Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 19 Gunnar og Jónas í Norræna húsinu GUNNAR Guðbjörnsson og Jón- as Ingimundarson halda tón- leika í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudaginn 12. júlí kl. 20.30. Gunnar Guðbjörnsson hefur á síðustu fjórum árum komið víða fram sem einsöngvari hér heima og erlendis. Hann söng sitt fyrsta óperuhlutverk í íslensku óperunni árið 1988, hlutverk Don Ottavíos, en sama ár söng hann á óperu- hátíðinni í Buxton í Englandi í óperu Haydns, „Armide". Gunnar mun aftur syngja á hátíðinni nú í júlí, einsöngstónleika á sama tíma og söngvaramir Margarethe Price og Thomas Alien. Næsta vetur mun Gunnar stunda nám í London en sl. vetur dvaldist hann við nám í Berlín. Gunnari hefur verið boðið að syngja hlutverk Ferrandos í ópe- runni Cosí fan tutte eftir Mozart með Velsku þjóðaróperunni í Card- iff á næsta ári. Jónas Ingimundarson píanóleik- ari er kunnur fyrir einleik sinn en einnig hefur hann unnið með öllum okkar bestu einsöngvurum og leik- ið með erlendum listamönnum sem sótt hafa okkur heim. Jónas kom nýlega úr tónleikaferð um Norður- lönd ásamt Kristni Sigmundssyni og var þeim báðum vel tekið. Gunnar og Jónas hafa áður upn- ið saman, m.a. í tónleikaröð Gerðu- bergs í vetur og nú síðast voru þeir með tónleika í Húsavíkur- kirkju. Þeir komu einnig fram í veislu forseta Islands til heiðurs Juan Carlos Spánarkonungi í síðustu viku. Gunnar og Jónas munu flytja þýsk ljóð eftir Schubert, Strauss og Beethoven en einnig lög eftir spænska, ítalska og íslenska höf- unda. Morgunblaðið/Sverrir Sr. Jakob setturinn íembætti dómkirkjuprests Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson var á sunnudag settur inn í embætti dómkirkjuprests í Reykjavík. Hér sjást þeir sr. Jakob (til vinstri) og sr. Guð- mundur Þorsteinsson dómprófastur, sem setti hann inn í embætti. Þetta var fyrsta opinbera embættisverk sr. Guðmundar sem dómprófasts. Að messu lokinni var sr. Jakob boðinn velkominn til safhaðarins í samsæti, sem sóknarnefiid Dóm- kirkjunnar bauð til. Breytingar á stjórnsýslu Háskólans: Árangur í réttinda- baráttu stúdenta - segir formaður Stúdentaráðs „BREYTINGARNAR sem há- skólaráð hefúr samþykkt varð- andi sljórnsýslu skólans eru að okkar mati ahnennt til bóta,“ segir Jónas Fr. Jónsson, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands, sem jaftiframt er einn fúlltrúa stúdenta í háskólaráði. „Þær ættu að leiða til skýrari verka- skiptingar og skilvirkari stjórn- sýslu. Enn fremur voru sam- þykktar breytingartillögur, sem fela í sér aukin réttindi stúd- enta.“ Fjórar tillögur stúdenta um breytingar á stjórnsýslu Háskólans voru samþykktar í háskólaráði fimmtudaginn 6. júlí; að háskólaráð verði ótvírætt æðsti úrskurðaraðili í ágreiningsmálum innan skólans, að fulltrúum stúdenta á deildar- ráðs- og skorarfundum verði fjölgað og að námsráðgjöf verði sjáífstæð stofnun sem lúti háskólaráði, í stað þess að vera hluti stjórnsýslu skólans." Jónas Ingimundarson pianóleik- ari. Evrópumótið: Gunnar Guðbjörnsson óperu- söngvari. Gestir í opinber- um veislum MORGUNBLAÐINU hefúr borist eftirfarandi tiikynning frá forsæt- isráðuneytinu: „Að gefnu tilefni vill ráðuneytið upplýsa eftir hvetjum meginreglum boðið er í veislur ráðuneytisins í sam- bandi við opinberar heimsóknir: Erlendir heiðursgestir, fylgdarlið, þ. á m. fréttamenn frá viðkomandi ríki, ríkisstjóm Jslands, handhafar forsetavalds, biskup íslands, frv. for- Grandi hf.: Mest írarn- leitt fyrir Asíulönd TÆPUR helmingur framleiðslu Granda hf. fyrstu 5 mánuði ársins hefúr verið fluttur til Asíulanda. í nýjasta fréttabréfi Granda hf. kemur fram að 45% framleiðslunnar fyrstu 5 mánuði þessa árs hafi far- ið á markað í Japan, Taiwan, Kóreu og fleiri Asíu|öndum. Hér er einkum um útflutning á grálúðu, loðnu og loðnuhrognum að ræða. Á sama tíma fóru 30% framleiðslunnar á markaði í Vestur-Evrópu, 16% til Sovétríkjanna og 9% til Banda- ríkjanna. Enginn karfi