Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Umdeild brottvísun í Eyjum GOLF / NESKLUBBURINN „LeikaraskapurTómasar Inga", segirJón Otti Jónsson. „Setti boltann íandlitið á mér", segirTómas Ingi Tómasson UMDEILT atvik á lokamínút- unum i leik ÍBV og Stjörnunn- ar í Eyjurm' fyrrakvöld hefur vakið mikla athygli. Þa var dæmd vítaspyrna á Jón Otta Jónsson, markvörð Garð- bæinga, fyrir að slá til T ómas- ar Inga Tómassonar, sóknar- manns ÍBV. Jón Otti var síðan rekinn af leikvelli í kjölfarið. Komið var fram yfir venjuleg- an leiktíma og staðan 3:2 fyrir Stjömumenn þegar atvikið átti sér stað. Vítaspyman, sem Tómas Ingi Tómasson tók sjálfur var því afar mikilvæg enda bæði liðin í toppslag 2. deildar. En Sig- urður Guðmundsson, varamark- vörður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. „Setti boltann í andlitið“ „Jón Otti setti boltann beint í andlitið á mér með þeim afleiðing- um að vörin á mér sprakk", sagði Tómas Ingi Tómasson við Morg- unblaðiá. „Þetta var léleg framkoma af hans hálfu og hann átti skilið að fá rauða spjaldið. Það getur verið að ég hafi leikið örlítið líka þegar ég datt en höggið var mikið og mér brá. Ég ætlaði mér hins veg- ar alls ekki að fá hann útaf, það er af og frá“, segir Tómas Ingi. Hann misnotaði síðan víta- spyrnuna sem hann fékk. „Ég var mjög spenntur og vítið var á mjög mikilvægu augnabliki. Maður er ungur og reynslan er ekki meiri en þetta“, segir Tómas Ingi. „Var vel leikiö" „Ég sló hann ekki og setti ekki boltann í hann“, sagði Jón Otti. „Ég náði boltanum á undan hon- um en snéri mér síðan að honum, steytti hnefann og sagði við hann eitthvað í þá veru, að ég nyti þess að hafa náð boltanum af honum. En hann setur hausinn í hendina á mér og kastar sér síðan aftur. Þetta var vel leikið og hann hefur gert svona áður. Það hreinlega hvarflaði ekki að mér að s]á hann, þegar svo skammt var til leiksloka og við einu marki yfir,“ sagði Jón Otti. Dómarinn viss í sinni sök Guðmundur Maríusson, dómari leiksins, sagði að ekkert annað hafi verið hægt gera en að dæma víti. Jón Otti hafi verið kominn með boltann og haldið honum ör- ugglega. „Hann veittist síðan að Tómasi Inga með hnefann á lofti í stað þess að halda leiknum áfram. Ég hef séð myndband af leiknum og það staðfestir að þetta var réttur dómur“, sagði Guð- mundur. Guðmundur tók mið af línu- verði sínum, Karli Ottesen, þegar hann kvað upp úrskurð sinn. Karl sagði, að brot Jóns Otta hefði verið augljóst og alger óþarfi. „Það var ekkert vafamál. Hann rétti Tómasi Inga krepptan hnef- ann beint í andlitið“, sagði Karl. Jón Otti Jónsson Tómas Ingi Tómasson Jón Haukur klúbbmeistari en Haukur lék á fæstum höggum Haukur Óskarsson Jón Haukur Guðlaugsson Misskilnings gætti í frásögn Morgunblaðsins í gær af meistaramóti Nesklúbbsins í golfi. Haukur Óskarsson var sagður * klúbbmeistari en hið rétta er að Jón Haukur Guðlaugsson er klúbb- meistari samkvæmt reglum golf- klúbbsins. Hann lék á 300 höggum. Hins vegar lék golfmaðurinn ungi, Haukur Óskarsson á fæstum högg- um allra karlkeppendanna, 299, og AGANEFND 13íbann rettán leikmenn voru dæmdir _ í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær, þar af tveir í 1. deild. Viðar Þorkelsson, Fram, var dæmd- ur í eins leiks bann vegna brott- vísunar