Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 27 Minning: Þorbjörn Jóhannes- son, kaupmaður í Borg Fæddur 10. mars 1912 Dáinn4. júlí 1989 Föðurbróðir minn, Þorbjörn Jó- hannesson kaupmaður í Kjötbúðinni Borg, er sigldur yfir á Paradísarsvið- ið. Frá augum hans sindraði líf, sem bar greinilegan vott um dugnað, framsýni, framtakssemi, höfðings- skap og mikinn manndóm, hann bar höfuð og herðar yfir íjöldann. Hann hjálpaði mörgum með góðum ráðum, og gaf mörgum. Það var Þorbirni nautn að láta gott af sér ieiða. Þorbjörn var fæddur 10. marz 1912 á Bergstaðastræti 26 hér í borg. Voru foreldrar hans hjónin Jóhannes Jónsson trésmiður í Kveld- úlfi og Helga Vigfúsdóttir, húsfreyja. Systkinin voru 8, 7 komust til fullorð- insára og er Þorbjörn næstyngstur íjögurra bræðra, en 3 systur eldri, en yngsta systkinið, Elín, dó barn að aldri. Síðar bættust í systkinahóp- inn tvíburar samfeðra, drengir. Þorbjörn var af bændafólki kom- inn í allar kynkvíslir langt fram í ættir. Forfeðurnir höfðu átt sér byggðir og bú í Vestur-Skaftafells- sýslu, Borgarfjarðarsýslu, Húna- vatnssýslu, margir mikilsvirðir bú- þegnar og prestar í áðurnefndum sýslum, farið með hreppstjórn og dannebrogstign. Rekja má ættir Þor- bjarnar til ýmissa nafnkenndra manna, séra Björns í Bólstaðarhlíð, séra Högna Sigurðssonar prests og staðarhaldara á Breiðabólsstað í Fljótshlíð (Presta-Högna), Jons Þor- valdssonar í Deildartungu, Böðvars Sigurðssonar í Skáney, séra Þórðar Brynjólfssonar prófasts á Felli í Mýrdal. Víða er auðrakið til land- námsmanna og Noregskonunga. Þorbjöm fékk hið bezta uppeldi, en ský dró fyrir sólu í lífi fjölskyld- unnar 15. nóvember 1918, er hús- móðirin féll frá. Sennilega hefir engin byggð heill- að Þorbjöm meir en Borgarijarðar- hérað. Sem ungur piltur var Þorbjörn í Dalsmynni hjá mannkostahjónunum Sesselju Jónsdóttur og Jóni Vigfús- syni. Minntist Þorbjörn þeirra hjóna ávallt með mikilli góðvild og hlýju. Landlagsfegurð sem brosir við í Dals- mynni er mikil þegar jörð er í blóma og heiður himinn. Þorbjöm var maður sjálfmenntað- ur, því skólaganga var einvörðungu barnaskólinn, en dijúgum bætti hann sér það upp með lestri góðra bóka, blaða og tímarita og með þeim hætti aflaði sér þekkingar á mönnum og málefnum. Þorbjörn var vel metinn, hafði góðan skilning og dómgreind, rétt- sýni og sanngirni, tillögugóður og rökfastur. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og aðra og gat verið umvöndunarsamur ef honum þótti- einhver sýna skeytingarleysi. Hann gat verið þungorður og napur í að- finnslum sínum. Trassaskap lét Þor- björn ekki viðgangast. Þorbjörn var ljúfur maður sem fólk virti og margir elskuðu sökum mannkosta hans. Hann var einlægur trúmaður og Háteigssöfnuður naut þess, því Þorbjörn fékk náinn vin sinn og frænda, Halldór H. Jónsson arkitekt, til þess að teikna Háteigs- kirkju, sem er eitt glæsilegasta guðs- hús landsins. Þorbjörn var formaður sóknarnefndar frá upphafi til 1985. Þorbjörn var höfðingi í sjón og höfðingi í lund og hann hefir runnið skeið lífsins með hreysti og hetjuhug og það sem enn meira er um vert, hann hafði háð það kapphlaup með drengilegum