Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989
Minning:
Gerhard Olsen,
flugvélsljóri
Fæddur16. janúar1922
Dáinn 4. júlí 1989
Ég sit hér uppi í Nesvíkurskála
og ætla mér að skrifa nokkrar línur
í minningu Gerhards Olsen sem lést
snögglega fyrir aldur fram.
____ Finnst mér vel við eiga að hripa
þessar línur hér í gamla húsinu, sem
öll fyrstu ár Loftleiða var af-
greiðsluhús þess á Reykjavíkurflug-
velli, en var síðar flutt hingað upp-
eftir og gert að þægilegu sumar-
húsi.
Það eru svo margar minningar
tengdar húsi þessu og um leið Ger-
hard Olsen, því mikill hluti ævi
hans og Loftleiða tengdist óijúfan-
lega.
Foreldrar Gerhards voru Ingiríð-
ur Lýðsdóttir og Jentoft Olsen,
norskur að ætt. Varð þeim margra
barna auðið og er röð þeirra þessi:
Sigríður, Kristinn, Lóa, Gerhard,
Ólaf, Erna, Aifreð og Stína.
»*■ Bjuggu þau A Túngsbergi á
Grímsstaðarholti og ólu þar upp
hinn efnilega barnahóp sinn.
Öll þau systkinin ólust upp við
mikla vinnu frá fyrstu árum því í
þá daga þýddi ekki annað en að
taka til hendinni því til sönnunar
að maður ætti rétt á því að lifa.
Þá var lífið hart, en þó ánægjulegt
innan fjölskyldu, sem stóð þétt sam-
an.
Árið 1944, nánar tiltekið 17.
nóvember, gekk Gerhard að eiga
eftirlifandi eiginkonu sína, Huldu
Sæmundsdóttur, og eignuðust þau
ijóra syni, Reyni, Inga, Gunnar og
Snorra.
Þrír synirnir elstu starfa hjá
Flugleiðum við hin ýmsu störf, en
sá yngsti ekki. Voru því þeir fjórir
feðgar við störf hjá Flugleiðum,
síðustu árin, sem Gerhard lifði, og
er þáð þó nokkuð. Ekki er þó öll
sagan sögð, því þeir allir bræður,
Kristinn, Gerhard, Ólaf og Alfreð
störfuðu hjá Loftleiðum _og síðar
Flugleiðum. Kristinn og Óiaf flug-
stjórar og Gerhard og Alfreð sem
flugvélstjórar. Einnig eru flugfreyj-
ur i ættinni, fyrrverandi og núver-
andi. Má því segja, að Olsen-ættin
sé meira en lítið tengd fluginu og
hefur svo verið allt frá stofnun
Loftleiða.
Ég kynntist Gerhard eða Genna,
eins og hann var jafnan kallaður
af vinum sínum, fyrst 1945 er ég
réðst til Loftleiða, þar sem við störf-
uðum síðan saman í sama fagi allt
til síðasta árs og þá seinni árin hjá
Flugleiðum.
Genni hafði þá árinu áður (1944)
gengið til liðs við Kristin bróður
sinn, Alfreð Elíasson og Sigurð
Ólafsson við uppbyggingu Loft-
leiða.
Var Genni fyrstu árin þeirra aðal
stoð og stytta við allar viðgerðir á
tækjum og tólum er viðkomu rekstri
flugvélanna, svo og flugvélanna
sjálfra. Genni var á þeim árum
ólærður sem flugvirki eins og gefur
að skilja, en aflaði sér síðar réttinda
sem slíkur með góðri aðstoð vinar
síns, Halldórs Sigurjónssonar, yfír-
flugvirkja Loftleiða um margra ára
bil.
Öll verk léku í höndum Genna.
Það má segja að hann hafi verið
náttúrubarn á tæknisviðinu. Við-
gerðir allar svo og nýsmíðar í járn
og timbur, allt fór þetta honum jafn
vel úr hendi sem útlærður væri í
hverri grein.
Mest held ég þó að hafi reynt á
hann og hans útsjónarsemi í leið-
angri Loftleiða á Vatnajökul 1950.
Leyfi ég mér að fullyrða, að Genni
hafi verið þar einn aðal máttarstólp-
inn, að öllum öðrum ólöstuðum, en
þar voru margir færir menn með í
flokki.
Þegar gera þurfti við ýtur uppi
á hájökli í grimmdarfrosti eða sjóða
saman skíðin undir vélinni á leið
niður, þá var það hann, sem stóð
fremstur í flokki, ósérhlífinn sem
alltaf.
