Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 44
SJÓVÁOlHÁLMENNAR
FÉIAG FOLKSINS
Traust leiðsögn um land ollfr
ÖRN OG ÖRLYGUR
MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Varði seiði
með vopni
Vognm.
Lögreglan í Keflavík lagði
hald á skotvopn sem maður hafði
verið að skjóta úr við Voga að-
faranótt þriðjudags.
Maðurinn hafði ekki byssuleyfi
og þess vegna var lagt hald á vopn-
ið en maðurinn kvaðst hafa verið
að verja laxaseiði fyrir vargi.
- E.G.
Lífeyrissjóður verzlunarmaraia
kaupir hlutabréf í Flugleiðum
Lífeyrissjóður verzlunar- | Flugleiðum fyrir um 68,4 milljón-
manna hefur keypt hlutabréf í | ir króna. Bréfín eru um 38 millj-
Álafoss og Hilda stofna mark-
aðsfyrirtæki í Bandaríkjunum
FORSVARSMENN Álafoss hf. og
Hildu hf. hafa undirritað samning
um stofnun sameiginlegs mark-
aðsíyrirtækis í Bandaríkjunum.
Eignarhlutur hvors fyrirtækis í
hinu nýja fyrirtæki verður jafn
stór. Ekki heíur verið ákveðið
hvar höfuðstöðvar hins nýja mark-
aðs- og sölufyrirtækis vestra
verða og stjórn þess hefiir ekki
verið skipuð.
Eigið fé hins nýja fyrirtækis mun
í upphafi verða 1.150 þúsund dalir
sem er jafnvirði tæplega 68 milljóna
króna en auk þess hefur ríkisstjórnin
haft forgöngu um að Iðnlánasjóður
veiti fyrirtækinu lán að upphæð um
80 milljónir króna. Um víkjandi lán
er að ræða, sem þýðir að afborgunum
er vikið til hliðar ef tap er á rekstrin-
um. Við undirritun samningsins lýsti
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
ánægju sinni með hann og sagði
sameininguna hluta af endurskipu-
lagningu íslensks ullariðnaðar.
Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss
hf., sagði að við samrunann næðist
mikil hagræðing sem styrkja ætti
stöðu fyrirtækjanna á Bandaríkja-
markaði. Hanna Holton, stjórnar-
formaður Hildu hf., tók í sama streng
og sagði styrk sameiningarinnar fél-
ast í hagræðingu, sparnaði og efldu
dreifingar- og sölukerfi beggja fram-
leiðendanna í Bandaríkjunum.
Hilda hf. seldi ullarfatnað fyrir um
4 milljónir dala á Bandaríkjamarkaði
á síðasta ári og Álafoss fyrir 3,7
milljónir dala. Fram til þessa hefur
Álafoss hf. rekið sölufyrirtækið Ála-
foss of Iceland Ltd. i New York og
Hilda hf. dótturfyrirtækið Hilda USA
Ltd. í Pittsburgh. Hilda USA Ltd.
rekur samtals 30 verslanir um öll
Bandaríkin og á nokkrum eyjum í
Karabíska hafinu.
ónir að naftivirði, en seld á geng-
inu 1,8. Um er að ræða bréf, sem
hluthafar í fyrirtækinu höfðu
ekki skráð sig fyrir að loknu
hlutafjárútboði, sem samþykkt
var á síðasta aðalftindi Flugleiða.
Nafiivirði hlutaflár Flugleiða eft-
ir útboðið er 1.095 milljónir
króna og hefur lífeyrissjóðurinn
því keypt um 3,5% hlut.
Sigurðúr Helgason, forstjóri
Flugleiðá, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að á síðasta aðalfundi fé-
lagsins hefði verið ákveðið að auka
hlutafé um 150 milljónir að nafn-
virði. Hluthafar skrifuðu sig fyrir
um %. hlutaíjárins. Nýlega hefði
félaginu borizt beiðni frá Lífeyris-
sjóði verzlunarmanna um að fá af-
ganginn keyptan, og stjórn Flug-
leiða hefði samþykkt hana í gær.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna,
sagði við Morgunblaðið að megin-
ástæða hlutafjárkaupanna væri trú
stjórnar sjóðsins á félaginu, starfs-
mönnum þess og stjórnendum og
framtíðarhorfum, og þar af leiði að
kaup hlutabréfanna muni skila
sjóðnum góðum arði.
„Flugleiðir hf. greiða í iðgjöld til
sjóðsins vegna 730 starfsmanna lið-
lega 70 milljónir króna á ári og eru
í hópi stærstu iðgjaldagreiðenda til
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Því
er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðs-
ins og flugfélagsins fara að mörgu
leyti saman og það er von stjórnar
sjóðsins að kaup hlutabréfanna
verði báðum aðilum til heilla," sagði
Þorgeir.