hefur verið unninn fyrir Japansmarkað á þessu ári og er óvíst hvort svo verði. Ástæður þess eru miklar birgðir þar i landi og mikið framboð frá öðrum lönd- um. sætisráðherrar, sendiherrar og ræð- ismenn, frv. sendiherrar íslenskir sem verið hafa í viðkomandi ríki, ráðuneytisstjórar og nokkrir aðrir embættismenn í stjórnarráði og opin- berum stofnunum, fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, fulltrúar fjöl- miðla, stjórnarformenn stærstu fyrir- tækja er viðskipti eiga við viðkom- andi ríki, fuiltrúar stjórnmálaflokka er setu eiga á Alþingi og makar fram- angreindra aðilja. Við ofangreindar reglur hefur ver- ið stuðst um árabil og var svo í þeirri veislu, sem gerð hefur verið að umræðuefni. Það skal jafnframt tekið fram að í þeirri veislu voru gestir ekki 180 eins'og fullyrt hefur verið heldur 114. Jafnframt skal tek- ið fram að gefnu tilefni að í hádegis- verði þeim, sem haldinn var á Þing- völlum til heiðurs spönsku konungs- hjónunum voru ekki 200 gestir, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, heldur 102, þar af 36 úr fylgdarliði konungshjóna." Jónas Fr. Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að það væri afar mikilvægt fyrir stúdenta að háskólaráð yrði ótvírætt æðsti úr- skurðaraðili innan skólans. Nú væri ljóst, að þeir gætu skotið sínum málum þangað, nema sérstaklega væri kveðið á um annað í lögum eða reglugerðum. Slíkt ætti að tryggja réttaröryggi þeirra enn frekar. Það væri einnig mikill árangur að fulltrúum stúdenta á deildarráðs- og skorarfundum ætti nú að ijölga í hlutfalli við fjölda annarra á þessum fundum, enda færu áhrif þessara stjórnsýsluein- inga stöðugt vaxandi. Áður hefði verið gert ráð fyrir að stúdentar ættu þar tvo fulltrúa, óháð fjölda annarra fundarmanna. Þá væri það að lokum mikið hagsmunamál stúd- enta, að auka sjálfstæði námsráð- gjafarinnar. Næstum þriðjungur stúdenta hafi leitað þangað á síðasta ári og aukið sjálfstæði gefi möguleika á því að efla og bæta þjónustuna. „Ég er mjög ánægður með að þessar tillögur fengust samþykktar. Samstaða var um þær meðal full- trúa stúdenta í háskólaráði og þessi niðurstaða sýnir hvers stúdentar eru megnugir ef þeir standa sam- an,“ sagði Jónas að lokum. íslenska bridsliðið vann það danska Islendingar nú í 17. sæti Frá Signrði B. Þorsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Turku. ÞAÐ bregst ekki að okkar menn spila best gegn sterku þjóðunum. Leikurinn gegn Dönum í 17. umferð var þar engin undantekning enda vannst hann 22-8. Danir eru þó enn í 3. sæti á mótinu. Guðmundur Páll Arnarson, Þor- lákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgens- en og Ragnar Magnússon spiluðu allan leikinn. Fyrri hálfleikur var frekar tilþrifalítill en vel spilaður. Engin sveifla var stærri en 6 stig. Staðan í hálfleik var 26-11 fyrir ísland. Lars Blakset og Stig Werdelin ætluðu sér greinilega að skora mikið í seinni hálfleik gegn Guð- mundi og Þorláki, en þeim mi- stókst það herfilega. Þeir fóru í slemmu sem ekki stóð og töpuðu 4 gröndum eftir að hafa leitað að slemmu. Náðarstuðið var svo al- slemma sem Guðmundur og Þor- lákur sögðu hratt og örugglega þrátt fyrir hindrunarsagnir Dan- anna. Lokatölurnar urðu 81-37 eða 22-8 í vinningsstigum. Svíar voru enn efstir eftir 17 umferðir með 325 stig þrátt fyrir tap gegn Pólverjum sem voru í 2. sæti með 317. Danir voru í 3. sæti með 301 stig, Frakkar í 4. sæti með 290 stig. Þjóðveijar voru í 5. sæti með 289 stig og Grikkir í 6. sæti með 287,5 stig. Islending- ar voru í 17. sæti með 238,5 stig, en litlu munaði á þjóðunum sem voru í sætum 13-20. í gærkvöldi spilaði íslenska liðið við það spænska. í kvennaflokki halda Hollend- ingar enn forustunni en Þjóðverjar fylgja þeim fast eftir. SUMARÚTSALA ^ ggu Laugavegur 13 © 624525 manmetko í örfáa daga verður einnig afsláttur af öllum vörum verslunarinnar. 10% ef greitt er með kredit- kortum en 15% við staðgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.