góðhug. Samband Þorbjarnar við elzta bróður sinn, föður minn, var einstak- lega ástúðlegt og ljúft, fyrirmynd að ljúfleik milli bræðra og Þorbjörn lét sér afar vænt um föður minn, þeir voru einlægir samverkamenn. Virð- ing föður míns fyrir Þorbirni var lotn- ingarfull og sönn, þeir voru sannir og einlægir vinir. Sigríður H. Einarsdóttir lifir mann sinn, hún er af þróttmikilli og ágætri ætt komin úr Arnessýslu. Sigríður ber með sér í hugsun og framkomu mörg einkenni ættar sinnar, hún er sjálfstæð og þróttmikil í hugsun og störfum. Sigríður ber ótvírætt aðals- merki góðrar konu og húsfreyju á glæsilegu heimili. Við frændur hans og hans nán- ustu ástvinir eigum margs að minn- ast. Margs sem við nú viljum þakka af heitu hjarta og hrærðum hug. Við viljum þakka Guði fyrir Þor- björn Jóhannesson. Ég votta mína einlægustu samúð frú Sigríði, Einari og Elínu, barnabörnum og tengda- börnum. Helgi Vigfusson Kveðja frá Félagi kjötverslana Þorbjörn andaðist að kveldi 4. júlí eftir langan og viðburðaríkan ævi- dag. Athafnasemin var honum í blóð borin. Hann var afar litríkur persónu- leiki sem mótaði umhverfi sitt á margan hátt. Undirritaður man marga félags- fundi í Félagi kjötverslana, þar sem geislaði af Þorbirni áhugi hans og dugnaður ásamt ósérhlífni þegar hann talaði fyrir hagsmunum og velferð stéttar sinnar. Fáir voru mælskari eða atkvæðameiri á þess- um fundum. Þorbjörn stofnaði kjöt- verslunina Borg árið 1931 og rak hana alla tíð síðan með dugnaði og sóma. Hann var framsýnn kunnáttumað- ur sem hélt uppi merki einkaverslun- arinnar svo eftir var tekið. Hann var einn af stofnendum Fé- iags kjötverslana hinn 15. febrúar 1934 og dyggur stuðningsmaður þess um áratugi. Haustið 1934 var hann kosinn í eina af fyrstu starfs- nefndum þess félags til þess að huga að samræmingu vöruverðs. Þetta var upphafið að margháttuð- um stjórnar- og trúnaðarstörfúm, sem að honum hlóðust fyrir verslun- ina. Þorbjörn var kosinn í varastjórn hins unga félags strax árið 1936, í aðalstjórn árið 1938 og formaður félagsins var hann 1950-1954 og aftur 1959-1963 og ennáný 1966. Að honum söfnuðust virðingar- og trúnaðarstörf fyrir aðra félagshópa sem og opinbera aðila, þeirra mun væntanlega verða getið af öðrum. Þegar Kaupmannasamtök íslands urðu 20 ára haustið 1970 notuðu þau tækifærið og heiðruðu nokkra valin- kunna sæmdarmenn. Við þetta tæki- færi var Þorbirni veitt gullmerki Kaupmannasamtakanna fyrir langt og óeigingjarnt starf unnið í þágu samtakanna og verslunarstéttarinn- ar í heild. Á þessum tímamótum rifj- um við þetta upp um leið og við þökkum samfylgdina. Með Þorbirni er genginn mikill athafna- og framtaksmaður. Hann bar gæfu til að setja jákvæðan svip á umhverfi sitt og athöfn. Hann var brautryðjandi um margt, um ára- tugaskeið. Blessuð sé minning um mætan mann. Ég votta virðingu mína og félaga minna í Félagi kjötverslana og sendi ástvinum hans dýpstu samúðarkveðj- ur. Jón Júlíusson formaður Félags kjötverslana. Bjarni G.S. Svavars- son - Minningarorð Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) í dag kveðjum við Bjarna Garðar Skagfjörð Svavarsson, er lést á heim- ili sínu