum vinna eru í sumarfríi.
Jarðgöng i Ólafsfjarðarmúla:
Göngin orðin 1.740 m
Gangamenn farnir í sumarfrí
SUMARLEYFI um tuttugu
starfsmanna við gangagerðina í
Ólafsfjarðarmúla hófúst á föstu-
dag í síðustu viku og mun því
ekkert verða sprengt í göngun-
um næstu þijár vikurnar. Þegar
gangamenn fóru í frí voru þeir
komnir 1.740 metra inn í fjallið,
en alls verða göngin 3.130 metra
löng.
Fjölnismenn vinna á útopnu þær
vikur sem sumarleyfi gangamanna
standa yfir, en þeir eru að byggja
vegskála Ólafsfjarðarmegin. Skál-
inn verður 165 metra langur þar,
en heldur styttri Dalvíkurmegin,
eða um 100 metrar. „Fjölnismenn
nýta tækifærið á meðan starfs-
mennirnir í göngunum eru í fríi og
vinna alveg á útopnu, en það er
ómögulegt fyrir þá að athafna sig
á meðan verið er að sprengja," sagði
Oddur Sigurðsson sem gegnir störf-
um staðarstjóra um þessar mundir.
Framkvæmdir við göngin sjálf
hafa gengið vel og eru þær nokkuð
á undan áætlun. Reiknað er með
að göngin verði komin í gegn
Dalvíkurmegin undir vor á næsta
ári. Síðustu vikur áður en farið var
í frí voru mjög góðar, en undir lok-
in var vatn í göngunum farið að
aukast til mikilla muna og tafði
gangamenn nokkuð.
Menn Ellerts Skúlasonar hf.
vinna einnig við vegagerð af mikl-
um móð, en lagðir verða vegir að
munnaopinu beggja vegna.Alls er
um að ræða 2,8 kílómetra langan
veg.
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
hækka dagvistargjöld um 20% um
næstu mánaðamót. Bæjarfúlltrúar
Alþýðubandalagsins greiddu at-
kvæði gegn hækkuninni.
Erindi SS-Byggis um byggingu
verslunar og tuttugu gistiíbúða við
Hlíðarlund var vísað aftur til um-
fjöllunar í byggingar- og skipulags-
nefnd að tillögu bæjarstjóra. I fyrra-
dag afhentu íbúar í næsta nágrenni
við fyrirhugaða byggingu bæjar-
stjóra mótmæli vegna hennar. Ibú-
arnir segjast mótfallnir skipulags-
breytingum, sem gerðar hafi verið á
lóðinni. Samkvæmt skipulagi eigi að
reisa þar verslunarhúsnæði, en ekki
íbúðarhúsnæði.
Reikningsyfirlit bæjarsjóðs fyrstu
sex mánuði ársins hefur verið lagt
fram og sagði Sigfús Jónsson að
rekstur bæjarins væri í föstum skorð-
um, en nokkrir liðir hefðu þó farið
fram úr áætlun. Þar nefndi hann
m.a. snjómokstur, rekstur Skíða-
staða sem ekki gekk nægilega vel á
síðasta vetri og þá nefndi hann einn-
ig kostnaðarsamar breytingar á dval-
arheimili aldraðra í þessu sambandi.
Forstöðumaður félagsstarfs aldr-
aðra og starfsmenn í þjónustuhópi
aldraðra hafa sagt upp störfum
vegna óánægju með launakjör. Starf-
skjaranefnd hefur nýlega lagt fram
niðurstöður á endurmati og nýju
mati á störfum ýmissa starfsmanna
hjá Akureyrarbæ.'