Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989 Neyðarástand í hús- næðismálum fatlaðra eftirHrafh Sæmundsson Hvað á lengi að reyna að rök- ræða við stjómmálamenn? Hvað á lengi að stilla upp siðferðilegum rökum í umræðunni? Hvaða hug- myndir hafa stjórnmálamenn um siðmenningu? Þessar spurningar og margar aðrar hljóta fýrr eða síðar að koma upp í hugann og verða svo áleitnar að ekki verði orða bundist. Einhvern tíma tekur enda sú þolinmæði sem fólk fékk oft með móðurmjólkinni á fyrri hluta aldar- innar, sú innprentaða og einfalda hugmyndafræði að í mannlegum samskiptum ætti að ríkja virðing fyrir öðmm, að allir menn ættu rétt á því að lifa og halda reisn sinni, að allir menn og raunar skepnur líka, ættu rétt á að njóta þess að hafa húsaskjól og geta full- nægt fmmþörfum sínum. Sú þolinmæði sem nú er að bresta gerir það vegna þess að stjóm- málamenn hafa ekki í reynd þau sjónarmið sem hér er lýst. Þeir virða ekki þennan gmndvallarrétt manna. Þeir virða ekki rétt fólks — ekki allra — til að geta haldið sjálfs- virðingu sinni. Og siðfræði stjóm- málamannanna er rekin eftir bók. í sumum tilfellum em allar stað- reyndir eins í hugum stjórnmála- mannanna. Hvort sem um er að ræða að bora gat í gegnum fjall, að byggja risakringlur, að reisa hundrað félagsheimili, þetta er allt á sama básnum og að byggja hús- næði yfír fjölfötluð böm, að byggja húsnæði yfir það mikið fatlaða fólk sem ber fötlun sína að stómm hluta vegna þess hve þjóðfélagið er gott og ríkt. Og raunar leggja stjóm- málamenn þetta ekki að jöfnu. Meðan allt sem áður er talið er gert og ótalmargt annað, þá lengj- ast biðlistarnir — neyðarbiðlistarnir — um húsnæði fyrir fatlaða. Á meðan verið er að vinna í „þjóðar- gjaldþrotinu“ eiga fjölskyldur fatl- aðra og fatlaðir sjálfir í baráttu upp á líf og dauða. Oft í eiginlegustu merkingu. Eftir „bókinni“ em öll „gjald- þrot“ eins. Það er ekki lagt sið- ferðilegt mat á hlutina. Ekki einu sinni sama faglega matið. Það er enginn „bústjóri" settur i því mann- lega gjaldþroti sem mikið fatlað fólk og fjölskyldur þess hafa orðið- fyrir. Það ríkir ægilegt neyðarástand á heimilum mikið fatlaðs fólks. Víða er þetta neyðarástand ólýsanlegt. Hjá svæðisstjómum um málefni fatlaðra hefur verið gerður neyðar- listi sem telur yfir hundrað einstakl- inga í heimahúsum sem búa við mikla neyð. Mikið fatlaðir einstakl- inga. Þolinmæði allra sem þekkja þessi mál er á þrotum. Öll rök, allar umræður, allur textinn sem á und- anfömum árum hefur verið sendur beint eða óbeint til stjórnmála- mannanna hefur ekki náð á leiðar- enda. Það er ekkert svar, það eru engin rök, að mikið hafi verið gert. Meðan neyðarlistarnir lengjast, á meðan fleiri og fleiri fatlaðir og fleiri og fleiri fjölskyldur þeirra Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kynningarnefhd Háskóla Is- lands: í tilefni af blaðaskrifum undan- farið um kynningarmyndir Háskóla íslands, sbr. nú síðast athugasemd frá Ríkisútvarpinu-Sjónvarpi í Morgunblaðinu 11. þ.m., vill Kynn- ingarnefnd Háskólans koma eftir- farandi á framfæri: Um margra ára skeið hefur verið prýðilegt samstarf milli Ríkisút- varpsins og Háskólans, sem m.a. hefur komið fram í fróðlegum þátt- um um vísindi og háskólamálefni í Hljóðvarpi, sbr. t.d. röð vandaðra og ítarlegra þátta um háskóla- menntun er þar hafa verið fluttir í vor. Ríkissjónvarpið hefur einnig nokkrum sinnum tekið til sýningar heimildarmyndir, sem Háskólinn hefur kostað og látið gera um starf- semi sína og sögu, t.d. í tengslum við 75 ára afmæli