Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 35 Halldóra Guðmunda Þorvaldsdóttir frá Svalvogum - Minning Fædd 18. apríl 1913 Dáin 4. júlí 1989 í dag þegar við kveðjum eina af eftirlætisfrænkum okkar, hana Doddu, þá rifjast upp margar minn- ingar frá því að við vorum yngri og heimsóttum hana í iitlu fallegu íbúðina hennar á Bjargarstíg 6 í Reykjavík. Hún Dodda var afasystir okkar og hana var alltaf einstaklega gam- an að heimsækja. Dodda, eða Guðmunda eins og hún hét, fæddist í Svalvogum við Dýrafjörð 18. apríl 1913 og voru foreldrar hennar Sólborg Matthías- dóttir og Þorvaldur Jón Kristjáns- son. Systkinin í Svalvogum voru níu og oft var þar þröng á þingi, en alltaf nóg að bíta og brenna, því að allt var fólkið duglegt við að bjarga sér. Snemma fluttist Dodda til Hafn- arfjarðar og var þar í vinnu. Seinna eftir að hún giftist Jóni Guðmunds- syni settust þau þar að og þar stóð heimili þeirra lengi. Hafnarfjörður var henni alltaf mjög kær og þar fannst henni fallegt og Ijúft að vera. Dodda og Jón eignuðust einn son, Ingibjart Valdimar. Hann dó ungur maður af slysförum og varð þeim báðum harmdauði og oft minntist Dodda á hann við okkur. Ekki varð langt á milli þeirra feðg- anna, því að stuttur tími leið frá andláti Ingibjarts Valdimars þar til Jón lést. Þrátt fyrir þessi erfiðu áföll á stuttum tíma lét Dodda ekki bugast og hélt reisn sinni. Við frænkurnar heimsóttum Doddu eins oft og við gátum, þegar við vorum yngri og fannst alltaf jafngaman og gott að koma til hennar. Hún var einstaklega barn- góð og gestrisin. Þegar við komum í litlu íbúðina við Bjargarstíginn, tók Dodda okkur eins og við værum drottningar. Hun stjanaði við okkur á allan máta. Síðan var skrafað og spjallað í langan tíma. Við erum líka vissar um, að Dodda hafði eins gaman af þessum heimsóknum og við. Eitt er víst, að Dodda mun ekki gleymast. Hún mun alltaf geymast í hugum okkar sem elskuleg frænka í lítilli, fallegri íbúð í Reykjavík. Frænka sem gaman var að heim- sækja og sem kenndi okkur svo margt fallegt um lífið og tilveruna. Hún kenndi okkur meðal annars það, að kærleikur, vinsemd og gest- risni þarf ekki víða sali og glæstar hallir, heldur gott hjartaleg. Kannski blómstra þessir eiginleikar best í litlum, fallegum og heimilis- legum húsakynnum eins og á Bjarg- arstígnum. Þar fengum við gott veganesti sem mun endast okkur vel á lífsleið- inni. Fyrir það viljum við þakka með þessum fátæklegu orðum. Heiðrún Ingvarsdóttir Kristín Sigurðardóttir Hún Dodda frænka er dáin. Þeg- ar mamma sagði okkur þetta, varð Hreiðari, 7 ára bróður okkar, að orði: „Þá förum við ekki til hennar oftar.“ Við eigum eftir að sakna hennar mikið, svo oft heimsóttum við bræðurnir hana. Mamma vissi ekki um allar okkar ferðir til Doddu frænku en hún bjó í miðbæ Reykjavíkur og stutt að skreppa til hennar þegar við vorum í bænum. Alltaf tók hún vel á móti okkur strákunum sem henni var svo annt um, allt frá því að við Iitum dagsins ljós. Okkur þótti mjög vænt um Doddu frænku. Við þökkum henni fyrir allt, sem hún hefur að okkur rétt. Við eigum svo margt í minn- ingu okkar, sem við geymum í hjarta. í einni bæjarferðinni vorum við að selja harðfisk fyrir íþróttafé- lagið okkar. Þetta var í síðasta sinn sem við sáum Doddu frænku þegar hún keypti af okkur harðfiskpakka og sagði: „Og svo ætla ég að fá annan handa Onnu.