Mjög snemma fór Genni að fijúga
sem flugvélstjóri, fyrst hja Loftleið-
um, síðat- Flugleiðum. í skírteini
hans er eflaust skráð Catalína,
DC-4, DC-6, CL-44 og DC-8, marg-
ar tegundir er lýsa löngum ferli.
Eftirlitsvélstjóri var hann mikinn
tíma starfsferils síns, bæði kenndi
í „flughermi" svo og „á línunni",
þ.e. í venjulegu flugi.
Farsæll var hann í öllum sínum
störfum, alit til dauðadags.
. Genni var mikill maður að burð-
um, með sterkari mönnum talinn,
enda kallaður „kraninn“ meðal
vinnufélaga sinna í skýlinu fyrr á
árum, því öllu gat hann lyft. Þeir
Olsenbræður, allir ijórir, voru og
eru vel afli búnir, en Genni vat' þó
talinn þeirra sterkastur, þó grennst-
ur væri og hæstur.
Það er yfirleitt svo, að með mikl-
um líkamsburðum fer ljúf sál og
svo var með Genna. Aldrei man ég
hann skipta skapi, „verða vondan“,
eða nota afl sitt til ills. Nei, hann
var alltaf fús til hjálpar hinum
minnimáttar og allir gátu treyst á
góðvilja hans og hjálpsemi í
hvívetna.
Áhugamál hans voru ekki mörg
utan Ijölskyldu og flugsins, þó gam-
an hefði hann af því löngum að
draga fallegan fisk, ef tækifæri
gafst. Stundaði hann það þó lítt
síðustu árin, lagði heldur allt sitt í
að hlúa að og fegra hið nýja hús
þeirra Huldu í Árbæ, sem hann
fékk svo allt of skamma stund að
njóta.
En Drottinn gaf og Drottinn tók
og við þann dómara þýðir ekki að
deila.
Gerhard Olsen átti góða, starf-
sama ævi, þar sem hann fékk að
starfa við það, sem hugurinn þráði.
Hann átti góða konu og honum
varð margra barna auðið, sem bera
merki hans áfram. Allt of stuttri
ævi er lokið, en ekki skal kvarta,
heldur þakka allt það góða, sem
notið var.
Þakka ég Genna vinskap liðinna
ára og bið konu hans, börnum og
barnabörnum blessunar og styrks
um ókomna framtíð.
Baldur Bjarnasen
Mig setti hljóðan þegar góðkunn-
ingi minn hringdi á sunnudags-
kvöldið 2. júlí sl. og flutti þá alvar-
legu frétt að Gerhard Olsen hefði
fengið hjartaáfall daginn áður og
Iægi þungt haldinn á gjörgæsludeild
Borgarspítalans.
Með þeirri tækni og þekkingu,
sem læknavísindin ráða yfir í dag,
var það einlæg von okkar kunningj-
anna, að sérfræðingar sjúkrahúss-
ins næðu að færa Gerhard til góðr-
ar heilsu á ný, svo hann fengi áfram
að njóta lífsins í faðmi íjölskyldu
og vina.
I þetta skiptið megnuðu hvorki
tækjabúnaður né nákvæm umönn-
un hjúkrunarliðs að snúa við þeirri
þróun, sem hafið hafði innreið sína
svo skyndilega og miskunnarlaust
í líf Gerhards. Hann andaðist þriðju-
daginn 4. júlí, langt um aldur fram,
aðeins 67 ára.
Gerhard Olsen fæddist á Þor-
móðsstöðum við Skerjaíjörð 16. jan-
úar 1922, sonur hjónanna Jentofts
Gerhards Olsen, ættuðum frá Nor-
egi, og Ingiríðar Lýðsdóttur frá
Hjallanesi í Landssveit.
Á Þormóðsstöðum var æsku-
heimili Gerhards, og við Skeija-
ijörðinn fékk hann það veganesti,
sem hann bjó að allt sitt líf. Upp-
vaxtarárin í hópi átta systkina und-
ir handleiðslu kjarkmikilla og um-
hyggjusamra foreldra, þar sem
lífsbaráttan var viðfangsefni hvers
dags, mörkuðu djúpstæð spor í vit-
und Gerhards, enda voru atorka,
hispursleysi, útsjónarsemi og heið-
arleiki þeir eiginleikar, sem mest
voru áberandi í fari hans meðal
starfsfélaga.
Við Skeijaijörðinn kynntist Ger-
hard alhliða veiðiskap undir hand-
leiðslu föður síns, en hann var ein-
stakur veiðimaður, sem kenndi son-
um sínum meðferð öngla og skot-
vopna.