að morgni 4. júlí síðastliðins. Bjarni afi, eins og hann var kallaður á mínu heimili af 4ra ára nafna sínum, Bjarna Rúnari, var giftur Ingu Bergdísi Bjarnadóttur, en hún lést 8. mars 1988. Eftir að Bjarni missti konu sína, virtist hann adrei samur maður. Samband þeirra hjóna var svo kært, að það var eins og að horfa á hluta af honum deyja þegar Inga lést. Bjarni og Inga hafa búið í Keflavík alla tíð frá því að ég kynnt- ist þeim fyrir 19 árum. Þá byrjaði ég í skóla og varð Inga Anna, dóttur- dóttir þeirra, ein af bekkjarsystrum mínum og góð vinkona. Móðir henn- ar, Valgerður, sem er jafnframt eina barn þeirra Ingu og Bjarna, flutti búferlum til útlanda er Inga Anna var barn, en þau hjónin tóku hana að sér og ólu upp sem væri hún dótt- ir þeirra. Valgerður á tvö önnur böm, þau Love Marie og Richard, og varð Bjarni langafi 2. júní síðastliðinn er Love eignaðist dóttur. Valgerður og börn hennar búa öll erlendis og einn- ig Inga Anna sem flutti til Þýska- lands fyrir um 9 árum. En þau hjón voru þó ekki ein í heimli, því fyrir 15 árum fengu þau sér hund, Dúllu, sem hefur verið þeim og öðrum góð- ur félagi í gegn um árin. Dúlla lifir báða húsbændur sína og er auðséð að hún. saknar þeirra sárt þótt göm- ul sé. Bjarna og Dúllu var vel fagnað á mínu heimili þegar þau tóku sér rúnt til Grindavíkur, og alltaf kom hann með eitthvað í poka fyrir nafna sinn, Bjarna litla. Það fór alltaf mjög vel á með þeim, og gat Bjarni Rúnar sonur minn oftast fengið hann til að slá á létta strengi, þó að Bjarni hafi verið hægur að eðlisfari. Hafði ég orð á því við Bjarna seinast þegar hann kom í heimsókn til Grindavík- ur, að það fyndist ekki öllum jafn- stutt að keyra þennan spotta, því fáir væru jafnduglegir að koma og hann. Lýsir þetta Bjarna vel, því sem unglingur kynntist ég þessu vel er hann keyrði okku Ingu Önnu á hvert skólaballið af öðru og sótti okkur eftir ball ef við óskuðum þess. Bjama er nú sárt saknað á mínu heimili og bágast á nafni hans litli að skilja að afi, sem var einn af þess- um föstu punktum í tilverunni sem mátti treysta á,_ skuli nú vera horfinn sjónum hans. Ég og mín fjölskylda vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigrún Okkar ástkæri afi, Þorbjörn Jó- hannesson, fæddist 10. mars 1912 í Reykjavík. Forelðrar hans vom Jó- hannes Jónsson, trésmiður, frá Narfastöðum í Melasveit, og Helga Vigfúsdóttir, Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Þau áttu átta böm. Móður sína missti afi aðeins sex ára gamall og fluttist þá til Guðrún- ar Eymundsdóttur og Halldórs Sig- urðssonar, úrsmiðs, og síðan að Brúnum undir Eyjafjöllum til Sigríð- ar Tómasdóttur og Haraldar Jóns- sonar og var þar samfleytt í tvö ár. Þá var hann nokkur sumur-í- Dals- mynni í Norðurárdal hjá Sesselju Jónsdóttur og Jóni Vigfússyni. Árið 1925 hóf afi störf hjá Kaup- félagi Borgfirðinga, á Laugavegi 20, og vann þar til ársins 1931, en réð sig þá í vinnu hjá Kveldúlfi. Það ár, 2. október, stofnsetti afi Kjötbúðina Borg, aðeins 19 ára gamall. Af mikilli atorku dafnaði fyrirtæk- ið jafnt og þétt og hlutdeild hans í öðrum fyrirtækjum jókst jöfnum höndum. Nú hin síðari ár