“ Steinberg spurði mömmu þegar heim kom: „Af hverju var hún að hugsa um að kaupa líka fyrir hana?“ Anna er móðursystir 'Okkar og bróðurdóttir Doddu frænku. Alltaf stóð heimili Önnu opið fyrir Doddu frænku. Ef éitthvað var að, hringdi hún eða kom til Önnu, sem greiddi götu hennar og fylgdist jafnan með henni. Einn daginn hringdi hún til Önnu og sagði að sér liði illa. Sú góða kona brá skjótt við og kom henni til hjálpar og yfirgaf hana ekki fyrr en hún var búin að koma henni á sjúkrahús. Þar andaðist Dodda frænka fáum dögum síðar. Anna, og fjölskylda hennar, á niiklar þakkir skilið fyrir hve góð °g t^ygg hún var Doddu frænku til dauðadags. Við vottum öllum samúð sem eiga um sárt að binda. Við kveðjum Doddu frænku með söknuði og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Myrkrið svarta láttu ljós lýsa af augum þinum og í bjarta breyttu rós broti af þyrnum mínum. (Kristján Jónsson) Ingibjartur, Steinberg og Hreiðar Antonssynir. í dag fer fram í Dómkirkjunni jarðarför systur minnar, Halldóru Guðmundu Þoi-valdsdóttur. Hún var ein af 9 börnum þeirra hjóna Sól- borgar Matthíasdóttur og Þorvaldar Kristjánssonar, sem lengi bjuggu í Svalvogum. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum ásamt sínum stóra systkinahópi. Þá var lífið annað en leikur. Þá voru börnin ekki stór þegar þau fóru að hjálpa til við bústörfin og það gerði Dodda Munda eins og við kölluðum hana heima. Hún vann hjá foreldrum sínum heima til 18 ára aldurs eins og við öll gerðum. Þá fór hún suður á land eins og fleiri að leita sér vinnu, en kom svo heim að Þing- eyri aftur og þar kynntist hún sínum lífsförunaut, Jóni Guðmunds- syni, sjómanni, ættuðum frá Halldór Kristmunds- son - Minningarorð Fæddur 29. júní 1933 Dáinn 2. júlí 1989 í dag kveðjum við bróður minn, mág og frænda. Dóri bróðir fæddist í Reykjavík 29. júní 1933. Foreldrar hans Krist- mundur Kristmundsson, vörubif- reiðastjóri, d. 26. apríl 1962, og kona hans, Guðrún Árnadóttir, sem lifir son sinn. Margs er að minnast þegar hugurinn reikar aftur til allra góðu stundanna sem við bræðurnir áttum saman á uppvaxtarárum okkar, við leik og störf. Senn tók alvara lífsins við. Árið 1952 hóf hann akstur á Vörubílastöðinni Þrótti á eigin vörubíl, sem hann og pabbi okkar gerðu upp á auðri lóð rétt við æskuheimili okkar. Árið 1968 stofnuðum við verktakafyrii'- tækið Ástvaldur og Halldór sf. og síðar einnig Jarðefni sf. Aðalstarfs- svið þessara fyrirtækja var gatna- gerð og ýmis önnur jarðvinna. Að- dragandi að stofnun fyrirtækjanna var sú að við bræðurnir pöntuðum sinn bílinn hvor árið 1967. Þá verða miklar sviptingar í gengismálum þannig að bílarnir hækkuðu um allt að helming og nú voru góð ráð dýr. Sú ákvörðun var tekin að við keyptum saman einn bíl og stofnuð- um fyrirtækið Ástvaldur og Halldór sf. Samstarf okkar var einstaklega gott alla tíð og í veikindum sínum sýndi hann mér mikið traust til allr- ar ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Fyrir rúmum ellefu árum veiktist Dóri og var hann