Jentoft Olsen stundaði sjóróðra
á vélknúnum báti til að afla heimil-
inu aukatekna og ég tel vafalítið,
að Gerhard hafi fengið fyrstu
kennslu í meðferð véla hjá föður
sínum og þá strax sem óharðnaður
unglingur gert sér grein fyrir mikil-
vægi nákvæmrar umönnunar á því
tæki, sem líf og afkoma gat oltið á.
Ungur að árum fór Gerhard að
taka þátt í lífsbaráttunni með fjöl-
skyldu sinni á Þormóðsstöðum og
lagði sitt af mörkum með vinnu
utan heimilisins og sem hjálparhella
heima fyrir.
Margt lifir í endurminningunni
úr frásögnum Gerhards frá upp-
vaxtarárunum, og var unun að
heyra hann riija upp löngu liðna
atburði af samskiptum hans við
foreldra og systkini og lífið við
Skeijaijörðinn og á Grímsstaðaholt-
inu. Frásagnir Gerhards voru ávallt
lifandi og skemmtilega fram settar
og mikill fróðleikur fyrir yngri
mann úr öðrum landshluta, sem
hvorki þekkti af eigin raun til sjó-
sóknar né veiðimennsku. í sögunum
kom berlega í ljós hversu einlæga
virðingu Gerhard bar fyrir föður
sínum og móður, hvort sem tilefnið
var gaman eða alvara. Mér finnst
lýsing hans á foreldrum sínum út-
skýra vel þær erfðir, sem hann hlaut
í vöggugjöf.
Nálægð Þormóðsstaða við Vatns-
mýrina og Reykjavíkurflugvöll
hafði snemma sterk áhrif á Olsen
bræðurna og svo fór, að allir ijórir
helguðu þeir fluginu starfskrafta
sína. Kristinn og Olav gerðust flug-
menn en Gerhard og Alfred lærðu
flugvirkjun.
Með komu Stinsonvélar Loftleiða
hf. um vorið 1944, má segja að
störf Gerhards við flugvélar hefjist,
þó svo að hann hafi ekki öðlast
réttindi flugvirkja og flugvélstjóra
fyrr en síðar.
Þegar ég hóf störf sem flugmað-
ur á vegum Loftleiða hf. vorið 1956,
kannaðist ég varla við Gerhard
nema af afspurn, en fljótlega fékk
ég að kynnast fagmennsku hans
og annarra í flugáhöfnum félags-
ins, sem á þeim tíma voru aðeins
átta.
Gerhard vakti strax traust og
tiltrú þeirra sem með honum störf-
uðu sökum einstakra mannkosta
og þekkingar á kerfum og hreyflum
hverrar þeirrar flugvélategundar,
sem honum var falið að sjá um.
í þröngum flugstjórnarklefum,
þar sem flugvélstjórinn sat á milli
flugmannanna, var oft unun að
fylgjast með þykkum og sterklegum
höndum Gerhards stilla afl hreyfla
og bensínblöndu eða velja eldsneyt-
isrennsli úr geymum flugvélarinnar.
Hver hreyfing var framkvæmd af
öryggi og kunnáttu, enda næmleiki
Gerhards fyrir gangbreytingum
hvers hreyfils um sig undraverður,
og i meðförum hans varð samspil
hreyflagnýsins jafnt og hljómfag-
urt.
Á þeim tíma, sem flugvélahreyfl-
ar voru ekki eins öruggir og í dag,
bar það við á löngum ferðum að
eitt og annað færi úrskeiðis. Eðl-
isávísun Gerhards og þekking hans
á hreyflum og flugeiginleikum vél-
anna var sérstæð, enda voru ráð-
leggingar hans um úrbætur á þeim
vanda, sem upp hafði komið ávallt
metnar að verðleikum, og reynd-
ustu flugstjórar tóku fullt tillit til
ráðlegginga hans.
Að fenginni reynslu af hæfileik-
um Gerhards, skal engan undra að
ég skyldi biðja um hann sem flug-
vélstjóra þegar ég fór mína fyrstu
ferð sem flugstjóri í millilandaflugi.
Ég bar óskorað traust til hans sök-
um þekkingar og reynslu, en auk
þess þótti mér ákaflega þægilegt
að vera í návist hans, hvort sem
var í flugstjórnarklefa eða á
hvíldarstöðvum erlendis.
Á löngum starfsferli hefur sam-
band okkar Gerhards orðið nánara,
þar sem báðir vöidust til að sinna
þjálfunarmálum flugliða Loftleiða
og DC-8 áhafna Flugleiða nú seinni
árin. Gerhard hafði langa reynslu
að baki á þessu sviði þegar ég kom
inn í hóp þjálfunarmanna, og naut
ég á þessum vettvangi einnig þekk-
ingar hans þegar útskýra þurfti
flókin tæknileg vandamái.
