Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989 Báknið burt — báknið kjurt eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Á síðasta Alþingi var lögð fram tillaga til þingsályktunar um um- hverfisráðuneyti, heilt nýtt ráðuneyti í viðbót við_ það mikla bákn, sem stjórnarráð íslands er. Þegár ég hóf störf í stjórnarráðinu fyrir tæpum 40 árum, voru ráðuneyt- in 8 talsins, nú eru þau 13. Þá voru í flestum ráðuneytum aðeins ráðu- neytisstjóri, fulltrúar og ritarar. Nú eru ráðuneytisstjóri, skrifstofustjór- ar, deildarstjórar, fulltrúar, ritarar og bókarar, að ógleymdum aðstoðar- mönnum ráðherra og sérfræðingum. Þá voru ráðherrarnir 6, nú 9. Þannig hefur báknið þanist út jafnt og þétt. Mér segir svo hugur, að í því að þenja báknið út, hafí Alþingi verið mikilvirkara en embættismennirnir og síður sést fyrir. Mér varð fljótlega ljóst, að ráðu- neytin væru óþarflega mörg og hef fyrir löngu bent á það. Á síðasta Alþingi fluttu kvennalis- takonur þingsályktunartillögu, sem miðar fyrst og fremst að því að þenja stjórnarráðsbáknið enn betur út, en það er tiilaga þeirra um að stofnað verði sérstakt umhverfisráðuneyti með 5 deildum og mörgum undir- deildum. Tillaga þessi ber með sér skort á málefnum og raunsæi, en er hins vegar dæmi um sýndarmennsku. Sú skylda ætti að hvíla á alþingis- mönnum, sem leggja fram tillögur, sem hafa aukin ríkisútgjöld í för með sér, að þeir geri grein fyrir hvernig afla megi tekna til að mæta þeim. Tillaga þeirra kvennanna, ef hún yrði samþykkt, hefði í för með sér stóraukin ríkisútgjöld og skrif- finnsku, en nóg er af henni í kerf- inu. Slík stjórnardeild mun án efa kosta milljónatugi að stofni til og ófyrirséða fjármuni til reksturs. Hún yrði fyrst og fremst atvinnubótadeild fyrir náttúrufræðinga. Slík yfírlætis- full breyting á meðferð þessara mála hefði enga þýðingu í framkvæmd aðra en ranga ráðstöfun ijár. Umhverfísmálin eru vissulega í höndum ýmissa ráðuneyta og það er óhjákvæmilegt. Hins vegar mætti hugsa sér að fela forsætisráðuneyt- inu að fara með yfírumsjón þeirra, sérstaklega gróðurverndina, því það þarf víðtæka samvinnu um það mál og sameiginlegt átak. Að láta sér detta í hug að slíkt átak sé án sam- starfs við bændur er auðvitað út í hött, enda eru það bændur,sem stunda ræktun, sérstaklega síðustu áratugina. Þessi hugmynd að þenja ríkis- báknið, er afskaplega rík í fari þing- manna og að flýtja mál, sem fyrst og fremst eru til að sýnast. Hugsa /Sér það, hvemig þingið hefur vaxið síðustu fímmtíu árin. Fækka þarf ráðuneytum Það er algjör fásinna að ætla að leysa einhver vandamál með því að fjölga ráðuneytum. Öllum þeim, sem starfað hafa í stjómarráðinu er Ijós nauðsyn þess, að ráðuneytum yrði fækkað. Það sparaði vinnu og fjármuni. Þannig væri eðlilegt að hið gamla atvinnumálaráðuneyti yrði vakið til lífs og að þar væri undir sama þaki landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál og iðnaðarmál. Brýn þörf á að fyrr- greindir málaflokkar verði samein- aðir í einu ráðuneyti hið fyrsta. Spurning er hvort ekki væri rétt, að í því ráðuneyti væru einnig sam- göngumál. Þá er sjálfsagt að heil- brigðismál og félagsmál væru í einu ráðuneyti. Loks eiga utanríkismál og viðskiptamál að vera undir sama þaki. Með slíkum sameiningum ráðuneyta mætti leggja niður fimm ráðuneyti, en það væri stór nauðsyn til verulegs sparnaðar og hagræð- ingar. Matthías Bjarnason fyrrv. ráð- herra var ómyrkur í máli á Alþingi fyrir