Háskólans 1986 (tvær myndir) og mynd um dr. Álexander Jóhannesson háskóla- rektor, sem sýnd var á liðnum vetri. Er þessi ræktarsemi við Háskólann bæði virðingarverð og þakkarverð, en efni af þessu tagi á einnig mik- ið erindi til almennings. Undanfarið hefur Kynningar- nefnd Háskólans m.a. lagt kapp á gerð kynningarmynda um starfsemi deilda og námsbrauta Háskólans „Það hefur allt verið gert til að opna augu stjórnmálamanna. Sam- tök fatlaðra og fatlaðir sjálfir hafa unnið gífiir- legt starf. En það er eins og að skvetta vatni á gæs.“ brotna og gefast upp, á meðan orkuforði er tæmdur, þá eru það engin rök að „mikið" hafi verið gert. Það hefur allt verið gert til að opna augu stjórnmálamanna. Sam- tök fatlaðra og fatlaðir sjálfir hafa unnið gífurlegt starf. En það er eins og að skvetta vatni á gæs. Þetta er barátta upp á líf og „Samkvæmt niðurstöð- um nýrrar skoðana- könnunar, sem Félags- vísindastofiiun Háskól- ans annaðist eftir beiðni Kynningarnefiidar, kom m.a. firam, að níu af hverjum tíu Islend- ingum vildi fá aukna vitneskju um Háskól- ann.“ og haft forgöngu um gerð nokkurra slíkra þátta, sem Háskólinn hefur kostað. Standa vonir til að gerð þeirrar þáttaraðar verði lokið áður en mjög langt um líður, sem þó er einkum komið undir því fjármagni sem til þess fæst. Þess var óskað fyrir nokkrum mánuðum, að Ríkisútvarpið-Sjónvarp tæki þessa þætti til sýningar sem hvert annað áhugavert sjónvarpsefni og á góð- um sýningartíma að kveldi. Ræddi háskólarektor það mál m.a. við út- varpsstjóra, sem tók hugmyndinni vel. Nokkrir þættir voru síðan send- ir til skoðunar hjá yfirmönnum inn- lendrar dagskrárgerðar en um síðir barst það svar, að sýningu þátt- anna, með þeim hætti sem um var beðið, væri hafnað, m.a. vegna þess Hrafíi Sæmundsson dauða í mörgum tilvikum. Fatlaðir sjálfir og aðstandendur þeirra verða að koma meira í þessa baráttu. Þó að það sé nöturlegt, þá verður að reka þessa baráttu á öllum vígstöðvum. Á sviði tilfinninganna og á sviði staðreyndanna. Það þarf að stilla þessa þætti saman. Og almenningur verður að koma með í þessa baráttu. Venjuleg rök bíta ekki á stjórn- að þeir ættu ekki erindi sem dag- skrárefni fyrir almenning, en bent var á að þeir kynnu að henta í Fræðsluvarpi. Að Fræðsluvarpi ólöstuðu verður því engan veginn jafnað til almennra sjónvarpssend- inga, sem vænta má að umtalsverð- ur hluti þjóðarinnar sjái, og var því ekki nema eðlilegt að Stöð 2 væri næst beðin um að sýna þessa þætti, þótt vitað sé að ekki hafi enn allir landsmenn tök á að sjá útsendingar frá henni. Þar urðu viðtökur mjög góðar og hafa þættirnir nú verið sýndir þar á heppilegum sýning- artíma við góðar undirtektir áhorf- enda og verða síðan endursýndir næsta vetur. Urðu forráðamenn Stöðvar 2 fúslega við þeirri beiðni, að þættirnir yrðu sendir úr „ótrufl- aðir“. Var svo um samið, að Stöð 2 sýndi þættina án endurgjalds til Háskólans og naut þar stöðin skjótra og góðra viðbragða sinna. Er nú ýmislegt sem bendir til að samstarf geti tekist milli Háskóla og Stöðvar 2 um gerð þeirra þátta í þessari röð, sem ólokið er, þótt ekkert hafi verið bundið fastmælum í því efni. Verða nokkrir nýir þætt- ir þá sýndir á vetri komanda, en jafnframt verða þættir þessir sendir til allra bókasafna framhaldsskól- anna. Kynningarnefnd Háskólans vill einnig beita sér fyrir gerð vandaðra málamenn. Því miður er hér um einfaldan frumskógarhernað að ræða. Það verður að draga inn þann slóða sem lengist stöðugt. Það verð- ur að viðurkenna staðreyndir. Og gleymum ekki þeirri