frá vinnu í þijú ár. Síðan komst hann til vinnu aft- ur í þijú ár, eða þar til hann veikt- ist í annað sinn í maí 1984. Síðan þá hefur hann barist hetjulega, stundum gekk vel, stundum ver, en alltaf var barist. Hann var ekki einn í þessari baráttu, við hlið hans stóð eiginkonan, ljósgeislinn hans og börnin þeirra fimm. ÖIl sem einn maður stóðu þau saman í barátt- unni. Það var alveg sérstakt að fylgjast með þrautseigju þeirra og dugnaði. Dóri giftist 18. apríl 1959 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Svanhildi Jó- hannesdóttir Guðmundssonar guil- smiðs og konu hans, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem lézt 2. jan. 1983. Börn þeirra Dóra og Hiidu eru Jó- hannes fæddur 1959, Halldóra fædd 1960, Kristmundur fæddur 1963, Hafsteinn fæddur 1971 og Ingibjörg fædd 1973. Við fjölskyldan viljum votta þér elsku Hilda, börnunum og móður minni, Guðrúnu, innilega samúðar. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Valli, Ellen, Sveinn, Rúna og Kristrún. ísafirði. Þau bjuggu nokkur ár á Þingeyri og eignuðust þar sinn eina son. Frá Þingeyri fluttu þau svo til Patreksfjarðar og síðar til Hafnar- fjarðar, en síðast áttu. þau heima á Bjargarstíg 6' í Reykjavík. Halldóra Guðmunda var góð og hjálpsöm kona, búin að missa sinn eina son af slysförum og svo eigin- mann sinn og tók því með ró og skynsemi. Hún var búin að búa ein í 10 ár og oft lasburða, en kvartaði sjaldan. Halldóra Guðmunda veiktist snögglega og var á gjörgæsludeild Landakotsspítala nokkra daga. Ég heimsótti hana á sjöunda degi og virtist hún vel hress þegar ég kvaddi hana. Tveimur tímum seinna kom Anna dóttir mín til að segja mér að Halldóra Guðmunda væri búin að kveðja þennan heim og komin yfir í eilífðina. Það var mér bæði huggun og hryggð. Ég bjóst ekki við að hún næði heilsu aftur og efast ekki um að þar sem hún er nú á hún góð heimkynni. Ég á henni margt að þakka frá fyrri tímum þegar ég var einn með minn barnahóp í Svalvogum og konan mín veik inn á Þingeyri. Þá kom hún gangandi úteftir mér til aðstoðar. Þessi kona átti það í eðli sínu að hún var gjöful og hjálpsöm og fann til með þeim sem misstu sína og erfiðast áttu. Ég efast ekki um að sá maður sem kynntist henni mun taka undir þetta. Hún gat ekkert aumt séð án þess að rétta hjálparhönd meðan hún gat eitt- hvað. Henni var ljúft að gefa. Hún gaf fram á síðustu stund og hún bað mig fyrir gjöf þegar ég kvaddi hana á dánarbeðinu. Eflaust á hún góðan hug margra, bæði ættingja og vina, sem munu veita henni blessunarríkar stundir í nýjum heimkynnum. Þótt hún sé horfin af sjónarsviðinu þá mun minning hennar lengi lifa okkar á milli. Guðmunda var bókhneigð og las ætíð mikið og virti það sem virð- andi var. Guðs blessun fylgi Doddu systur minni og hafi hún þökk fyr- ir allt. Ottó Þorvaldsson t MINNINGARKORT Kransar, krossar og kistuskreytingœr. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álíhcimum 74. sími 84200 Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! CT> CO s> CT) 3» BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoöunartíma, pöntunarsími í Revkjavík er 672811' YDDA V8. 17/Sl'A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.