skömmu í svipaða átt og hér segir. Hins vegar er ekki kunnugt að hann hafi hreyft neinum tillögum í þá veru meðan hann var ráðherra. Ráðherrum og þingmönnum þarf að fækka Þá þarf að vera stjómarskrár- bundið að ráðherrar í ríkisstjórn íslands megi ekki vera fleiri, en 7. Öllum má ljóst vera, að sérhver ríkisstjórn, verður starfshæfari því færri sem ráðherrarnir era. 9 menn í sama flokki eru sjaldnast á einu máli, að nú ekki sé talað um að þeir séu úr þremur stjórnmálaflokk- um. Þessi mikli fjöldi ráðherra á tvímælaust sinn þátt í því hve nú- verandi ríkisstjórn eru mislagðar hendur. Sama er að segja um fjölda al- þingismanna, svo vitnað sé til orða Ólafs pá, um að ráðgjöf gefist því verr sem fleiri menn standi að henni. Stjórnlagaþing setji stjórnarskrá Alþingismönnum hefur, líkt og Dr. Gunnlaugur Þórðarson „I fáum orðum sagt: það er þjóðarhagur að þjóð- in búi við löggjafar- stofnun, sem mönnuð er hæfílegum Qölda þingmanna, þá er von um úrval. Auk þess á að vera skilyrði, að stjórnmálaflokkur hefði a.m.k. 5% fylgi með þjóðinni til þess að hafa þingmann.“ ráðherrum, fjölgað jafnt og þétt. Æskileg tala alþingismanna væri 39 líkt og var í lögréttu til forna. Lýðræðislegast væri að landinu yrði skipt í jafnmörg einmennislq'ör- dæmi. Hugmyndin um að iandið sé eitt kjördæmi er mjög svo var- hugaverð hugmynd, sem fyrst og fremst yrði til þess að auka flokks- ræðið á kostnað lýðræðis og auð- velda lélegum þingmönnum ævisetu á slíkum lista. Sú kjördæmaskipun, sem við búum við nú, er einmitt haldin slíkum göllum og því ábyrgð- arleysi, sem því fylgir að vera kos- inn í íjölmenniskjördæmi, þar myndast og síður bein tengsl milli kjósenda og þingmanna. Það er löngu kominn tími til þess að lýðveldinu verði sett ný stjórnar- skrá og helsta leiðin til þess er að kosið verði sérstakt stjórnlagaþing, sem hafi það eitt verkefni að semja stjómarskrá. Á slíku stjórnlaga- þingi væru alþingismenn ekki kjör- gengir. Það fer best á því, að þeir ráði hvorki fjölda þingsæta né há- marksfjölda ráðherrastóla. Það hef- ur sýnt sig, að þessi atriði, sem önnur hafa farið úr böndunum hjá þingmönnum og þeir eiga of mikilla hagsmuna að gæta til þess að fá að ráða þessu mikilvæga atriði. Þá er sjálfsagt að leggja niður deildar- skiptingu á Alþingi. Óbreytt þing þýðir aukið kerfi og bákn. Það sparaði bæði útgjöld og vinnu, ef þingmenn væru færri, ekki síður að málæðið yrði minna. Húsnæðismál Alþingis yrðu og auð- leyst. Þingið yrði miklu starfs- hæfara. í fáum orðum sagt: það er þjóðar- hagur að þjóðin búi við löggjafar- stofnun, sem mönnuð er hæfilegum flölda þingmanna, þá er von um úrval. Áuk þess á að vera skilyrði, að stjórnmálaflokkur hefði a.m.k. 5% fylgi með þjóðinni til þess að hafa þingmann. Nú hefur ríkisstjórnin átt frum- kvæði að fækkun banka um helm- ing og hvílir þess vegna á henni sú skylda á að minnka allt ríkisbáknið og fækka ráðuneytunum um allt að helming. Slíkt væri þjóðþrifa ráðstöfun. Það var glæsilegt fordæmi, þegar borgarfulltrúum Reykjavíkur var fækkað úr 21 í 15. Það var hér um árið að einhverj- ir pólitíkusar hrópuðu: Báknið burt, síðan ekki söguna meir. Þar til nú að það óvænta skeður, að kvenna- listakonur vilji ekki aðeins að bákn- ið verði kjurt, heldur skuli þenja það enn betur út, eins og þings- ályktunartillaga þeirra stefnir til. Höfiindur er hæstnréttarlögmaður. Foreldrastarf í grunnskólum eftirJón Steinar Guðmundsson Reykjavíkur almennt, sé miðað við meðaltöl í samantekt Skólaskrif- stofu borgarinnar. Þess vegna hafa foreldrar í Breiðholtsskóla viljað ræða við skólann um hvaða leiðir væru færar til að bæta töflurnar. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni for- eldra um skoðanaskipti um stunda- skrárnar, hafa stjórnendur Breið- holtsskóla neitað að ræða við for- eldra um málið. Stjórnendur skólans telja stundaskrárnar ekki koma for- eldrum við; þeir telja skrárnar innra mál skólans! Kreppa í skólamálum Það er kreppa í Breiðholtsskóla; það er kreppa í skólamálum hér á landi. En tala ekki allir um nauðsyn góðra skóla? Tölum við ekki um að menntun sé mikilvæg fyrir framtíð bamanna okkar? Oft er sagt að skólarnir endur- spegli samfélagið. Ég tel að krepp- an í skólamálum á Islandi felist í þeirri þversögn, að allir segjast vilja góða skóla, en ráðamenn gera lítið í málinu. Hvenær skyldu skólamál verða alvöru kosningamál á Islandi? Lítill réttur foreldra Fáum orðum er eytt á foreldra í grunnskólalögunum. Aðeins ein setning í 21. gr. laganna íjallar um rétt foreldra, en þar segir: „Fulltrúi foreldrafélags á rétt til setu á kenn- arafundum með málfrelsi og tillögu- rétti.“ -Eittr eru lög og annað fram- kvæmd. í Breiðholtsskóla þótti rétt- ur foreldra til setu á almennum kennarafundum ekki sjálfsagður. Foreldrafélagið þurfti því að senda sérstakt erindi til Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar, sem ályktaði að réttur foreldra varðandi þetta atriði væri „ótvíræður". Á fundum hjá SAMFOK hefur komið fram, að nokkur brestur er á að skólastjórar í Reykjavík boði fulltrúa foreldra á almerina kenn- arafundi. Þetta þarf að laga. Hornsteinn samvinnu foreldra og kennara felst í gagnkvæmum skoð- anaskiptum og upplýsingastreymi. Almennir kennarafundir er einn slíkur vettvangur. Foreldrar og skólar eru að vinna að sameiginlegu viðfangsefni, sem er uppeldi barna. Þess vegna er bráðnauðsynlegt, að í hveijum skóla sé gagnlegt og virkt foreldrastarf — það sama á við um allt skóla- starf, að sjálfsögðu. Tillögur Hér að ofan hefur verið talað um að íslenskir skólar standist ekki samanburð við skóla í nágranna- löndunum, að okkar skólar séu ván- ræktir og að réttur foreldra lítill. Með þessi og önnur atriði í huga, sem byggja á reynslu minni af for- eldrastarfi, leyfi ég mér að koma Grunnskólar á íslandi eru ekki sambærilegir við skóla í nágranna- löndunum. Okkar skólar hafa verið vanræktir og þar ríkir kreppa, eins og fram kemur í allri umræðu um skólamál. í þessu sambandi hefur réttur foreldra í^kólastarfi þvi miður „Samtök foreldra þurfa að koma á námskeiðum í sínum eigin skólum um uppeldis- og skóla- mál, til að styðja for- eldrastarf í grunnskól- um.“ verið sniðgenginn allt of lengi. Hér verður fjallað um foreldrastarf í grunnskólum út frá eigin reynslu. Stungið er upp á nokkrum hugmynd- um, sem gætu styrkt og bætt for- eldrastarf. Reykjavík og erlendis Nú er að líða þriðja árið sem ég hef átt tvo syni í Breiðholtsskóla. Þar áður voru þeir fjögur ár í barna- skóla í Bandaríkjunum. Eins og aðrir foreldrar, tók ég þátt í for- eldrastarfi skólans þar. Undanfarin tvö ár hef ég svo starfað í For- eldrafélagi Breiðholtsskóla og síðastliðið ár í stjórn SAMFOK, sem eru Samtök foreldra- og kennarafé- laga við grunnskóla Reykjavíkur. Ég hef átt þess kost að kynnast skóla- og foreldrastarfi í tveimur löndum af eigin raun. í ljósi þeirrar reynslu finnst mér Breiðholtsskóli og aðrir grunnskólar í Reykjavík, ekki