Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 Tónafórnin II Hinum hæsta Guði til dýrðar og náunga mínum til velfarnaðar. J.S. Bach: Orgelkver Trúin og gleðin eftir Þorstein Gylfason Einhveiju sinni skiptumst við Helgi Hálfdanarson á einkabréf- um um Beethoven og Bach, og veittist þá Helgi harkalega að Bach, um leið og hann vegsamaði Beethoven, fyrir að vera það sem hann kallaði „hundleiðinlegur formalisti og akróbat". Hann not- aði tækifærið til að orða Bach við stærðfræði sem hann reyndist hata og fyrirlíta meira en orð fá lýst: hún væri að vísu geysihagleg geit og vísindunum þörfust am- bátt, en hitt væri ábyggilegt að í himnaríki væri það smekksatriði hvort tvisvar tveir eru ijórir eða fimm, enda væri þar ekkert himnaríki öðrum kosti. Þegar ég sýndi Kristjáni Karlssyni þessar rokur úr Helga sagði hann að það væri engin furða að Helgi þyldi ekki Bach, því að þeir væru báðir ámóta glaðværir. Hér hygg ég að Kristján hafi sem oftar hitt naglann á höfuðið, um allt þrennt: Helga Hálfdanar- son, afstöðu hans til Bachs og loks um Bach. Sannleikurinn er sá að Bach var fyrst og fremst glaðvært tónskáld. Heimildir stað- festa þetta: sem hijómsveitarstjóri og kórstjóri kvartaði hann sífelld- lega yfir því að það vantaði fjör í flutninginn. „Meira fjör!“ sagði hann. Og hann var ekki bara glað- vær þegar hann samdi veraldlega tónlist, til að mynda handa hirð Friðriks mikla í Potsdam, heldur líka þegar hann samdi kirkjulega tónlist. Messan mikla í h-moll, sem kannski er mesta tónverk hans, er eftirtakanlegust fyrir ákafa glaðværð. Oft vill maður dansa þegar maður hlustar á hana. Þetta er eins og það á að vera. Sönn trú er glöð. Þess vegna er það mjög vel við hæfi að flytja samkvæmistónlist eins og Tóna- fórnina í dómkirkju eins og í Skál- holti. Samt virðist það ekki vera eðli kristinnar trúar, eins og hún er oftast iðkuð, að vera glaðvær. Margir kristnir menn mundu, þy- kist ég vita, hneykslast á sam- komu eins og þeirri sem ég sótti í vor hjá söfnuðinum Veginum í Breiðholti. Þar var mikið hlegið og klappað, hoppað og dansað, og tónlistin sem leikin var var sambland af amerískri sveitatón- list og rokktónlist. Ég verð að kannast við að mér sjálfum, trú- lausum manninum, leið ekki vel undir þessari guðsþjónustu, svo að ég sat vandræðalegur og skrif- aði Ijandann ráðalausan og af- þakkaði allar fyrirbænir sem hef- ur þó ábyggilega ekki verið van- þörf á. Mér leið ekki heldur vel þar sem ég var staddur á Péturs- torginu í Rómaborg þegar Jó- hannes Páll Isti var kjörinn páfi. Þá stóðu næstar mér í þrönginni fáeinar nunnur, og þegar hinn heilagi faðir birtist nýbakaður á svölum Péturskirkjunnar gengu þær af göflunum: þær hlógu og æptu og grétu af gleði og sviptu upp um sig pilsunum eins og yng- ismeyjar á rokktónleikum. En þær smituðu mig á endanum og ég fór að hlæja og klappa eins og eftir velheppnaða tónleika (en lét að vísu ekki að öðru leyti eins og fífl vegna þess hvað ég er vel upp alinn). Ég held að Bach hefði kunnað að meta hvorttveggja: samkom- una í Veginum (nema náttúrlega tónlistina sem var ákaflega frum- stæð) og páfakjörið á Péturs- torgi. Hans trú var trúin á gleð- ina, þó svo að okkur sé sagt að hann hafi legið í guðfræðiritum löngum stundum og verið þungt haldinn alla tíð af hugsuninni um dauðann. Þess vegna eru verald- leg tónverk hans eins og Tóna- fórnin jafn trúarleg og andleg söngverk um syndina og dauðann. Þessi trúariegi gáski, þessi gáska- fulla trú, blasir meðal annars við af kvæði sem hann orti og nefndi „Guðrækilegar umþenkingar við tóbaksreykingar". Jón Helgason þýddi þetta kvæði á íslenzku, og í þýðingu hans eru tvö síðustu erindin svona: Og enn: ef ég hef engan stautinn én aðeins brúka fingur minn, þá segir mér hin sára þrautin er sig í góminn læsir inn, að gæta þess að ganga á mis við glóð og loga helvítis. En fyrst mér svo til sálubóta fær sífellt hlotnazt aðstoð greið ef minnar pípu má ég njóta, þá mun ég hvar sem á ég leið um heiðan dag og húmin myrk til hennar sælqa trúarstyrk. Johaun Sebastian Bach HÚSBYGGJENDUR ★ VERKTAKAR ★ HÖNNUÐIR NÝJUNG Á ÍSLENSKUM BYGGINGAMARKAÐI SEMKÍS SEMKÍS S100 P100 VATNSFÆLIN STEYPUHÚÐ ALKALÍÞOLIN PLASTÞEYTA KALMANSVELLIR 3 AKRANESI S 93-13355 SEMKIS S100 SEMKÍS SiOO SEMKÍS S100 Er ætlað til húðunar á steypufleti til verndunar, holufyllingar og jöfnunar á áferð. ; Er ákjósanleg á undirstöður húsa (sökkla), einkum þar sem hætta er á að steypan sé nokkuð vatnsdræg. Efnið er auðvelt að hræra út og með réttu magni af vökva gefur það velling, sem er þjáll að bera á. Efnið fest- ist vel við hreinan steypuflöt og gefur sterkt og þétt yfirborð. Er árangur langs þróunarstarfs Er prófað af opinberum rannsóknastofnunum Er framleitt undir ströngu gæðaeftirliti Er merk íslensk nýjung, þróuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ HEILDSÖLUDREYFING: Sementsverksmiðja ríkisins Afgreiðsla Sævarhöfða S 91-83400 Afgreiðsla Akranesi © 93-11555 Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum ÍSLENSKA JARNBLENDIFÉLAGIO HF. SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS ■; '< ■ 3 * i \ 1 > i * i i J;J i.iíl u____Ll.___lL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.