Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989'
20
Sovéska kafbátsslysið í apríl:
Sovéskir skipherrar
gagnrýna flotann
Segja stjórnstöð bera ábyrgð á dauðsföllunum
Moskvu. Reuter.
ÞRlR skipherrar í varaliði sovéska kafbátaflotans hafa gagnrýnt
flotastjórnina mjög harðlega vegna slyssins, sem varð þegar sovésk-
ur kafbátur sökk skammt frá Bjarnarey í april siðastliðnum, en þá
létust 42 sjóliðar. Hvöttu skipherrarnir til þess að banni við að senda
út neyðarköll yrði aflétt í Rauða flotanum.
Gagnrýni þessi kom fram í
grein, sem skipherrarnir rituðu í
vikuritið Ogonjok, sem þykir
standa einna fremst sovéskta fjöl-
miðla í baráttunni fyrir aukinni
opinberri umræðu í Sovétríkjun-
um, eða „glasnost“.
Kafbáturinn, sem var af gerð-
inni Mike, sökk í Noregshaf um
180 km suðvestur af Bjarnareyju,
en þá voru um sex stundir frá því
að sprenging varð um borð. So-
Sir Laurence
Olivier látinn
London. Reuter.
BRESKI leikarinn Sir Laurence
Olivier lést í gær úr krabba-
meini á 83. aldursári. Hann fékk
hægt andlát og dó í svefni, að
sögn umboðsmanns hans. Sir
Laurence var einhver kunnasti
leikari Breta.
Sir Laurenee Olivier fæddist i
Dorking í Suður-Englandi í maí
1907. Hóf hann leiknám 1924 og
vakti mikla athygli íjórum árum
síðar. Árið 1940 giftist hann leik-
konunni Vivien Leigh en þau skiidu
síðar. Giftist hann þá leikkonunni
Jill Esmond og eignaðist með henni
son. Með þriðju konunni, leikkon-
unni Joan Plowright, eignaðist
hann son og tvær dætur.
Georg sjötti Englandskongur sló
Sir Laurence til riddara árið 1947
og árið 1970 var hann sæmdur
aðalstign.
Sir Laurence lék í 121 leikriti
og 58 kvikmyndum. Hann þótti
gera hiutverkum í leikritum eftir
Shakespeare betri skil en nokkur
annar leikari og hafa gagnrýndend-
Reuter
Sir Laurence Olivier.
ur sagt að hann hafi náð hátindi í
túlkun sinni á Óþelló í samnefndu
verki Shakespeare.
véskt björgunarskip kom ekki á
vettvang fyrr en eftir nokkrar
klukkustundir, en þá höfðu marg-
ir sjóliðanna verið að minnsta
kosti eina klukkustund í sjónum.
G. Melkov skipherra kenndi
stjórnstöð Norðurflotans um
dauðsföllin og sagði sjóliðsfor-
ingja þar algerlega hafa vanmetið
umfang slyssins, en auk þess
væru þær starfsreglur, er giltu
um neyðarástand sem þetta,
„skammarlegar".
„Verst af öllu var þó synjun sú,
sem skipherra kafbátsins fékk við
þeirri ósk sinni, að senda út neyð-
arkall, sem hefði gert Norðmönn-
um kleift að heíja björgunarað-
gerðir.“
Um orsakirnar sagði hann:
„Var það leyndin yfir kafbátnum
og verkefnum hans? Eða ótti við
að björgunarskip frá Atlantshafs-
bandalaginu hertæki kafbátinn?
Eða að björgunarmennirnir hefðu
getað komist yfir hernaðarleynd-
armál? fHvert sem svarið er]
gengur það guðlasti næst að velta
þessum hlutum fyrir sér.“
Melkov fullyrti að nær enginn
sjóliði hefði þurft að deyja ef ekki
hefði komið til leyndarhyggja,
pukur og vangeta stjómenda
Norðurflotans.
Reuter
Allt var með kyrrum kjörum við höfnina í Leeds í gær, þar sem
meðfylgjandi mynd var tekin, eftir að verkfall breskra haftiarverka-
manna var skollið á.
Hafnarverkfall
hafið í Bretlandi
VERKFALL breskra hafnarverkamanna hófst í gær og lagðist starf-
semi við 60 hafnir niður, en um þær fer helmingur allra vöruflutn-
inga á sjó.
Meðal hafna sem verkfallið nær
til eru tvær stærstu hafnir Bret-
lands, í London og Liverpool. Hátt-
settir embættismenn sögðu í gær
að verkfallið ætti ekki að valda
mikilli röskun vegna ráðstafana
sem gerðar hefðu verið til þess að
vísa skipum inn á hafnir sem verk-
fallið nær ekki til.
Samtök hafnarverkamanna hafa
sagt að deilan geti staðið mánuðum
saman en embættismenn gáfu til
kynna að verkfaliið yrði til einskis.
