Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JUU 1989 N eytendasamtökin: Reglur um verðmerk- ingar verði hertar NEYTENDASAMTÖKIN telja óhjákvæmilegt að reglur um verðmerkingar í verslunum verði endurskoðaðar og hertar vegna tilkomu strikamerkinga. Talsmenn samtakanna segja að með strikamerkingunum minnki þörf verslana á því að merkja hveija vöru sérstaklega, en hins vegar sýni rannsóknir fram á, að verðskyn sé meira hjá neytendum, þar sem hver vara er verðmerkt. tagi séu á sama stað í versluninni til að auðvelda verðsamanburð. Á kassakvittun komi heiti vörunnar fram auk einingaverðsins og verði Kvennalistinn: kaupandi krafinn um hærri greiðslu við kassa heldur en verð- merkingin segir til um, þá fái við- komandi hlutinn ókeypis. Persónuafsláttur íslandsmót í kænusiglingum verður haldið í Skeijafirði um helgina. íslandsmót í kænusiglíngum íslandsmót í kænusiglingum verður haldið í þremur flokkum í Skeijafirði helgina 15.-16. júlí nk. Siglingafélagið Ýmir í Kópa- vogi sér um framkvæmd móts- ins við athafnasvæði sitt við Vesturvör. Keppnisflokkar eru þrír; Optim- ist, sem er fyrir yngstu þátttak- endurna, Topper, sem er fyrir þá sem eru aðeins stærri, og svo er Europe, sem er fyrir þá reyndustu, en í ár er í fyrsta skipti keppt á þeirri bátategund hérlendis, en Europe var í vetur samþykktur sem kvennabátur á Ólympíuleik- unum og binda íslenskir siglinga- menn og -konur miklar vonir við hann á komandi árum. Þátttakendur í íslandsmótinu hafa aldrei verið fleiri en í ár, en þeir eru 50 á aldrinum 8-25 ára víðs vegar að af landinu. Keppnin hefst á laugardags- morgni kl. 10 og þá um daginn verður keppt þrisvar. Um kvöldið verður síðan skemmtun. Á sunnu- deginum verður keppt tvisvar og samanlagður árangur báða daga ákvarðar úrslitin. Mótsslit verða um kl. 16.30 á sunnudeginum. Aliir eru velkomnir til að fylgj- ast með og er aðgangur að sjálf- sögðu ókeypis. Neytendasamtökin telja, að af þessum sökum sé nauðsynlegt að öllum þeim, er selji vörur beint til neytenda, verði skylt að merkja hveija einstaka vöru með einingar- verði og seljendum þjónustu verði skylt að auglýsa söluverðið á svo áberandi hátt á sölustaðnum, að auðvelt verði fyrir viðskiptamenn þeirra að lesa það. Þetta eigi að gilda bæði um vörur sem séu til sýnis í búðargluggum, sýningar- kössum eða á annan hátt. Verðið megi setja á vöruna sjálfa, á um- búðir hennar eða viðfestan miða. Samtökin vilja, að í verslunum sem nota strikamerkingar verði skylt að gefa upp samanburðar- verð vörunnar (verð á hvern lítra, kílógramm eða fermetra) á greini- legan hátt á hillukanti eða verð- skilti, auk þess sem merkja skuli hveija vöru með einingarverði. Miðað skuli við að vörur af sama Emil Gunnar Guðmundsson í hlutverki sínu í Regnbogastráknum sem sýndur verður á Vesturlandi á næstunni. Regnboga- strákurinn sýndur á Vesturlandi LITLA leikhúsið leggur land undir fót og sýnir barnaleikritið Regnbogastrákinn eftir Ólaf Gunnarsson undir leikstjórn Eyvinds Erlendssonar á Vestur- landi. Miðvikudaginn 12. júlí verður sýning í Akranesbíói kl. 20.30, fimmtudaginn 13. júlí í Félags- heimilinu í Borgarnesi kl. 20.30, föstudaginn 14. júlí í Félagsheimil- inu á Hellissandi kl. 20.30, laugar- daginn 15. júlí í Félagsheimilinu í Stykkishólmi kl. 15.00, sunnu- daginn 16. júlí í Félagsheimilinu í Búðardal kl. 15.00, mánudaginn 17. júlí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20.30 og þriðju- daginn 18. júlí í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20.30. Leikendur eru Alda Arnardóttir, Emil