Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989
Fógetaréttur:
Ný staða:
Olís bend-
ir á eign-
irtilkyrr-
setningar
OLÍS hóf í gær að benda á eign-
ir til kyrrsetningar vegna kyrr-
setningarkröfu Landsbankans á
hendur félaginu. Eftir að fógeti
hafði á föstudag úrskurðað 102
tryggingabréf Olís með veði í
eignum félagsins verðlaus til
tryggingar, og fyrirtækið kært
þann úrskurð til Hæstaréttar,
var málinu fram haldið í gær.
Þá lagði Olís ekki fram neinar
frekari tryggingar, heldur benti
á fasteignir víða um land til kyrr-
setningar. Þessu mótmælti
Landsbankinn, og krafðist þess
að fyrirtækið benti á lausafé til
kyrrsetningar áður en bent yrði
á fasteignir, og féllst fógeti með
úrskurði á sjónarmið bankans.
Þennan úrskurð kærði Olís til
Hæstaréttar, en benti jafnframt
á skráningarskyld ökutæki að
verðmæti tæpar 209 milljónir
króna til kyrrsetningar.
Svipuð staða kom upp í málinu
þegar Olís var að benda á trygging-
ar til að forða kyrrsetningaraðgerð-
inni. Þá úrskurðaði fógeti að fyrir-
tækið skyldi fyrst benda á lausafé
til tryggingar og síðar á fasteignir.
Eftir að Olís hafði kært úrskurð
þennan var hann felldur úr gildi í
Hæstarétti. Nú er að sjá hvort
Hæstiréttur lítur kröfu Olís, um að
fá að benda á fasteignir til kyrrsetn-
ingar fyrr en lausafé, sömu augum
og kröfu félagsins um að benda á
tryggingar í þessari röð.
Kyrrsetningarkrafa Landsbank-
ans hljóðar nú upp á rúmlega 116
milljónir, en sú upphæð stendur nú
eftir af upphaflegu kröfunni sem
var tæplega 500 milljónir. Þær
tryggingar sem Olís hefur hingað
til lagt fram og teknar hafa verið
til greina hafa verið metnar á mis-
mun þessara fjárhæða. Þær fast-
eignir sem Olís benti fyrst .á í dag
eru bensín- og olíustöðvar á víð og
dreif um landið.
Eftirlit með
brunatækni-
legri hönnun
BORGARRÁÐ hefúr samþykkt
að auglýsa eftir tæknimenntuð-
um manni til starfa við embætti
byggingarfúlltrúa og á hann að
hafa eftirlit með brunatækni-
legri hönnun bygginga í
Reykjavík.
Að sögn Hjörleifs Kvaran fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn-
sýsludeildar borgarinnar, er hér
um nýja stöðu að ræða. Er hún til
komin vegna umræðna í kjölfar
brunans í Gúmmívinnustofunni við
Réttarháls. Þar þótti hönnun stór-
hýsis ábótavant með tilliti til
brunavarna og átti eldurinn greiða
le'ð yfir brunavarnavegg.
Morgunblaðiö/Þorkell
Birgir Þórðarson frá Hollustuvernd ríkisins tekur olíusýni úr spenninum, sem grunur leikur á að sé
mengaður PCB. Til vinstri má sjá borðann, sem lögregla hefur strengt um spennana. ____
Endurvinnsla rafspenna hjá Hringrás stöðvuð:
Gnmur um PCB-mengim
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefúr sett bann á endurvinnslu
gamalla rafmagnsspenna hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hf.
vegna gruns um að olía í spennunum kunni að vera menguð eiturefn-
inu PCB. Á föstudag tók mengunarvamadeild Hollustuvemdar ríkis-
ins sýni úr spennunum, og niðurstöður frumrannsóknar á einu sýni
gefa til kynna að í því geti verið PCB. Lögreglan hefúr girt af 30-40
spenna í porti Hringrásar, en þeir bíða þar niðurrifs og endurvinnslu.