færði hann aukna ábyrgð í hendur afkomenda sinna, en var með yfirstjórn til dauða- dags. Afi sinnti jafnframt margvíslegum trúnaðarstörfum út á við. Hann var m.a. í stjórn Eimskipafélags íslands, Islenskra Aðalverktaka, Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, stjórn- arformaður í Byggingarfélaginu Brú hf. og formaður Sambands dýra- verndunarfélaga íslands. Hann var fyrsti formaður sóknar- nefndar Háteigssóknar og var það samfellt í 35 ár. Þá sinnti hann einn- ig ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. um skeið í bæjarstjórn Reykjavíkurborg- ar. Afi giftist 7. desember 1933 Sigríði Huldu Einarsdóttur, fæddri 22. desember 1913 í Reykjavík, dótt- ir Einars Þórðarsonar, verslunar- manns, frá Efra-Seli, Stokkseyrar- hreppi, og Guðríðar Eiríksdóttur, frá Miðbýli, Skeiðahreppi. Amma reynd- ist afa ákaflega mikill styrkur og hélt honum einstaklega gott heimili. Þau eignuðust þrjú börn: Elín, fædd 23. apríl 1934, gift Othari B. Hanson fiskiðnaðarfræð- ingi og eru þau búsett í Bandaríkjun- um. Börn þeirra eru: Pétur Óli, Þor- björn, Hans Bernhard og Othar. Þau eignuðust einnig dóttur er dó við fæðingu. Svanhildur, fædd 2. apríl 1935,. lést árið 1975. Hún var gift Guð- mundir Jóhanni Friðrikssyni bifreið- arstjóra er lést 1986. Börn þeirra eru: Þorbjörn, Friðrik, Elías, Jóhann og Sigurður. Einar, byggingarverkfræðingur, fæddur 7. júlí 1938, giftur Astrid B. Kofoed Hansen. Börn þeirra eru: Agnar Már, Þorbjörn Jóhannes, Axel Kristján og Einar Eiríkur. Fyrstu hjúskaparár ömmu og afa bjuggu þau í risi Kjötbúðarinnar Borg, þar á eftir á Guðrúnargötu 9 og síðan á Flókagötu 59. Á Flókagötunni bjuggum við bræðurnir og foreldrar okkar fyrstu árin og nutum þar góðrar umönnun- ar, sem ætíð, enda voru amma og afi einstaklega samrýnd og hjálpsöm. Ungir að árum fórum við bræðurnir að vinna í Kjötbúðinni Borg og það reyndist okkur góður skóli. í reynd var afi meiri vinur en vinnuveitandi. Hann lagði mikið upp úr því að menn stæðu á eigin fótum, en var alltaf tilbúinn að veita aðstoð og miðla af þekkingu sinni, ef með þurfti. Afi gerði miklar kröfur til sjálfs sín, sem annarra og hann þoldi afar illa að vera öðrum háður. Hann var harðger, vinnusamur, ósérhlífinn, áreiðanlegur og hreinskilinn í sam- skiptum við aðra og stóð við það sem hann sagði. Ef mönnum hefur þótt afi hijúfur, þá var hann í reynd hið mesta ljúf- menni og var einstaklega hjálpsamur þeim sem minna máttu sín, en það fór hljótt. Vinnudagurinn hjá afa var oftast languf og erilsamur og gaf hann sér alltof sjaldan tíma til að taka sér frí. Fyrirtækið og fjölskyld- an voru honum allt. Nú hefur stórt skarð verið höggv- ið við fráfall afa okkar, sem verður vandfyllt. Við biðjum Guð að styrkja ömmu okkar, sem á nú um sárt að binda, og vottum henni okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning afa okkar, Þorbjarnar Jóhannessonar. Þorbjörn, Friðrik, Elías, Jóliann og Sigurður. Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. ' Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma pöntunarsími í Reykjavík er 672811 YDDA Y8. 19/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.