Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 fclk í fréttum Lögreglubílar með sírenur óku fram og til baka fyrir framan hliðið á húsi Burts Reynolds á meðan þau Loni Anderson voru gefin saman. Fyrir ofan sveimuðu fimm þyrlur með ljósmyndara blaðanna innanborðs. Þegar Michael J. Fox gekk að eiga Tracy Pollan voru allir veislugestir látnir sverja þagnareið. Oryggisverðir lokuðu götum í kringum húsið og skipuðu ibúum hverfisins að bera borða um hand- legginn. Um kvöldið stóðu vopnaðir menn vörð um húsið og yfirheyrðu alla sem áttu leið framhjá. GIFTINGAR Frægt fólk og flölmiðlar Það getur verið erfitt að halda viðburði eins og brúðkaupi leyndu. Það hafa stjörnur, sem gengið hafa í það heilaga, þurft að reyna. Blaðasnápar svífast einskis þegar um er að ræða að ná góðri frétt á undan keppinautinum. Reglan er sú að eftir því sem stjarnan er þekktari þeim mun leynilegra verður brúðkaupið að vera. Þrátt fyrir það er allur varinn góður og mikið er leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í öryggisgæslu við brúðkaup. Með- al Hollywood-stjama er orðið jafn sjálfsagt að leita til þessara fyrirtækja eins og að panta matinn og láta gera húsið hreint. Lítið er vitað um brúðkaup Toms Hanks og Ritu Wilson. KEPPNI Loftbelgjum staflað ISouthampton á Englandi var haldið mikið loftbelgjamót á dögunum og var meðal annars reynt að sefja nýtt heimsmet í „Loftbelgjastöflun“, en hún felst i því að flugstjórar einmenningsloft- belgja (sem sjá má hangir flugstjórinn neðan úr belgnum án körfii) stafla belgjum sínum þannig upp að hver flugstjóranna standi á næsta belg fyrir neðan. Tilraunin til að selja heimsmet náði þó aldr- ei lengra en hér sést, þvi þegar flugstjóri Budweiser-belgsins var í þann veginn að tylla sér, herti vind og nýja heimsmetið fór út um þúfur. COSPER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.