Spennana hefur Hringrás keypt
af Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Fyrirtækið bræðir upp eir, sem er
innan í spennunum, og sker niður
og pressar ytra byrði þeirra, sem
er úr járni. Olíunni, sem er í spenn-
unum, er tappað af og hún nýtt
annars staðar. Að sögn Birgis Þórð-
arsonar, umhverfisskipulagsfræð-
ings hjá mengunarvarnadeild Holl-
ustuverndar, er vitað til þess að
spennaolía hefur á undanförnum
árum lent saman við aðra endur-
vinnsluolíu, sem meðal annars er
brennt í fiskimjölsverksmiðjum. Við
bruna á oiíunni geta myndast
díoxín-efni, en þau eru mjög hættu-
leg. „Hvort um PCB-olíu er að ræða
í slíkum tilvikum er erfitt að segja,
en það er þó möguleiki," sagði Birg-
ir.
Birgir sagði að sýni hefðu verið
Skoðanakönnun Hagvangs:
Breytt mataræði veld-
ur mirnii kartöfluneyslu
SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar sem Hagvangur hf.
hefúr gert fyrir Ágæti hf. er breytt mataræði helsta orsök þess að
dregið hefúr úr neyslu íslendinga á kartöflum, en um 27% að-
spurðra segjast neyta minna magns af kartöflum en áður. Um 17%
telja hátt verð á kartöflum orsök samdráttar i neyslu, en tæplega
79% segjast ekki mundu kaupa meira af kartöflum þó verðið væri
lægra. Tæplega 93% aðspurðra telja kartöflur hollar, og 64% telja
íslenskar kartöflur betri en innfluttar.
tekin af olíu úr þremur rafspennum,
og sýndu niðurstöður forrannsókn-
ar á olíu úr einum þeirra að um
PCB-mengun gæti verið að ræða.
í gær tók Birgir, ásamt Tryggva
Þórðarsyni frá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, annað sýni úr spennin-
um, sem verður rannsakað hjá Holl-
ustuverndinni í dag. Þeir tóku einn-
ig jarðvegssýni á vinnslusvæði
Hringrásar, og fyrirhugað er að
taka olíusýni úr öllum þéttunum,
sem fyrirtækið hefur fengið til end-
urvinnslu.
PCB er mjög hættulegt efni, jafn-
vel þó í litlu magni sé. Það getur
borizt út um líkamann við snertingu
við húð eða ef menn anda því að sér
í gufu eða úða. Það er flokkað sem
krabbameinsvaldandi og sezt eink-
um í fituvefi líkamans, en einnig í
lifur og heila. Efnið eyðist ekki upp
í náttúrunni. Eftir að PCB-mengun
uppgötvaðist á Austurlandi á
síðastliðnu sumri voru settar regl-
ur, sem banna innflutning og notk-
un efnisins hér á landi.
Starfsmenn Hringrásar hafa
töluverðar áhyggjur af þessu máli,
að sögn Sveins Asgeirssonar, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins. Fyrir
milligöngu Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur hefur þeim verið boðin
læknisskoðun hjá atvinnusjúk-
dómadeild Heilsuverndarstöðvar-
innar.
Sveinn sagði að fyrirtækið hefði
sérstaklega spurzt fyrir um það,
hvort PCB kynni að vera í þéttun-
um, sem það tók við af Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, eftir að frétzt
hefði af mengunarslysinu á Aust-
fjörðum. „Við báðum Rafmagns-
veituna um að tryggja að þetta efni
bærist ekki til okkar. Okkur var
sagt að spennarnir væru algerlega
lausir við PCB,“ sagði Sveinn. Hann
sagði að einnig hefði verið leitað
til Vinnueftirlits ríkisins og það
hefði ekki gert athugasemdir við
að þessir spennar væru endurunnir.
„Það er ekki víst að efnið sé í spenn-
unum en PCB, þótt ekki sé nema
kannski í einum spenni, er nóg. Það
er mengun, og við viljum fyrir-
byggja að starfsmenn okkar vinni
við spenna sem geta verið mengað-
ir,“ sagði Sveinn.
Hann sagðist búast við að ef það
kæmi í ljós að um PCB-mengun
væri að ræða yrði þeim spennum,
sem væru mengaðir, skilað aftur
til Rafmagnsveitunnar nema til
kæmi að Hringrás tæki að sér að
flytja þá til útlanda til eyðingar.