stað- reynd í þessum hernaði að stór hluti fötlunar er afleiðing af því tækni- og velferðarþjóðfélagi sem við bú- um í. Ef við byggjum ennþá í fá- tæku miðaldasamfélagi þar sem hestakerrurnar færu eftir moldar- troðningum, þar sem árabátar ýttu úr vör og þar sem flest fötluð böm dæu í fæðingu, þá væri ekki mikið um fötlun af eðlilegum ástæðum. Þá væru fá vinnuslys, þá væru fá umferðarslys og þá bjargaði full- komið heilsugæslukerfi og góð al- menn lífskjör ekki mörgum og þá væri engin endurhæfíng. Þetta eru staðreyndir. En það virðist vera of löng leið frá þessum staðreyndum inn til stjórnmálamannanna. Þeir virðast ekki ætla að borga þann skatt sem stór hluti af fötlun er í nútíma tækni- og velferðarþjóð- félagi. Höfundur er a tvinnumálafulltrúi í Kópavogi. heimildar- eða kynningarþátta um rannsóknir við Háskólann (en fyrr- nefnd þáttaröð fjallar fyrst og fremst um kennsluna) og jafnframt þátta um störf merkra háskóla- manna, bæði látinna manna og þeirra, sem enn lifa og starfa. Þættir um málefni stúdenta og um Háskólann og atvinnulífið eru einn- ig til umræðu. Eiga þættir af þessu tagi fullkomið erinndi til sjón- varpsáhorfenda. Hefur nefndin fyr- ir nokkru hafíð gerð þáttaraðar um merka háskólamenn, þótt hægt miði sökum ijáreklu. Tók Ríkisút- varpið-Sjónvarp raunar einn þátt af því tagi, um dr. Jón Steffensen prófessor, til sýningar nú í vor, en samstarf við Stöð 2 um gerð þess- ara þátta kemur vissulega til greina. Þess skal að lokum getið, að samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Félagsvís- indastofnun Háskólans annaðist eftir beiðni Kynningarnefndar, kom m.a. fram, að níu af hveijum tíu íslendingum vildi fá aukna vitnesku um Háskólann og sýnir það vel — sem þó var raunar áður vitað — hvert erindi heimildar- og kynning- arþættir um Háskólann eiga til al- mennings í landinu. F.h. Kynningarnefndar Há- skólans, Páll Sigurðsson. Um kynningar- og heimildarmyndir Háskólans Afmæliskveðja; Haraldur Olafsson Það var á haustdögum árið 1953, að ég réðst til starfa í Búnaðarbank- anum og því háttaði þannig til, að ég varð einn nánasti samstarfsmað- ur þess góða drengs, Haralds Ólafs- sonar, en hann er nú áttræður í dag. Það tókst þegar með okkur góð vinátta, sem haldist hefur æ síðan. I Haraldur hafði þá starfað nokkur ár í bankanum og ég þurfti því all- oft að leita ráða til hans, ef eitt- hvert vandamál kom upp í starfinu, og Haraldur leysti það allt og gott betur, því að hann hefur þann frá- bæra eiginleika að segja hluti á þann hátt að eftir er tekið því að það fylgja mð einhver hnyttinyrði og það var oft í kaffí- og matartím- um, að fólkið í bankanum hópaðist í kringum Harald og hlustaði hug- fangið á hann segja ýmsar sögur og frásagnarlist hans brást aldrei. Sagan þurfti í sjálfu sér ekki að vera svo merkileg en hann sagði hana þannig að allir hrifust. Haraldur er víðlesinn og hafsjór fróðleiks og þá einkum í fornum fróðleik. Hann kann og ljóð betur flestum og fer með þau með hfynj- andi, það er kannski ekki svó undar- legt, því að hann er gott skáld og orkti hér á árum áður, er hann var starfandi í skátahreyfingunni, mörg falleg ljóð fyrir skátana, hver kann- ast til dæmis ekki við „Sólin skín á Ijalla skalla alla enn“? Haraldur sagðist hafa orkt þetta vegna þess að það vantaði gott ljóð og þarna hitti hann beint í mark sem svo oft. Haraldur fékk snemma áhuga á Ijósmyndun, enda var faðir hans þekktur ijósmyndari fyn’ á öldinni. Haraldur tók frábærar myndir bæði af fólkinu og landinu og margar mynda hans prýða árbækur