standast samanburð við barna- skóla í Bandaríkjunum. Vanræktir skólar Af samtölum við foreldra sem eiga börn í skólum borgarinnar, og sem hafa einnig kynnst skólum í nágrannalöndunum, til dæmis Norðurlöndunum, kemur greinilega fram að skólar á íslandi eru illa settir og vanræktir, bæði hvað varð- ar almennt skólastarf og foreldra- starf. Við verðum að leita til fjar- lægra landa, jafnvel þróunarlanda, til að finna sambærilega skóla. Á mörgum sviðum getum við borið okkur saman við velferðarþjóðirnar í kringum okkur. En á sviði skóla- mála getum við því miður ekki bor- ið okkur saman við þessar þjóðir. Stundaskrár Stundaskrár eru dæmi um skóla- mál, sem snerta hvert heimili hvað beinast. Á hvetju hausti verða for- eldrar barna í Breiðholtsskóla fyrir áfalli, vegna þess hvað stundaskrár skólans era slæmar. Foreldrar taka eftir töflugötunum, mismunandi byijunartíma og ójafnri dreifingu í tímasókn nemenda. Allt of oft þurfa börn að fara nokkrum sinnum í skólann á hveij- um degi; stundum er mæting snemma, stundum um miðjan morgun, stundum eftir hádegi. Fyr- ir kemur að skóladagur er aðeins nokkrir tímar, en stunþum er hann á lengd við fullan vinnudag foreldra og er þá heimavinna og allt annað eftir. í Breiðholtsskóla er samfelldni í skólastarfi minni en í grunnskólum með nokkrar tillögur. Réttur foreldra verði aukinn Foreldrar vilja hafa áhrif á skóla- starf barna sinna. Foreldrar vilja að skólinn hlusti ekki aðeins þegar skólanum þóknast. I mörgum skól- um er litið á foreldrafélög sem al- gjöra góðgerðarstarfsemi. Virkni foreldra í foreldrafélögum er í sam- ræmi og beinu hlutfalli við þau áhrif, sem foreldrum finnst þeir hafi á skólastarf barna sinna. For- eldrar vilja ekki eyða tíma og orku í foreldrastarf sem skólinn snið- gengur. Foreldrar vilja að réttur þeirra verði skilgreindur í grunnskólalög- um, sem kveði jafnframt á um skyldur skólastjóra og kennara gagnvart foreldram. Til dæmis ættu fulltrúar foreldra að hafa atkvæðis- rétt á almennum kennarafundum. Eftirlit með skólastarfi Lítið sem ekkert eftirlit er haft með starfi einstakra grunnskóla í Reykjavík og kannski víðar. Kenn- arar fara sínu fram í sínum stofum og skólastjórar fara sínu fram í sínum skólum. Skólayfirvöld hér á landi virðast gera lítið annað en að skammta peninga. Víða erlendis er lögbundið eftirlit með skólastarfi. í Bretlandi, til dæmis, hafa eftirlitsmenn „hennar hátignar" mikil áhrif á skólastarf. Þeir fylgjast með daglegu skóla- starfi o g beita sér fyrir nýjungum. Sveigjanleiki í ráðningu Skólar þurfa að búa vel að kenn- urum og kennarar þurfa að fá viður- kenningu fyrir vel unnin störf. Á almennum vinnumarkaði þykir sjálfsagt að starfsmenn séu fluttir á milli starfa, standi þeir sig ekki í stykkinu. Skólar þurfa að geta gert þetta líka. Meiri sveigjanleiki þarf því að vera í ráðningu kennara og skólastjóra, til dæmis með því að afnema æviráðningu. Um leið þarf að vera sjálfsagt að starfsmenn geti fært sig á milli skóla, skóla- hverfa og skólaumdæma. Foreldrairæðsla Endurmenntun og símenntun eykst nú með hverju ári á flestum sviðum. Og margs konar námskeið era haldin um hitt og þetta. Það stingur því dálítið í stúf, að enn skuli ekki vera komin fræðsla fyrir foreldra um uppeldismál. Samtök foreldra þurfa að koma á námskeið- um í sínum eigin skólum um uppeld- is- og skólamál, til að styðja for- 'eldrastarf í grunnskólum. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.