íslenzk fyrirtæki hafa flutt rafþétta
og spenna með PCB út til eyðingar
í töluverðum mæli. í einu tilviki
varð jarðvegsmengun af völdum
efnisins og var jarðveginum þá
mokað upp og hann fluttur utan til
eyðingar í tunnum.
Morgunblaöið/BAR
Jóninna Hólmsteinsdóttir og Guðrún Esther Árnadóttir snúa talna-
stokknum í Happdrætti Háskóla íslands. Við hlið þeirra situr Jóhann
Hauksson sem skráði tölurnar sem upp komu í stokknum samvisku-
samlega.
Happdrætti Háskóla íslands:
Á blaðamannafundi þar sem nið-
urstöður skoðanakönnunarinnar
voru kynntar, kom fram að sam-
kvæmt opinberum skýrslum virðist
árleg kartöflusala á hvem íbúa hér
á landi hafa hrapað úr 65 kg á
mann fyrir nokkrum árum niður í
38 kg árið 1987. Á öðrum Norður-
löndum er neyslan á bilinu 60-75
kg á mann á ári og í Bretlandi
rúmlega 107 kg á mann og hafi
aukist undanfarið. Bent er á að
tölur um framleiðslu og neyslu á
kartöflum hérlendis séu nokkuð
óvissar, en giskað sé á að samsetn-
ingin í neyslunni sé um 70% að-
keyptar kartöflur og 30% heima-
ræktaðar.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar Hagvangs kemur í
ljós að tæplega 38% aðspurðra telja
breyttar neysluvenjur vera helstu
orsök samdráttar í kartöfluneyslu.
Um 17% telja orsökina vera of dýr-
ar kartöflur og rúmlega 16% telja
minnkandi gæði vera ástæðuna.
Tæplega 62% telja kartöflur vera
of dýrar, en tæplega 18% segjast
mundu auka kartöfluneyslu ef þær
væru seldar á lægra verði.
Páll Guðbrandsson, formaður
Landssambands kartöflubænda, og
Sturla Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ágætis hf., voru
sammmála um að niðurstöður könn-
unarinnar kæmu þeim ekki á óvart,
en Páll kvaðst þess fullviss að áróð-
ur gegn kartöflum væri orsök
breyttra neysluvenja. Aðspurðir um
hvernig bregðast mætti við þessari
þróun sögðu þeir að frekari vöru-
kynning og kynning á uppskriftum
að kartöfluréttum gæti hugsanlega
snúið þróuninni við.
Kvörtuðu off fengn
að draga eigin hendi
Voru óánægðar með að fá aldrei vinning
ÞÆR DEYJA ekki ráðalausar Guðrún Esther Árnadóttir og Jóninna
Hólmsteinsdóttir, kennararar við Varmárskóla í Mosfellsbæ, sem í
gær drógu út vinninga í Happdrætti Háskóla íslands. Kennarafélag
Varmárskóla á 17 miða í Happdrætti Háskólans. Lítið helúr verið
um vinninga á þessa miða hin síðari ár og vilja sumir eigendanna
kenna því um að tölva er notuð við dráttinn. Þegar hringt var og
kvartað yfir vinningsleysinu brugðust starfsmenn Happdrættisins
skjótt við og buðu Guðrúnu Esther og Jóninnu að draga.
Síðdegis í gær voru dregnir út rún Esther og Jóninna fengu það
vinningar júlímánaðaríHappdrætti verkefni að snúa stokki sem í eru
Háskóla íslands. Sérstakt tölvufor- 8 teningar, alls 6 sinnum. Talnarun-
rit hefur verið notað við drátt hjá urnar sem upp komu voru síðan
happdrættinu frá árinu 1976. Guð- slegnar inn í tölvu Happdrættisins,
sem valdi vinningsnúmerin tilvilj-
anakennt eftir sérstöku forriti.
Guðrún Esther Árnadóttir og
Jóninna Hólmsteinsdóttir voru hin-
ar ánægðustu með að fá tækifæri
til að draga í Happdrætti Háskóla
íslands og sannreyna að tilviljun
réði vali vinningsnúmera. Að drætti
loknum var ljóst að þær stöllur
færu ekki með milljón í vasanum
til starfsfélaga við Varmárskóla en
þær höfðu a.m.k. gert sitt besta.