Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 34 + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN ÁRNASON frá Látrum, Aðalvík, Drekavogi 20, Reykjavík, andaðist að morgni mánudagsins 10. júlí á hjartadeild Landspital- ans. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlaug Friðriksdóttir, börn og tengdabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GUÐLAUGUR PÁLSSON, vélvirkjameistari, Vesturgötu 57a, lést í Borgarspítalanum 10. júlí. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Elin G. Þorsteinsdóttir, Páll N. Þorsteinsson, Þórdis Rögnvaldsdóttir, Guðlaugur Þ. Þorsteinsson, Arndís Ragnarsdóttir, Þóra D. Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Anna E. Olafs- dóttir - Kveðjuorð Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Presthólum.) Við urðum harmi slegin þegar við heyrðum að hún Anna Elísabet Ólafsdóttir væri látin! Ekki hefði það hvarflað að okkur að hún, þessi fjörmikia og duglega litla stúlka, næði ekki tveggja ára afmæli sínu, þegar á hana var kallað. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Hún kom stundum í heimsókn og var góð vinkona okkar allra, sérstaklega yngstu dóttur okkar. Oft kom sú stutta með glettni í augum inn í herbergi, benti á skrífborðsskúff- una, því hún vissi að það var örugg- lega eitthvert „nammi“ í henni. Sem reyndist alltaf vera rétt, svo fékk hún blessunin rískúlur í bolla. Þá ljómaði andlit hennar af gleði, hún stakk litlu hendinni sinni ofan í bollann og gaf okkur fyrstu kúlurn- ar. Þá mátti lesa úr svip hennar, nú eruð þið búin að fá, það sem eftir er á ég. Því næst settist sú stutta ákaflega makindalega niður og var hin ánægðasta með sig. Þetta kemur upp i hugann, það sýnir hvað hún var góð í sér. Líka voru mörg önnur atvik sem fengu hana til að skríkja af kátínu og taka bakföll af hlátri. Þrátt fyrir margar ljúfar og skemmtilegar minningar er erfitt að trúa því að þessi litla vinkona sé ekki lengur á meðal okkar. Við þökkum henni fyrir allar góðu stundirnar, sem hún gaf okkur öllum. Við biðjum algóðan guð að blessa sálu hennar og leiða á guðsríkis- braut. Guð gefi foreldrum hennar + Eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMAR KR. JÓNASSON, Hrauntungu 113, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 13. júlí kl. 10.30. Sigrún Guðmundsdóttir, Jónas Ingimarsson, Björgvin Ingimarsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBJÖRN JÓHANNESSON kaupmaður, Flókagötu 59, sem lést 4. júlí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Háteigskirkju. Sigríður H. Einarsdóttir, Elm Þorbjörnsdóttir, Othar Hansson, Einar Þorbjörnsson, Astrid Björg Kofoed-Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Benedikt Bogason Nú, þegar góður vinur minn og félagi, Benedikt Bogason, verk- fræðingur og alþingismaður, er horfinn á braut, minnist ég okkar samverustunda og þeirra verkefna sem við unnum saman. Við Benedikt sáumst fyrst sem drengir í Laugarnesskóla. Þá var hann í bekk með yngri bróður mínum, en jiggert bróðir Benedikts var með mér í bekk. Síðar hitti ég Benedikt aftur er við báðir stunduð- um nám við Menntaskólann í Reykjavík. Á þessum tíma urðu kynni okkar þó ekki nánari heldur en gengur og gerist hjá ungum + Þökkum ættingjum og vinum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför GUÐLAUGS KETILSSONAR, frá Mið-Samtúni. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Kristnesspítala fyrir góða aðhlynningu. Ingi Steinar Guðlaugsson og vandamenn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR LEÓ ÞORSTEINSSON málarameistari, sem lést 6. júlí, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju i Mjódd- inni fimmtudaginn 13. júlí kl. 13.30. * Guðmunda Sveinsdóttir, Erna S. Gunnarsdóttir, Gísli Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson, Bergljót Frímanns, Kristjana Gunnarsdóttir, Guðmundur G. Pétursson, Hrefna G. Gunnarsdóttir, Helgi Jónsson og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GERHARD OLSEN, flugvélstjóra, Seiðakvfsl 4, Reykjavík, sem lést 4. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 12. júlí, kl. 13.30. Hulda Sæmundsdóttir Olsen, Reynir Olsen, Ólaffa Árnadóttir, Ingi Olsen, Þóra Lind Nielsen, Gunnar Olsen, Theodóra Þórðardóttir, Snorri Olsen, Hrafnhildur Haraldsdóttir, börn og barnabörn. + Hjartanlega þökkum við hlýlegar kveðjur og auðsýnda samúð við andlát og útför hjartkaerrar dóttur og dótturdóttur okkar, ÖNNU ELÍSABETAR HJALTESTED, Elfsabet Halldórsdóttir Hjaltested. Sigrfður Hjaltested, Helgi Björn Hjaltested, Halldór Hjaltested Anna Helgadóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU LILJU GOTTSKÁLKSDÓTTUR, Sólheimum, Sæmundarhlfð. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks sjúkrahúss Skagfirðinga. Jóhann Jóhannesson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Steinsson, Árni S. Jóhannsson, Bryndfs Ármannsdóttir, Eymundur Jóhannsson, Margrét Kristjánsdóttir, Sigmar J. Jóhannsson, Helga Stefánsdóttir, Ingibjörg M. Jóhannsdóttir, Sigurður D. Skarphéðinsson, Gísli Jóhannsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargveina Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. og öðrum ástvinum styrk og kraft í þeirra mikla missi. En minningin um Önnu litlu verður eins og sólar- geisli sem lýsir fram á veginn. „Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska.“ Guð blessi minningu þessarar elsku litlu vinkonu. Iris, Heiðar og vinir úr Sörlaskjólinu mönnum sem vita hvor af öðrum en vegir liggja ekki saman að öðru leyti. Það er löngu síðar eða á árun- um eftir 1974, en á þeim tíma var ég bæjarstjóri á Sauðárkróki og við báðir þá orðnir fulltíða menn, að ég lærði að þekkja manndóms- manninn og góða drenginn, Bene- dikt Bogason. Benedikt sýndi þá í verki, hversu dugandi og framtakssamur at- hafnamaður og verkfræðingur hann var. Eiga Sauðkrækingar honum gott að gjalda, sem ég veit að þeir muna. Hann stóð þar fyrir ýmsum um- bótum í bænum, sem ráðgefandi verkfræðingur, t.d. við endurbygg- ingu á gatna- og lagnakerfi í bæn- um og í framhaldi af því, að hafa umsjón með lagningu malbiks á götur bæjarins. Margt annað gerði Benedikt fyr- ir okkur, sem á þeim tíma vildum vinna að heill Sauðárkróks, en eitt hið markverðasta var það mikla brautryðjandastarf, sem hann innti af hendi ásamt okkur heimamönn- um, þegar lögð voru drög að stofn- un Steinullarverksmiðju Sauðár- króks. Ég leyfi mér að fullyrða, að án aðstoðar og leiðbeiningar Bene- dikts hefði hugmyndin að stofnun verksmiðjunnar aldrei orðið að veruleika. Það, sem mér er þó efst í huga, er sú leiðbeining og aðstoð sem Benedikt veitti mér persónulega, en á þeim tíma átti ég við persónu- lega erfiðleika að stríða. Hann fann sér ætíð tíma til að hjálpa mér í vandræðum mínum og til að leysa þau. Fyrir það er ég honum ævar- andi þakklátur. Benedikt átti marga vini og það er alveg víst, að skarð er fyrir skildi og að hans verður sárt saknað. Hann átti líka svo margt ógert. Ég átti þess kost að koma á heim- ili Benedikts og kynnast hans ágætu og elskulegu fjölskyldu. Þeim sendi ég mínar samúðarkveðj- ur og ég veit að enginn getur tekið frá þeim minninguna um góða drenginn, Benedikt. Þórir Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.