„Við erum mjög ánægðir að
fyrsta hlutafjárútboð Flugleiða í
langan tíma skyldi takast svona
vel,“ sagði Sigurður Helgason. „Ég
vonast til þess að fyrir áramótin
verði aftur tekin ákvörðun um að
bjóða meira hlutafé á markaðnum.“
Ríkisstjórnin:
Akvörðun um
loðdýrarækt
slegið á frest
Á FUNDI ríkissljóriiarinnar i
gærmorgun var fjallað um yfir-
vofandi gjaldþrot loðdýraræktar-
innar. Ræddar voru tillögur
Steingríms J. Sigfússonar land-
búnaðarráðherra sem fela meðal
annars í sér um 400-500 milljóna
króna aðstoð við búgreinina, en
á fúndinum var engin ákvörðun
tekin um aðgerðir af hálfú sljórn-
valda. Ákveðið var að skoða
málið enn frekar og stefiit að því
að taka það til afgreiðslu á ríkis-
sljórnarfúndi í næstu viku.
Samkvæmt þeim tillögum sem
ræddar voru í ríkisstjórninni er
meðal annars gert ráð fyrir að ríkið
taki á sig um 300 milljóna króna
ábyrgð vegna skulda loðdýrabænda
í bönkum og hjá öðrum lánastofn-
unum. Þá verði 70-100 milljónir af
uppsöfnuðum söluskatti búgreinar-
innar greiddar til loðdýrabænda og
gert er ráð fyrir að um 40 milljónum
verði varið til niðurgreiðslu á fóðri,
en að auki er lagt til að hluti af
Ijárfestingarlánum verði afskrifað-
ur.
Að sögn Einars E. Gíslasonar,
formanns Sambands íslenskra loð-
dýraræktenda, hafa viðskiptabank-
ar fallist á að loðdýrabændum verði
veittur gjaldfrestur á vanskilaskuld-
um til haustsins að óbreyttum að-
stæðum. „Það er sálræna atriðið
sem hefur miklu meira að segja á
þessari stundu en það hvort gengið
verði að mönnum Ijárhagslega, og
menn bíða nú í óvissunni um það'
hver úrskurður ríkisstjórnarinnar
verður. Það er Ijóst að til þess að
bjarga þeim fjölskyldum sem þarna
eru í húfi þarf ekki að veita svo
miklum ijármunum í loðdýrarækt-
ina, ef hægt verður að ná samkomu-
lagi við iánardrottna og aðra til
dæmis um að lengja lánin.“
Morgunblaðið/Þorkell
Komið með Danann til Reykjavíkur í nótt. Á innfelldu mynd-
inni, sem tekin er úr gæsluþyrlunni yfir jöklinum, sjást björgun-
armenn á vélsleðum á leið að þyrlunni með manninn.
Dana bjargað lítt slösuðum
úr sprungu á Snæfellsjökli
Sat fastur á 12 m dýpi í nokkra tíma - fluttur með þyrlu til Reykjavikur
DÖNSKUM göngumanni var bjargaðúr jökulsprungu á Snæfell-
sjökli í gærkvöldi, slösuðum á öxl. Hann var fluttur til Reykjavíkur
í nótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn sat fastur á 12
metra dýpi í nokkrar klukkustundir eftir að hafa skrikað fótur og
hrapað er hann ætlaði að stökkva yfir sprunguna. Hann hafði geng-
ið á jökulinn ásamt fjölskyklu sinni og sótti 14 ára sonur hans hjálp
á meðan eiginkonan og 8 ára dóttir biðu við sprunguna. Er hjálp
barst höfðu mæðgurnar hins vegar lagt af stað til byggða.
Fólkið, sem er búsett hér á landi, inn síðdegis í gær, náðu tindinum
hafði tjaldað við Stapafell, skammt og voru skammt á veg komin niður
frá Arnarstapa. Þau gengu á jökul- aftur er maðurinn féll í sprunguna.
Sonurinn tók bíl fjölskyldunnar við
jökulræturnar, skammt ofan við
Sönghelli, og ók að Arnarstapa,
þar sem heimamenn kölluðu út
björgunarsveitina. Sonurinn fylgdi
björgunarmönnum upp á jökulinn
og komu þeir á slysstað um kl. 22.
Bíll var sendur frá Arnarstapa
að leita mæðgnanna og mætti þeim
á leið niður af jöklinum. Þær voru
drifnar í hús hjá Hjörleifi Kristjáns-
syni, veitingamanni í Arnarbúð, og
fengu heita lauksúpu. Hjörleifur
sagði að þeim hefði verið órótt á
meðan þær vissu ekki um afdrif
fjölskylduföðurins, en þegar honum
hafði verið náð upp úr sprungunni
og kona hans rætt við hann í
bílasíma, þökkuðu þær fyrir sig,
afþökkuðu gistingu og fóru út í
tjald að sofa.