í leiknum gegn IA í fyrra- kvöld og Goran Mícic fékk eins leiks bann vegna fjögnrra gulra spjalda. Vilhjálmur Einarsson, Víði, fékk tveggja leikja bann vegna brott- rekstrar og óíþróttamannlegrar framkomu í leik gegn Einheija í 2. deildinni og Eysteinn Kristinsson, Tindastóli, fékk eins leiks bann vegna brottvísunar. Mál vegna at- vika í leik Stjörnunnar og ÍBV voru ekki afgreidd á fundi aganefndar, þar sem henni höfðu ekki borizt viðhlítandi gögn. í 3. deild var Ómar Jóhannsson, ÍK, dæmdur í tveggja leikja bann og félagi hans í IK, Ásmundur Guðmundsson, í eins leiks bann. Guðlaugur Jónsson, Grindavík, fékk sömuleiðis eins leiks bann. Einn leikmaður í 4. deild, Lárus Magnús- son, Baldri, fékk eins leiks bann. Einn leikmaður í 2. flokki, þrír í 3. flokki og einn í 4. flokki, voru einnig dæmdir í bann. lék á sömu teigum og meistara- flokksmenn. Hann telst þó ekki klúbbmeistari vegna þess, að hann var ekki skráður í meistaraflokk heldur unglingaflokk. Ekki eru dæmi um að svona staða hafi kom- ið upp hjá Nesklúbbnum áður. Þeir aðilar, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við eftir mótið, stóðu allir í þeim misskiln- ingi að Haukur Óskarsson bæri titil- inn klúbbmeistari. Hið rétta er, að Jón Haukur Guðlaugsson vann það glæsilega afrek að verða klúbb- meistari í ellefta sinn. Leiðréttist þetta hér með. Myndabrengl varð í gær í frásögn af mótinu og birt- ast hér myndir af Hauki Óskarssyni og klúbbmeistaranum, Jóni Hauki^ Guðlaugssyni. 'þári hepPr AZjr//W- Föstudagur kl.19:55 28. LEIKVI KA- 14.JÚIÍ 1989 III m m Leikur 1 K.R. - Valur 1d Leikur 2 Selfoss - Tindastóll Leikur 3 Stjarnan - Leiftur 2d Leikur 4 Breiðablik - Víðiröa Leikur 5 Einherji - Í.B.V. 2d Leikur 6 Hveraqerdi - Leiknir R.M Leikur 7 ÞrótturR. - Víkverji 30 Leikur 8 Afturelding - Grótta 30 Leikur 9 ValurRf. - Þróttur N. 30 Leikur 10 K.S. - Dalvík^ Leikur 11 B. ísafjarðar - Reynir S. 30 Leikur 12 Reynir Á. - Kormákur30 Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 Yfirferð á laugardag um kl. 16:00 Ath. Þrefaldur pottur 11 . * ■ Morgunblaðið/Einar Falur Á milli æfinga á námskeiði hjá fimleikadeild Ármanns í gær. Gryfja Ármanns senn tilbúin Nýttfimleikanámskeið að hefjast ISLANDSMOTiÐ HORPUDEILD FYLKISVÖLLUR VOLVO FYLKIR í kvöld kl. 20.00 daihatsu m—m—mÉ—m „ÞAÐ er mikil gróska í deild- inni. Við erum mjög ánægð með aðstöðuna og þegar nýja gryfjan verður tekin í notkun 20. ágúst verðum við með eina fimleikahúsið á landinu, sem stendur undir nafni,“ sagði Helga Jónsdóttir, formaður fimleikadeildar Ármanns, við Morgunblaðið aðspurð um starfsemi deildarinnar. Að sögn Helgu voru virkir félag- ar um 450 á síðasta starfsári ,;og -þeim fer sífellt- fjölgandi. Auk þess höfum við verið með sérstök námskeið fyrir yngstu börnin, fimm til tíu ára,“ sagði Helga. Yfirstandandi námskeiði lýkur á föstudag, en á mánudag hefst nýtt hálfs mánaðar námskeið undir stjórn Vilborgar Hjaltalín og Guð- mundar Guðjónssonar. Námskeiðið fer fram alla virka daga kl. 9 - 17, en auk fimleika er boðið upp á ýmsa leiki úti sem inni og farið í vettvangsferðir. Nánari upplýsing- ar og innritun fer fram á skrifstofu deildarinnar kl. 17-19 (s. 688470) í íþróttahúsi Ármanns við sigtún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.