Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989 17 Sovéskir dagar MÍR 1989: Óperusöngvarar og hljómsveit frá Moldavíu til Islands í ágúst ÁRLEGIR Sovéskir dagar MÍR verða haldnir í lok ágústmánaðar nk. og helgaðir sérstaklega kynningu á þjóðlífí og þjóðmenn- ingu í Sovétlýðveldinu Moldavíu. Meðal gesta sem koma þaðan til Islands af þessu tilefni og til þátt- töku í einstökum dagskráratrið- um er hópur hljóðfæraleikara og tveir fremstu óperusöngvarar lýðveldisins. Söngvararnir eru María Bieshu sópran og Mikhaíl Múntjan tenór, sem bæði eru víðkunn um öll Sov- étríkin og víðar og hafa hlotið æðstu viðurkenningu sovéskra lista- manna. Hljóðfæraleikararnir eru allir fé- lagar í Kammersveit Ríkisútvarps- ins í Moldavíu. Stjórnandi hennar er Aleksandr Amúile, sem jafnframt er listrænn stjórnandi og aðalhljóm- sveitarstjóri Ríkisóperu- og ballett- leikhússins í Kishinjov, höfuðborg Moldavíu. Sýning á myndverkum, olíumál- verkum, grafík og listmunum frá Moldavíu verður sett upp í Hafnar- borg, lista- og menningarmiðstöð Hafnaríjarðar, í tilefni Sovésku daganna og þar verða dagarnir formlega settir með tónleikum mánudagskvöldið 21. ágúst. Sýn- ingin verður þó opnuð fyrr, væntan- lega helgina 12.—13. ágúst, og síðan opin út mánuðinn, en í sept- ember verður sýningin sett upp í húsakynnum MÍR, Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, Vatnsstíg 10, Reykjavík. Auk tónleikanna í Hafnarfirði verða hljómleikar haidnir í Hvera- gerðiskirkju þriðjudaginn 22. ágúst, Neskaupstað 23. ágúst, Eskifirði 24. ágúst, Egilsstöðum 25. ágúst og í Reykjavík sunnudaginn 27. ágúst. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt: hljómsveitarverk, óperu- aríur og sönglög eftir Hándel, Moz- art, Schubert, Bach, Gounod og Sviridov, auk verka eftir moldavísk tónskáld og þjóðlaga úr ýmsum áttum. (Frcttatilkynning) ... á við bestu galdraþulu! Ef þér finnst eitthvað vanta upp á bragðið af súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, salatsósunni eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 18% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 9.7 37 1 msk (15 g) 29 112 100 g 193 753 Búnaðarfélag Kirkju- bæjarhrepps 100 ára Kirkjubæjarklaustri. Búnaðarfélag Kirkjubæjar- hrepps hélt upp á aldarafmæli sitt laugardaginn 1. júlí sl. I til- efíii þess var öllum bændum hreppsins, ásamt nokkrum gest- um, boðið til kvöldverðar í félags- heimilinu Kirkjuhvoli. Hófið hófst með því að formaður félagsins, Lárus Valdimarsson, bauð gesti velkomna en síðan tók Siggeir Björnsson við veislustjórn. Jón Helgason alþingismaður rakti sögu félagsins frá upphafi, kveðjur voru fluttar, gjafir bárust félaginu og auk þess var slegið á léttari strengi með gamanmáli og fjöldasöng. Að borð- haldi loknu var síðan dansað við undirleik harmoniku. Ekki var að sjá eða heyra nokk- urn bilbug á bændum þótt ekki blási byrlega fyrir stéttinni á tímum sam- dráttar í hefðbundnum greinum landbúnaðar og sumarið sé fremur seint á ferðinni. Þess má til gamans geta að meðalaldur bænda í hreppn- um er ekki nema rétt rúmlega 40 ár sem væntanlega er ekki hátt miðað við víða annars staðar. - HSH í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI '\\ *|onu Inmhald: 200 g AUK hf k3d-76-728 KJiRABÓT (KREPPU! Það er Sumarmarkaóur fjolskyldunnar í Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Opið yirka daga frá kl. 12—19 - Laugardaga ffá kl. 10-16. Ótrúlegt vöruúrval «3 Nytt korta- tlmabil Láttu sjá þi£ - það borgar sig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.