Þó svo að kunningsskapur okkar
Gerhards hafi verið mjög náinn,
gerðum við lítið í því að styrkja
samband okkar fram yfir það sem
laut að starfinu. Af þessum sökum
kynntist ég eiginkonu hans ekki
verulega fyrir utan ánægjuleg sam-
vistartímabil erlendis og í kunn-
ingjaboðum hér heima.
Þrátt fyrir þennan annmarka,
taldi ég mig þekkja Huldu allvel,
því Gerhard var óspar á að segja
mér af henni og þeim áformum sem
þau sameiginlega stóðu að. Gerhard
talaði með einstakri hlýju og um-
hyggju um konu sína og heimili,
svo aldrei fór á milli mála í frásögn
hans, hvað hugsunin til Huldu var
honum snar þáttur í lífinu.
Hulda Sæmundsdóttir og Ger-
hard Olsen bjuggu lengst af á Lyng-
haga 2, í næsta nágrenni við gömlu
Þormóðsstaði og voru því rótgrónir
Vesturbæingar. Það kom þess
vegna skemmtilega að. óvörum,
þegar Gerhard tilkynnir vinum og
kunningjum að hann hafi fengið
úthlutað byggingarlóð í Ártúns-
holti, og þau hjónin séu að undirbúa
byggingu einbýlishúss. Með undra-
verðum hraða og hagsýni reistu þau
glæsilegt hús í Seiðakvísl 4, þar sem
snyrtimennska og fágaður smekkur
þeirra kemur hvarvetna í ljós.
Fyrir utan flugið og heimilið átti
Gerhard önnur áhugamál, en mest
umtal vöktu þó laxveiði og umstang
hans og nákvæmt viðhald í bíla-
kosti ijölskyldunnar. Til að eiga
örugga aðstöðu til viðgerða og eftir-
lits með bifreiðum sínum, sá Ger-
hard til þess að góður bílskúr væri
við heimilið. Þar undi hann oft löng-
um stundum við endurbætur á
bílum sínum eða sona sinna, þegar
þeir þörfnuðust aðstoðar við.
Hulda og Gerhard eignuðust
flora mannvænlega syni, sem allir
hafa notið trausts og komið sér vel
áfram í lífinu. Þrír þeir elstu starfa
hjá Flugleiðum hf., þ.e. Reynir við
farþegaafgreiðslu, Ingi sem flug-
stjóri og Gunnar sem stöðvarstjóri
á Keflavíkurflugvelli. Yngsti sonur-
inn, Snorri, er lögfræðingur og
deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Nokkrum dögum fyrir 67. af-
mælisdaginn sinn, 16. janúar sl.,
kom Gerhard úr síðustu flugferð
sinni sem flugvélstjóri eftir sam-
fellda þjónustu í 45 ár við Loftleið-
ir og síðar Flugleiðir.
Líkamlegt atgervi Gerhards var
umtalað langt fram yfir síðasta
starfsdag hans í fluginu, og af þeim
sökum var erfiðara að átta sig á
að fráfall hans gæti borið að með
þeim hætti, sem raun varð á.
Þegar ég nú hugsa til baka, og
minningarnar hrannast upp í huga
mér, er eins og sála mín fyllist fögn-
uði yflr því að hafa fengið að kynn-
ast og starfa með jafn hreinskiptum
manni og Gerhard Olsen.
Við Erna vottum fjölskyldu og
aðstandendum Gerhards okkar inni-
legustu samúð og treystum því að
minningin um hann nái að deyfa
sárasta tregann við þetta fyrirvara-
lausa áfall.
Guðlaugur Helgason
„Minir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld
ég kem eftir, kannski í kvöld
með klofinn hjálm og rofinn skjöld
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.“
Svo orti Bólu-Hjálmar um fráfall
vina sinna og rifjast það upp við
t
Móðir okkar,
STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður til heimilis á Grettisgötu 29,
er látin.
Svava Magnúsdóttir,
Knútur R. Magnússon.
t
Föðurbróðir minn,
GUÐMUNDUR M. EINARSSON,
Ásheimum,
Eyrarbakka,
andaðist að morgni 10. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi.
Margrét Albertsdóttir.
t
Faðir okkar,
EIRÍKUR ÓLAFSSON
loftskeytamaður,
varð bráðkvaddur þann 10. júlí 1989.
Magnús Eiríksson,
Axel Eiríksson,
Ingibjörg Eiríksdóttir,
Grimur Eiríksson,
Helga Eiríksdóttir.
Lokað
vegna útfarar ÞORBJÖRNS JÓHANNESSONAR,
kaupmanns, í dag miðvikudaginn 12. júlí frá kl.
12.00.
Kjötbúðin Borg,
Laugavegi 78.