Efnt er til þess í mótmælaskyni við
þá ákvörðun stjórnvalda að hafnar-
verkamenn verði ekki framar ráðn-
ir til lífstíðar. Stjórnin segir þetta
fyrirkomulag hafa dregið úr afköst-
um og staðið viðkomandi höfnum
fyrir þrifum.
Hálf milljón opinberra embættis-
manna hóf í gær tveggja sólar-
hringa verkfall til þess að leggja
áherslur á kröfur um 12% launa-
hækkun. Hafa þeir hafnað boði um
7% kauphækkun.
Afganistan:
Skæruliðar hafna einhliða
vopnahléi Kabúlstj ómarinnar
Kabúl. Reuter.
Najibullah, forseti leppsljórnar
Sovétmanna i Afganistan, lýsti í
gær yfir einhliða vopnahléi i fjóra
Hjólað yfir Grænlandsjökul
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
TVEIR Vestur-Þjóðverjar freista
þess nú að komast yfir Grænland-
sjökul á reiðhjólum, alls 600 kíló-
metra vegalengd. Þeir eru búnir
að vera 19 daga í þessum óvenju-
lega leiðangri sínum og eru um
það bil hálftiaðir, að sögn græn-
lenska útvarpsins.
Þjóðveijarnir, Ulrich Sohum og
fréttaritara Morgnnblaðsins.
Desigerio Gomez, eru á sérbúnum
reiðhjólum með sleða í togi. Þeir
hófu ferðina í Tasiilag á Austur-
Grænlandi og enda hana í Ameri-
lik-firði við Nuuk.
Vísindanefnd Grænlands og
Danska heimskautamiðstöðin hafa
viðurkennt leiðangurinn, sem er
fyrsta tilraunin til að fara yfir jökul-
inn á reiðhjólum.
Leiðangurinn hefur fengið nafnið
„Minningarleiðangur Nansens
1989“ — til heiðurs norska heim-
skautakönnuðinum Friðþjófi Nans-
en, sem fetaði sömu leið og hjól-
reiðamennirnir þræða nú — en hann
gekk á skíðum.
daga vegna mikillar hátíðar mús-
lima er nefnist haj. Talsmenn
skæruliða sögðu að ekkert tillit
yrði tekið til vopnahlés stjórnar-
innar. „Við munum halda hátíð
þegar islömsk stjórn tekur við af
Najibullah," sagði upplýsingafull-
trúi skæruliðahópanna.
Undanfarna daga hafa hópar
mujahedin-skæruliða, sem berjast
gegn stjórn Najibullah, gert harða
hríð að höfuðborginni Kabúl og skutu
þeir 65 eldflaugum á hana á mánu-
dag, að sögn yfirvalda. Tugir manna
fórust.
Kabúlstjórnin segist áskilja her-
mönnum sínum rétt til að veijast
árásum ef ráðist verði á þá meðan
vopnahléð stendur yfir. I yfirlýsingu
stjórnarinnar um eldflaugaárásirnar
á Kabúl og fleiri borgir segir að líta
verði á þær sem „beinar hemaðarað-
gerðir af hálfu Pakistana." Pakistan-
ar og Bandaríkjamenn styðja skæru-
liðana með vopnasendingum. Heim-
ildarmenn í Kabúl sögðu í gær að
tugum eldflauga hefði verið skotið á
borgina aðfaranótt þriðjudags. „Fólk
er hrætt,“ sagði erlendur stjórnarer-
indreki. „Spennan í borginni fer dag-
vaxandi og sífellt fleiri kreljast þess
að stjórnin grípi til einhverra ráða.“
Fyrir skömmu sagði sovéski sendi-
herrann í Afganistan, Júlíj Vor-
ontsov, erlendum fréttamönnum að
bardögum hefði verið hætt í þrem
fjórðu hlutum Afganistan. Sagði
hann stjórnina ýmist eiga viðræður
við skæruliðahópana eða hafa þegar
samið við þá.
Steinvari 2000
Þegar engin önnur málning er nógu góð
Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða berjast
gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með
Steinvara 2000 frá Málningu hf.
Steinvari 2000 býður upp á
kosti, sem engin önnur
utanhússmálning á stein
hefur í dag. Hann stöðvar
því sem næst vatnsupptöku
steins um leið og hann gefur
steininum möguleika á að
„anda“ betur en hefðbundin
plastmálning. Viðloðun
Steinvara 2000 við stein er
gulltrygg, unnt er að mála með honum við
lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn
eftir um eina klst. og hylur auk þcss
fullkomlega í tveimur um-
ferðum. Steinvari 2000 er
góð fjárfesting fyrir huseig-
endur. Veðrunarþol hans og
ending er í sérflokki og
litaval fallegt. Steinvari
2000 er málning fagmanns-
ins, þegar mæta þarf hæstu
kröfum um vemd og end-
ingu.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
Imálning't
- það segir sig sjálft -