Ferða- félags íslands og mig minnir — fari ég villt í því þá leiðréttist það síðar — að hann hafí tekið mynd, sem var á peningaseðli hér áður fyrr, þegar krónan var króna, en eitt er alveg víst og það er það, að honum á ég að þakka að ég fékk áhuga á ljósmyndun og það er góð tómstundaiðja. Allar myndir Har- alds eru unnar af natni og bera vitni vandvirkni hans og næmt list- rænt auga. Hann gaf starfsmanna- félaginu nokkur stór albúm með myndum af eldri starfsmönnum bankans í p(arfi og^eru þær ómetarj- 'l&g heirhilá um fyrfi óg’ befri tíð. ■ Þá er ótalið enn eitt af áhugamál- um Haralds, en það tók hug hans allan, en þetta er söfnun gamalla og þjóðlegra muna. Áhugi hans og vandvirkni i þessari söfnun er alveg frábær. Hann fékk marga góða gripi, þ.á m. grip, sem Fjalla- Eyvindur hafði smíðað er hann dvaldi á Húsafelli hjá séra Snorra. Ég gæti auðvitað talið upp miklu fleiri gripi, en það ætla ég ekki að gjöra utan eins, sem ég, eða réttara sagt faðir minn gaf Haraldi, en Jþetta er-brennimafk, sem háfði ver- ið í eigu forföður Haralds, og þetta gladdi Harald mjög mikið. Er aldur færðist yfír Harald fór hann að gefa hluti til Þjóðminja- safns og héraðssafna og hvarvetna var hann mikill aufúsugestur, er hann kom færandi hendi og brenni- markið gaf hann norður í Eyjafjörð og þar skipar það heiðurssess. Þetta framtak Haralds með söfn- un gamalla muna varð til þess að hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Það gladdi hann mjög og það hygg ég að það hafí einnig glatt þann er afhenti, en það var dr. Kristján Eldjárn, þáverandi forseti íslands. Það var einhvern tíma er leið að jólum og borgin færðist í hátíða- búning, að bankastjóri bað mig að stilla einhverju út í glugga bank- ans. Þá fór ég til Haralds og við stilltum í glugga Búnaðarbankans við Austurstræti hlutum úr safni Haralds og þetta vakti stórkostlega athygli. Það var fjöldi fólks seint og snemma fyrir utan gluggana og sýndi börnum þessa fögru gripi og skýrði út fyrir þeim hvað þetta væri og til hvers notað var. Þess var getið í fjölmiðlum og þótt frá- bært sem það var. Haraldur fæddist 12.júlí 1909 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Ólafur Oddsson og Valgerður Bri- em. Önnur börn þeirra hjóna voru Þrúður, Ingibjörg, Guðrún og Ragn- "hfldur og'sonur aúk HáraldS: val Oddur læknir. Haraldur var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var ína Jónsdóttir, sem lézt eftir örstutt hjónaband, en síðari kona Haralds er frú Margrét ísólfsdóttir. Þeim varð ei barna auðið, en tóku sem kjördóttur Þuríði, dóttur Ingólfs bróður Mar- grétar, en hún er gift Snorra Ólafs- syni og búa þau á Selfossi. Þau eiga tvo syni, Harald og Ingólf. Ekki má láta hjá líða að geta frú Margrétar ísólfsdóttur, konu Har- _alds, sem er hin mesta sómakona og hjónaband þeirra og heimili ætíð verið frábært og má í því sambandi benda á garðinn umhverfis húsið í Nökkvavogi, sem hefur verið verð- launaður fyrir fegurð og smekkvísi og ber merki þeirra handa, sem þar vinna að. Haraldur gjörist nú ellimóður nokkuð, en er hress í anda — að vanda — og svo mun hann ætíð verða. Allar gamlar góðar stundir í sam- starfi okkar, svo og vináttu milli Qölskyldna okkar, þakka ég heils- hugar. Það má nú kannski segja það, að þetta sem ég hefi hér skrifað hefði ég getað stytt allmikið, því að um Harald má með sanni segja svo sem er bezt einkunn í fornum sögum okkar: „Hann er drengur góður.“ Bestu kveðjur, ; -: HáHdór ÓUifsson '' ~ i' j -4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.