Gunnar Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Lagahöf- undur er Gunnar Þórðarson og höfundur söngtexta er Ólafur Haukur Símonarson. Landgræðsludagur í Biskupstungum „ÚR vörn í sókn“ er yfirskrift íandgræðsludags í Biskups- tungum íostudaginn 14. júlí nk. Þá er ætlunin að hefja uppgræðslu lands á Biskups- tungnaafrétti. Að landgræðsludeginum standa Umhverfismálanefnd í Biskupstungum ásamt Ung- mennafélagi, Kvenfélagi, Búnað- arfélagi, Hestamannafélagi, Li- onsklúbbnum Geysi, og For- eldra- og kennarafélagi Reyk- holtsskóla. Afgirt verður um það bil 100 hektara svæði við svokall- aðar rótarmannatorfur. Þar verður sáð og áburði dreift og mun Landgræðsla ríkisins sjá um að útvega áburð, fræ og girðing- arefni. í fréttatilkynningu segir að aðstandendur landgræðsludags- ins vonast til þess að hann verði árlegur viðburður hér eftir. verði leiðréttur Kvennalistinn ítrekar þá steftiu sína að persónuafsláttur verði leiðréttur mánaðarlega svo að tryggt sé að hann fylgi hækk- unum verðlags og komið sé í veg fyrir skattahækkanir í verð- bólgu. Þetta kemur fram í ályktun fé- lagsfundar Kvennalistans í Reykja- neskjördæmi fyrr í þessum mánuði. í ályktuninni segir að verðlag hafi nú þegar hækkað hlutfallslega mun meira en persónuafsláttur skatt- greiðenda, sem gildir út árið. Þetta ráðist af því að lánskjaravísitalan sem reiknuð hafi verið út í maí sé sú vísitala sem ráði persónuaf- slætti. í henni komi hins vegar ekki fram þær verðhækkanir sem þjóðin hefur mátt þoia í júní. Verði per- sónuafsláttur ekki hækkaður komi auknar tekjur ríkisins aðallega frá láglaunafólki, því jafnvel fólk með lágmarkstekjur greiði nú skatta. Sein sumar- komaí Stykkishólmi Stykkishólmi. GRÓÐRI fer hægt fram um þessar mundir enda hafa fáir verið hitadagar það sem af er þessu vori og sumri. Enn er mikill snjór í fjöllum og bendir til þess að ef ekki rætist verði heyfengur með minna móti í sumar. Dúntekja í eyjum hefur verið með meira móti og sérstaklega verður nýt- ing góð því ekki hefir rigningin skemmt hann. _ Árni Atriði úr James Bond-kvikmyndinni „Leyfið afturkallaö" sem frum- sýnd verður á sérstakri sýningu í Bíóborginni á fímmtudag kl. 21.00. Sérstök frumsýning á nýj- ustu James Bond-myndinni Lionsklúbburinn Ægir heldur frumsýningu ' í Bióborginni fímmtudaginn 13. júlí 21.00 á nýjustu James Bond-myndinni, „Leyfið afturkallað" (Licence to ldlí). Undanfarin ár hefur myndast sú hefð við frumsýningar á James Bond-myndum hérlendis að Lions- klúbburinn Ægir hefur séð um und- irbúning á frumsýningum þeirra. Að þessu sinni verður sérstaklega vandað til frumsýningarinnar en þetta er sextánda myndin um leyni- þjónustumanninn, James Bond 007. Lionsklúbburinn Ægir hefur stutt Sólheima í Grímsnesi ásamt fjölmörgum öðrum líknarverkefn- um. Nú sem endranær rennur allur ágóði af frumsýningu þessari óskiptur til líknarmála. í tengslum við frumsýninguna verður boðið upp á veitingar, Halli og Laddi koma fram, hinn íslenski James Bond mætir á staðinn ásamt Bond-stúlk- unum og Bjartmar Guðlaugsson skemmtir ásamt leynigesti. Húsið verður opnað kl. 20. Miðasala verð- ur í Bíóborginni miðvikudag og fimmtudag frá kl. 16.30. (Úr frcttatilkynningu) ------> ♦ ♦ ---- Leiðrétting Hluti setningar féll niður i grein Erlings Þorsteinssonar í blaðinu í gær. Málsgreinin átti að vera: „Fyr- ir hönd Zontaklúbbsins hafði ég skrifað til dr. Ole Bentzens yfir- læknis heyrnarstöðvarinnar í Árós- um og dr. Ewertsens yfirlæknis heyrnarstöðvarinnar í Kaupmanna- höfn og beðið þá...“ o.s.frv. Biðst blaðið velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.